Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 16.11.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2006 57 dægradvöl Staðan kom upp í fyrri hluta Flug- félagsdeildar Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram fyrir skömmu í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Dagskrá Ís- landsmóts skákfélaga er alltaf mjög þétt og við slíkar aðstæður er algengt að lúnir skákmenn leiki af sér skákinni í einum leik. Sérstaklega er það óþægileg tilfinning þegar sá sem tapar hefur haft mun betur alla skákina. Snorri G. Bergsson (2.334) lenti í slíkum hremm- ingum með hvítu gegn Einari Hjalta Jenssyni (2.225). Snorri gat leikið 40. Ke3 og átt góða vinningsmöguleika en þess í stað lék hann 40. Ke5?? sem var svarað með 40. … Dxc3+ og nú er hvít- ur lentur í svikamyllu. Annaðhvort þarf að hann að gefa drottninguna eða verða mát á f4 eins og í framhaldinu. 41. Kf5 Dxc2+ 42. Ke5 Dc3+ 43. Kf5 Dd3+ og hvítur gafst upp þar sem hann verður mát eftir 44. Ke5 Dd4+ 45. Kf5 Df4#. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Salt í sárin. Norður ♠K93 ♥K7 ♦85432 ♣D98 Vestur Austur ♠DG82 ♠Á107654 ♥G643 ♥ÁD52 ♦D106 ♦KG9 ♣63 ♣-- Suður ♠-- ♥1098 ♦Á7 ♣ÁKG107542 Suður spilar 5♣ og fær út spaða- drottningu. Suður stökk í fimm lauf við spaðaopnun austurs og það dugði til að kaupa samninginn. Tólf slagir fást í spaðasamningi í hina áttina og suður getur því vel við unað að fara einn nið- ur á fimm laufum – sem hann gerir ef hann treystir á hjartaásinn í vestur. En ekkert liggur á. Kannski má nýta tígulinn og það er best gert með því að leggja spaðakóng á drottninguna og henda tígli heima. Austur fær slaginn á ásinn og spilar væntanlega spaða áfram. Suður trompar, tekur tígulás, fer tvisvar inn á blindan á tromp og stingur tígul. Þegar hann fellur 3-3 er blindum spilað inn á síðasta laufið og tveimur hjörtum hent í frítígul. Ellefu slagir og salt í opin sagnsár AV. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 traustur, 8 að svo búnu, 9 endurtekið, 10 hrygning, 11 ber brigður á, 13 kvendýrið, 15 dæma í fésekt, 18 slaga, 21 löður, 22 með jöfnu yfirborði, 23 svar- ar, 24 bernskan. Lóðrétt | 2 sníkjudýrið, 3 klappi egg í ljá, 4 viljugt, 5 umfang, 6 guðir, 7 hug- boð, 12 megna, 14 vætla, 15 vökvi, 16 oks, 17 að baki, 18 kvenvargur, 19 ráða í, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lokka, 4 tepra, 7 tamar, 8 kúlan, 9 auk, 11 nýra, 13 saum, 14 fenna, 15 þjál, 17 tákn, 20 eða, 22 ölæði, 23 ljúft, 24 geisa, 25 nauti. Lóðrétt: 1 lútan, 2 kamar, 3 aðra, 4 tekk, 5 pilta, 6 af- nám, 10 unnið, 12 afl, 13 sat, 15 þröng, 16 áræði, 18 álútu, 19 nátti, 20 eira, 21 alin. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1Gerð var húsleit á heimili Gunn-ars Gunnarssonar í Fljótsdal 1945 til að kanna hvort Hitler væri fal- inn þar, að því er fram kemur í nýrri bók Halldórs Guðmundssonar, Skáldalíf. Hvað kallast býlið sem Gunnar færði síðan ríkinu að gjöf? 2 Ragnar Hermannsson er höf-undur lagsins Allt í himnalagi sem nýtur mikilla vinsælda. Hver syngur lagið? 3 Bandaríska alríkislögreglan rann-saka nú dularfullt hvarf mynd- arinnar Börn í vagni eftir einn af spænsku meisturunum. Hvern þeirra? 4 Forstöðumaður Rannsóknarset-urs verslunarinnar kynnti spá um jólaverslunina sem talin er aukast um 9% milli ára. Hvað heitir hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Þekkt fjármálafyrirtæki skilaði skýrslu um íslensku bankana. Hvað heitir þetta fjármálafyrirtæki? Svar: Meryll Lynch. 2. Ein vinsælasta hljómsveit hérlendis ætlar að blúsa jólalögin. Hvað hljómsveit er þetta? Svar: Mannakorn. 