Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.10.2006, Blaðsíða 37
Dietrich Fischer-Dieskau og hljóm- sveitarstjórar eins og Olav Kiell- and. Einnig norska leikkonan Gerd Grieg, sem hingað flúði á stríðs- árunum undan nasistum. Það var gjörsamlega óskiljanlegt hvernig Anna gat töfrað fram glæsilegan veislukost í örsmáa eld- húsinu sínu og þvegið allt upp á eft- ir í pínulitlum vaski, því þá voru uppþvottavélar ekki komnar til sögunnar. Ástæðan fyrir litla eld- húsinu var sú að á fjórða og fimmta áratugnum voru arkitektar undir áhrifum frá fúnkisstílnum og kannski fútúrisma eða jafnvel kven- frelsishugmyndum. Samkvæmt þeim mundi brátt renna upp tíma- bil, þar sem allar konur yrðu úti- vinnandi. Til að létta undir með þeim skyldu í öllum bæjarhverfum reist stór eldhús þar sem íbúarnir fengju heitan mat en notuðu litlu eldhúsin til að fá sér morgunverð og kvöldsnarl. En það fór allt á annan veg eins og við vitum. Árni og Anna bjuggu í sátt og samlyndi á Hávallagötunni í nærri 70 ár. Þau eignuðust aldrei bíl og gengu oft saman niður í bæinn, arm í arm, og vöktu athygli fyrir glæsi- leika, þangað til þau voru komin yf- ir nírætt og voru svo lánsöm að fá vist á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í ársbyrjun 2002. Þar lést Árni árið eftir, og nú er Anna horfin á hans fund. Ég vil fyrir hönd fjölskyld- unnar færa öllu starfsfólki á Sól- túni innilegar þakkir fyrir staka al- úð við umönnun þeirra beggja. Anna var orðin einn elsti íbúinn á Sóltúni þegar hún lést. Þegar af- komendurnir héldu henni afmæl- isteiti í sumar var hún enn nokkuð hress og glöð að sjá sitt fólk, ekki síst yngstu börnin sem þeyttust um salinn eins og lömb á vori. Þar mættust æska og elli. En hún heyrði nánast ekki neitt, svo þegar við sungum fyrir hana afmælis- sönginn varð hún að spyrja einn sonarsoninn hvað við værum að kyrja. „Þú átt afmæli í dag, þú ert 96 ára gömul,“ skrifaði hann á töfl- una hennar. Sólin skein glatt á Önnu, hún brosti og ég mun aldrei gleyma hvað hún var falleg þegar hún svaraði, yfir sig undrandi: „Nei, það getur ekki verið!“ Hún var svo gæfusöm að þótt heyrn og minni hefði hnignað var líkaminn alltaf jafn nettur og dömulegur, og andlegri reisn hélt hún fram í and- látið. Það bar fremur brátt að. Síð- asta kvöldið sem hún lifði kom Kristín dóttir hennar fljúgandi frá Spáni og sat hjá henni þangað til snemma um morguninn að kveikur lífsins var brunninn niður. Traust og yndisleg heiðurskona hefur kvatt okkur en minning hennar lifir. Inga Huld Hákonardóttir. Smíðajárnsteikningar af Don Kí- kóta og Sansjó Pansa á vegg við útidyrnar. Blómaker á tröppunum, ilmur af mold og marglitu laufi í garðinum, haustlaukar, þrestirnir masandi við vinnu sína í reyniviðn- um, kartöflurnar nýuppteknar úr bakgarðinum, rifsberin rauð á runnanum bak við hús, grasið enn grænt en birkið lauflaust … Anna Guðrún Steingrímsdóttir skapaði ljóðrænt en jarðbundið rými í kringum sig og lífsförunaut sinn, Árna Kristjánsson píanóleik- ara. Hún kunni að byggja upp sterka en ósýnilega strúktúra sem megnuðu að standast storma. Skörp, keik, grönn og kvik, fáguð, en full af húmor. Heimilið ofið myndlist, bókmenntum og tónlist, hún hafði til að bera næmi fyrir líf- inu og dýrindum þess, bjó yfir menntun og þekkingu til að skapa svigrúm fyrir vöxt og þroska; hún var ræktandi. Anna Guðrún og Árni voru verndarenglar Dísellu (Herdísar Elínar) móður minnar, sem var yngst systkina Önnu Guð- rúnar. Þau fóstruðu hana unglings- ár hennar og voru henni alla tíð hjartans vinir og fjölskylda. Árni og Anna Guðrún, Dísella og Sig- urður