Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 01.08.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VILJUM við kaupa allan matinn okkar í útlöndum? Allir þeir sem þekkja fæðuhring Manneldisráðs, sem okkur neyt- endum er jú ráðlagt að miða daglegan kost okkar við, er ljóst að í raun getum við Ís- lendingar aðeins framleitt nokkrar teg- undir matvæla hér á eyjunni okkar við heimskautsbaug. Í fæðuhringnum eru sex fæðuflokkar. Förum aðeins yfir þá eins og þeir eru kynntir á heimasíðu Lýðheilustöðvar, www.lydheilsustod.is. Þar er byrjað á þrem- ur veigamestu fæðuflokkunum, kornflokki, grænmetisflokki og ávextir og ber. Í kornflokknum framleiðum við Íslendingar engan mat á eigin disk, allur fæðuflokk- urinn er innfluttar landbún- aðarvörur, nema kartöflur sem raunar tilheyra ekki síður græn- metisflokki, svo séu kartöflur tald- ar með annarri framleiðslu ís- lenskra grænmetisbænda er staðan í þessum flokki 0 fyrir Ísland. Í flokknum ávextir og ber skorum við 0 stig, engin framleiðsla hjá ís- lenskum bændum þar, allt innflutt landbúnaðarvara. Í grænmet- isflokki framleiða íslenskir græn- metisbændur töluvert af grænmeti, þó alls ekki allar algengar neyslu- vörur. Stoppum nú aðeins við. Íslenska þjóðin á eyjunni í Atlantshafi fram- leiðir aðeins kartöflur og nokkrar tegundir annarskonar grænmetis í þeim þremur fæðuflokkum sem Manneldisráð og Lýð- heilustöð ráðleggur okkur sem mikilvæg- astan kost í daglegu fæðuvali! Þessi þrír flokkar mynda helm- ing hringsins og inni- halda hærri % fæðu en hinir þrír til marks um að neyta eigi meiri hluta fæðunnar úr ein- mitt þessum þremur. Hver er þessi matur? Einmitt já, þetta eru innfluttar landbún- aðarvörur. Hveiti, sykur, pasta, hrís- grjón, bananar, vínber, eggaldin og auðvitað líka hrökkbrauð, kex, allt hráefni í brauð og kökur og svo mætti lengi telja. Hvað kosta þess- ar erlendu landbúnaðarvörur ís- lenska neytendur? Eru þær á boð- stólum í versluninni þinni á lægsta mögulega heimsmarkaðsverði bæði í gær og dag? Í hinum þremur flokkum fram- leiðum við aðeins smjör í fituflokki en engar gerðir af fjölbreyttum flokki ýmiskonar matarolía. Í flokknum fiskur, kjöt, egg, baunir og hnetur er staða okkar sterk, en við getum þó hvorki framleitt hér á eyjunni hnetur né baunir. Þá er einn flokkur eftir mjólkurvörur en þar er staða okkar einnig sterk. Íslenska þjóðin getur sem sé sjálf framleitt og boðið börnum sínum upp á verulegt úrval mat- vara úr þremur flokkum af sex í fæðuhring mannsins. Grænmeti í grænmetisflokki, fisk, kjöt og egg og síðan mjólk og mjólkurvörur. Í hinum þremur fæðuflokkunum er staðan núll, núll og eitt stig fyrir íslenska smjörið, sem auðvitað er mjólkurafurð. Nú er það spurningin, höfum við virkilega áhuga á því að vega svo að þeim sem framleiða matvör- urnar í flokkunum þremur sem við, þrátt fyrir legu landsins, getum framleitt hér við heimskautsbaug að börnin okkar hér í úthafinu verði í framtíðinni algjörlega of- urseld öðrum þjóðum varðandi þá frumþörf mannsins að afla sér matar? Landbúnaðarvörur innfluttar og innlendar Kristín Linda Jónsdóttir vill ekki kaupa allan mat frá útlöndum ’Hveiti, sykur, pasta,hrísgrjón, bananar, vín- ber, eggaldin og auðvitað líka hrökkbrauð, kex, allt