Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.06.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2006 C 19 Sunnulækjarskóli Kennara vantar til starfa við Sunnulækjarskóla á Selfossi næsta haust. Skólinn var stofnaður haustið 2004, hann vex ört og verður 10 árganga grunnskóli innan tíðar. Næsta skólaár verða um 250 nemendur í 1. - 6. bekk við skólann. Ein staða umsjónarkennara á miðstigi og 50% staða sérkennara eru lausar til umsóknar. Frekari upplýsingar má finna á vef skólans http://www.sunnulaekjarskoli.is og hjá skóla- stjóra, Birgi Edwald, í síma 480 5400 eða tölvu- pósti, birgir@sunnulaek.is. Umsóknarfrestur er til 14. júní 2006. Umsóknir sendist til skólastjóra Sunnulækjar- skóla, Norðurhólum 1, Selfossi. Skólastjóri. Leikskólinn Sælukot sem er einkarekinn leikskóli, óskar eftir sem fyrst leikskólakennara í sumarafleys- ingar, 50% stöðu í einn mánuð. Upplýsingar gefur Dídí í símum 552 7050 og 562 8533. Vélavörð og háseta Vélavörð vantar á Pál Jónsson GK-7. Þarf að geta leyst yfirvélstjóra af. Einnig vantar 2 há- seta. Báturinn byrjar veiðar 8. ágúst að loknu sumarleyfi. Páll Jónsson hefur verið meðal aflahæstu báta landsins undanfarin ár og hefur mikinn kvóta. Mikil veiði, góð laun. Upplýsingar hjá skipstjóra í síma 893 3878. Vísir hf., Grindavík. Grunnskóli Mýrdalshrepps er með um 70 nemendur í 1.-10. bekk. Í skólanum er góður starfsandi og öflugt starfslið. Aðaláherslur í skólastarfinu eru mannrækt og umhverfi, unnið er markvisst með samskipti, einstaklingsmiðað nám og skrefin sjö að Grænfánanum. Skólinn er þátttakandi í verkefni Lýðheilsustöðvar, Allt hefur áhrif einkum við sjálf. Heimasíða skólans er http://gsm.ismennt.is Heimasíða Mýrdalshrepps er www.vik.is Kennarar Umsjónarkennara vantar við Grunnskóla Mýr- dalshrepps næsta skólaár. Húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa: Skólastjóri: Kolbrún Hjörleifsdóttir í síma 487 1242, netfang: kolbrun@ismennt.is Sveitarstjóri: Sveinn Páls- son í síma 487 1210. Umsóknarfrestur er til 21. júní nk. Grunnskólakennarar Kennarastöður eru lausar við Grunnskóla Raufar- hafnar skólaárið 2006-2007. Leitað er m.a. eftir kennara í málakennslu og umsjón. Grunnskólinn á Raufarhöfn er einsetinn, rúmgóður og vel búinn skóli með 50 nemendum í hæfilega stórum bekkjardeildum. Á Raufar- höfn búa um 250 manns í sérlega fjölskylduvænu umhverfi. Undir- staða atvinnulífsins er sjávarútvegur - veiðar og vinnsla - sem hefur tryggt sig í sessi undanfarin ár og skapað forsendur fyrir aukinni þjónustu sveitarfélagsins. Gott og ódýrt íbúðarhúsnæði er til staðar. Atvinnuástand er ágætt og sumarvinna fyrir unglinga. Á staðnum er öll almenn þjónusta, góður leikskóli og glæsileg íþróttamiðstöð ásamt sundlaug með aðstöðu fyrir alla aldurshópa. Fjölbreyttir úti- vistarmöguleikar eru til staðar í ósnortinni náttúru. Nánari upplýsingar um starfið veitir Höskuldur Goði Karlsson skólastjóri í síma 465 1241 eða í síma 849 2615, netfang godi@raufarhofn.is. Umsóknarfrestur er til 16. júní. Skólastjóri. Frá Kvennaskólanum í Reykjavík Laus störf Vegna orlofs kennara leitar skólinn að stærðfræðikennara í 75-100% starf næsta vetur. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf berist skólanum að Fríkirkjuvegi 9. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað. Ráðningartíminn er frá 1. ágúst nk. Launakjör eru skv. stofnanasamningi Kvenna- skólans og KÍ. Einnig vill skólinn ráða: aðstoðarmann í mötuneyti, 70% starf og aðstoðarmann á bókasafni, 50% starf. Umsóknarfrestur er til 25. júní nk. Launakjör eru skv. stofnanasamningi Kvenna- skólans og SFR. Skólameistari eða aðstoðarskólameistari veita nánari upplýsingar í síma 580 7600. Skólameistari. Skrifstofustarf Heildverslun óskar eftir að ráða starfsmann til almennra skrifstofustarfa sem allra fyrst. Um er að ræða fjölbreytt skrifstofustarf. Vinnu- tími er kl. 8.30—17.00 virka daga. Staðsetning vinnustaðar er miðsvæðis á höfuðborgarsvæð- inu. Gott og skemmtilegt vinnuumhverfi. Reyklaus vinnustaður. Hæfniskröfur:  Stúdentspróf eða sambærileg menntun  Enskukunnátta  Tölvukunnátta  Þekking á viðskiptahugbúnaði æskileg, t.d. dk  Þjónustulund  Frumkvæði  Nákvæmni  Stundvísi  Heilsuhreysti Vinsamlegast skilið inn umsóknum á auglýs- ingadeild Mbl. eða á box@mbl.is fyrir fimmtu- daginn 15. júní, merktum: „M — 18681“. Við grunnskóla Akureyrar eru lausar stöður Grunnskólar Akureyrar eru átta, sex þeirra eru einsetnir og heildstæðir með 1.- 10. bekk. Hlutfall fagmenntaðra starfsmanna er um 90%. Óskað er eftir jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum til starfa. Mikilvægt er að þeir eigi auðvelt með mannleg samskipti og séu tilbúnir til að taka þátt í umbótum á skólastarfi og þróunarvinnu næstu skólaár. Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Akureyrar: http://www.akureyri.is undir Auglýsingar og umsóknir Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is AKUREYRARBÆR Skóladeild Atvinnutækifæri fyrir þig? Við óskum eftir þroskuðum einstaklingum á öllum aldri til úthringistarfa í þjónustuveri okkar í Reykjavík. Líflegur vinnustaður. Fjölbreytt og gefandi verkefni. Reynsla ekki nauðsynleg. Vinnutími: Kl. 17:00 til 22:00, mánudaga til föstudaga, 2-5 daga í viku. Sveigjanlegur vinnutími. Launakerfi: Góð tímalaun og bónusar. Áhugasamir hafi samband á netfangið reykjavik@bm.is Einnig má fá nánari upp- lýsingar í símum 822 5011 og 822 5013. Öllum umsóknum verður svarað. BM ráðgjöf ehf., Ármúla 36, 108 Reykjavík. Atvinna í boði Iðnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir tveimur smiðum í tímabundið verkefni. Verða að geta unnið sjálfstætt. Góð vinnuaðstaða. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma 820 1814 á skrifstofutíma. Traust og öflugt fyrirtæki á vátryggingasvi›i óskar eftir starfsmanni til a› sjá um uppl‡singa- og tæknimál. Starfssvi› Umsjón me› uppl‡singatæknimálum Rekstur tölvukerfa og tölvubúna›ar Vi›hald og flróun Access gagnagrunnstóla Umsjón me› gagnagrunni félagsins Umsjón me› heimasí›u Innkaup á tölvubúna›i í samrá›i vi› yfirmann Hæfniskröfur Gó› almenn flekking á Microsoft Windows st‡rikerfi og Microsoft Office hugbúna›i Gó› almenn kunnátta á Oracle og SQL gagnagrunni Gó› kunnátta á MS fiekking á forritun, einkum Visual Basic og HTML fiekking á Access er æskileg Í bo›i er starf hjá traustu fyrirtæki flar sem ríkir gó›ur starfsandi. Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is fyrir 19. júní nk. Númer starfs er 5599. Uppl‡singar veitir Ásthildur Gu›laugsdóttir. Netfang: asthildur@hagvangur.is Skógarhlí› 12 • 105 Reykjavík • Sími 520 4700 • www.hagvangur.is - vi› rá›um Tölvuumsjón

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.