Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 33

Morgunblaðið - 01.08.2006, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. ÁGÚST 2006 33 DAGBÓK Ljósmyndasamkeppnin hjá okkur snýstum að mynda fólkið, náttúruna og dýrinog allt annað skemmtilegt sem finna máí Breiðholtinu – og af nógu er að taka,“ segir Þráinn Hafsteinsson, frístundaráðgjafi í Breiðholti, um ljósmyndasamkeppni sem hófst fyrir skömmu og stendur til 15. ágúst, en þá eru síðustu forvöð að skila inn myndum. Hver og einn má skila þremur myndum og má hvort heldur sem er gera það á rafrænu formi eða á pappír. „Hlutverk okkar hér í þjónustumiðstöðinni í Breiðholti er að ýta undir hverfisvitund og betra mannlíf í hverfinu. Samkeppnin er hluti af því að fá fólk til að skoða Breiðholtið með jákvæðum augum og festa það á mynd,“ segir Þráinn. Allir geta tekið þátt í ljósmyndasamkeppninni, hvar sem þeir búa og jafnt áhugaljósmyndarar og atvinnumenn. Eina skilyrðið er að myndin sé tek- in í Breiðholti. „Keppnin hófst rétt áður en fegrunarátakið hófst í Breiðholtinu 22. júlí og skilafrestur er 15. ágúst. Fegrunarátakið gengur undir nafninu: „Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík“ og svo er í gangi hjá okkur átak sem kallast Betra Breiðholt og undir það fellur allt sem við gerum til að auka mannlíf í Breiðholtinu, meðal annars þessi ljós- myndasamkeppni. Ég veit ekki til að það hafi í annan tíma verið haldin svona hverfisljósmyndasamkeppni. Við rennum því dálítið blint í sjóinn hvað það varðar og vitum í rauninni ekkert á hverju við eigum von. Við höfum þegar fengið þó nokkuð af myndum og eigum vonandi eftir að fá heilan helling í viðbót. Ég vil leggja áherslu á að með þessari sam- keppni viljum við leggja áherslu á það góða og flotta í Breiðholtinu. Það koma oft neikvæðar fréttir en við viljum draga fram það jákvæða sem er auðvitað miklu meira en það sem neikvætt er,“ sagði Þráinn. Ef menn senda myndirnar á rafrænu formi þá er best að senda þær á betrabreidholt@reykja- vik.is en ef menn vilja prenta myndirnar út og senda okkur þær á pappír þá er það: Þjónustu- miðstöð Breiðholts, Álfabakka 12, 109 Reykjavík. Okkur finnst svo rosalega margt flott hér í hverfinu og langar að draga það fram með já- kvæðum hætti í svona samkeppni. Síðan verður haldin sýning á myndunum í göngugötunni í Mjódd og verðlaunamyndirnar verða birtar í Breiðholtsblaðinu,“ segir Þráinn, en vildi ekki gefa upp hverjir væru í dómnefndinni þannig að menn reyndu ekki að hafa áhrif á þá. Vegleg verðlaun verða veitt þeim sem taka fimm bestu myndirnar að mati dómnefndarinnar. „Það eru vinningar frá Myndvali í Mjódd, mynda- vélar og ljósmyndavörur, í mismiklum mæli eftir því í hvaða sætum menn eru,“ segir Þráinn. Tómstundir | Allir geta verið með í ljósmyndasamkeppni um bestu myndina úr Breiðholtinu Skoða hverfið jákvæðum augum  Þráinn Hafsteinsson, frístundaráðgjafi í Breiðholtinu, er fæddur og uppalinn á Selfossi þar sem hann lagði stund á íþróttir frá unga aldri. Hann var af- reksmaður í frjáls- íþróttum og fór til Ala- bama í Bandaríkjunum sem keppnismaður til að læra íþróttafræði, var landsliðsþjálfari í frjálsum og hefur starf- að sem frístundaráðgjafi í sex ár, síðasta árið í Breiðholtinu. Kona hans er Þórdís Gísladóttir, hástökkvari og íþróttafræðingur, og eiga þau tvær dætur, Helgu 17 ára og Hönnu 8 ára. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Rbd7 8. Df3 Dc7 9. g4 b5 10. Bxf6 Rxf6 11. g5 Rd7 12. O-O-O b4 13. Rd5 exd5 14. exd5 Bb7 15. De4+ Be7 16. Rf5 Rc5 17. Rxg7+ Kf8 18. Dd4 Hg8 19. Rf5 b3 20. Bc4 bxc2 21. Hde1 He8 22. He2 Bc8 23. Rh6 Db6 24. Dc3 Ra4 25. Dxc2 Hxg5 26. fxg5 Bxg5+ 27. Kb1 Hxe2 28. Bxe2 Bd7 29. Bg4 Bb5 30. b3 Bxh6 31. Bf5 Bg7 32. Dc8+ Ke7 33. Hc1 Rc5 34. Dg8 Be5 35. Bxh7 Da5 36. Dg5+ Kf8 Staðan kom upp á ofurskákmóti sem fram fer þessa dagana í Biel í Sviss. Azerski stórmeistarinn Teimo- ur Radjabov (2.728) hafði hvítt gegn kollega sínum frá Úkraínu, Andrei Volokitin (2.662). 37. Hxc5! dxc5 38. Dxe5 Dd2 39. Bc2 Bd3 og svartur gafst upp um leið þar sem hvítur vinnur biskupinn eftir 40. Dh8+ Ke7 41. d6+!. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Norður ♠854 ♥ÁK9862 N/NS ♦G ♣KD5 Vestur Austur ♠KG3 ♠ÁD2 ♥G75 ♥D1043 ♦1062 ♦K87 ♣G832 ♣1087 Suður ♠10976 ♥ ♦ÁD9543 ♣Á94 Þegar gera á betur en vel, fer oft verr en illa, segir máltækið. Spilið að ofan kom upp í sveita- keppni á Sumarleikunum í Chicago og þar gerðust þau undur og stór- merki að vel skólaðir spilarar end- uðu í sex spöðum á báðum borðum! Eins og sést, eiga NS heima í bút í hjarta eða tígli, en viðleitni suðurs til að gera betur en vel, leiddi til sagnfarsa, sem endaði í spaðas- lemmu: Vestur Norður Austur Suður -- 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 3 spaðar Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spað- ar Pass 5 lauf Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar Allir pass ! Þetta er eins og besti leikhúsfarsi, misskilingur á misskilning ofan, og öll viðleitni til að laga það sem af- laga fer gerir aðeins illt verra. Kerfið er eðlilegt, en svar á nýjum lit á öðru þrepi krafa í geim. Suður vildi því ekki segja tvo tígla við hjartaopnun makkers og valdi að melda spaðann á tíuna fjórðu. Látum það vera, en þriggja tígla sögnin er öllu vafasamari, enda er sú sögn geimkrafa og sýnir lengri spaða. Suður fékk þó annað tækifæri til að bjarga málunum með því að passa þrjá spaða, en hélt björgunartilraun- um áfram með fjórum tíglum. Norður leit réttilega svo á að makker væri að reyna við spaðas- lemmu og tók þátt í leiknum af fullri einurð. Bæði austur og vestur voru vissulega vongóðir um að slemman færi niður, en hvorugur sá þó ástæðu til að auglýsa spaðastyrkinn með dobli. Ótrúlegt en satt, en sömu sagnir á báðum borðum og niðurstaðan 300 í AV. Engin sveifa. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Höfuðborg – betri borg HVERNIG á Reykjavíkurborg að líta út í framtíðinni? Nokkrum mönn- um liggur hátt rómur um það; svo sem flugvöllinn burt, varðskipin eitt- hvað annað, slippinn, Faxamjöl, alla olíutanka úr Örfirisey, Faxamarkað, hvalbátana, Grandafrystihúsið, salt- fiskverkun Jóns Ásbjörnssonar burt og helst nota gömlu Reykjavíkurhöfn í eitthvað annað en báta og skipaað- stöðu. Byggja svo inni við Sund og alla skipaafgreiðslu upp á Grund- artanga. Hvers vegna varð Reykjavík höf- uðborg? Hvers vegna er Reykjavík- urflugvöllur hér? Það vita margir betur en ég, en ekki allir. Hvers vegna þetta er svona í dag? Í svokall- aðri síðari heimsstyrjöld skapaðist þörf fyrir bækistöðvar á Íslandi til þess að tryggja okkur og okkar sam- starfsþjóðum yfirráð hér í þessum heimshluta + frið sem hefur haldið síðan. Það þurfti að stunda eftirlits- flug héðan frá Íslandi til að reyna að tryggja siglingar á Norður- Atlantshafi með birgðir. Ekki var far- þegaflug komið, farþegaflutningar milli landa voru þá með skipum. Bret- ar komu hingað fyrst með herlið og vegna yfirburða veðurskilyrða varð Reykjavík fyrir valinu um flug- bækistöð. Fyrst með sjóflugvélar bæði í Skerjafirði og við sundin blá. Síðan þróaðist þetta og aðstaðan batnaði með tilkomu vallarins í Vatnsmýrinni, ekki urðu teljandi skaðar á flugvélum eftir að starfsem- in komst á þurrt. Allar framkvæmdir hafa ein- hverjar fórnir í för með sér, en gleymum ekki kostunum sem vega þyngra. Hér á landi var atvinnuleysi, en allt í einu var atvinnu að fá hjá hernum. Fólk flutti til Reykjavíkur, ski- paumferð fór vaxandi inn- og útflutn- ingur dafnaði, hér varð til drifkraftur. Nú er komið þreytuhljóð í þessa borgarþjóð, og aðrir staðir á landinu geta tekið við þessu hlutverki. Er þá ekki lausnin að þetta fari annað svo sem hátæknisjúkrahús. Væri ekki hægt að nýta fleiri hafnir en Reykja- víkurhöfn til inn- og útflutnings. Er þetta að verða eins konar Rómaborg? Er Vatnsmýrin ef til vill fyrir postu- línspáfa? Hver vill verða arkitekt að þessu nýja og handstýrða skipulagi, eftir sjálfbæra þróun. Rausari. Myndavél í óskilum NÝ Samsung Slim Wave-myndavél tapaðist föstudaginn 28. júlí. Mynda- vélin var með SD minniskorti, 512 mb sem inniheldur myndir með mikið til- finningalegt gildi fyrir eiganda. Ef einhver kannast við ferðir myndavél- arinnar og /eða minniskortsins er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 692 2383. Fund- arlaunum er heitið. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is 50-70% afsláttur af öllum fatnaði Laugavegi 56 – sími 551 7600 Útsölulok Afmælisþakkir Birgir Gunnlaugsson 50 ára Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem glöddu okkur í tilefni 50 ára afmælisins 28. júlí sl. Sérstakar þakkir fá Snorri Hjaltason, stjórn UMFÍ, Baldur, Gunnar og Finnbogi, fyrir þeirra ómetanlega innlegg. Lifið heil, Birgir og Signý. KRISTILEGT fjölskyldumót verð- ur á Hlíðardalsskóla um versl- unarmannahelgina. Þar verða góðir fyrirlestrar, kvöldvökur, varðeldur og fleira. Gestur mótsins verður Miroslav M. Kis. Sérsvið hans er kristileg sið- fræði. Efnið sem hann fjallar um nefnist „Áform Guðs fyrir þig“. Sér- stök barnadagskrá verður fyrir börnin. Ræðumaðurinn mun sér- staklega reyna að höfða til unglinga en einnig verður sérstök dagskrá fyrir þá. Allir eru velkomnir. Frekari upplýsingar og skráning á skrifstofu aðventista, sími 588 7800 eða með tölvupósti : sda@adventist- ar.is Kristilegt fjölskyldu- mót í Hlíðardalsskóla Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.