hráefni í brauð og kökur og svo mætti lengi telja. Hvað kosta þessar er- lendu landbúnaðarvörur íslenska neytendur? ‘ Kristín Linda Jónsdóttir Höfundur er kúabóndi og neytandi. SAGA bandaríska hersins á Ís- landi er orðin löng og í raun miklu lengri en menn í fyrstu ætluðu. Ís- landi var kippt inn í miðja hringiðu síðari heimsstyrjaldarinnar hinn 10. maí árið 1940, þegar breskir hermenn gengu hér á land og hertóku landið. I. Bandaríkjamenn tóku við hersetunni ár- ið 1941 enda Bretland þá í miðri baráttu upp á líf og dauða við Þýskaland og þurfti á allri hjálp að halda sem möguleg væri. Var þá í leiðinni gerð- ur „herverndarsamn- ingur“ við Íslendinga eftir að herskip Bandaríkjamanna höfðu lagt úr höfn áleiðis til Íslands. Her- mann Jónasson, þá- verandi forsætisráð- herra, setti fram átta skilyrði fyrir samn- ingnum sem Roosevelt forseti Bandaríkjanna samþykkti. Fyrsta skilyrðið var að „Bandaríkin skuld- bindi sig til þess að hverfa af Íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið“. Vera bandaríska hersins hér á landi var hugsuð sem fyrsta skrefið á þeirri leið sem seinna leiddi til innrásarinnar í Normandí 6. júní 1944 og ósigurs Þjóðverja 1945. II. Nokkru eftir að heimsstyrjöldinni lauk, eða hinn 7. október 1946, var undirritaður Keflavíkursamning- urinn svokallaði milli Íslands og Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn sóttu þá mjög fast að fá hér aðstöðu fyrir her sinn, enda kalda stríðið í algleymingi og Ísland í fremstu víg- línu mögulegra átaka Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn hétu því þá að flytja her sinn brott innan 180 daga en fá þess í stað aðstöðu í Keflavík í 6–12 ár. Á móti fengu Íslendingar að taka hlut í Marshallaðstoð- inni sem ætluð var stríðshrjáðum þjóðum Evrópu. 30. mars 1949 urðu síðan þau tíðindi að Al- þingi Íslands sam- þykkti að Ísland skyldi ganga í Atlantshafs- bandalagið, eftir mikl- ar deilur innanlands. Var það meðal annars gert enn og aftur með þeim skilyrðum að er- lendur her yrði ekki hér á friðartímum. 5. maí 1951 skrifa Bjarni Benediktsson ut- anríkisráðherra og Edward B. Lawsson, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, undir varn- arsamninginn milli Ís- lands og Bandaríkj- anna, sem enn stendur en nú er deilt um, og 7. maí, tveimur dögum síðar, komu 280 hermenn til landsins. Sem fyrr var kalda stríðið hvatinn að þrýst- ingi Bandaríkjanna um aðstöðu fyr- ir herinn hér á landi. Langt fram eftir öldinni stóðu miklar deilur um herinn og herstöð- ina sem stækkaði og efldist eftir því sem árin liðu og kalda stríðið magn- aðist. Í kalda stríðinu þótti mörgum sem málum Íslands væri best borg- ið með dvöl bandaríska hersins hér á landi. Aðrir voru á öndverðum meiði. Þjóðin var klofin í þessu stóra máli. Vilji Bandaríkjamanna var þó ætíð að fá að hafa hér her- stöð. Um leið fjölgaði þeim Íslend- ingum sem unnu við herinn, en þeir hafa reyndar verið fjölmennir allt frá 10. maí árið 1940. III. En nú eru breyttir tímar. Kalda stríðið er fyrir bí og Bandaríkja- menn sjá enga ástæðu til að hafa hér fjölmennt herlið og herþotur lengur. Nóg er víst að gera í styrj- öldum þeirra um víða jarðarkringl- una. Og þess vegna eru þeir á för- um einn af öðrum, verða