Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 52
52 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Staðurstund Guðjón Guðmundsson skrifar um djassklúbbinn Múlann og veitingastaðinn Domo í Þing- holtsstræti. » 53 af listum Bubbi situr á toppi Tónlistans í þessari viku með plötuna 06.06.06. Jólalögin eru líka farin að skríða upp listann. » 55 tónlistinn Blaðamenn tímaritsins NME elska Airwaves-tónlistarhátíð- ina og gáfu henni heilsíðuum- fjöllun í seinasta tölublaði. » 55 airwaves Poppprinsessan Britney Spears og eiginmaður hennar til tveggja ára, Kevin Federline, eru skilin. » 57 fólk Smáskífan LazyTown Bing Bang, sem íbúar Latabæjar syngja inn á, er komin inn á veð- málalista í Bretlandi. » 56 tónlist Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Verkin eiga það sameiginlegt að lýsasig sjálf. Ljósið sem lýsir þau kemurinnan úr þeim sjálfum. Þannig ersambandinu milli verksins og rým- isins kúvent,“ segir Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona, en sýning á verkum hennar verður opnuð í Galleríi i8 í dag. Það er kannski einhvers konar öfugmælav- ísa, að verkin tvö inni í galleríinu lýsi upp rým- ið, en ekki eins og við eigum að venjast að ljós- inu í rýminu sé beint að þeim. Þessi aðferð hlýtur að kalla á ýmiss konar heimspekilegar vangaveltur um eðli ljóss og skugga – og rým- is. Var manni ekki sagt í skóla að ekkert sæist fyrr en ljósið kæmi langt og mjótt og gæfi því líf? Maður hugsar að minnsta kosti ekki oft um það hvers konar sjónarspil það yrði ef hægt væri að slökkva á sólinni og lýsa hana upp með birtu annarra hnatta. Ef til vill er sú samlíking ýkt sýn á verk Katrínar, en gefur manni vissa hugmynd um að verk hennar skoði áhorfand- ann frekar en öfugt. „Það eru mikil skuggaskil í báðum verkunum, og þótt hlutirnir séu litlir, þá fylla þeir rýmið af ljósi og skuggum.“ Þriðja verk Katrínar er utan á i8 og gestir ganga í gegnum það þegar þeir koma inn. Katrín býr og starfar í New York. Húnstundaði nám við Myndlista- og hand-íðaskóla Íslands og hélt síðar til Bandaríkjanna þar sem hún stundaði fyrst nám við San Francisco Art Institute og lauk síðar MFA-gráðu við Rutgers University í New Jersey. Í sumar var hún tilnefnd til ís- lensku sjónlistaverðlaunanna fyrir sýningu sína The Here and Now í Renaissance Society í Chicago. Katrín hefur látið sterkt að sér kveða á er- lendum sýningarvettvangi á síðustu árum og skapað sér nafn sem einn fremsti myndlist- armaður Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi. Hún segir verkin sem hún sýnir í i8 nú óbeint framhald af verkum sem hún sýndi fyrir um áratug í Nýlistasafninu og víðar. „Þetta hefur tekið sig upp aftur, – vinnan með ljós og skugga … þetta er öðruvísi en það sem ég hef verið að sýna upp á síðkastið. Reyndar var ég líka að vinna með björt rými og dimm rými í Listasafni Íslands 2004. Það er ákveðin til- vísun í birtuna á Íslandi, björtu tímabilin og þau dimmu.“ Verk Katrínar bera sterk höfund-areinkenni og margir þekkja lands-lagið hennar, þorpin og húsin – jafnvel hús sem allir þekkja – sem hún setur fram í hlutföllum sem kippa rýmisskynjun áhorfand- ans út úr hversdagsleikanum í smæð sinni. Þannig vekja verkin oft undarlega blöndu af fjarlægðarþrá og andstæðu hennar, heimþrá. The Green Grass of Home og röð verka undir nafninu Farmur hafa verið sýnd víða um land á síðustu 10 árum. Þessi verk eru ferðatöskur eða flutningskassar, en innbyrði þeirra er jafn- an smágert landslag. Í verkunum á sýningunni í i8 er bæði að finna „katrínskan“ arkitektúr og landslag. „Þau tengsl við eldri verk eru greini- leg og augljós,“ segir hún. „Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig áhorfandinn skoðar sjálfan sig. Þegar ég set töskur eða módel á gólfið sem áhorfandinn stendur á getur skapast mjög óþægilegt sam- band milli áhorfandans og verksins.“ Katrín lýsir verki sem sýnt var hér heima en er nú á sýningu í New York. Hún segir að það njóti sín best þegar það falli bak við mynd af tveimur áhorfendunum sem horfa hvor á annan. „Vegna þess hve verkið sjálft er lítið verður sá sem horfir með þér á verkið eins og risi.“ Fyrir skömmu opnaði Katrín sýningu í PS1 Contemporary Art Center í New York sem er útibú frá MoMA, nútímalistasafni New York- borgar. Sú sýning stendur fram í maí. Hún á líka verk á sýningu í St. Louis, en það er sögu- sýning á módelum, smámyndum og prótótýp- um. Þar er verk hennar meðal listaverka eftir heimsfræga listamenn, Kandinsky, Le Corbu- sier, Duchamp og fleiri slíka. „Þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir mig er á alþjóðlegri sögu- legri sýningu og það er ofsalega gaman. Ég fékk smááfall þegar ég sá hverjir ættu verk þarna,“ segir Katrín, en tekur dræmt í spurn- inguna um hvort hún sjálf sé að verða heims- fræg. „Myndlistin er svo skrýtin. Þetta er lítill sporbaugur en fer mjög víða. Ég þarf ekki að taka fram, að það er ekki markmið í sjálfu sér að verða fræg, ég trúi ekki á hugtakið frægð. Það sem skiptir mig máli er að geta haldið áfram að skapa myndlist og finna fyrir svo- litlum meðbyr svo það sé mögulegt.“ Blaðamaður segir Katrínu sögu af þvíþegar hann varð vitni að tali tveggjasmátelpna yfir verki hennar á sýningu á Kjarvalsstöðum fyrir um áratug. Þær voru heillaðar af því hvað það hlyti að vera gaman að vera myndlistarmaður og geta búið til sín eigin litlu hús. Atvikið kveikti vangaveltur um það hver þáttur einskærrar gleði væri í sköpun listamannsins. „Ég held að það sé margt af því sem ég geri sprottið úr leik barns, – hvernig sem á því stendur,“ segir Katrín, og tekur und- ir það að krakkar hafi einmitt oft gaman af verkum hennar. „Oft fær maður líka hreinustu og sönnustu viðbrögðin frá þeim. En það er auðvitað algjör bónus ef fullorðnum líkar einn- ig við þau. Ég er heppin að verkin mín spretta einhvern veginn af sjálfu sér og ábyggilega út frá leik. Ég velti því ekki oft fyrir mér fyr- irfram hvað gerist, og frekar að ég skilgreini þau eftir á.“ Sýningin í i8 verður sem fyrr segir opnuð í dag og stendur til jóla. Kúvending „Ég hef alltaf haft áhuga á því hvernig áhorfandinn skoðar sjálfan sig,“ segir Katrín Sigurðardóttir myndlistarkona, en sýning á verkum hennar verður opnuð í i8 í dag. Verk sem skoða áhorfandann Listakonan „Ég held að margt af því sem ég geri sé sprottið úr leik barns,“ segir Katrín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.