Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 31.08.2006, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorbjörg Jóns-dóttir fæddist á Jökulsá á Borg- arfirði eystra 8. júlí 1923 og ólst upp á Hólshúsum í Húsa- vík eystri. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund 21. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún María Högnadóttir, f. 18.3. 1898, d. 7.6. 1972 og Jón Þorsteinsson, f. 27.9. 1884, d. 24.9. 1958. Systkini Þorbjargar voru Ólafur, f. 27.8. 1911, d. 18.7. 1974, Katrín, f. 6.8. 1913, d. 21.2. 2005. Uppeldisbróðir Þorbjargar var Jón Bjartmar Sig- urgeirsson, f. 19.3. 1930, d. 2.4. 1956. Þorbjörg giftist 1948 Birni Jóns- syni í Geitavík á Borgarfirði eystra, f. 6.7. 1916. Bjuggu þau í Geitavík öll sín búskaparár, en síðustu 13 ár- in í Kópavogi, þar af eitt ár á Grund. Börn Þorbjargar og Björns eru: 1) Jón, fyrrverandi bóndi í Skriðu á Fljótsdal, nú leigubílstjóri á Egilsstöðum, f. 1945, maki Guð- laug Kröyer matráður, f. 1946. Börn þeirra eru: a) Hrefna Kristín, sonar er Agnes Helga, f. 1995. b) Guðjón, f. 1971, maki Gunnþórunn Einarsdóttir f. 1975, sonur þeirra Einar Gunnar, f. 2003. c) Emil, f. 1974, sambýliskona Laufey Björk Sigmundsdóttir, f. 1983. 5) Birgir rafvirkjameistari á Álftanesi, f. 1952. 6) Axel Andrés húsasmíða- meistari í Kópavogi, f. 1956, maki Lilja Kristín Einarsdóttir ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur, f. 1958, sonur þeirra Tjörvi Freyr f. 1995, og stjúpdóttir Kristín Björk Krist- jánsdóttir, f. 1982. 7) Þorbjörn Bjartmar húsasmiður, f. 1959, sam- býliskona Jóhanna Eydís Vigfús- dóttir húsmóðir, f. 1964, börn þeirra Hulda María, f. 1995 og Ró- bert Högni, f. 1996, stjúpsonur Andri Már Halldórsson, f. 1985. 8) Geirlaug G., þroskaþjálfi á Ak- ureyri, f. 1960, sambýlismaður Ólafur Jakobsson lektor, f. 1956, dóttir hennar og Tryggva M. Þórð- arsonar, f. 1956, er Agnes Þöll, f. 1982, sambýlismaður Hjalti Lýðs- son, f. 1981. Sonur Geirlaugar og Ólafs Sigurðssonar, f. 1959, d. 2003, er Sindri Arnór, f. 1994. 9) Ásdís, danskennari í Reykjavík, f. 1964, maki Arnar Margeirsson verkstjóri, f. 1964, dætur þeirra eru Telma Ýr, f. 1991, og Arna Rut, f. 1996. Þorbjörg verður jarðsungin frá Bakkagerðiskirkju á Borgarfirði eystra í dag og hefst athöfnin klukkan 14. f. 1976, d. 1977, b) Hrefna Kristín, f. 1978, maki Egill Þor- varðarson f. 1978, sonur Tristan Elí, f. 2003, og c) Þórey, f. 1981. 2) Svavar Hall- dór verkamaður í Neskaupstað, f. 1947, maki Líneik Haralds- dóttir verkakona, f. 1957. Dóttir Svavars og fyrri konu hans, Sigríðar Guðrúnar Símonardóttur, f. 1954, d. 1999, er Katrín Björk, f. 1972, maki Manuel Garcia Roman f. 1970. Börn þeirra eru Daniel Nói, f. 1998, Viktor Máni, f. 2000, og Manuela Sirrý, f. 2005. Sonur af fyrra hjónabandi er Martin Sindri Rosenthal, f. 1991. Börn Svavars og Líneikar eru: a) Heiða Berglind, f. 1978, maki Jón Hilmar Kárason, f. 1976, börn þeirra eru Anton Bragi, f. 1996, Amelía Rún, f. 2000 og Matthildur Eik, f. 2005. b) Ásdís Fjóla, f. 1983. 3) drengur, f. 1948, d. 1950. 4) Guð- rún leikskólakennari í Kópavogi, f. 1949, maki Gunnar Guðjónsson húsasmiður, f. 1947. Börn þeirra eru: a) Birna Björg, f. 1970, dóttir hennar og Jóns Hreggviðs Helga- Í dag 31. ágúst er móðir mín Þor- björg Jónsdóttir til moldar borin á Bakkagerði í Borgarfirði (eystra). Já hún er komin heim eina ferðina enn og nú til að stoppa, hún talaði alltaf um að fara heim eftir að hún var komin suður eins og fleiri gera gjarnan þegar farið er á æskuslóðir. Hún átti heima á Borgarfirði mestan sinn aldur en bjó þó fyrir sunnan síð- ustu árin, hún var þó alltaf með hug- ann fyrir austan og fylgdist með líf- inu þar heima eftir bestu getu. Mamma var dugleg og ósérhlífin manneskja enda hafði hún nóg að starfa við að