Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. MAÍ 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 8. maí Sítrónukarrý & Spínatbuff Þriðjudagur 9. maí Orkuhleifur m/rótargrænmetismús Miðvikudagur 10. maí Burritos m/chillisósu & guacamole Fimmtudagur 11. maí Marókkóskur pottur og buff Föstudagur 12. maí Spínatlasagne Helgin 13.-14. maí Ofnbakað eðalbuff og sæt kartafla Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • sími 581 2141 Hvítar kvartbuxur og síðbuxur PERLAN Ein magnaðasta bygging Reykjavíkur á daginn. Eitt besta veitingahúsið á kvöldin. Perlan · Öskjuhlíð · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · perlan@perlan.is H rin gb ro t Silfurverðlaun á Matur 2006! Til hamingju Björn! Perlan óskar Birni Braga og fjölskyldu hans innilega til hamingu með silfur- verðlaunin í keppninni Matreiðslu- maður Íslands 2006. 1999 - Matreiðslunemi ársins 1999 - Matreiðslumaður ársins (úrslit) 2004 & 2005 - Þjálfari matreiðslunema fyrir Norrænu matreiðslunemakeppnina (bæði árin lentu nemendur skólans í 1. sæti). Valhöll | Háaleitisbraut 1, 3. hæð | 105 Reykjavík | Símar 515 1735 og 898 1720 | Fax 515 1739 | oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna sveitarstjórnarkosninganna 27. maí er hafin. Kosið er hjá sýslumönnum um allt land. Í Reykjavík er kosið í anddyri Laugardalshallarinnar alla daga kl. 10 - 22. Munið að hafa skilríki meðferðis. Utankjörstaðaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins veitir allar upplýsingar og aðstoð við kosningu utan kjörfundar. Sjálfstæðisfólk, látið vita um stuðnings- menn sem ekki verða heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Gallar ný sending Bómullar og velúr gallar fyrir konur á öllum aldri. Einnig vesti og buxur Stærðir 10 - 20 Sími 568 5170 Verið velkomin Hlíðasmára 11, Kóp. s. 517 6460 • Laugavegi 66, s. 578 6460 Ný sending af kvartbuxum ÞÓTT Vetur konungur kúri víða enn í fjöllunum leysist tak hans á landinu hratt þessa dagana. Hlý- indi aukast og landsmenn bjóða vorið velkomið. Vorlykt liggur í loftinu, sláttuvélar fara í gang og gleðihróp barna sem helst vilja ekki koma inn á kvöldin óma um hverfin. Náttúran lifnar líka við og fyrstu fíflar sumarsins skutu upp kollinum á Seyðisfirði um helgina. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vetur konungur sleppir takinu AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 TALSMAÐUR OgVodafone segir fyrirtækið ekki óttast samkeppnina við Hive, sem nú er farið að bjóða upp á heimasíma og þjónustu þeim tengda, og talsmaður Símans segist fagna aukinni samkeppni. Hvorugt fyrirtækjanna ætlar að bregðast sér- staklega við komu Hive á markaðinn. Gísli Þorsteinsson, upplýsinga- fulltrúi OgVodafone segir ekkert nýtt í því sem Hive bjóði upp á, og OgVodafone sjái ekki ástæðu til að bregðast við innkomu fyrirtækisins á heimasímamarkaðinn. Hive býður upp á ókeypis símtöl milli heimasíma, en þar reið Og- Vodafone á vaðið fyrir nokkrum mánuðum með því að bjóða slík sím- töl endurgjaldslaust, segir Gísli. „Í raun er þjónusta þeirra afar tak- mörkuð, því til þess að geta verið með heimasímann hjá þeim þarf fólk að vera með ADSL þjónustu hjá þeim líka.“ Gísli segir að frá því OgVodafone fór að bjóða upp á ókeypis símtöl milli heimasíma hafi markaðshlut- deild fyrirtækisins á heimasíma- markaði aukist gríðarlega. „Þegar allt er tekið saman, og fólk er með ADSL, heimasíma og GSM síma í Og1, þá er enginn sem getur boðið jafn góð kjör og OgVodafone.“ Fagna aukinni samkeppni Eva Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir fyrirtækið fagna aukinni samkeppni á markað- inum, hún sé af hinu góða fyrir alla aðila á markaði. „Við munum bara halda okkar striki og bjóða við- skiptavinum okkar áfram góð kjör, og erum alltaf að skoða leiðir til þess,“ segir Eva. Hive býður upp á símtöl til flestra Evrópulanda, Bandaríkjanna og víð- ar á 4,90 kr. mínútuna, en símtöl til þessara landa kosta 19,90 kr. mín- útan hjá bæði OgVodafone og Sím- anum. Gísli Þorsteinsson segir að Og- Vodafone muni ekki bregðast sér- staklega við þessu, önnur fyrirtæki hafi reynt að hasla sér völl með sím- talsþjónustu til útlanda, og þar sé því ekki heldur neitt nýtt að koma fram hjá Hive nú. Eva Magnúsdóttir segir að Hive noti annað kerfi en Síminn, símtölin séu flutt um netið, og það sé leið sem Síminn sé þegar að skoða, þó ekki sé farið að verðleggja þá þjónustu. Ekki megi gleyma því að alltaf sé kostn- aður við ADSL, og reikna verði með þeim kostnaði þegar allt sé talið sam- an. Óttast ekki aukna sam- keppni á símamarkaði Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.