Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 21 SUÐURNES Ég hef starfað... ...með einstaklega góðu fólki í Sjálfstæðisflokknum um margra ára skeið. Á þeim tíma hef ég öðlast dýrmæta reynslu og í ljósi hennar hef ég mótað mér skýra sýn á þeim viðfangsefnum sem ég tel brýnust á komandi árum. Fyrir störfum mínum og áhersluatriðum geri ég grein á vefsetri mínu og í bæklingi sem nú hefur verið dreift til sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég hef beitt mér á ýmsum sviðum í störfum mínum á Alþingi á undanförnum árum. Þar hef ég lagt sérstaka áherslu á heilbrigðismál sem ég er sannfærð um að eru undirstaða velferðarsamfélags okkar og samkeppnishæfni á komandi árum. Mér þætti vænt um stuðning þinn til áframhaldandi verka. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í REYKJAVÍK FER FRAM DAGANA 27. OG 28. OKTÓBER www.astamoller.is LANDIÐ Suðurland | Mikil aðsókn hefur ver- ið í tölvunámskeið fyrir byrjendur sem haldin eru um þessar mundir á vegum Sunnan3 verkefnisins og sveitarfélaganna Árborgar, Hvera- gerðis og Ölfuss. Námskeiðin eru hluti af átaki í að auka tölvulæsi og tölvunotkun almennings. Námskeiðin eru ætluð fólki á öll- um aldri til að læra á rafrænt þjón- ustutorg sem sveitarfélögin þrjú reka undir merkjum Sunnan3. Auk þess verður farið yfir notkun tölvu- pósts, netsins, ritvinnslu og grunn- þætti tölvunar. Námskeiðin eru því sérsniðin fyrir þá sem hafa litla reynslu af tölvum en hafa áhuga á því að stíga sín fyrstu skref. Alls hafa 100 manns skráð sig á námskeiðin og hefur orðið að fjölga þeim. Viðbótarnámskeið eru haldin í þessari viku. 100 vilja læra á tölvu Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | Skólaárið í Grunnskóla Mýrdalshrepps í Vík verður helgað skólasögu í víðum skilningi. Tilefnið er það að nú eru liðin 100 ár frá því skólahald hófst í Vík. Var þessara tímamóta sérstaklega minnst við há- tíðardagskrá síðastliðinn laugardag. Í vetur eru 72 nemendur í Grunn- skóla Mýrdalshrepps. Að sögn Kol- brúnar Hjörleifsdóttur skólastjóra er skólinn vel búinn og gengur starf- ið vel. „Eina áhyggjuefnið hjá okkur, eins og víðar á landsbyggðinni, er að fá kennara til starfa. Við höfum þó verið heppin með fólk,“ segir Kol- brún. Gott að búa í Mýrdal Kolbrún hefur verið skólastjóri í 25 ár. Hún réðist að Ketilsstaðaskóla á árinu 1982, ásamt manni sínum Símoni Þór Waagfjörð, þá nýútskrif- uð úr Kennaraháskólanum og ætlaði að vera þar í eitt ár. Það breyttist og nú hafa þau búið á Ketilsstöðum í 25 ár. „Þetta hefur verið frábær tími og sýnir hvað það er gott að búa þarna,“ segir Kolbrún. Víkurskóli og Ketils- staðaskóli sameinuðust fyrir nokkr- um árum og síðan hefur Kolbrún verið skólastjóri Grunnskóla Mýr- dalshrepps í Vík. Haldið var upp á afmælið með af- mælisveislu og hátíðardagskrá síð- astliðinn laugardag. Nemendur og gestir söfnuðust saman í gömlu skólahúsi sem nú er hluti af félags- heimilinu Leikskálum og þaðan var gengið fylktu liði til íþróttahússins þar sem veislan var haldin. Kolbrún er ánægð með aðsóknina, telur að um 200 gestir hafi komið. Nemendur og kennarar bökuðu afmælistertuna heima hjá sér og komu hver með sinn bút og lögðu saman þannig að úr varð stór og sér- staklega skrautleg afmælisterta. Nemendur og kennarar eru alls 100 þannig að fjöldi bútanna passar við árafjöldann. Kolbrún segir að það hafi verið hugmynd nemendanna að standa svona að málum og það hafi heppnast vel. Hún segir að það sé ekki síst undirbúningurinn sem nemendurnir vinni að sem gefi hátíð sem þessari gildi. Gamlir nemendur voru hvattir til að koma. Elsti nemandinn, Ólafur Pétursson sem er 97 ára, byrjaði að skera frá öðrum enda tertunnar. Einn af yngstu nemendunum, Jak- obína Kristjánsdóttir sem er sex ára, skar frá hinum endanum. Allir bökuðu sinn bút af afmæliskökunni Morgunblaðið/Sævar Jónasson Afmæli Ólafur Pétursson fékk það hlutverk að skera fyrstu sneið afmælis- kökunnar. Hann er hér með Kolbrúnu Hjörleifsdóttur skólastjóra. Þess er minnst að 100 ár eru liðin frá því skóli hófst í Vík Reykjanesbær | Glitnir mun veita Listasafni Reykjanesbæjar fjár- hagslegan stuðning næstu tvö árin. Það gerir Reykjanesbæ kleift að hafa endurgjaldslausan aðgang að öllum söfnum bæjarins. Glitnir hefur stutt Listasafnið á undanförnum árum en eykur nú stuðning sinn og telst aðalstyrktar- aðili safnsins, að sögn Valgerðar Guðmundsdóttur menningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Hún skrifaði undir samninginn ásamt Unu Steinsdóttur útibússtjóra Glitnis. Í samningnum felst meðal annars að Glitnir mun styrkja Listasafnið um eina milljóna á ári í tvö ár og að ein sýning eða verkefni af verkefnaskrá safnsins verður tileinkað bankanum. 