ala upp sinn stóra barnahóp, eins var oft lítið um pen- inga, sem kallaði á ráðdeild og út- sjónarsemi til að láta enda ná saman. Hún var mjög verklagin og lék allur saumaskapur í höndum hennar, hún saumaði mikið á okkur systkinin og seinna saumaði hún fyrir hina og aðra þegar tími kom til þess. Þá var mestallur matur heimatilbúinn eins og siður var á þessum árum. Hún greip líka hamarinn ef svo bar undir ef reka þurfti nagla. Eftir að systk- inin voru öll uppkomin vann hún nokkuð utan heimilis, aðallega við saumaskap. Mamma var geðgóð að eðlisfari, þótt hún gæti breytt því ef hún þurfti á því að halda. Hún var söngelsk og söng oft við sín heim- ilisstörf, þá hafði hún mikið dálæti á allri sunginni músík þó að Álftagerð- isbræður væru jú alltaf bestir. Hún söng alltaf þegar það átti við, söng m.a. í kirkjukórnum á meðan starfaði blandaður kór á Borgarfirði. Já hún hafði næmt eyra fyrir músík. Mér er það minnisstætt frá því ég var polli hvað foreldrar mínir fylgdust vel með þætti í útvarpinu sem hét „Danslagakeppni útvarpsinns“ og var árviss þáttur um nokkurt ára- skeið. Ég held ég muni þetta vegna þess að hún settist niður og hlustaði á þennan þátt og slappaði af á meðan hann var. Já, músík var þeirra sam- eiginlega áhugamál, þó ekki að öllu leyti á sama sviði. Hún var í orðsins fyllstu merkingu mikill höfðingi og ávallt tilbúin að miðla ríflega af sínu. Hún var gestrisin og vildi gera vel við gesti. Hún hafði mjög gaman af börnum og ekki bara sínum eigin börnum. Það var algengt að hún væri kölluð amma af fleirum en ömmu- börnunum. Því var það einu sinni þegar Hrefna dóttir mín var á Eiðum að mamma kom þar heim í hlað á leið sinni til Reykjavíkur til að kveðja sitt fólk, þá var matartími á Eiðum. Þá kom strákur frá Borgarfirði í matsal- inn og kallaði til Hrefnu: Amma ætl- ar að kveðja okkur. Eiga þau sömu ömmu spurðu krakkarnir hvert ann- að. Þessi drengur og systir hans Þór- ey Jónsbörn kölluðu hana alltaf ömmu alveg til hinstu stundar, þá kallar móðir þeirra mig oft Jón bróð- ur svona við hátíðleg tækifæri. Mamma var í orðsins fyllstu merk- ingu húsbóndi á sínu heimili, þótt hún færi ekki út fyrir sinn verka- hring. Hún sá fyrst og fremst um verkin innandyra og skipti sér ekki af útiverkum nema hún væri á vakt- inni, sem gat komið fyrir. Því kom mér það á óvart þegar ég eitt sinn spurði pabba hvort ég mætti kaupa flekkótta gimbur sem mér leist vel á, hann svaraði: Spurðu mömmu þína. Þá var málið leyst og gimbrin varð mín samdægurs. Mamma var metn- aðarfull, hún hvatti okkur systkinin til náms eftir bestu getu og gerði sér glögga grein fyrir gildi þess að læra. Hún ýtti vel á okkur að lesa fyrir skólann og las með okkur ef með þurfti. Ég læt hér staðar numið en margt fleira hefði mátt minnast á. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin eins og komið var fyrir þér. Blessuð sé minn- ing þín elsku mamma mín. Jón Björnsson. Man ég tíð, er mér sem barni hlúði móðurhönd blíð og þerrði amatár; hvert sinn er ég í faðminn hlýja flúði fann ég þá hvíld, er græddi öll mín sár. Hvað er svo milt sem athvarf barnsins unga, elskandi móður vernd og forsjá sterk? Gæði þau málað getur engin tunga, guðlegar ástar, fórnargjarnrar, verk. Aldrei ég gleymi orðum kærrar móður eða hve blítt og vel hún að mér lét, orðunum þeim, að vera vænn og góður og varast að ganga siðspillingar fet. (Arnmundur Gíslason.) Guð blessi minningu Þorbjargar Jónsdóttur, mömmu, tengdamömmu og ömmu. Axel A. Björnsson, Lilja K. Einarsdóttir, Tjörvi Freyr og Kristín Björk. Í dag er til moldar borin ástkær móðir mín, Þorbjörg Jónsdóttir, mín stærsta fyrirmynd og áhrifavaldur í lífinu. Er ég lít til baka við þessi tímamót kemur fyrst upp í hugann glaðværð- in og krafturinn sem einkenndi hana. Jafnvel síðustu dagana á meðan