Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.2006, Blaðsíða 29
þau 30 til 40 lög. Yfirleitt spilar hann undir á skemmtarann, en stundum spila þau elstu undir. Íþróttasalur og sparkvöllur Eftir að stúlkurnar eru flognar heldur spjallið áfram, Dónald hálfur inni í kyndiherbergi og eiginlega í hvarfi við eldhúsinnréttinguna. „Það verður að segjast eins og er að það vantar íþróttahús. Það hefur einfaldlega verið of dýrt, enda leggst það meira og minna á sveitarfélögin. Þó að sundlaugin sé góð, ég kenni þar tvisvar í viku, og gangi alveg fyrir lík- amsræktina, þá þurfum við að geta boðið upp á íþróttasal. Það þarf ekki að vera dýrt að reisa hann hjá sund- lauginni, þannig að öll aðstaða sam- nýtist, svo sem búningsklefar.“ „Það kom sterklega til tals að koma upp litlum sparkvelli með gervigrasi, en við erum bara svo fá,“ segir Helga Mattína Björnsdóttir, eiginkona Dónalds, sem sér einnig um skólastarfið. Adam rekur inn nefið og segir: „Hún er orðin hálf!“ – Hvað gerist þá, spyr blaðamaður forvitinn. „Nammi,“ svarar Adam. „Einu sinni í mánuði fá krakkarnir nammi á opnu húsi,“ segir Helga Mattína. „Svo erum við með opið bókasafn og sjoppu í hálftíma á viku. Þá kemur allur bærinn, börnin kaupa laugardagsnammi og það er líf og fjör í Múla.“ „Fólk er líka duglegt að styrkja krakkana,“ segir Dónald. „Við höfum farið einu sinni á ári undanfarin tólf ár með eldri deildina í skólaferðalag til að skoða söfn og fleira merkilegt og stoppum þá í öllum sjoppum. Vor- ferðin stendur yfir í þrjá daga og við höfum tvisvar farið til útlanda.“ Fyrir utan skólann er Ingólfur á hjólinu hans Sigga. Hann tilkynnir blaðamanni að hann ætli að fá sér hjólabát og kynnir „meðeiganda sinn“. „Ég á eftir að fá laun fyrir stokkunina,“ segir hann svo drjúgur. – Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? „Sjómaður, alveg eins og pabbi.“ – Og hvar viltu búa? „Hérna.“ – Þig langar ekkert í land? „Mér finnst þægilegra að vera hér,“ svarar hann og yppir öxlum. Þróunin ef menn hætta Fyrir rúmri viku var gengið frá sölu á svokölluðum Grímseyjarkvóta, tveimur bátum og 1.160 tonnum af þorski úr eynni, sem eru rúm 40% af aflaheimildum í Grímsey. Þar af var báturinn Bjargey seldur með 433 tonna kvóta til GPG fiskverkunar á Húsavík og eru uppi hugmyndir um að sá fiskur verði veiddur frá Gríms- ey, en nú þegar er GPG með tvo báta þar í föstum viðskiptum. „Þetta er þróunin ef menn hætta og enginn á staðnum treystir sér til að kaupa,“ segir Sigfús. „Þá fer þetta til stærstu útgerðarfyrirtækjanna og byggð hér hlýtur að leggjast af. Það byrjar ekkert ungt fólk í útgerð, því veiðiheimildir eru of dýrar.“ „Það hefur ekki góð áhrif þegar svona mikill kvóti er seldur,“ segir Garðar Ólason útgerðarmaður. „Því fylgir mikil vinna, því margt fólk vann við útgerðina. Þeir gerðu út fjóra báta, þar sem sex unnu, og svo var fjöldi manns að stokka upp fyrir tvo línubáta. Auk þess fer minna um fiskmarkaðinn en áður og með ferj- unni.