Morgunblaðið - 17.06.2006, Síða 33

Morgunblaðið - 17.06.2006, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. JÚNÍ 2006 33 DAGLEGT LÍF Í JÚNÍ Undir Jökli á Jónsmessu TVÆR göngur verða í boði undir Jökli um Jónsmessuna. Allir eru velkomnir hvort sem þeir ganga langt eða skammt. Göngustjórar verða dr. Pétur Pétursson prófessor og Sæmundur Kristjánsson, sagnamaður í Rifi, leið- sögumaður og landvörður. Lagt verður af stað frá nýjum krossum sem reistir verða við tvo forna en aflagða kirkju- staði undir Jökli. Fyrri daginn verður farið frá Saxhóli að Ingjaldshólskirkju. Seinni daginn verður farið frá Einarslóni að Hellnakirkju. Á leiðinni sjá göngu- stjórarnir um sögu- og helgistundir. Sagt verður frá merkum sögulegum at- burðum, minnistæðu fólki, helgisögum og þjóðlegum fróðleik sem tengjast leiðinni og lífi fólks að fornu og nýju. Minnst verður fornra og nýrra helgi- staða, merkra sagna og atburða í sögu kristnihalds undir Jökli. Gengið verður í áföngum, ýmist í þögn eða samræðum. Nauðsynlegt er að hafa drykkjarvatn með sér sem og annað nesti. Á MORGUN, sunnudaginn 18. júní kl. 9:00, hefst sala á ferðum í nýju vetrarflugi Iceland Express til Friedrichshafen sem verður alla laugardaga frá 30. desember í vetur og fram til 3. mars nk. Iceland Express hóf beint áætlunarflug til borgarinnar í vor en auk þess að vera sumar- dvalarstaður er Friedrichshafen talinn ákjósan- legur áfangastaður fyrir þá, sem hyggja á skíða- ferðir á veturna. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express kemur fram, að þar séu margir af þekktustu skíðastöðum heims og fjölbreyttir val- kostir í boði. Með tilkomu þessa vikulega vetrar- flugs Iceland Express gefst skíðafólki enn- fremur kostur á því að velja, undirbúa og panta skíðaferðir sínar sjálft, til dæmis á Netinu. Grunnverð á flugi til Friedrichshafen er 7.995 kr. aðra leið með sköttum, hið sama og á öðrum leiðum Iceland Express.  ICELAND EXPRESS | Flogið vikulega til Friedrichshafen við Bodensee í Þýskalandi næsta vetur Ný leið fyrir skíðafólk Allar upplýsingar um skíðaferðir í nágrenni Friedrichshafen er að finna á slóðinni www.ice- landexpress.is/skidi Dæmi um þekkta skíðastaði nálægt Friedrichs- hafen:  Lech/Zürs er í 125 km fjarlægð frá Friedrichs- hafen og þangað er u.þ.b. 90 mínútna akstur. Yfir 250 gististaðir eru í Lech/Zürs og 280 km af skíðabrekkum. Íslenskur skíðakennari er á svæðinu. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.lech-zuers.at  St. Anton er einnig í um 125 km fjarlægð frá Friedrichshafen. Þar eru 80 skíðalyftur, góðir skíðaskólar og fjölda gististaða. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.stantonamalberg.com  Ischgl er 180 km frá Friedrichshafen og tekur aksturinn þangað um 2 klukkustundir. Aðalskíðasvæðið,sem er í 2.000–2.900 m hæð er kjörið fyrir þá sem gera kröfur í brekkunum og þar er einnig aðstaða fyrir brettafólk. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.ischgl.com  Schruns er í um 100 km fjarlægð frá Fried- richshafen. Schruns er meðal 11 þorpa í Montafon dalnum. Þar eru 290 km af gönguskíðabrautum og 10 skíðaskólar. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni www.schruns-tschagguns.at  Davos er 150km frá Friedrichshafen. Í Davos er öruggt snjósvæði og þar er að finna skíðasvæðin Jakobshorn, Parsenn, Pischa, Madrisa og Rinerhorn. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.davos.ch  Góðar aksturleiðbeiningar á alla helstu staði eru á www.multimap.com _ Frá 30. desember og fram í mars verður Iceland Express með vikulegt flug til Friedrichshafen. ÚTIVISTAR- og göngusvæðið í Kerlingarfjöllum hefur verið opn- að formlega fyrir sumarumferð. Eftir að skíðaiðkun var lögð af í Kerlingarfjöllum árið 2002 og öll áhersla lögð á að byggja upp úti- vistar- og göngusvæði hefur að- sókn almennra ferðalanga farið stigvaxandi, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Kerlingar- fjöllum. „Gistipantanir í sumar eru nú þegar hátt á fjórða þúsundið ásamt því að átta hundruð hestar koma við í fjöllunum í sumar. Kjalvegur er nýheflaður og með besta móti. Fært er í Kerlingarfjöll á öllum bíl- um – bæði stórum og smáum. Staðarhaldari í sumar verður sagnfræðingurinn Þóra Fjeldsted, segir enn fremur. Í Kerlingarfjöllum er nú að finna fjölmargar merktar og ómerktar gönguleiðir og útsýni af toppunum í Kerlingarfjöllum er með því mesta sem gerist á Íslandi. Á vegum Hópferðamiðstöðvar- innar verður komið við í Kerling- arfjöllum á daglegum ferðum bæði norður og suður Kjöl. Þá hefur Ferðafélag Íslands ákveðið að setja saman þrjár hópferðir með leið- sögumönnum í fjöllin í sumar.  KERLINGARFJÖLL | Formlega búið að opna svæðið fyrir ferðamenn í sumar Fallegt útivistar- og göngusvæði Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson www.kerlingarfjoll.is 27.200 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 32 54 6 05 /2 00 6 Bíll úr flokki A 50 50 600 • www.hertz.is * Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta *Verð miðað við gengi 1. maí 2006.frá Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA / N M 22 3 0 3 Barcelona í allt haust frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 6. og 13. nóv. Netverð á mann. Prag í okt. og nóv. frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum. m.v. 2 fyrir 1 tilboð 6. nóv. Netverð á mann. Búdapest allan október frá 19.990 kr. Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 10. okt. Netverð á mann. Róm 17. nóv. frá 64.300 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Archimede í 4 nætur. Netverð á mann. Kraká í okt. og nóv. frá 37.930 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel Eljot í 3 nætur 23. okt. með 8.000 kr. afslætti. Netverð á mann. Ljubljana 27. okt. frá 54.990 kr. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Hotel City í 4 nætur. Netverð á mann. Aukaflug veisla í beinu flugi í haust Borgar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.