3. Axel Gíslason hefur ákveðið að hætta störfum. Hvar var hann forstjóri áður? Svar: Hjá VÍS. 4. Knatt- spyrnustjóra Charlton Iain Dowie hefur ver- ið sagt upp störfum hjá félaginu. Hvað heit- ir heimavöllur félagsins? Svar: The Valley. Spurt er …rit- stjorn@mbl.is    GEORG Guðni Hauksson skipar sér- stakan sess í íslenskri myndlist- arsögu en margir eru sammála um að hann hafi endurnýjað íslensku landslagshefðina í málaralist. Hann nýtir sér grundvallarþætti í hefð- bundnum landslagsverkum, svo sem skiptingu myndflatar í forgrunn, miðhluta og bakgrunn, og samþættir stílbrögðum sem rekja má til mód- ernismans og vitundar um málverkið sem tvívíðan flöt. Skemmst er að minnast verka þar sem hann málaði sig – eða óf sig öllu heldur – inn í landslagið með aðferð- um geómetríunnar og skapaði þann- ig eins konar „köflótt“ landslag. Í slíkum verkum sameinast rökræn og skipulögð vinnubrögð og áhrif sem kenna má við rómantík og hið háleita – jafnvel þótt myndefnið felist í lág- stemmdu landslagi fremur en hinu ægifagra. Með einstöku næmi fyrir möguleikum olíulitarins skapar Georg Guðni dýpt og efniskennd í verkum sínum. Þannig myndgerir hann þoku og rigningarsudda og gæðir verkin jafnframt því seið- magnaða „andrúmslofti“ sem mestu ræður um gildi verkanna og felur í sér nútímalega nálgun eða sýn jafnt á landið sem íslensku landslagshefð- ina í myndlist. Í nýjustu verkunum, sem hann sýnir nú í Galleríi Turpentine í Ing- ólfsstræti, gerir hann sjóndeild- arhringinn að viðfangsefni; græn- eða dökkleit jörð rennur mismikið saman við móðukenndan himin þar sem fjarlæg fjöll hverfa inn í þokuna en jafnframt hvílir birtan á landinu. Veður er stillt í verkunum og pens- ilför tempruð, lárétt eða lóðrétt, en listamaðurinn skapar hreyfingu á myndfletinum með hægri stígandi í birtumagni. Þá eru verkin stór og sjónbaugur neðan við augnhæð sýn- ingargesta sem eykur á „sogkraft“ myndanna, líkt og í nokkurs konar aðflugi. Í litlu rými innst í galleríinu vekur athygli stórt verk sem þekur nánast heilan vegg, frá gólfi og upp úr og er jafnframt eina verkið í herberginu. Málverkið hangir dálítið frá veggn- um svo að skuggaspil myndast úti við kantana sem gefur verkinu nýja vídd jafnframt því að rýmið sjálft verður veigameiri hluti af verkinu. Tilfinningin fyrir hinu háleita magn- ast upp í slíkri „innsetningu“. Í samanburði við fyrri verk Georgs Guðna má í mörgum verk- anna sjá þróun í átt til meira raunsæis í túlkun og vekur það vangaveltur um vægi ljósmynda í vinnslu verkanna. Sú aðferð að „loka“ myndunum með dekkri lita- tónum í efri hornum myndanna minnir þó á að málverkið lýtur eigin lögmálum og að þar er um tilbúinn myndheim að ræða: huglæga end- ursköpun listamannsins sem byggist á veruleikaskynjun hans. Syrpa skissukenndra teikninga, sem einnig eru til sýnis og unnar hafa verið á raunverulegum stöðum, veita innsýn í fagurfræðilega og hugmyndalega sýn listamannsins svo sem hvernig hann skoðar landslag í mismunandi veðri eða skyggni. Í sumum verkanna má sjá laus- beislaðri pensilskrift. Eitt verkanna sker sig úr en þar hefur listamað- urinn látið þunna málningu leka nið- ur eftir yfirborðinu þannig að skynja má skýfall á myndfletinum. Verkið leiðir hugann að upphafi ferils Georgs Guðna í byrjun 9. áratug- arins þegar hið svonefnda „nýja mál- verk“ blómstraði. Nú stendur yfir sýning um málverkið eftir 1980 í Listasafni Íslands þar sem Georg Guðni birtist sem fulltrúi þeirra mál- ara sem um skeið aðhylltust hráa og villta tjáningu er síðar vék fyrir ag- aðri vinnubrögðum, byggðum á hefð- bundnum gildum olíumálverksins. Örlar ef til vill, á sýningunni nú, á löngun listamannsins til að hrista upp í fáguðu yfirborðinu? Birta á landi MYNDLIST Gallery Turpentine Til 21. nóvember 2006 Opið þri.–fö. kl. 12–18, lau. kl. 12–16. Aðgangur ókeypis. Georg Guðni Hauksson Anna Jóa Morgunblaðið/Ásdís Seiðmagnað andrúmsloft „Þá eru verkin stór og sjónbaugur neðan við augnhæð sýningargesta sem eykur á „sogkraft“ myndanna, líkt og í nokk- urs konar aðflugi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.