Morgunblaðið - 08.12.2006, Side 38

Morgunblaðið - 08.12.2006, Side 38
38 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERKASKIPTING RÁÐUNEYTA Ákvörðun bandarísku verzlana-keðjunnar Whole FoodsMarket um að hætta markaðs- setningu á íslenzkum vörum í búðum sínum vegna hvalveiða Íslendinga var fullkomlega fyrirsjáanleg. Verzlana- keðjan leggur áherzlu á hreinleika vörunnar og sjálfbæra framleiðslu- hætti í sátt við umhverfið. Viðskipta- vinir hennar eru einmitt fólkið, sem er líklegast til að vera á móti hvalveiðum Íslendinga af djúpri sannfæringu. Í bréfi, sem Kenneth Meyer, að- stoðarforstjóri austurstrandardeild- ar fyrirtækisins, sendi Einari K. Guð- finnssyni sjávarútvegsráðherra fyrir hálfum mánuði, segir að sú ákvörðun Íslands að styðja ekki alþjóðlegt bann gegn hvalveiðum sé „andstæð mark- miðum um að kynna landið sem sjálf- bært samfélag og framsækið í um- hverfismálum“. Staða Íslands í umhverfismálum dragi úr viðskipta- vildinni, sem til hafi orðið meðal við- skiptavina verzlanakeðjunnar. Því sé ómögulegt að halda áfram markaðs- setningu vörumerkisins Ísland. Breytist afstaða Íslands ekki, muni eftirspurn eftir íslenzkum vörum minnka og keðjan verða tilneydd að leita eftir vörum frá öðrum löndum. Fyrir hálfu öðru ári var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra við- staddur kynningu á íslenzkum mat- vælum í Bandaríkjunum, sem Whole Foods stóð meðal annars að. Að henni lokinni sagði ráðherrann: „Mestur heiðurinn er sá að hetjur Íslands í dag, hér, eru íslenski bóndinn og ís- lenski sjómaðurinn. Það þykir mér sérlega vænt um. Heiður þeirra, bóndans og sjómannsins, liggur í þessu frábæra hráefni. Hugsa sér þann áhuga sem maður nú finnur, ekki bara fyrir íslenska lambinu og hestinum, heldur einnig okkar mjólk- urafurðum hvort sem það er smjörið, osturinn eða skyrið. Þetta er stór- kostlegt tækifæri sem við þurfum að vinna í á næstu árum.“ Landbúnaðarráðherra hefur beitt sér fyrir því að tugir milljóna króna af fé skattgreiðenda hafa verið settir í að vinna í þessu „stórkostlega tæki- færi“. Sjávarútvegsráðherra hefur með einu pennastriki klúðrað þessu tækifæri. Eða heldur fólk að við- skiptavinir Whole Foods, sem elska hvali, líti nú á íslenzka sjómenn sem hetjur? Eitt ráðuneyti byggir upp markað erlendis, annað ráðuneyti brýtur hann niður. Það á líka við í ferðaþjón- ustunni; samgönguráðuneytið setur tugi milljóna króna í kynningu á Ís- landi sem samfélagi, þar sem lifað er í sátt við náttúruna, fyrir ferðamenn í löndum eins og Þýzkalandi og Bret- landi, þar sem umhverfisverndarsam- tök eru gríðarlega sterk. Í þessum löndum lítur meirihluti fólks svo á að það sé glæpur að drepa hvali. Svo tryggir sjávarútvegsráðherra fjöl- miðlum í sömu löndum myndir af Ís- lendingum að hluta í sundur hvali. Þetta hlýtur að vera það, sem átt er við þegar talað er um verkaskiptingu ráðuneyta. RANGHUGMYNDIR UM KYNLÍF Vændi er blettur á hverju þjóð-félagi. Vændi er niðurlægjandi og mannskemmandi. Engu að síður er víða litið á vændi sem löglega at- vinnugrein. Í Morgunblaðinu í gær er greint frá málflutningi Doritar Ot- zen, sem er framkvæmdastýra Hreið- ursins, athvarfs fyrir vændiskonur í Kaupmannahöfn. Hún hefur einnig séð um verkefni um að stöðva verslun með konur og bjóða upp á meðferð fyrir vændiskonur. Otzen hefur mikla reynslu á sínu sviði. Hún hefur starf- að með vændiskonum í 30 ár. Mál- flutningur hennar ætti að opna augu margra fyrir óhugnaði vændis. Eins og fram kom í samantekt Höllu Gunnarsdóttur sagði Otzen að meirihluti karla, sem keyptu vændi af erlendum konum í Danmörku, væri sannfærður um að konan, sem um ræddi, væri í vændi af fúsum og frjálsum vilja, þótt þeir hefðu lítið fyrir sér annað en að konan hefði brosað og verið vingjarnleg. Hug- myndir vændiskaupenda um konur í vændi væru hins vegar oft á skjön við veruleikann: „Í vinnu Hreiðursins með meira en 900 erlendum vændis- konum og 85 fórnarlömbum mansals höfum við komist að því að vændis- konur eru iðulega beittar ofbeldi af milliliðum ef þær eru ekki elskulegar og brosandi þegar kaupandi nálgast.