Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 26.04.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigrún Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 17. febr- úar 1951. Hún lést á líknardeild LSH í Kópavogi 14. apríl síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Magnús S. Magnús- son, f. 1918, d. 2006, og Kristín Þ. Gunn- steinsdóttir, f. 1919. Sigrún var yngst þriggja systkina. Bræður hennar eru Geir, f. 1942, kvænt- ur Kristínu Björnsdóttur, og Helgi, f. 1943, kvæntur Guðlaugu Guðjónsdóttur. Árið 1974 giftist Sigrún eftirlif- andi eiginmanni sínum Jóhannesi Halldórssyni, f. 1950. Foreldrar hans voru Halldór Bjarnason, f. 1923, d. 1975, og Jóhanna Frið- riksdóttir, f. 1923, d. 1992. Börn Sigrúnar og Jóhannesar eru: 1) Hanna Dóra, f. 1972, gift Skúla Edvardssyni, f. 1965, þau eiga tvær dætur, Sigrúnu Gróu, f. 1991, og Auði Hörpu, f. 1995. 2) Páll, f. 1976, kvæntur Huldu Guð- nýju Kjartansdótt- ur, f. 1976, þau eiga eina dóttur, Huldu Fanný, f. 2002. 3) Kristín Þóra, f. 1978, gift Sigurjóni V. Eiríkssyni, f. 1974, þau eiga einn son, Jóhannes Kára, f. 2004. 4) Signý, f. 1987. Sigrún bjó í Reykjavík til þriggja ára aldurs og fluttist þá í Kópa- vog þar sem hún var í barnaskóla og gagnfræðaskóla. Síðan gekk hún í Menntaskólann í Reykjavík en þaðan útskrifaðist hún árið 1971. Sigrún útskrifaðist sem exam. pharm. frá Háskóla Ís- lands árið 1974. Hún starfaði sem lyfjafræðingur í Laugarnesapó- teki í tvö ár en hóf síðan störf í sjúkrahúsapóteki Landakotsspít- ala árið 1982 sem síðar varð sjúkrahúsapótek LSH í Fossvogi. Þar starfaði hún til ársins 2005. Útför Sigrúnar verður gerð frá Kristskirkju í Landakoti í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Nú er hún tengdamóðir mín horfin okkur eftir að hafa barist svo lengi og hetjulega gegn krabbameininu sem hana hrjáði. Kraftur hennar og þrautseigja voru með eindæmum enda var hún svo einbeitt og ákveðin í að láta veikindin sem minnst trufla sig í því að lifa lífinu. Hún lifði fyrir börnin sín, eiginmann og fjölskyldu og ætlaði sér alls ekki að fara að sjá af þeim strax. Fyrir rúmum tíu árum kynntist ég syni hennar og fór að venja komur mínar inn á heimilið á Boðagrand- anum. Þar var fyrir ótrúlega sam- heldin og glaðleg fjölskylda. Það var augljóst að á þessum bæ var fólki eðl- islægt að hafa það skemmtilegt og tók ég eftir hvað þetta var sérlega hláturmilt fólk. Mér var strax tekið opnum örmum sem hluta af fjöl- skyldunni. Ég man eftir Sigrúnu í eldhúsinu á Boðagrandanum með matinn tilbúinn, alltaf á slaginu hálfsjö þegar Jói var kominn úr heita baðinu eftir vinnudaginn. Það klikk- aði ekki, ekki frekar en eftirfylgni hennar með námi barna sinna. En hún var óþreytt að læra með þeim og hlýða þeim yfir. Reyndar var hún enn í því hlutverki þegar hún nú þurfti að kveðja. Hún var kjölfestan á heimilinu sem allir leituðu til, fengu ráð hjá og treystu á. Það var alltaf notalegt að koma í létta andrúmsloft- ið á Boðagrandanum eða kíkja upp í sumarbústaðinn þeirra á Þingvöllum en þar var svo auðvelt að gleyma stað og stund í spjalli og þægilegheitum. Í kringum hana þurfti aldrei neitt til- stand því hún var einstaklega nægju- söm, jákvæð og laus við hégóma. Þess vegna var svo auðvelt fyrir alla að lynda við hana enda gerði hún aldrei veður út af smáatriðum eða velti sér upp úr vandamálum. Fjöl- skyldan var stoltið hennar og þurfti lítið til að gera henni til hæfis svo lengi sem allir tóku góða skapið með sér, var annað aukaatriði. Ég kveð tengdamömmu mína með söknuði en geymi minninguna um fallega og góða konu og mun hjálpa dóttur minni að muna þannig eftir ömmu sinni. Hulda Guðný. Elsku besta amma Sigrún, núna ertu farin frá okkur, alltof snemma. Við viljum þakka þér fyrir allar sum- arbústaðaferðirnar sem við fórum með þér og afa og allar helgarnar sem við fengum að koma og gista á Boðó. Við erum svo þakklátar fyrir allar góðu minningarnar sem við eig- um. Þú varst alltaf svo góð við okkur þegar við vorum saman. Þú tókst alltaf á móti okkur brosandi og tilbú- in að gera hvað sem var fyrir okkur, eins og alltaf þegar við gistum hjá ykkur