Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. DESEMBER 2006 35 menning HALLBERG Hallmundsson var í rösk fjörutíu ár búsettur vestanhafs. Þar vann hann stórmikið þýðingar- og kynningarstarf í þágu íslenskra bókmennta. Þannig hélt hann nokkru fjar- sambandi við heima- slóð gegnum tíðina. Sjálfur er hann hið lið- tækasta ljóðskáld. Og meira en svo! Ljóð hans eru í aðra rönd- ina rótföst í íslensku umhverfi. Lífið í sveit- inni, svo og fólk og at- burðir í austurbæ Reykjavíkur þar sem hann ólst upp, hvað- eina stendur það í bakgrunni bókar þess- arar. Þannig end- urvekur hann tíð- arandann með þeim hætti sem barn og unglingur minnist hans fyrir hálfri öld og gott betur. Eins og vænta má er ljóðlist Hall- bergs modernismanum merkt líkt og jafnaldra hans flestra. Nema hvað hann hefur farið aðrar leiðir, enda lif- að og hrærst í annars konar bók- menntaumhverfi. Hann er einfari í ljóðlistinni. Áhrifa frá öðrum gætir að sjálfsögðu í ljóðum hans, hvað annað! En hann líkir ekki beinlínis eftir neinum. Ljóð hans eru persónu- leg, mestmegnis opin og úthverf og hvers konar dulúð firrt. Svipsýn hans til gömlu góðu áranna vekur hvorki trega né eftirsjá. Afstaða hans til liðna tímans getur fremur talist hálf- kæringi blandin eða – með leyfi að segja – dálítið ungæðisleg! Bókin skiptist í kafla tvo undir yfirskriftinni: Þá og Þegar. Orðin geta falið í sér tvenns konar merk- ingu. Hvort orðið fyrir sig, eitt og sér, vísar til þátíðar, þess sem var. Í samhengi þýðir orðtakið hins vegar eitthvað sem verður: á næsta leiti, hvenær sem er. Hallberg er kominn heim og tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Ævintýri skáldsins á gönguför er að baki. Getur þá ekki sjálfri lífsreisunni lokið hvenær sem er, eða með skírskotun til titils bók- arinnar: þá og þegar? Sannarlega er hefð fyrir að bera æviskeiðið saman við ferðalag. Í ljóði, sem Hallberg nefnir Þegar vorar, líkir hann ævinni við vegferð um hringveginn íslenska. Samlíkingin vísar ekki aðeins til ferð- ar sem byrjar og endar heldur líka til endurtekningarinnar, þeirrar bláköldu stað- reyndar að ferðinni lýk- ur á upphafsreit þar sem aðrir eru þá jafnframt að hefja sitt lífshlaup. Hvað vinnst þá eftir eina ferð með þeirri enda- lausu hringekju? Því er svarað í ljóðinu Leikhús fáránleikans. Og reynd- ar í fleiri ljóðum af svip- uðu tagi. Hringurinn er í senn tákn hins lokaða en jafnframt hins enda- lausa, eða með öðrum orðum – ef maður vill hafa það svo – hins til- gangslausa! Þannig ber afstaða skáldsins ekki aðeins vott um æðruleysi heldur líka tómhyggju. Veröldin, þó rangsnúin sé, getur þó alltént verið skemmtilega fárán- leg. Skoðuð út frá því sjónarhorninu er þessi bók Hallbergs þess virði að vera lesin með athygli og – ef maður er móttækilegur fyrir slíkt – skemmta sér við lesturinn. Orðaval Hallbergs er frjálslegt; stundum full- djarft; mætti á stöku stað vera ögn formlegra fyrir smekk undirritaðs. Þeir, sem minnast Norðurmýr- arinnar í byggingu fyrir afar mörg- um árum þegar hlátur barnanna, sem þar voru að alast upp, rann saman við hamarshögg smiðanna, munu örugg- lega koma auga á Hallberg í hópnum, hinn sama sem nú horfir um öxl löngu síðar. Kápumynd hefur Hallberg líka teiknað. Og sjá, þar er einnig horfið á vit temps perdu – horfins tíma. Rétt eins og enn sé 1952 og maður sé kom- inn á sýningu einhvers abstraktmál- arans í Listamannaskálanum við Austurvöll. Horft um öxl BÆKUR Ljóð Eftir Hallberg Hallmundsson. 