30 þúsund manns Valgerður segir að aukinn stuðn- ingur Glitnis geri bænum það kleift að hafa frítt inn á öll söfn bæjarins. Listasafnið er með sýningarsal í Duushúsum og rekur auk þess önnur söfn og sýningar í Duushúsum og er því einnig endurgjaldslaus aðgangur að þeim. Á þetta við um Bátaflota Gríms Karlssonar og sýningu Popp- minjasafns Íslands. Segir Valgerður að þetta styrki stoðir markaðssetningar Reykjanes- bæjar. Þar sé fyrir ókeypis í strætó og sömuleiðis fyrir börn í sund. „Þetta er hluti af því að gera Reykja- nesbæ fjölskylduvænan.“ Áætlað er að tæplega þrjátíu þús- und manns hafi sótt söfnin á síðasta ári. Ekki greiddu nærri allir að- gangseyri, því með eru taldir þeir sem sækja ýmsar samkomur og svo nemendur sem fengið hafa frítt inn. Vonast hún til að fleiri íbúar og ferðafólk geti nú notið safnanna. Frítt inn í söfn Reykja- nesbæjar ÁÆLTAÐ er að 1.300 manns hafi lagt leið sínar í kirkjurnar á Suð- urnesjum í fyrradag, á menning- ardegi í kirkjum. Er þetta í fjórða skiptið sem slíkur menningardagur er haldinn og hefur aðsókn aldrei verið jafn góð, að sögn Kristjáns Pálssonar, formanns Ferðamála- samtaka Suðurnesja sem skipu- leggur dagskrána í samvinnu við kirkjurnar, Reykjanesbæ og fleiri. Dagskráin hófst í Kálfatjarn- arkirkju klukkan 10 að morgni sunnudags og lauk í Keflavík- urkirkju klukkan níu um kvöldið. Mismunandi dagskrá var í kirkj- unum átta þannig að þeir sem áhuga höfðu gátu farið á milli og notið samfelldrar dagskrár frá morgni til kvölds. Kristján var einn þeirra sem það gerðu, eins og í fyrri skiptin sem menningardag- urinn hefur verið haldinn, og er ánægður með hvernig til tókst. Hann segir að flestar kirkjurnar hafi verið vel setnar og sumar full- ar út úr dyrum. Einna mest var að- sóknin að tónlistardagskrá í Ytri- Njarðvíkurkirkju síðdegis. Þar fluttu Rúnar Júlíusson, Einar Júl- íusson og María Baldursdóttir vin- sælustu dægurlögin úr Krossinum og Stapanum á árunum frá 1960 til 1975. Þau slógu enn og aftur í gegn. Þá segir Kristján að lítið færri gestir hafi komið í Keflavík- urkirkju um kvöldið en þar sungu óperusöngvararnir Davíð Ólafsson og Stefán Helgi Stefánsson létt lög. Að þessu sinni náði menning- ardagurinn í fyrsta skipti til kirkna í öllu Kjalarnesprófasts- dæmi. Aldrei hafa fleiri sótt menningardag í kirkjum Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Verndarengill Leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur um ævi Hallgríms Pét- urssonar var frumflutt í Hvalsneskirkju. Guðrún er sjálf í hlutverki vernd- arengils Hallgríms og Lára Sveinsdóttir leikur skáldið á unga aldri. Í HNOTSKURN »Menningardagur íkirkjum á Suðurnesjum var haldinn í fjórða skiptið. »Dagskrá var í áttakirkjum og talið er að 1.300 manns hafi notið. »Sumir fóru á milli ogvoru því á ferðinni frá klukkan 10 að morgni og langt fram á kvöld. Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Gleði Allir nutu tónlistardagskrár í Njarðvíkurkirkju á sunnudag. Selfoss | Siggeir Ingólfsson, yfir- verkstjóri umhverfisdeildar Sveitar- félagsins Árborgar, kom nýlega að máli við séra Gunnar Björnsson og þakkaði honum sérstaklega fyrir hans hlut í að halda götum bæjarins hreinum. Kemur þetta fram í frétt á vef sveitarfélagsins. Þar kemur fram að sóknarprest- urinn hefur tínt rusl af götum bæj- arins á leið sinni í Sundhöll Selfoss á morgnana og losað það við Sundhöll- ina. Þá heldur Gunnar fyrirlestra um þessi mál í félagasamtökum og ræðir þau við fermingarbörnin. Í fréttinni er tekið fram að sem betur fer hafi fleiri bæjarbúar snyrtimennskuna að leiðarljósi. Tínir rusl af götunum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.