dvöldu samtímis í Svíþjóð 1946–7, þær systur saman með dætur sínar smáar þar. Tengslin voru afar sterk milli systra; að koma til Reykjavíkur að norðan og fá hjartanlegar móttökur á Há- vallagötunni; það var ævinlega há- punktur ferðarinnar suður. Ekkert gat komið í stað samverustunda með Önnu og Árna, þar ríkti djúp væntumþykja, það voru ætíð hátíð- arstundir. Þessi væntumþykja var hluti af heimanmundi mínum og við Sumarliði nutum þess að vera alltaf velkomin á Hávallagötuna; sú vin- átta, það andrúm sem þaðan streymdi var nærandi og uppörv- andi og bar í sér ilm linditrjáa, óm af söng framandi fugla, drunur í járnbrautum, bragð af vínþrúgum, kolateikningar, saumspor, smíðar, nótnaskrift, bækur, áhuga á lífinu. Inn fléttuðust sögur að norðan; um bernskuheimili þeirra systkinanna á Akureyri í upphafi 20. aldar. Um hnattlíkanið á skrifstofu föðurins. Skógarselið. Prakkarastrik. Bréfa- skriftir. Berkla. Kirkjuferðir í hes- tasleða á jólum, um frænkur, frændur, afa og ömmur. Um lysti- túra í Vaglaskóg, leiki í Fjörunni. Jakahlaup. Hukommelsen. Um söng, þvottapotta, hvítar svuntur, saumaskap og píanóleik. Skilnaði. Ferðir. Tengsl mæðra og dætra. Sögur af sterkum konum. Af lífi sem var lifað. Blessuð sé minning elskulegrar móðursystur minnar, Önnu Guð- rúnar Steingrímsdóttur. Þóra Sigurðardóttir. Það var vonum seinna sem kynni okkar Önnu Steingrímsdóttur hóf- ust. Hún og Árni Kristjánsson maður hennar voru þá orðin ald- urhnigin og sest í helgan stein, ég löngu siginn á þroskaárin. En með sanni má segja að betra sé seint en aldrei. Hver dregur dám af sínu umhverfi og þekkja má einstakling- inn af þeim er hann umgengst. Þau Árni og Anna voru mér í sannleika góður skóli fágunar og manngilda sem langt eru hafin yfir tímans glaum. Samhent voru þau sannlega og heimili þeirra á Hávallagötunni bar merki þess fólks sem lifað hafði og hrærst langa ævi við bestu upp- sprettur vestrænnar menningar; tónlistar, bókmennta og lista. Og á veggjum verk helstu myndlistar- manna þjóðarinnar sem verið höfðu heimilisvinir líkt og margt andans stórmennið í gegnum tíðina, jafnt þjóð- sem heimsfrægir menn. Alla umgekkst Anna af sömu ljúf- mennskunni og var veitul og hlýleg húsfreyja á þeim alþjóðlegu kross- götum lista og mennta sem lágu um Hávallagötu 30. Árni sagði í viðtali að heimili þeirra væri alfarið verk Önnu og mætti margur státa af minna. Enda saknaði hún ávallt Hávallagötunnar og vildi heim, þótt vel væri að henni búið í Sóltúni á ævikvöldinu. Anna Steingrímsdóttir bar í sér ætt sinn og uppruna; „kúltúr“ gömlu Akureyrar, tónlistargáfur og smekk Thoroddsenanna úr móður- ættinni og lífsgleði föður hennar og afa, þeirra Steingríms læknis og Matthíasar Jochumssonar. Þjóð- skáldið mundi hún vel, heimilishagi að Sigurhæðum og jólaboðin þar – sem hún ók til í stórum sleða með hesti fyrir ásamt foreldrum sínum. Sérkennilegt var að sitja andspæn- is henni á 21. öld og heyra lifandi lýsingar á búslagi hjá höfundi þjóð- söngsins. Ungur má en gamall skal. Ekki er við hæfi að úthella tárum þótt gömul kona fái friðinn. Ekki hefði ég viljað óska Önnu lengri lífdaga við böl heyrnarleysis og annarra þeirra kvilla sem árin leggja lang- lifendum á herðar. Og víst mun hún fegin að hverfa á eftir Árna sínum er henni var æ svo hugstæður og nálægur, eins eftir að hann var horfinn yfir móðuna miklu. Hins vegar fæ ég ekki varist söknuði eft- ir Önnu Steingrímsdóttur og þau gildi mannúðar og mildi sem hún bar með sér og svo alltof oft glatast okkur sem fædd erum undir síðari tíma sól. Og sé það svo, að handan við tjaldið njótum við gildis okkar en gjöldum vankanta, þá óttast ég ekki um hag Önnu í því sem nú hef- ur tekið við. Fylgi henni blessun Guðs og manna. Jón B. Guðlaugsson. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 24. OKTÓBER 2006 37 FJÖLMARGIR skákmenn flykkt- ust í Menntaskólann í Hamrahlíð um síðustu helgi til að taka þátt í stærstu skákhátíð hvers árs, Íslandsmóti skákfélaga. Keppnin hefur mörg und- anfarin ár farið fram í MH og fer þar ágætlega um þá 300–350 iðkendur sem mæta kappsfullir fyrir sín tafl- félög. Gamlir félagar hittast kannski bara á þessu móti yfir allt árið svo að keppnin skiptir miklu máli fyrir fé- lagslíf skákmanna. Að þessu sinni var búist við að sveit Íslandsmeistara Taflfélags Reykja- víkur (TR) myndi standa vel að vígi að loknum fjórum fyrstu umferðun- um enda lenti liðið á meðal efstu sveita í Evrópukeppni taflfélaga sem lauk fyrir skömmu. Hins vegar vant- aði tilfinnanlega í lið meistaranna stórmeistarann Þröst Þórhallsson sem og alþjóðlegu meistarana Héðin Steingrímsson og Arnar E. Gunnars- son. Sá síðarnefndi tefldi reyndar eina skák í þriðju umferð gegn sterkri sveit Taflfélags Vestmannaeyja (TV) en þurfti eins og félagar hans á fyrstu þremur borðunum að lúta í lægra haldi. Sveit Hellis, undir styrkri for- ystu Íslandsmeistarans Hannesar Hlífars Stefánssonar og tékkneska stórmeistarans Radeks Kalods, lét allar hrakfallarspár sem vind um eyru þjóta og minnti frammistaða liðsins á hina frægu mulningsvél handboltaliðs Vals á árum áður. Í fyrstu umferð vann sveit Hellis lið Taflfélags Garðabæjar 7–1 en undan- farin ár hafa Garðbæingar ósjaldan gert Hellismönnum skráveifu. Í ann- arri umferð „hreinsaði“ Hellir á öllum borðum gegn b-sveit TR og í þriðju umferð missti liðið eingöngu hálfan vinning gegn Haukum. Áður en loka- umferð helgarinnar hófst hafði Hellir 22½ vinning, Eyjamenn 19½ vinning og TR 16 vinninga. Sveit Hellis hélt ótrauð áfram í lokaumferð helgarinn- ar og leyfði b-sveit Skákfélags Akur- eyrar (SA) eingöngu að fá hálfan punkt en bæði lið Eyjamanna og TR misstu fleiri vinninga í sínum viður- eignum. Staðan í Flugfélagsdeildinni, 1. deild, er svo að loknum fjórum um- ferðum: 1. Hellir 30 vinninga af 32 mögu- legum. 2. TV 25 v. 3. TR-a 21½ v, 4. SA-a 14½ v. 5. Haukar 12½ v. 6. SA-b 11 v. 7. TG 9 v. 8. TR-b 4½ v. Staða Hellis fyrir seinni hlutann er afar vænleg en hafa ber þó í huga að liðið á eftir að keppa bæði við TV og TR. Það er ekki ósennilegt að sveit TR verði sterkari í seinni hlutanum og það gæti aukið möguleika Eyja- manna á að ná titlinum. Íslandsmeist- ararnir eru hins vegar of mörgum vinningum á eftir Helli til að eiga raunhæfa möguleika á að verja tit- ilinn. Í botnbaráttunni hefur vakið at- hygli hversu vel b-sveit norðanmanna hefur haldið á spöðunum en seinni hlutinn gæti orðið sveitinni harð- drægur þar eð Garðbæingar hafa ver- ið harðir í horn að taka á endasprett- inum síðustu ár. Staða b-sveitar TR er allt að því vonlaus en a-sveit SA og Hauka sigla lygnan sjó um miðja deild. Keppnin í annarri deild er harðsnú- in þar sem skákdeild Fjölnis hafði á að skipa sterkum erlendum skák- mönnum. Tékkneski stórmeistarinn Tomas Oral tefldi þar á fyrsta borði en skákdrottningin Regina Pokorna á öðru. Þegar þremur umferðum var lokið hafði liðið eingöngu misst einn vinning niður en gegn b-sveit Hellis þurfti Grafarvogssveitin að sætta sig við jafntefli, 3–3. Þetta gerði að verk- um að b-sveit Hellis færðist úr öðru sæti í það fjórða en þó er staða liðsins allgóð þar eð Bolungarvík og Reykja- nesbær hafa ekki att kappi við Fjölni. Staðan í annarri deild er annars þessi: 1. Fjölnir 20 vinninga af 24 mögu- legum. 