70 bls. Útg. Brú. Reykjavík, 2006. Þá og þegar Erlendur Jónsson Hallberg Hallmundsson SIGRÚN Eldjárn er afkastamikill höfundur, fyrir þessi jól koma út tvær bækur eftir hana. Fyrir yngri börnin kemur út myndabókin Gula sendi- bréfið sem fjallað er um hér og að auki fyrsta bókin í nýjum þríleik, Eyja gullormsins, en þríleikur Sigrúnar um Týndu augun, Frosnu tærnar og Steinhjartað naut mikilla vinsælda. Gula sendibréfið er ævintýralegt ævintýri, þar sem mörkin milli hins mögulega og ómögulega eru þurrkuð út en umhverfi sög- unnar er sambland af tilbúnum heimi og ís- lensku náttúru- umhverfi. Aðalpersónur eru jafnt af mannkyni sem dýrakyni, bæði sýni- legu og ósýnilegu og auk þess af óþekktu og undarlegu Gabríellukyni. Myndir Sigrúnar eru dregnar lipr- um og einföldum dráttum og ná oft- ast yfir alla opnuna, hún nýtir sér jafnframt þetta rými til hins ýtrasta. Bakgrunnur er unninn með vatns- litum og hraunáferðin minnir einatt á málverk. Aðaláherslan er á ferðalag barnanna og strax á fyrstu síðu má sjá hellisop sem opnast eins og inn í heim bókarinnar. Það sem m.a. ein- kennir bókina er sú áhersla sem höf- undur leggur á möguleikana í sam- lestri barna og fullorðinna en ferðalag sögupersóna er t.d. auð- kennt sérstaklega svo auðvelt er að þræða það með fingrinum á síðunni og æfa um leið hugtök eins og yfir, undir, á bak við o.s.frv. á skemmti- legan máta. Textinn er bæði við hlið mynda og innan þeirra og birtist í hæfilega stuttum einingum og á stöku stað í textablöðrum. Sigrúnu tekst að skapa skýrar per- sónur í stuttri sögu sem einkennist af fjölbreyttum og ótrúleg- um uppákomum. Ein að- alpersónan er dálítið huglaus en yfirvinnur ótta sinn, önnur er í hjólastól en hann er eng- in hindrun, sú þriðja er gjafmild og góð. Sagan inniheldur engan boð- skap á yfirborðinu held- ur einbeitir sér að skemmtilegum atburð- um sem ýmist er lesið um í textanum eða birt- ast á myndunum í leik- andi samspili mynda og texta. Óskirnar þrjár í lokin leggja áherslu á persónuleika aðalpersónanna, þörfina fyrir vini, gjafmildina og það hvernig má lifa sáttur við erfitt hlutskipti, boðskapur sem er undirliggjandi en ekki sagður berum orðum eins og vera ber í góð- um bókum, hvort sem þær eru fyrir börn eða fullorðna. Sigrún Eldjárn er í fremstu röð barnabókahöfunda og myndskreyta hér á landi, auk vinnu sinnar innan myndlistarinnar. Hér hefur hún skapað ævintýralega og spennandi bók sem þegar betur er að gáð ber með sér þroskandi og kærleiksríkan boðskap. Ævintýralegt ferðalag BÆKUR Barnabók Texti og myndir eftir Sigrúnu Eldjárn, Mál og menning 2006, 36 bls. Gula sendibréfið Sigrún Eldjárn Ragna Sigurðardóttir GRYFJA Listasafns ASÍ við Freyju- götu hefur verið klædd í draum- kenndan búning: hvítur segldúkur hylur veggi og gólf og á hann er varp- að stuttum myndskeiðum og stemn- ingartónlist hljómar úr hátölurum. Hér er um að ræða myndbands- innsetningu í rýmið, eða myndbands- sviðsetningu eins og höfundurinn, Kristín Helga Káradóttir, kallar það. Verkið tengist vissulega sviðs- listum en Kristín Helga sviðsetur hér sjálfa sig sem nokkurs konar snæ- drottningu í snævi þöktu umhverfi og notar leikræna tjáningu til að miðla frásögn undir yfirskriftinni „Þráðlaus tenging“. Titillinn gæti vísað til þess að