Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 70

Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 70
70 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ Fiery Furnaces er skipuð þeimsystkinum Matthew ogEleanor Friedberger. Þóþau starfi saman í dag kom þeim illa saman í uppvextinum í Chicago og aðaldeiluefnið tónlist – helst rifist um blús. Eftir að Matthew fluttist að heim- an til að fara í háskóla var lítið sam- band á milli þeirra systkina, en síð- an hittust þau aftur í New York. Þá var Matthew búinn að vera í ýmsum hljómsveitum, en kunni alltaf best við sig utan sviðsljóssins. Honum sýndist það heillaráð að þau myndu stofna saman hljómsveit þar sem Eleanor gæti verið stjarnan en hann setið aftar á sviðinu. Einhvers konar blús Það tók þau systkini smá tíma að átta sig á hvernig músík þau vildu spila, en allar tilraunir byggðust á einhvers konar blúsblöndu. Þegar jafnvægið fannst, gullinsnið ný- bylgju og blús, sendu þau kynning- arupptökur til Rough Trade og fengu samningstilboð eiginlega um leið. Fyrsta platan, Gallowsbird’s Bark, var gerð á mettíma, upptök- urnar tóku þrjá daga, þá var pening- urinn búinn. Gallowsbird’s Bark var tekin upp haustið 2002 og kom út 2003. Næsta plata, Blueberry Boat, fékk meiri tíma – í stað þriggja daga var sveitin þrjár vikur í hljóðveri. Fyrir vikið gat hún leikið sér meira með lögin, eins og ráða má af því að titillag plötunnar, var upphaflega tveggja og hálfrar mínútu blús, en endaði svo níu mínútna epík. Sú plata var reyndar þannig unnin að kalla mátti rokkóperu sem smíðuð er úr mörgum smásögum. Til að mynda lendir Eleanor í klóm sjó- ræningja í titillaginu, í öðru lagi leit- ar hún að hundi, í enn öðru yngist hún þar til hún er orðin barn aftur og tekur síðan pillur til að stækka ekki, svo dæmi séu tekin. Blueberry Boat kom út 2004 og ekki löngu síðar hófu þau systkini vinnu að næstu plötu, eða eiginlega næstu tveim plötum, því þau ætluðu sér að taka upp tvær plötur sam- tímis og gefa síðan út með nokkurra mánaða millibili. Tvíleikur Fyrri platan í þeim tvíleik heitir Rehearsing My Choir og er að mestu byggð á lífi ömmu þeirra Friedberger-systkina í Chicago, Olgu Sarantos, en þær Eleanor syngja báðar á plötunni, yngri og eldri rödd sömu persónunnar. Í við- tali við Morgunblaðið sagði Eleanor að amma þeirra hafi haft talsverð áhrif á þau í uppvextinum, enda var sambandið í fjölskyldunni gott. Amma þeirra var kórstjóri í kirkj- unni í fjörutíu ár og því tónlist snar þáttur í uppeldi þeirra systkina. Frammámenn Rough Trade voru ekki ýkja hrifnir af þessari hug- mynd en hún náðist þó í gegn. Seinni platan í tvíleiknum kom svo út í vikunni og heitir Bitter Tea. Sú plata er efnislega ótengd fyrra verk- inu, en þó samin og unnin í sam- hengi, hin hliðin á peningnum ef svo má segja. Tónlistin á Rehearsing My Choir var venju fremur tilraunakennd, hórukassalegt píanó áberandi og stundum erfitt að elta laglínuna. Á Bitter Tea er annað uppi á ten- ingnum, meira fjör í lögunum og þau bæði léttari og aðgengilegri. Ekkert léttmeti þó, frekar en annað sem frá þeim systkinum hefur komið, en mun þægilegri plata áheyrnar en „Ömmuplatan“. Tólf ára stúlka gelgja Á Bitter Tea er líka sögukona, en nú tólf ára stúlka sem er rétt komin í gelgjuna, en Matthew lýsir plöt- unni svo að á henni séu þunglynd- islegir ástarsöngvar tólf ára stúlku sem spilar ein fyrir sjálfa sig á píanóið heima. Eins og getið er hafa þau Fried- berger-systkini verið á mála hjá Rough Trade en því samstarfi lauk með Rehearsing My Choir og Fat Possum gefur Bitter Tea út. Verður að teljast viðeigandi í ljósi blús- áhuga þeirra systkina, en Fat Poss- um er einmitt fremst í flokki fyr- irtækja sem gefa út nútímablús. Einhvers konar blús Systkinin Fiery Furnaces fara jafnan eigin leiðir eins og heyra má á plötum þeirra. Síðasta plata þeirra sagði frá ævihlaupi ömmu þeirra en sú nýjasta skyggnist inn í hug- arheim tólf ára stúlku. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Fiery Furnaces spilaði á Iceland Airwaves í fyrra. Á nýju plötunni Bitter Tea er líka sögukona, en nú tólf ára stúlka sem er rétt komin í gelgjuna. Matthew lýsir plötunni svo að á henni séu þunglyndislegir ástarsöngvar tólf ára stúlku sem spilar ein fyrir sjálfa sig á píanóið heima. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Sími - 564 0000Sími - 462 3500 N ý t t í b í ó MI : 3 kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 MI : 3 LÚXUS kl. 3.20, 6, 9 og 11.40 Hoodwinked/Rauðhetta m. ensku tali kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Rauðhetta/Hoodwinked m. ísl. tali kl. 2, 4 og 6 Prime kl. 8 og 10.30 The Hills have Eyes kl. 10 B.i. 16 ára Ice Age 2 m. ensku tali kl. 8 Ísöld 2 m. ísl. tali kl. 2, 4 og 6 Hvað sem þú gerir EKKI svara í símann AF MÖRGUM TALIN VERA BESTA MISSION IMPOSSIBLE MYNDIN TIL ÞESSA. SUMARSINS ER KOMIN FYRSTA STÓRMYND Inside Man kl. 8 og 10.25 B.i. 16 ára Rauðhetta m/íslensku tali kl. 2 (400 kr), 4 og 6 Lucky Number Slevin kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Ísöld 2 m/íslensku tali kl. 2 (400 kr), 4 og 6 Eins og þú hefur aldrei séð hana áður Birgitta Haukdal fer á kostum sem Rauðhetta í íslensku talsetningunni. EIN FYNDNASTA MYND ÁRSINS SEM ENGIN MÁ MISSA AF! HROTTALEGASTA MYND ÁRSINS Stranglega bönnuð innan 16 ára - dyraverðir við salinn! FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS POWER SÝNING Í SMÁRABÍÓ KL.23.40 „MISSION: IMPOSSIBLE III BYRJAR SUMARIÐ MEÐ POMP OG PRAKT OG INNI- HELDUR ALLT SEM GÓÐUR SUMARSMELLUR HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA, ÞRÆLGÓÐAN HASAR OG FANTAGÓÐA SKEMMTUN.“ eeee VJV, Topp5.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.