víst allir horfnir með haustinu. Við erum líka orðin þreytt á þeim. Enda höfum við litla samleið með Bandaríkjunum og þeirra her um þessar mundir. Sú er alla vega niðurstaða meirihluta íslensku þjóð- arinnar ef marka má skoðanakann- anir. Ljótar fréttir af pyntingum fanga í vörslu Bandaríkjamanna í löndum sem þeir hafa lagt undir sig að undanförnu er ekki athæfi sem við Íslendingar viljum láta kenna okkur við. Stuðningur þeirra við hryðjuverk Ísraelsmanna í Líbanon og Palestínu enn síður. Við kveðjum því bandaríska her- inn með bros á vör og léttu hjarta, eins og þegar erfiður gestur loksins heldur á braut eftir þreytandi heim- sókn. Suðurnesin eiga bjarta framtíð fyrir sér á mesta suðupunkti lands- ins með íslenskan alþjóðaflugvöll við bæjardyrnar. Landhelgisgæsluna er verið að efla til að taka við eina mikilvæga verkefni hersins hér á landi, björgunarstarfinu. Og íslenski krossfáninn mun á ný blakta yfir herlausu landi, friðarvin í samfélagi þjóðanna. Bandaríski herinn á Íslandi – In memoriam Sr. Þórhallur Heimisson kveður bandaríska herinn ’Við kveðjumþví bandaríska herinn með bros á vör og léttu hjarta, eins og þegar erfiður gestur loksins heldur á braut ... ‘ Sr. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. EF MEIRIHLUTA landsmanna er nú ljóst að sú gjörð að hleypa vatni á 57 km² landsvæði sem mynda á Hálslón er mesta skemmdarverk Íslandssögunnar, stærstu umhverf- isspjöll af mannavöldum í einni að- gerð, væri eðlilegt að hann reyndi að koma í veg fyrir það með öllum ráðum. Mistök ráðamanna má ekki nota sem réttlæt- ingu þess efnis að ekki verði aftur snúið. Að framkvæmdir verði að halda áfram af því að þær séu svo langt komnar eru léleg rök. Orð núverandi iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra, Jóns Sigurðs- sonar, 28.júni sl. í Mbl „að ljóst sé að Kára- hnjúkavirkjun muni halda áfram, sú fram- kvæmd sé komin á há- stig, búið að kaupa inn öll helstu tæki og bún- að og hún verði ekki stöðvuð héðan í frá“ eru í raun léttvæg þegar haft er í huga hvaða þjóðarhags- munum er verið að fórna. Tímabundnum fjárhagsskaða sem hlýst af stöðvun fram- kvæmda er hægt að mæta með ýmsum hætti en landið sem fer undir Hálslón er ómetanlegt og verður aldrei endurheimt. Verði því fórnað verð- ur það sem fleinn í ís- lenskri þjóðarsál um ókomin ár. Með þeirri fórn munum við jafnframt glata ímynd okkar sem þjóð er kann að meta náttúrugersemar sínar. Leitum því leiða til að hindra þessa framkvæmd. Verndum ósnortna náttúru hálendis Íslands og gefum umheiminum um leið tækifæri til að njóta hennar áfram með okkur. Þingkosningar næsta vor eru tíma- punkturinn til að útkljá þetta mál á lýðræðislegan máta. Stöðvum því allar fyrirætlanir um að sökkva landinu undir miðlunarlónið þangað til og nýtum tímann til að fara betur yfir málið um leið og við leitum skynsamlegra leiða út úr svartnætti stóriðjustefnunnar. Gæti kárahnjúkavirkjun verið góð fjárfesting án hálslóns? Kárahnjúkavirkjun verður hvort eð er ekki tilbúin til orkuframleiðslu fyrir álverið á Reyðarfirði á til- settum tíma þó engar sprungur hafi ennþá komið fram í stífluveggnum eins og í stíflu sömu gerðar í Brasilíu með þeim afleiðingum að allt vatn flæddi úr stíflunni (sjá Fréttabl. laugard. 