hún gat tjáð sig hló hún að sjálfri sér þeg- ar hún fann ekki réttu orðin og talaði um vitleysuna í sér. Hún ól níu börn og lifði fyrir þau og afkomendur þeirra. Það var ekk- ert sem hún var ekki tilbúin að gera fyrir þau og alltaf stóð hún eins og klettur við hliðina á þeim ef stuðning þurfti. Í svona stórum barnahóp eru að sjálfsögðu margar hugmyndir sem kvikna, mamma var alltaf styðj- andi, dró sjaldan úr því sem okkur datt í hug þó hugmyndirnar væru nánast óframkvæmanlegar. Hún hafði gaman af uppátækjum okkar, enda hefur mér verið sagt að á sínum yngri árum hafi hún sjálf verið uppá- tektarsöm. Hún var mikil saumakona og snar- aði flíkunum af eins og hendi væri veifað. Hún saumaði marga upphluti og dvöldu þá konurnar sem hún var að sauma á gjarnan heima í Geitavík á meðan að hún var að sauma á þær og var þá allt undirlagt á meðan á saumaskapnum stóð. Litla systir mín, hún Ásdís, hefur ekki gengið í fáum dressunum eftir hana, henni datt e.t.v. í hug að hana langaði í einhverja flík fyrir helgina og það gekk yfirleitt eftir, ef efnið var til þá varð flíkin til á leifturhraða. Ekki voru alltaf til snið og bjó hún þau þá bara til eftir óskum. Ég get ekki látið það vera að segja frá grímubúningunum sem hún saumaði. Hún lagði oft mikla vinnu í hönnun búninganna og oft komum við systkinin heim með verðlaun fyr- ir flottustu búningana. Eitt sinn fékk Svavar bróðir þá hugmynd að útbúa sig sem sækonung. Mamma reyndi eins og fyrr að útfæra hugmyndina, saumaður var heilgalli úr striga og Svavar sendur í fjöruna til þess að ná í þara og ýmsan sjávargróður. Mamma saumaði svo sjófangið á búninginn. Svavar fór svo af stað á ballið en varð að játa sig sigraðan á miðri leið því búningurinn var svo þungur að hann stóð ekki undir hon- um og kom heim með hangandi haus. Ekki fannst mömmu það viðunandi frammistaða. Mamma var mikil félagsvera, starfaði á meðan hún bjó á Borgar- firði með kvenfélaginu og átti hún þar margar ógleymanlegar stundir. Í gegnum þann félagsskap eignaðist hún tryggar vinkonur á öllum aldri. Einnig starfaði hún með kirkjukórn- um. Er árin færðust yfir og eftir að hún flutti suður sótti hún mikið fé- lagsstarf eldri borgara og mikið yndi hafði hún af því að hlusta á söng. Mamma sagði skemmtilega frá, ég man það er hún var að segja okkur frá gömlu dögunum, þegar farið var á hestum daglangt til þess eins að fara á ball upp á Hérað, frá lífinu í Húsavík og þeim stundum sem hún sat á skólabekk. Hún gat gætt frá- sögn sína þeim blæ að manni þótti eftirsóknarvert að hafa fengið tæki- færi til þess að eiga heima í torfbæ, fá einungis kerti og spil í jólagjöf og ef vel lét efni í kjól. Það skipti hana miklu máli að við krakkarnir færum í nám þar sem hún fór á mis við nær alla menntun. Er ég hringdi í hana þegar ég var ófrísk af Agnesi minni, þá 22 ára gömul, varð henni að orði eftir að hún hafði fengið fréttirnar „þá verður ekkert úr þér“. Bara við að heyra þessa athugasemd hennar kviknaði sá kraftur sem til þurfti til að ég ætl- aði svo sannarlega að láta eitthvað verða úr mér, þökk sé henni mömmu. Mamma hafði mikla kímnigáfu, sá yfirleitt skoplegu hliðar lífsins, hún var fljót að hugsa og svara fyrir sig, það átti enginn neitt hjá henni. Ef á þurfti að halda gat hún verið hörð í horn að taka. Hún var mikill vinur vinna sinna og ekkert mátti hún aumt sjá. Hún hafði oft auka börn yf- ir sumarmánuðina, barnabörn, frændfólk og einnig voru nokkur börn frá Félagsmálastofnun Reykja- víkurborgar vistuð hjá foreldrum mínum. Mamma starfaði mest sem heima- vinnandi húsmóðir en eftir að við krakkarnir fórum að heiman fór hún að vinna úti. Það var henni mikils virði og átti vinnan hug hennar allan. Hún starfaði á Nálinni, saumastofu sem var starfrækt um tíma á Borg- arfirði, í Álfasteini og í Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem hún kenndi handavinnu. Mig dreymdi mömmu tveimur nóttum eftir að hún lést, var hún létt á fæti og mikil glaðværð yfir henni, var með snyrtiveskið sitt í hendinni, hún sagðist vera á leið í húsmæðraor- lof. Kannski er hún nú loksins komin í hið langþráða húsmæðraorlof enda búin að skila góðu ævistarfi. Hún talaði oft um ferðina löngu og hvað hún hlakkaði til að hitta fólkið sitt. Hún var ekki í nokkrum vafa um að það væri líf eftir þetta líf. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir allt sem þú hefur gefið mér í veganesti með því að vera eins og þú varst. Far þú í Guðs friði. Geirlaug G. Björnsdóttir. Nú ertu farin, elsku amma mín. Andlát þitt var eins friðsælt og fal- legt og hugsast getur. Þú varst um- vafin ást og umhyggju fjölskyldu þinnar. Þú verður jarðsett í sveitinni þinni, Borgarfirði eystra, hjá drengnum ykkar afa sem dó aðeins tveggja ára. Sveitin þín er líka sveitin mín. Mínar kærustu minningar eru frá heimsóknum mínum og sumardvöl- um hjá þér og afa. Á þessum árum var Geitavík full af fólki og lífi. Ég kynntist móðurbræðrum og -systr- um sem ekki voru flogin úr hreiðrinu. Þessum frændum mínum og frænk- um tengdist ég sterkum böndum sem ég mun alltaf búa að. Það var líf og leikur í sveitinni sem ég hafði gott af að kynnast. Það var ekki alltaf logn í kringum þig, þú varst hrein og bein og lést engan eiga neitt hjá þér. Ég reiddist einu sinni og vildi fara heim. „Farðu þá bara“ sagðir þú og vissir sem víst að ég færi ekki langt. Ég var þá útbúinn með nesti. Ég fór út fyrir Framnes, settist þar niður og borð- aði nestið mitt, var þá reiðin rokin út í veður og vind. Þú varst einstaklega orðheppin og svaraðir vel fyrir þig, það var oft bara snilld. Eitt sinn var ég að borða súpu, bað ég um stærri skeið en mér var úthlutað, þú komst þá með risa grautarskeið og sagðir „er þessi nógu stór fyrir þig?“ Ég lærði á þessu að vera ekki með neitt vesen. Alla páska meðan ég var strákur var ég „páskapakki“ í Geitavík. Mamma sagði mér um daginn að þú hefðir kallað mig „páskapakkann“, mér þótti vænt um að heyra það. Oft var erfitt að komast til Borg- arfjarðar. Eitt sinn fengum við far með snjó- bíl frá Egilsstöðum að Ósi, svo þurfti að ganga á Vatnsskarð, síðan sótt á snjósleðum og ekið heim á hlað í Geitavík. Þetta voru mikil ævintýri fyrir lítinn strák. En fyrst og fremst minnist ég þess hversu stórt hjarta þú hafðir, þú opnaðir heimili þitt fyr- ir mörgum aukabörnum, þau áttu sum erfitt, en þú hlúðir að þeim sem þau væru þín eigin. Nú kveð ég þig, elsku Dodda amma, en eftir held ég minningunum um ömmu mína í Geitavík. Guðjón Gunnarsson. Þorbjörg Jónsdóttir Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Sóleyjarima 3, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum að morgni föstudags- ins 25. ágúst, verður jarðsungin frá Grafarvogs- kirkju föstudaginn 1. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Björn Björnsson, Hrönn Björnsdóttir, Jón Pálsson, Katrín Björnsdóttir, Gunnlaugur Friðrik Kristjánsson, Björn Steinar Jónsson, Ásbjörg Jónsdóttir, Bjarki Snær Jónsson, Anna Bryndís Gunnlaugsdóttir, Kristján Friðrik Gunnlaugsson, Birna Hrönn Gunnlaugsdóttir. Móðir okkar og tengdamóðir, MARGRÉT KRISTINSDÓTTIR, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðju- daginn 29. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Ólöf Magnúsdóttir, Örlygur Þórðarson, Katrín Magnúsdóttir, Bragi Björnsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA TORFHILDUR (GÍGJA) BJÖRNSSON, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þriðjudaginn 29. ágúst. Helga Björnsson, Sveinn Björnsson, Sigríður H. Jónsdóttir, Guðný H. Björnsson Guérin, Jean Francois Guérin, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.