Morgunblaðið - 02.09.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 02.09.2006, Síða 31
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. SEPTEMBER 2006 31 Bændur bera ekki ábyrgð á háu verðlagi á Íslandi Minni verðmunur er á íslenskum landbúnaðarafurðum en öðrum matvælum miðað við meðalverð þeirra í fimmtán löndum Evrópusambandsins. Ýmis þjónusta er mun dýrari á Íslandi en í þessum löndum. Fræðsluauglýsing nr. 2 Bændasamtök Íslands 16 40 .2 Bra uð o g ko rnvö rur Hót el og veit inga r Sam gön gur Föt og s kór Men ning og a fþre ying 100 110 120 130 140 150 160 170 182 168 167 149 146 180 190 Mjó lk, o star og e gg Kjöt 143 140 Í súluritinu hér að ofan er stuðst við þrjár ítarlegar verðkannanir EUROSTAT, hagstofu Evrópusambandsins. Vísitalan 100 sýnir meðalverð í 15 löndum Evrópusambandsins. Þjónusta hótela og veitingahúsa, samgöngur, fatnaður og ýmsar matvörur eru hlutfallslega dýrari hérlendis en kjöt og mjólkurvörur. Kristján Bersi Ólafsson frétti afþví að Árni Johnsen hefði fengið uppreisn æru. Undir þingvist í annað sinn eru undirstöðurnar slegnar. Árni er núna upprisinn og af honum syndir þvegnar. Björn Ingólfsson bætir við: Eftir mikið maus og þref og mas um heima og geima Árni fékk sitt aflátsbréf þegar Ólafur var ekki heima. Hermann Jóhannesson hefur skoðun á þessu eins og aðrir: Til að frelsa fróma sál má flestallt leysa. Og litla æru er einfalt mál að endurreisa. Jón Ingvar Jónsson tók upp hanskann fyrir Árna: Þó að sumir segi ljótt svona af gömlum vana, Árni hefur æru þótt aðra skorti hana. Af Árna Johnsen pebl@mbl.is VÍSNAHORN Það er talsverð eftirvænting í kring- um væntanlega starfsstöð Fæðing- arorlofssjóðs sem taka mun til starfa á Hvammstanga um næstu áramót. Auglýstar eru allt að tíu stöður starfsmanna, þar af fjórar fyrir há- skólamenntað fólk. Vitað er að fjöldi fólks hefur sótt um þessa vinnu og mun ráðast á næstunni hverjir hljóta hnossið og hvernig nýja starfsstöðin mun verða. Reiknað er með að hún taki yfir skrifstofurýmið á efri hæð húss Kaupfélags Vestur-Húnvetninga á Hvammstanga.    Áliðnum misserum hefur verið áberandi, hve margt ungt fjöl- skyldufólk hefur fest kaup á íbúðar- húsnæði á staðnum. Allt auglýst húsnæði selst, stundum samdægurs og auglýst er. Staðurinn og héraðið er afar barnvænn og hefur það ef- laust mikil áhrif á ákvörðun fólks. Verð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað verulega á liðnum árum, þótt ekki sé verðmatið í líkingu við höfuðborg- arsvæðið.    Þegar dregur að hauststörfum, und- irbýr bændaliðið sig fyrir göngur og réttir. Smöluð eru heiðarlöndin, allt til jökla og einnig Vatnsnessfjallið. Fjöldi fólks kemur í héraðið til að taka þátt í þessum störfum, upplifa stemminguna og nýta þjónustu þá sem í boði er hjá ferðaþjónustu hér- aðsins. Um árabil hefur allt gisti- rými héraðsins fyllst í kring um hrossasmölun og réttir í Víðidal, en þær eru fyrstu helgi í október.    Sumarhátíðir eru hér, líkt og í mörg- um héruðum. Kræsingar á Fjöru- hlaðborð á Vatnsnesi, Unglist- sumarhátíð unga fólksins, með Röggu Gísla í Borgarvirki, víkinga- samfélag á Grettishátíð og Stóðrétt- irnar, með hrossarekstrum, hesta- uppboði og stórdansleik eru atburðir sem boðið er upp á yfir sumarið. Fjöldi fólks kemur að framkvæmd þessara hátíða og eru þær héraðinu til mikils sóma. HVAMMSTANGI EFTIR KARL SIGURGEIRSSON FRÉTTARITARA Tónverk Mögnuð stemning var á tónleikunum í Borgarvirki. ÞEKKINGARMIÐSTÖÐ norska heilbrigðiskerfisins hefur lagt að- ferðafræðilegt mat á sautján rann- sóknir á áhrifum tannfyllingarefn- isins amalgams og ekki fundið neinar óyggjandi sannanir fyrir því að efnið hafi spillt heilsu manna. Þetta kemur fram á norska vefnum forskning.no. Deilt hefur verið um hvaða áhrif kvikasilfur úr amalgamfyll- ingum hafi á heilsu fólks. Fylling- arefninu hefur verið kennt um allskonar meinsemdir og kvilla, allt frá almennum sjúkdómum til smására eða annarra breytinga á slímhúð í munninum. Flestar rannsóknanna, sem norska þekkingarmiðstöðin lagði mat á, byggðust á því að fylgst var með sjúklingum eftir að amal- gamfyllingar voru fjarlægðar og annað fyllingarefni var notað. Rannsóknarhópur stofnunar- innar fann enga vandaða rannsókn sem bendir til þess að tengsl geti verið á milli amalgamfyllinga og einhvers ákveðins sjúkdóms. Hóp- urinn komst að þeirri niðurstöðu að rannsóknirnar á áhrifum þess að skipta um fyllingu uppfylltu ekki gæðakröfur stofnunarinnar, að sögn forskning.no. Amalgam- fylling ekki rót alls ills heilsa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.