“ Lýsingar Otzen á afleiðingum vændis vekja hroll: „Ég hef setið í borgarrétti Kaupmannahafnar og hlustað á vitnisburð fórnarlamba mansals. Ég hef heyrt að nauðganir séu algengar þegar konur eru sendar frá einum „pimp“ til annars. Ég hef heyrt um samfleytt vændi heilu sólar- hringana, um 25–30 kúnna á dag sjö daga vikunnar, um ofbeldi, hótanir, mannrán og ógnanir við fjölskyldu konunnar í heimalandi hennar. Ég hef heyrt um þvingaða eiturlyfjainn- töku, matarskort og hegðun þar sem valtað er yfir öll mörk sem konan gæti nokkurn tíma hafa sett sér.“ Og hverjar eru afleiðingar vændis? Otzen segir að konur sem reyni að hætta í vændi lýsi samfélagslegri ein- angrun, erfiðleikum með nánd og skömm. Konurnar eigi oft mjög erfitt með að fóta sig í lífinu: „Margar vændiskonur lýsa sömu tilfinningum og konur sem hafa orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi eða pyntingum.“ Hvernig getur atvinnugrein, sem jafnast á við pyntingar, verið lögleg? Hvernig er hægt að verja það að heil atvinnugrein snúist um það að gera fólk að söluvöru? Það auðveldar kannski þeim, sem kaupir vændi, að telja sér trú um að í raun sé um við- skipti tveggja sjálfráða einstaklinga að ræða en það er öðru nær og yf- irleitt græða allir aðrir á vændinu en vændiskonan. Það heyrir til undan- tekninga að konur séu í vændi af fús- um og frjálsum vilja. Þrælahald og mansal ættu að vera hugtök fortíðar en hvort tveggja dafnar og þrífst, sums staðar í skjóli laga. Það er til skammar og lykilatriði í að uppræta vændi er að vinna á ranghugmynd- unum sem um það ríkja. Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is Tryggingastofnun ríkisinser 70 ára. Óhætt er aðsegja að stofnunin komivið sögu allra Íslend- inga, á einn eða annan hátt, þótt margir geri sér eflaust ekki grein fyrir að svo sé. Tryggingastofnun hefur oft legið undir ámæli og hafa spjótin á stundum beinst að henni, þótt gagnrýninni sé ætlað að hitta fyrir þá löggjöf, sem hún starfar eftir. Karl Steinar Guðnason, for- stjóri Tryggingastofnunar, segir að fyrsta löggjöf um almanna- tryggingar hér á landi hafi fært fjölda fólks frá fátækt til bjarg- álna og gjörbreytt umgjörð þjóð- félagsins. „Fólk kveið elli og ör- birgð og sjúklingar voru á vonarvöl. Á þeim 70 árum, sem liðin eru, hefur starfsemin gjör- breyst, en grundvallarhugmyndin, um samtryggingu, er hin sama.“ Algengt er að fjallað sé op- inberlega um greiðslur Trygg- ingastofnunar á lífeyri, t.d. ellilíf- eyri og örorkulífeyri. Starfsemin snertir hins vegar líf allra lands- manna, allt frá vöggu til grafar. Þannig greiðir stofnunin út fæð- ingarorlof og þær greiðslur hefj- ast jafnvel áður en barn fæðist. Stofnunin hefur jafnframt umsjón með meðlagsgreiðslum. Kostn- aður foreldranna við ýmsa lækn- isaðstoð, lyfjakaup og endurhæf- ingu, hvort sem er fyrir þau eða barnið, er greiddur niður af Tryggingastofnun og stofnunin tekur þátt í tannlæknakostnaði barnsins. Hér á landi eru landsmenn sjúkratryggðir og fá ókeypis vist á sjúkrahúsum, ásamt þeirri læknishjálp og lyfjum sem þar bjóðast. Þá greiðir Trygg- ingastofnun niður þjónustu sér- greinalækna, lyf utan sjúkrastofn- ana og ferðakostnað ef um langan veg er að fara. Þá tekur stofnunin þátt í kostnaði vegna sjúkraflutn- inga. Ef eitthvað fer úrskeiðis