“ Biðstaðan erfiðust Fregnin af kvótasölunni barst á sama tíma og tilkynnt var að til stæði að loka einu matvörubúðinni í Gríms- ey, þar sem ekki fengjust nýir rekstr- araðilar, en það rættist úr því þegar Anna María Sigvaldadóttir og Magn- ús Bjarnason ákváðu að taka við rekstrinum. „Kannski var biðstaðan erfiðust, los á fólki og mikil óvissa,“ segir Brynjólfur Árnason sveit- arstjóri með meiru. „Fólk situr að- eins kyrrt á meðan það veit ekki neitt. Við gátum ekki sótt um byggðakvóta, sem ætlaður er sveit- arfélögum sem missa frá sér afla- heimildir, á meðan kvótinn var skráð- ur hér. Nú getum við farið að byggja upp aftur. Grímseyingar hafa alltaf verið duglegir að bjarga sér og hafa sem betur fer keypt mikið af afla- heimildum undanfarin ár.“ Hann segir að íbúafjöldinn hafi oft sveiflast, það hafi fækkað úr 130 í um 70 manns á tíunda áratugnum, svo fjölgað aftur og síðan hafi íbúar verið um 100.“ – Er það lágmarksfjöldi? „Ég held að það megi ekki vera miklu færri. Þetta getur gengið með 50 til 60 manns í eitt til tvö ár. En hvað samfélagið í eyjunni varðar myndi ég segja að 90 manns væri lág- mark. Annars verður þetta svo erfitt, sömu mennirnir að gera allt og alltaf að skemmta sjálfum sér.“ Það er töggur í Sigrúnu Þorláks- dóttur: „Ég hef stundum sagt í gríni að ég verð ein eftir til að Grímsey fari ekki í eyði. Það hefur verið órói í stuttan tíma og ég veit ekki hvert stefnir. Ég vona bara til Guðs að það fylgi alltaf einhver lukka Grímsey – og góður andi.“ Og það ríkir bjartsýni hjá Sigurði Henningssyni, sem rekur fiskmark- aðinn, enda hafi nýr bátur, Selma, bæst við fyrir rúmum mánuði. Sig- urður er að stokka upp ásamt fimm öðrum, en á gólfinu leikur Henning sér, sem er fjögurra ára. „Það er eng- inn leikskóli, svo við tökum börn-Leikir Strákarnir njóta frelsisins á opnu húsi í skólanum. » „Ég myndi segja að 90 manns væri lág- mark. Annars verður þetta svo erfitt, sömu mennirnir að gera allt og alltaf að skemmta sjálfum sér.“ telpurS onuK r Staðurinn - Ræktin Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • Bréfasími 581 3732 • www.jsb.is Við bjóðum fjölbreytta tíma í sal, margvísleg námskeið, tækjasal og leiðsögn • TT 1 Vertu í góðum málum! Átaksnámskeiðin sívinsælu fyrir konur á öllum aldri Lokuð 9 vikna námskeið, 3 x í viku • TT 2 Áfram í góðum málum! Lokuð 9 vikna framhaldsnámskeið eftir TT 1 • TT 3 og 4 Taktu þér tak! Lokuð 5 vikna átaksnámskeið 3 x í viku fyrir stelpur16-20 og 21-30 ára • Rope Yoga Heildrænt hug- og heilsuræktarkerfi Lokuð 5 vikna námskeið 2 x í viku • 6o + Líkamsrækt fyrir konur 60 ára og eldri Lokuð 5 vikna námskeið 2 x í viku • Mömmumorgnar Lokuð 5 vikna námskeið 2 x í viku Þinn tími er kominn! Opna kerfið 1. Almenn þjálfun, þol, styrkur og liðleiki 2. Púltími, hressileg upphitun, ýmist á palli eða gólfi , styrktar- og liðleikaþjálfun 3. Pallatími, samsett spor, mikil brennsla 4. Lóðatími, upphitun ýmist á palli eða á gólfi , unnið með þyngd og mótstöðu, lóð, stangir, teygjur 5. Liðleikaþjálfun, upphitun, styrktar- og slökunarteygjur 6. Yoga 7. Bræðingur, líkamsrækt með dansívafi , salsa, mambo, samba, jazz, funk og stuð. 8. Sprengitími, 30 mínútna hádegispúl 9. Stöðvaþjálfun, fjölbreyttir vaxtamótunartímar Barnagæsla - Leikland JSB Glæsilegur nýr tækjasalur! Vertu velkomin í okkar hóp! Innritun hafin núna á öll námskeið í síma 581 3730: E F L IR a lm a n n a te n g s l / H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 2006 29 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.