Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.2006, Blaðsíða 28
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÉG LÍMDI ÓVART ÞETTA BLAÐ Á ANDLITIÐ Á MÉR! EN LEITT ÉG SKAL BJARGA ÞESSU! AF HVERJU LÍÐUR MÉR EKKERT BETUR VÍST LÍÐUR ÞÉR BETUR STUNDUM BORGAR SIG AÐ ÞEGJA OG HLUSTA BARA Á HAUSTIÐ HVAÐ SEGIRÐU GOTT Í DAG? HVAÐ FINNST ÞÉR UM LÍFIÐ OG TILVERUNA? ERTU SÁTTUR VIÐ AÐ VERA ÞÚ? HVAÐ FINNST ÞÉR UM HEIMSMÁLIN? SKATTA, HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU OG PÓLITÍK? HVAÐ FINNST ÞÉR UM TRÚMÁL? HANN ER GREINDUR. EF MAÐUR ER EKKI VISS ÞÁ BORGAR SIG NEFNILEGA BARA AÐ ÞEGJA HRÓLFUR, ÞÚ VERÐUR AÐ VERA Í TAKT VIÐ UMHVERFIÐ EN ÞAÐ ER ÓMÖGULGT! ÞAÐ ER RÉTT! NÁGRANNAR HANS ERU ALGJÖRLEGA TAKTLAUSIR FYRIRGEFÐU ÁSTIN MÍN, ÉG VIRÐIST HAFA LESIÐ ÞETTA EITTHVAÐ VITLAUST. ÞETTA ERU VÍST BARA „ELVES“ EFTIRHERMUR KRAKKANA LANGAR AÐ SJÁ „THUNDERPANTS“ JÁ, HÚN ER NÝJASTA ÆÐIÐ EN HÚN ER BÖNNUÐ INNAN 12 ÁRA BÖRNIN OKKAR ERU YNGRI EN HVAÐ MEÐ ÞAÐ? FULLT AF KRÖKKUM ERU BÚIN AÐ SJÁ ÞESSA MYND HVAÐ ÁTTU VIÐ MEÐ ÞVÍ? KRAKKARNIR OKKAR ERU ENGU MINNA HÖRÐ EN ÞEIR EF ÉG LOFA AÐ ELTA YKKUR ALDREI FRAMAR, VILTU ÞÁ FYRIRGEFA MÉR? ...OG ENGIN STAÐSET- NINGAR- TÆKI ALLT Í LAGI, ÞÁ ÞAÐ ÞÁ SKAL ÉG FYRIR- GEFA ÞÉR EN NÚ ÞARF ÉG AÐ FARA AÐ SOFA. ÉG Á AÐ MÆTA Á BLAÐAMANNAFUND Í FYRRAMÁLIÐ ÞETTA VERÐUR EKKI AUÐVELT Dagbók Í dag er mánudagur 8. maí, 128. dagur ársins 2006 Víkverji er viss umað núna síðustu vikurnar fyrir kosn- ingar mun víða verða tekið til hendinni í borg og bæjum lands- ins. Fyllt verður upp í holur í malbiki, al- menningsgarðar snyrtir og drasl fjar- lægt við hafnir. Þetta tilheyrir kosningabar- áttu eða hefur að minnsta kosti gert það víða síðustu áratugi. En önnur árátta er öllu verri. Hún er sú að nota peninga okkar skattborgara til að gefa stanslaust út alls konar auglýsngabæklinga um afrek þeirra sem stjórna hverju sinni en undir formerki þess að verið sé að miðla upplýsingum. Minnist einhver þess að í slíkum bæklingum sé skýrt frá slóðahætti yfirvalda, mistökum eða allavega deilum um framkvæmdir eins og til dæmis færslu Hringbrautar? Vík- verji er ekki hrifinn af þeim fram- kvæmdum og finnst þær sýna vel að menn gleyma sér stundum í ákaf- anum við að liðka fyrir bílaumferð. Annað sem þyrfti að ræða núna er ástandið á götum Reykjavíkur á vet- urna þegar lengi hefur verið þurr- viðri. Naglarnir spæna upp malbik og steypu og svifrykið er oft langt yfir viðunandi mörkum. Nóg er að þurfa að berjast við hefðbundnar kvefpest- ir þó að ekki sé verið að ýta undir sjúkdóma í öndunarfærum með þessum óþverra. Krafa borgarbúa ætti að vera: fleiri vélsópa fyrir næsta vetur! x x x Víkverji neyðist tilað hætta að kvarta núna vegna þess að hann fór að rifja upp bráðskemmtilega sýningu, Full- komið brúðkaup, í Borgarleikhúsinu sem Akureyringar færðu borgar- búum nýlega. Það er orðið óvenju- legt að sjá hefðbundinn farsa ganga jafn vel upp og í þessu tilfelli. Frammistaða leikara og leikstjóra var einstök og forvitnilegt að sjá listafólkið, sem flest er kornungt, komast hjá því að rekast hvað á ann- að þrátt fyrir mikinn hraða, fimleika og ærsl. Og ekki skaðaði að aldrei voru neinir dauðir kaflar og plottin gengu upp. Svona getur gamalt form farsans fengið nýtt líf ef kunn- áttufólk leggur hönd á plóginn. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is      Iða | Fjórða prentun af Draumalandinu eftir Andra Snæ Magnason er komin í búðir en bókin hefur nú verið prentuð í 8 þúsund eintökum. Bókin hefur selst í 6 þúsund eintökum á 6 vikum sem er Íslandsmet í bóksölu á þessum árstíma. Á útgáfudegi bókarinnar hélt Andri Snær fyrirlestur fyrir troðfullu húsi í Borgarleikhúsinu. Hann hefur síðan farið vítt og breitt um landið, hald- ið fyrirlestra og rætt efni bókarinnar, alltaf fyrir fullu húsi. Á morgun verður hann í sviðsljósinu á Skáldaspírukvöldi í Iðu og mun þar lesa upp úr bókinni og svara fyrirspurnum um hana. Morgunblaðið/Ómar Skáldaspírukvöld um Draumalandið MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni, svo að þér séuð auðugir að voninni í krafti heilags anda. (Rómv. 15, 13.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.