þá buðuð þið okkur út að borða á Pizza Hut eða Hornið og við vorum eins og prinsessur. Það er ekki hægt að hugsa sér betri ömmu en þig. Elsku amma, við lofum að hugsa vel um afa Jóa og Signýju og vera góð hvert við annað. Elsku besta amma, megi góður Guð geyma þig. Kossar og knús. Þínar ömmustelpur, Sigrún Gróa og Auður Harpa. Það er bæði sárt og erfitt að kveðja Sigrúnu, svo snemma á ferða- lagi lífsins eftir langa og stranga bar- áttu við illvígan sjúkdóm, þar sem Sigrún vann hverja orrustuna af annarri með einstökum vilja og já- kvæðni. Sigrún kom inn í okkar stórfjöl- skyldu sem sólargeisli, geislandi af kærleik og væntumþykju og ávallt upptekin af því jákvæða í tilverunni. Með einstaklega hógværri og þægi- legri nærveru hafði hún meiri áhrif á sína samferðamenn en margan grun- ar. Sigrún var skipulögð og nákvæm með eindæmum og hélt heimili til fyrirmyndar, svo eftir var tekið. Sú samheldni og glaðværð sem einkennt hefur fjölskylduna á Boðagranda er svo sannarlega Sigrúnu trúr vitnis- burður. Með sinni glaðlegu lund og smitandi hlátri átti hún þátt í að gera marga fjölskylduviðburðina ógleym- anlega. Ofarlega í minni er Rómar- ferðin sem systkinin á Hólatorgi og makar fóru fyrir nokkrum árum. Sigrún var lítillát og vann sín verk í hljóði, umhyggjan fyrir fjölskyld- unni var ávallt í fyrirrúmi, hvort heldur var vegferð fjölskyldumeð- lima í námi eða starfi. Sigrún var þessi stólpi sem kjarnafjölskyldan byggist á, ákveðin og stefnuföst en umfram allt kærleiksrík. Það var hrein unun að fylgjast með þegar barnabörnin fæddust eitt af öðru, hvað amman var stolt og umhyggju- söm og í dag sjáum við Sigrúnu í þeim öllum. Gamall draumur þeirra hjóna um að eignast sumarhús rættist fyrir nokkrum árum, þar var Sigrún í ess- inu sínu, það var eins og náttúran, fuglasöngurinn, vatnið og móðir jörð gæfu henni nýjan kraft til að takast á við þær raunir sem framundan voru. Gestrisni var Sigrúnu í blóð borin, hvort heldur var eftir kappleiki í Vesturbænum þar sem ávallt beið kaffi og „smartheit“ á Boðagrandan- um fyrir bræðurna og aðra eða í sumarbústaðnum, sem var vinsæll bíltúr fyrir marga fjölskylduna. Ávallt var tekið fagnandi á móti gest- um og gangandi. Jafnvel þótt veik- indin væru farin að taka sinn toll, lét Sigrún það ekki aftra sér frá vina- fundum. Það er höggvið stórt skarð í „Mág- konubekkinn“ við fráfall Sigrúnar, en eftir sitja minningar, minningar um sterka konu sem geislaði af já- kvæðni og góðum verkum, þessar minningar munu þétta hópinn. Þú skalt vera stjarna mín Drottinn yfir dimm höf yfir djúpa dali og eyðimerkur ég geng í geisla þínum og eitt sinn mun geisli þinn verða að gullstiga þar sem ég geng upp fagnandi skrefum (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) Elsku Jói, og fjölskylda, Guð blessi ykkur og styrki. Blessuð sé minning Sigrúnar. Þínar mágkonur og svilkonur, Halldóra, Oddný, Þorgerður, Kristín, Hildur, Heiða, Hrönn og Unnur. Hetjulegri baráttu er lokið. Sú barátta hefur staðið í tæp níu ár. Það er með ólíkindum hvað hægt var að leggja á einn líkama. En baráttu- þrekið var mikið, bjartsýni, andlegur styrkur og kímnigáfa áttu þátt í að marga sigrana vann hún mágkona mín, þrátt fyrir allt. Hún var einstök, falleg og góð. Trú hennar var sterk, trú á æðri mátt, trú á læknana, vísindin, ný úrræði. Sem lyfjafræðingur fylgdist hún með öll- um nýjungum á því sviði. Það er ólýs- anlega sárt að hún skyldi ekki hafa betur í baráttunni. Mennirnir áætla, en Guðs vilji ræður. Við trúum að henni sé ætlað virkilega mikilvægt hlutverk. Minningarnar munu ylja. Frænkukvöldin t.d. sem hófust fyrir nokkrum árum, voru okkur öllum mikils virði. Vonandi halda þau áfram með minningu hennar að leið- arljósi. Söknuðurinn er sár, sárastur hjá eiginmanni, börnum og móður, sem öll hafa vonað, beðið og sýnt henni ómælda ást og umhyggju, allt til enda. Megi góður Guð sefa sorgina og gefa þeim styrk. Sigrúnu þakka ég allt sem hún var mér, megi hún eiga góða heimkomu. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast, þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra sem skamma stund oss gladdi, það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burtu úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Minnist þín ævinlega. Þín mágkona, Guðlaug Guðjónsdóttir. Við andlát Sigrúnar Magnúsdótt- ur er mikill harmur að okkur kveð- inn. Hún var mágkona, vinkona og ná- granni okkar til margra ára. Hún var einstök kona, sem voru algjör for- réttindi að eiga að vini. Af ótrúlegu æðruleysi, kjarki og dugnaði háði hún baráttu við veikindi sín þar sem hún aftur og aftur stóð upp og það komu tímar þar sem við héldum að hún myndi fara með sigur af hólmi. Það urðu örlög okkar að eignast heimili í sömu blokkinni, sitt í hvor- um stigaganginum. Sigrún og Jói fluttu á Boðagranda 5, með börnin, við og Gummi á Boðagranda 3. Sam- gangur var mikill á milli heimila. Börnin léku sér saman, og við dugleg að heimsækja hvort annað, ræða um allt á milli himins og jarðar, og fá mál sem við höfðum ekki skoðun á. Við fluttum til Danmerkur í tvö ár, og fjölskyldan á Boðagranda 5 lagði land undir fót og kom í heimsókn. Þau eyddu með okkur heitustu sum- ardögunum sem við fengum á meðan við bjuggum þar. Og þessi heimsókn þeirra til okkar var sérlega ánægju- leg og okkur mikils virði. Við minnumst með mikilli hlýju allra gamlárskvöldanna sem við átt- um saman í notalegheitum með Jóa, Sigrúnu og börnunum. Sigrún nostr- aði við pörusteikina af umhyggju all- an daginn, og við nutum þess að setj- ast að snæðingi, og í kjölfarið að fara á brennu, horfa saman á áramóta- skaupið og skjóta upp flugeldum um miðnættið. Sigrún var ótrúlega vel gefin kona, glaðlynd, sérlega metnaðarfull eigin- kona og móðir. Hún lagði mikinn metnað í heimilið sitt, og lagði mikið upp úr því að hafa huggulegt í kring- um fjölskylduna. Við börnin sín dekraði hún óspart. Saumaði og prjónaði á þau þegar þau voru yngri. Lærði með þeim fyrir próf sem skil- aði sér í toppárangri. Við viljum þakka Sigrúnu sam- fylgd og vináttu í gegnum árin. Megi hún hvíla í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Jói og fjölskyldan öll, megi Guð vera með ykkur og styrkja í sorg ykkar. Hrönn og Friðrik (Denni). Eftir að hafa fylgst með baráttu Sigrúnar við krabbameinið í tæp tíu ár var ég samt ekki tilbúin þegar kallið kom. Ég þakka fyrir þann styrk sem Sigrún fékk í vöggugjöf og nýtti á alveg ótrúlegan hátt. Þrátt fyrir að vera í endalausum meðferð- um stundaði hún vinnuna eins og hún gat og lét sig ekki vanta í fjölskyldu- boðin og frænkukvöldin þótt heilsan væri tæp. Þegar ég var yngri passaði ég oft börnin fyrir hana og hafði hún ósjald- an bakað handa mér skúffuköku mér til ómældrar ánægju. Þegar vinkon- ur mínar komu með mér að passa var ég alltaf mjög stolt af frænku minni því mér þótti hún svo falleg og klár. Þegar Sigrún hélt upp á fimmtugs- afmælið sitt hélt Páll, sonur hennar, ræðu um mömmu sína sem snerti mig mikið. Þar talaði hann um stuðn- SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför HELGA JÓHANNESSONAR fyrrverandi aðalgjaldkera, Hæðargarði 29, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilis- ins Skógarbæjar fyrir frábæra umönnun. Þóra Þorleifsdóttir, Halldóra M. Helgadóttir, Þorbergur Atlason, Hörður Ó. Helgason, Sigrún Sigurðardóttir, Helgi Þór Þorbergsson, Marcia Abreu, Þórhildur Þorbergsdóttir, Hallgrímur Sæmundsson, Sigurður Már Harðarson, Orri Harðarson, Hekla, Þór, Maríus Máni. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, UNNAR ERLENDSDÓTTUR, Lyngbrekku 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar L 1 Landa- kotsspítala. Magnús Kr. Finnbogason, Erlendur Magnússon, Steinunn H. Guðbjartsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Lárus Pálmi Magnússon, Sonja Lampa, barnabörn og barnabarnabörn. Kæru vinir og samstarfsfólk Hauks. Innilegar þakkir til ykkar allra, sem sýnduð okkur samúð og stuðning við andlát og útför sonar míns, bróður okkar og mágs, HAUKS ARNÓRSSONAR, Þingholtsstræti 30, Akueyri. Sérstakar þakkir til Friðriks E. Yngvasonar læknis og Heimahlynningar Akureyrar. Arnór Benediktsson, Indriði Arnórsson, Birna Kristjánsdóttir, Þórhallur Arnórsson, Jóna Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.