Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 33

Morgunblaðið - 27.08.2006, Page 33
liðu undir lok. Ákveðin viðhorfs- breyting varð og karlar tóku að sækja í önnur störf, jafnvel þótt þeir væru kennaramenntaðir. Að vera kennari hafði þótt nokkuð virð- ingarvert en það breyttist. Launa- mál höfðu hér líka mikið að segja.“ Kennsla til hálfsex á laugardögum Ólafur segir skólastarfið yfirhöf- uð hafa breyst mikið. „Það er orðið opnara og að mörgu leyti fagmann- legra. Viðvera nemenda er líka miklu meiri en hún var, bæði viku- leg og árleg. Núna er skólinn ein- setinn en var á tímabili þrísetinn. Þegar ég kenndi við skólann deildu 740 nemendur á milli sín 8 kennslu- stofum,“ segir Ólafur og bætir við að kennt hafi verið á laugardögum, jafnvel fram til hálfsex. Í vor veitti skólanefnd Kópavogs í þriðja sinn hvatningarverðlaun. Í þetta skipti hlaut Kópavogsskóli verðlaunin fyrir gott samstarf á milli skólans og foreldraráðs hans. Foreldraráðið gerði í vetur samning við Kópavogsbæ sem felur í sér að ráðið komi í auknum mæli að stjórn skólans. Ólafur er ánægður með viðurkenninguna og hyggst starfa áfram með foreldraráðinu þrátt fyr- ir að vera hættur sem skólastjóri. Nemandinn í Kópavogsskóla, kennarinn og síðar stjórinn segist aðspurður ekki hugsa sér til hreyf- ings úr bæjarfélaginu. Hann verður áfram í Kópavogi. Morgunblaðið/Ásdís sigridurv@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27. ÁGÚST 2006 33                                                                  !          "                   !  "  ! ! #$ %%$  #$ %%$  " &&&                                                                            !          "              Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eru að glíma við streitu, kvíða eða fælni og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar eru leiðir til að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Nám- skeiðið er að hluta til byggt á eigin reynslu Ásmundar. Hefst 4. sept., mán. og mið. kl. 20. Jógakennaranám, stig 2, hefst helgina 16.-17. september Skráningarsími: 534 9090 Það er hópur valinkunna tónlistarmanna og söngvara sem sér um kennslu hjá Tónvinnsluskólanum. Hægt er að velja úr fjölbreyttum söngnámskeiðum og námskeiðum í gítarleik, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Námskeiðið Söngur og framkoma er í höndum Selmu Björnsdóttur. Þetta vinsæla námskeið sem nú er haldið í fjórða sinn, kemur inn á söng, framkomu og söng í hljóðveri. Námskeiðið hentar þeim vel sem hyggjast þreyta áheyrnarprufur fyrir söngleiki og sjónvarpsþætti á borð við Rock Star og Idol. Barna- og unglinganámskeiðið verður á sínum stað í Tónvinnsluskólanum en það hefur notið mikilla vinsælda síðustu misseri. Gestakennarar á þessu námskeiði verða söngorkubomban Jónsi úr Svörtum fötum og söng/leikonan og dansarinn Halla Vilhjálmsdóttir. Um er að ræða skemmtilegt námskeið fyrir yngri kynslóðina þar sem upprennandi söngvarar fá leiðsögn frá Heiðu Ólafsdóttur. Ein ástsælasta söngkona landsins, Andrea Gylfadóttir, verður í annað sinn með námskeið í jazz og bluessöng. Þetta námskeið er fyrir lengra komna, t.d. fyrir þá sem hafa klárað “söngur og framkoma” eða samskonar námskeið, eða vilja gera alvöru úr söngkunnáttu sinni. Gítarleikarar njóta leiðsagnar frá Vigni Snæ Vigfússyni (Írafár) og Gunnari Þór Jónssyni (Sól Dögg) og fleirum. Byrjendur sem og lengra komnir njóta góðs af reynslu þessara manna en farið er yfir helstu atriði gítarleiks og nokkur þekktustu rokklög sögunnar tekin fyrir. SÖNG- OG GÍTARNÁM SKRÁNING Á NÝJA NÁMSÖNN ER HAFIN FARÐU Á TONVINNSLUSKOLI.IS OG VELDU ÞÉR NÁMSKEIÐ SELMA JÓNSI ANDREA HEIÐA VIGGI GUNNI „Það var tíðum skeggrætt um stofnun ungmennafélags hér á Digranes- hálsinum vorið sem undirritaður varð níu ára,“ ritaði Ólafur Guðmundsson í Skólasögu Kópavogs. „Af þeirri umræðu drógum við pottormarnir þá ályktun að væntanlegt ungmennafélag – sem síðar hlaut nafnið Breiðablik, yrði fyrst og fremst félagsskapur „gamlingja“. Því ákváðum við að verða fyrri til og stofna okkar eigið knattspyrnufélag. Það hlaut í fyrstu nafnið Knattspyrnufélagið Grís – en tveimur árum síðar komumst við að þeim sannindum að nafngiftin væri ekki fyllilega við hæfi og þá var ákveðið að stofna nýtt félag, Knattspyrnufélagið Svan. Meginviðfangsefni félagsins var ástundun knattspyrnu en félagsstarfsemin tók einnig til uppfærslu leikrita, málfunda og lestrarhringja – enda rak félagið bókasafn í kjall- aranum að Kópavogsbletti 121 (síðar Digranesvegur 34, nú hús nr. 58 við Digranesveg). [...] Starfsemi Knattspyrnufélagsins Svans leið undir lok hægt og sígandi á árunum 1954–55 þegar unglingsárin færðust yfir pott- ormana.“ Breiðablik og Knatt- spyrnufélagið Grís

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.