söguþráður verksins er sundurslit- inn; frásögnin á mörgum skjáum birt en það krefst þess að sýningargest- urinn hreyfi sig um rýmið og ráði í myndmálið – og tengi saman upplýs- ingar. Hvítklædd og hvíthærð kona stendur hjá hvítum hesti, á öðrum stað leiðir hún hann yfir brú og á þeim þriðja teymir hún hann eftir vegi þar sem svipmót borgar sést í bakgrunni. Annað myndskeið sýnir konuna grafa í sífellu með höndunum í snjó og á enn öðru horfir hún á sýn- ingargestinn einlæg á svip og réttir fram vönd af bláum blómum. Mynd- skeið á gólfi býður gestinum að setja sig í spor konunnar og ganga á blóm- unum. Óneitanlega kvikna hér hugmyndir um sakleysi og rómantíska leit eða þrá. Verkið býr yfir draumkenndri dulúð, sem undirstrikuð er með tón- listinni og táknuð ljóslega með bláum blómum. Brúin táknar ef til vill teng- inguna, sem yfirskriftin vísar til, milli draums eða dulvitundar og veruleika. Sýning Kristínar Helgu er vel útfærð og er staðsetningin í Gryfjunni við- eigandi; það er líkt og sýningargestir fari „niður“ í undirvitundina, hjúpaðir annarlegu andrúmslofti. Þráin birtist sem rómantísk mynd- líking konu sem leiðir hvítan hest áfram veginn en álengdar sést borg- arbyggð. Borgin skírskotar til rö- kvæðingar nútímans og glataðs sak- leysis fyrri tíma. Snædrottningin virðist tilheyra liðnum tíma, eða að minnsta kosti er hún utanveltu í nú- tímasamfélagi – en með sýningunni bendir Kristín Helga á að þar er vert að gefa meiri gaum að tilfinningum og órökvísum kenndum. Myndlist Listasafn ASÍ – Gryfja Sýningu er lokið Þráðlaus tenging – Kristín Helga Káradóttir Anna Jóa Draumur snædrottningar Í TILEFNI af útgáfu myndabók- arinnar Riceboy Sleeps efndu höf- undarnir, Jónsi, þekktur sem söngv- ari hljómsveitarinnar Sigur Rósar, og Alex Somers, til sýningar í Galleríi Turpentine í Ingólfsstræti á mynd- verkum undir sömu yfirskrift. Við- burðurinn stóð stutt yfir og var bókin prentuð í takmörkuðu upplagi. Á sýningunni mátti sjá fjölda mynda, sem rammaðar voru inn á ný- stárlegan hátt í opnanleg gluggafög sem Jónsi og Alex fundu á eyðibýlum á ferð um landið. Í bakrými gallerís- ins var sýnt myndbandsverk af fugl- um á flugi sem einnig má skoða á vef- síðunni riceboysleeps.com. Þá hljómaði frumsamin tónlist Jónsa og Alex í sýningarsalnum og í mynd- bandinu, þ.e. um var að ræða tvö tón- verk. Í myndbandsverkinu svífa kríur um háloftin líkt og við undirleik tón- listar. Fimlegt flug þessa fagra og harðduglega fugls virðist myndgera hljómfall tónlistarinnar fullkomlega – það er líkt og skynja megi „vængjað“ hljómfall náttúrunnar. Flugið er á köflum sýnt hægt svo að nokkurs konar „slóð“ myndast á fletinum og fuglarnir verða stundum að óhlut- bundnum formum. Myndverkin, sem flest eru af börn- um, eru mörg hver eftirmyndir myndanna í bókinni, gjarnan af heil- um opnum þannig að útlínur blað- síðna sjást. Myndirnar eru unnar af mikilli natni og með blandaðri tækni, svo sem að teiknað er ofan í gamlar ljósmyndir frá upphafi 20. aldar eða þær unnar á grafískan hátt. Sjá má ýmsar myndrænar vangaveltur og forvitnileg smáatriði. Flestar mynd- irnar eru í fölum litatónum, gráum eða gulleitum og oft eintóna og er ekki laust við að yfirbragð þeirra sé dálítið drungalegt. Drunginn er rómantískur og lýsir söknuði eftir liðnum tíma – og þá einkum fegurð og sakleysi bernsk- unnar. Morknaðir gluggar