á sjúkahúsinu og sjúklingurinn bíð- ur skaða af getur hann átt rétt á greiðslum úr sjúklingatryggingu. Ef barnið veikist geta foreldrar átt rétt á umönnunargreiðslum. Sá sem lendir í slysi á rétt á slysabótum og öryrkjar fá lífeyri til 67 ára aldurs, en þá tekur elli- lífeyririnn við hjá þeim sem öðr- um. Þeir sem þurfa að dvelja langdvölum á elli- og hjúkr- unarheimilum geta átt rétt á vasapeningum og makar á dán- arbótum við dauðsfall. Styrkir og félagsleg úrræði Hér fer því fjarri að allt sé upptalið. Tryggingastofnun veitir hreyfihömluðum styrki til bif- reiðakaupa og býður ýmis fé- lagsleg úrræði, til dæmis getur fólk átt rétt á aukaafslætti af læknis- og lyfjakostnaði ef það býr við þröngan kost. Stofnunin greiðir kostnað, ef sjúklingar þurfa að fara til annarra landa eftir læknisaðstoð sem ekki er völ á hér, og greiðir þá jafnframt kostnað fylgdarmanns, eða tveggja fylgdarmanna þegar um börn er að ræða. Áður fyrr greiddi stofnunin kostnað við tæknifrjóvganir íslenskra kvenna á sjúkrastofnun erlendis, eða þar til Landspítalinn hóf tæknifrjóvg- anir. Á tveimur stöðum í útlönd- um greiðir Tryggingastofnun hluta launa íslenskra presta, í Kaupmannahöfn og London. Íslend- ingar geta á ferð- um sínum í löndum sem eiga aðild að EES-samningnum fengið nauðsynlega læknishjálp á sömu kjörum og þeir sem í landinu búa, gegn framvísun Evrópska sjúkra- tryggingakortsins. Um 80 þúsund Ís- lendingar eiga slík kort, en þauer hægt að panta á heimasíðu Trygg- ingastofnunar. Loks má svo nefna að Tryggingastofnun rekur sérstaka Hjálpartækjamiðstöð. Þar er til dæmis að finna hjálp- artæki til meðferðar og þjálfunar, spelkur, gervilimi, hjólastóla, hjálpartæki við persónulega að- hlynningu, heimilishald og til tjá- skipta og upplýsinga. Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs Tryggingastofnunar, segir Hjálp- artækjamiðstöðina hafa vaxið hratt frá stofnun fyrir 20 árum. „Miðstöðin tekur þátt í rann- sóknum á því hvernig hjálpartæki nýtast best og við eigum gott samstarf við systurstofnanir á hinum Norðurlöndunum í þeim efnum sem öðrum.“ Hliðverðir kerfisins Karl Steinar Guðnason, for- stjóri TR, bendir á að hið al- menna lífeyrissjóðakerfi lands- manna sé sífellt að braggast og á móti minnki lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun. „Þegar það gerist er alltaf talað um skerð- ingar, en löggjafinn hefur ákveðið að greiðslur Tryggingastofnunar séu skilyrtar með þessum hætti. Almennu lífeyrissjóðirnir eiga nokkuð í land, þar til þeir taka við því hlutverki sem Trygg- ingastofnun gegnir nú í lífeyr- isgreiðslum. Sjóðunum va komið á laggirnar fyrr en í fyrstu voru greiðslur í þ og skylduaðild komst ekk en síðar. Þá voru iðgjöldi ungis reiknuð af dagvinnu var við að almennu sjóðir myndu að mestu taka við greiðslum um 2010, en þa eitthvað lengur.“ Enn eitt dæmið um hve hefur fært út starfsemi sí stofnunin kemur að ranns auknum mæli og kostar t hluta stöðu prófessors við deild Háskóla Íslands. „Þ við líka sinnt fræðslu í alm tryggingarétti hjá lagade komið að fræðslu hjá ýms stéttum,“ segir Sigríður L „Við teljum til dæmis sky ar að uppfræða þá sem st innan heilbrigðiskerfisins Læknar eru hliðverðir ke með því að gefa út vottor hverjir eigi að fá læknisþj lyf og þjálfun og hver telj yrki.“ Tekjutenging ríkjandi Karl Steinar tekur und ilvægi þess að Trygginga eigi góð samskipti við alla starfa innan kerfisins, jaf þá er nýta sér þjónustu þ Samtrygging vöggu til gra Sjötíu ár eru frá því að Tryggingastofnun ríkisins hóf Sigríður Lillý Baldursdóttir, framkvæmdastjóri þróunarsviðs TR. Karl Steinar Guðnason, forst Tryggingastofn ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.