15. júlí sl.) Hvað ef hið sama gerðist hér? Nú er leitað leiða til að bjarga orku til „iðjuversins“ tíma- bundið. Gæti þar falist lausn á orku- þörf þess til frambúðar? Efnd gam- als loforðs um álver hefur í för með sér losun 564.000 tonna CO2 ígildum á ári eða sama magn koldíoxíðs og 172.000 meðalstórir fólksbílar losa út í andrúmsloftið árlega (heild- arfjöldi bifreiða á Íslandi). Víst er að þegar álverið þjónar ekki lengur hagmunum Alcoa verður það lagt jafnskjótt niður og bandaríski her- inn á Miðnesheiði. En er hugsanlegt að Kárahnjúkavirkjun geti skilað arði án þess að verða gangsett? Til dæmis sem stærsti minnisvarði í heimi um sigur skynseminnar yfir heimskunni? Yrði hægt að virkja nógu marga náttúruunnendur í heiminum sem vilja koma í veg fyrir Kárahnjúkavirkjun til að greiða kostnaðinn því fylgjandi? Dæmi: Milljón manns greiða kr. 500 pr. mán. eða 6 milljarða á ári. Nefnt kostnaðarverð Kárahnjúkavirkjunar er 100 milljarðar. Í DV fyrir skömmu var samantekt á 10 ríkustu einstaklingum Íslands og eignir þeirra taldar nema um 800 millj- örðum. Þeir færu því létt með að kaupa Kárahnjúkavirkjun. Mögulega gæti sú fjár- festing skilað góðum arði með hugvitsam- legri nýtingu. Nátt- úruunnendur gætu komið hvaðanæva til Ís- lands til að bera hinn risavaxna minnisvarða skynseminnar augum, njóta starfsemi sem þar yrði komið upp, keypt hlutabréf, nafnskrán- ingu sem stuðnings- aðilar, keypt sérmerkt- an hluta úr stífluveggnum til minja – ef á dagskrá yrði að fjarlægja hann á næstu árhundruðum o.s.frv. Fjármála-, hugvits- og listamönnum treysti ég vel til að finna leiðir til að gera Kára- hnjúkavirkjun að spennandi fjárfestingu án Hálslóns. Verjum þetta land Í Lesbók Morg- unblaðsins 8. júní sl. hefst grein eftir Hjálm- ar Sveinsson á forsíðu undir fyrirsögninni „Síðasta vorið“ með stórri mynd af gæsasporum í jarð- veginum sem eru eins og íslenskt rúnaletur. Kannski er þar falin bæn til þjóðarinnar um að þyrma þessu gróna griðlandi hreindýra og gæsa. Greinin lýsir trega og sorg vegna þeirra örlaga sem þessu landi eru búin. Landsmenn, vinnum gegn því að svo verði sem ríkisstjórn og Lands- virkjun stefna að. Verjum þetta land! Hálendi Íslands Hálendi Íslands brátt mun helgi missa ef Hálslón færir landið þar á kaf Gullkálfsins hringdans þar stjórnvöld stíga og kyssa lúkur auðhringa og slá þar hvergi af Þau blekkingum beittu til reiði landsmenn reittu er hið sanna komst í dagsins ljós Aflsmunar neyttu staðreyndum í hag sér breyttu nú moka þurfa sitt eigið lygafjós Út í heim var lagt af stað með gylltan betlistaf þar ýmsu lofað var því landið skyldi á kaf En nú er fólk að vakna veit hvers er að sakna ef hálendi Íslands skal fórna fyrir hjóm Það veit sem verður fyrir landið sem að hverfur komandi kynslóðir oss kveða þungan dóm Verjum þetta land! Komum í veg fyrir mesta skemmdarverk Íslandssögunnar Jóhann G. Jóhannsson fjallar um virkjanafram- kvæmdir og náttúruvernd Jóhann G. Jóhannsson ’… er hugs-anlegt að Kára- hnjúkavirkjun geti skilað arði án þess að verða gangsett? Til dæmis sem stærsti minn- isvarði í heimi um sigur skyn- seminnar yfir heimskunni? ‘ Höfundur er tónlistar- og myndlistarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.