eyðibýla, málningarleifar, ryðgaðir naglar og krækjur undirstrika liðinn tíma og memento mori ljósmyndanna. Horft er eins og úr fjarlægð tímans í gegn- um máðar rúður, þaktar mold og myglu, á myndir af börnum sem flest hafa nú mætt ævilokum. En æskan er söm við sig og myndirnar leika á mörkum óhugnaðar og tímalausrar fegurðar – líkt og fegurð kríuflugs býr yfir. Draumkennd tónlistin ýtir undir ljúfsára stemningu myndanna og gæðir þær eins konar upphafinni „dýpt“. Sýningin felur þannig í sér ákveðinn gjörning vegna merkingar- aukans í samspili tónlistar og mynda. Sýningin er umlukt vissri dulúð: ekkert er látið uppi um uppruna ljós- myndanna – sem þó bera með sér ævisögulegan blæ og minna á myndir í albúmi. Myndverkin búa yfir eigin veruleika en tengjast rými áhorfand- ans á athyglisverðan hátt fyrir til- verknað glugganna/rammanna. Notkun hornglugga (sem rammar inn mynd þar sem sjást japönsk áhrif) virkar vel til að kveikja slíka meðvitund um rýmið. Á myndinni „Kite String“ er hugarfluginu gefinn laus taumur: þar þyrlast ímyndaður flugdreki um himininn. Flugdrekast- rákurinn er þar staddur á mörkum veruleikans ásamt hrísgrjónadrengn- um sem blundar í yfirskrift sýning- arinnar. Fjarskaleg fegurð Myndlist Gallery Turpentine Sýningunni er lokið. Riceboy Sleeps - Jónsi og Alex Somers Anna Jóa Jónsi og Alex „Á myndinni „Kite String“ er hugarfluginu gefinn laus taumur: þar þyrlast ímyndaður flugdreki um himininn.“ TVENNT einkennir ljóðabók Bjarna Bernharðs, Ljósbogann. Annars veg- ar eru örstutt ljóð um lífið, tilveruna og kannski allra helst óskina um feg- urra mannlíf en hins vegar prósaljóð eða örsögur sem eru eins konar svip- leiftur úr lífi persóna. Óskin er sterk í þessari bók, óskin um að draumi sé bylt í veruleik og í henni er einnig heit ósk um friðþæg- ingu. Stuttu ljóðin einkennast einna helst af einföldu myndmáli. Sannast sagna náði ég ekki alltaf sambandi við myndheim skáldsins, eitthvert sam- bandsleysi milli skálds og lesara. Sum ljóðin eru í mínum huga eins og hálf- kveðnar vísur bæði í yfirfærðri merk- ingu en einnig í reynd- inni. Það er eins og það vanti eitthvað í þau. Á milli eru þó góð ljóð þar sem myndmálið gengur upp. Ég nefni ljóðið Fortíðin sem er eins einfalt og verið getur en miðlar jafnframt hafsjó af tilfinningum: Fortíðin er lind sem ég staldra við þar er greypt í mynd tál æskumannsins. Ég óska þess einlægt að mega dýfa hendinni og gára vatnið. Ætli þeir séu ekki margir sem beri þá ósk í brjósti. Prósaljóðin eða örsögurnar eru nokkuð góðar. Þær hverfast um per- sónu eða atburð, maður nær drukkn- un sér land, stúlka af týndri kynslóð lifir án þurftagirni og tilætl- unarsemi svo að eitt- hvað sé nefnt og svo eru sum hver vanga- veltur um tilveruna. Þó að varla verði gerð sú krafa til ljóða- bóka að þær myndi heild hvað varðar bygg- ingu og efni finnst mér samt eitthvað þurfa til að binda slíkar bækur saman. Þótt ljóðakverið beri nafnið Ljósboginn og eitthvað sé um ljósið fjallað í bókinni finnst mér hún, eins og skáldskapurinn, dá- lítið sundurlaus. Þetta er engan veg- inn besta bók Bjarna til þessa en þó er að finna í henni einstök góð ljóð. Að gára vatn fortíðarinnar BÆKUR Ljóð Eftir Bjarna Bernharð Bjarnason. Deus – 2006. Endurskoðuð útgáfa – 45 bls. LJÓSBOGINN Skafti Þ. Halldórsson Bjarni Bernharður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.