2.–3. Reykjanesbær 15½ v. 2.–3. Bolungarvík 15½ v. 4. Hellir-b 15 v. 5. Haukar-b 9½ v. 6. KR 9 v. 7. Selfoss 8 v. 8. TG-b 4 v. Keppnin í þriðju deild er afar jöfn þar sem c-lið Hellis, Kátir biskupar, b-sveit Eyjamanna og Skagamenn berjast um þau tvö sæti sem gefa þátttökurétt í annarri deild að ári. Staða deildarinnar er þessi: 1. Hellir-c 18½ vinningur af 24 mögulegum. 2. Kátu biskuparnir 17½ v. 3.–4. TV-b og Akranes 16½ v. 5. TR-c 11 v. 6. Dalvík 9½ v. 7. SA-c 5½ v. 8. Haukar-c 2 v. Í fjórðu deild er einnig hart barist þar sem b-lið Reykjanesbæjar og d- sveit TR eru jöfn og efst. Staða efstu liða er þessi: 1.–2. Reykjanes-b og TR-d 18 v. 3.–4. Hellir-d og Austurland 16 v. 5. Fjölnir-b 15½ v. Íslandsmót skákfélaga hefur að jafnaði verið haldið með sama sniði ár eftir ár. Nú var bryddað upp á nokkr- um nýjungum og þær mikilvægustu voru að tímamörkunum var breytt þannig að í stað þess að hvor kepp- andi fengi tvo klukkutíma til umhugs- unar á fyrstu 40 leikina og svo hálf- tíma til að klára voru notuð FIDE-tímamörk, þ.e. 90 mínútur á alla skákina fyrir hvorn keppanda og fyrir hvern leik var bætt við 30 sek- úndum. Einnig voru gerðar minni- háttar breytingar á dagskrá mótsins en sem fyrr sáu Ólafur Ásgrímsson og fleiri valinkunnir menn um skák- stjórn. Hellir með pálmann í höndunum Hannes Hlífar, t.v., og félagar hans í Helli hafa yfirburðarstöðu á mótinu. SKÁK Menntaskólinn í Hamrahlíð ÍSLANDSMÓT SKÁKFÉLAGA 20. október – 22. október 2006 daggi@internet.is Helgi Áss Grétarsson Íslandsmeistaratitillinn fór til Dalvíkur Íslandsmótið í einmenningi fór fram dagana 20.–21. október með þátttöku 48 spilara. Spilaðar voru þrjár 33 spila lotur og varð fljótt ljóst að Dalvíkingurinn Kristján Þor- steinsson ætlaði sér stóra hluti. Hann náði fljótt ágætri forystu á toppnum og lét hana ekki af hendi allan tímann. Þegar upp var staðið, var hann með 66 stiga forystu á annað sætið sem kom í hlut Vignis Haukssonar en lokastaða efstu para varð annars þessi: Kristján Þorsteinsson 184 Vignir Hauksson 118 Vilhjálmur Sigurðsson 105 Unnar Atli Guðmundsson 100 Halldór Þorvaldsson 98 Guðmundur Baldursson 88 Ásmundur Pálsson 88 Félag eldri borgara í Rvík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl 4, mánud. 16. okt. 2005. Spilað var á 10 borðum. Með- alskor 216 stig. Sindrakeppnin 3. um- ferð af 7. Árangur N-S. Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 272 Einar Einarss. - Oddur Jónsson 252 Gísli Víglundss. - Olíver Kristóferss. 219 Árangur A-V Kristján Jónass. - Þröstur Sveinsson 262 Jón Hallgrímss. - Soffía Theódórsd. 260 Pétur Antonss. - Ragnar Björnsson 252 Tvímenningskeppni spiluð fimm- tud. 19. okt. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor 216 stig. Árangur N-S. Gísli Víglundss. - Olíver Kristóferss. 239 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnss. 239 Pétur Antonss. - Ragnar Björnsson 237 Árangur A-V. Kristján Jónasson - Þröstur Sveinss. 244 Helgi Hallgrímss. - Jón Hallgrímss. 239 Guðm. Magnússon - Kári Sigurjónss. 234 Til Dalvíkur Kristján Hauksson brá sér til Reykjavíkur um helgina úr sinni heimabyggð, Dalvík, og gerði sér lítið fyrir og vann Íslandsmeisrtaratit- ilinn í einmenningi. Á myndinni eru Vilhjálmur Sigurðsson sem varð í þriðja sæti, Helgi Bogason sem spilaði eina lotu af þremur fyrir Vigni Hauksson og varð í öðru sæti og sigurvegarinn, Kristján Þorsteinsson. Lengst til hægri er Guðmundur Baldursson, forseti Bridssambands Íslands sem hafnaði í sjötta sæti mótsins. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.