Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 28
tónlist 28 SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ S ÖNGKONAN Elísabet Eyþórs- dóttir syngur ljóð Einars Más Guð- mundssonar á nýrri plötu gítarleik- arans Barkar Hrafns Birgissonar, sem ber nafnið Þriðja leiðin. Þessi unga söngkona, sem er nýorðin tvítug, kemur úr mikilli tónlistarfjölskyldu en foreldrar hennar eru söngkonan með flauelsmjúku rödd- ina, Ellen Kristjánsdóttir og Mezzoforte- maðurinn Eyþór Gunnarsson. Elísabet er alltaf kölluð Beta, „það kallar mig enginn Elísabetu, nema þegar ég er skömmuð“. Líkur eru á að það gerist ekki oft á þessu heimili en fjölskyldan er náin. Mamma hennar er efst á vinalistanum á MySpace-síðu Betu og pabbi kemur þar strax á eftir. Báðir foreldrarnir tóku þátt í gerð plötunnar. Ellen syngur í tveimur lögum og Eyþór spilar (pí- anó, Rhodes, Hammond, slagverk) og stjórn- aði upptökum. Börkur, sem er útskrifaður frá djass- og rokkbraut tónlistarskóla F.Í.H., er þekktastur fyrir að vera einn af stofnendum Jagúars og starfaði með þessari vinsælu fönksveit um nokkurra ára skeið. Þriðja leiðin er mikil stemningsplata og ein- kennist af samspili gítarleiks Barkar og mjúkri og seiðandi rödd Betu. Með þeim á plötunni eru til viðbótar við Eyþór þeir Scott McLemore á trommur og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa, auk þess sem fleiri hljóðfæraleikarar koma við sögu. Átti ekki heima í menntaskóla Beta hefur lært á píanó en einbeitti sér ekki að söngnum fyrr en hún ákvað að fara í söng- nám við Tónlistarskóla F.Í.H. fyrir einu og hálfu ári, eftir nokkrar tilraunir til að sitja á skólabekk í menntaskóla. „Ég var svo eirð- arlaus, menntaskólanámið átti ekki við mig. En um leið og ég fór í F.Í.H. þá breyttist allt,“ segir hún og bætir við að þetta hafi verið stór ákvörðun en hún hafi fengið góðan stuðning frá foreldrum sínum. „Svo getur vel verið að ég klári stúdentinn seinna.“ Hana langaði alltaf að verða söngkona og fara í tónlistarskóla og einbeita sér alfarið að tónlist. Hún hefur gaman af fögum eins og hljómfræði og nýtur sín í skólanum. Beta er nýlega hætt í píanótímum en stefnir á djass- píanónám á næsta ári. Hún komst í kynni við Börk í gegnum móður sína. „Mamma söng á útskriftartónleikunum hans úr F.Í.H. Mamma nefndi mig við hann og í framhaldinu hringdi Börkur í mig og spurði hvort ég vildi koma og hlusta á lögin hans. Hann var búinn að spila þau inn á disk og syngja laglínuna í sumum þeirra. Ég var mjög stressuð en þegar ég byrjaði að syngja þá hvarf það alveg,“ segir Beta. Góð vinátta myndaðist í kjölfarið og gekk samvinnan vel en Beta og Börkur eru saman skráð fyrir þremur lögum af tíu á plötunni. „Ég hef gaman af lögunum og því að syngja þessi ljóð. Því oftar sem ég syng þau því vænna þykir mér um þau. Ég reyni að túlka ljóðin eins vel og ég get, setja mig í spor per- sónanna og lifa mig inn í þau.“ Útkoman er einlæg. „Ég syng þetta af ein- lægni og með þakklæti, ég geri mitt besta.“ Hún hitti Einar Má ekki fyrr en þau voru komin nokkuð áleiðis með plötuna. Hún segist hafa verið stressuð fyrir fyrsta fundinn en það hafi reynst óþarfi. Upptökur hófust í ágúst og gengu frekar hratt fyrir sig. „Þetta gekk alveg eins og í sögu.“ Furðulega fallegt mál Henni finnst gaman að syngja á íslensku en líka að hlusta á tónlist á ýmsum málum. „Á MySpace-síðunni minni sagði maður frá Þýskalandi að íslenskan væri svo furðulega fallegt mál og það væri svo skemmtilegt að hlusta á þetta. Annar frá Kanada hafði mikinn áhuga á því um hvað lögin væru. Það er gaman að hlusta á tónlist frá ýmsum löndum og gott tækifæri til þess gefst einmitt á MySpace. Ég er algjör MySpace fíkill! Þar er hægt að hlusta á ýmislegt sem maður kæmist annars ekki í tæri við,“ segir Beta sem er nýbúin að hjálpa mömmu sinni að setja upp MySpace-síðu. Hvað fyrirmyndir í tónlistarheiminum varð- ar leitar hún ekki langt yfir skammt. „Mamma og pabbi eru fyrirmyndirnar mínar. Annars eru fyrirmyndir mínar tónlistarmenn sem koma með tónlist sína frá hjartanu.“ Hún hefur góða innsýn í tónlistarheiminn eftir að hafa fylgst með gengi foreldranna og segir að það hjálpi. „Ég hef fengið mikla leið- sögn og hjálp hjá þeim,“ segir Beta, sem segist í uppvextinum ekki hafa orðið vör við slæmar hliðar við starf tónlistarmannsins heldur hafi það alltaf heillað. Þetta er í fyrsta skipti sem Beta spreytir sig með þessum hætti í söngnum en hún söng þó ásamt systrum sínum á einu lagi á vinsælli sálmaplötu Ellenar. Hún á tvær systur, Sig- ríði, 25 ára, og Elínu 16 ára, sem báðar fást við tónlist. Til viðbótar eiga þær yngri bróður, Ey- þór Inga sem er níu ára. „Hann er mikill mús- íkant, algjört undrabarn. Spilar á trommur og píanó og farinn að radda.“ Rödd Betu er vissulega lík Ellenar. „Mér finnst mjög gaman að því þegar fólk líkir mér við mömmu.“ Er stemningin á heimilinu í takt við tónlist- argenin? „Það er oft gaman hjá okkur. Stund- um byrjum við að syngja eitthvað heima, sem endar með því að allir fara að radda.“ Beta segir fjölskyldumeðlimi vera mjög nána og bætir við af eðlislægri einlægni: „Ótrúlega gott að eiga svona góða fjölskyldu!“ Beta telur þó að það sé ekkert sungið meira fyrir jólin á hennar heimili en öðrum sem er hægt að leyfa sér að efast um. Hún er komin í jólaskap í skammdeginu sem var innsiglað eft- ir að mamma setti upp jólaseríurnar í fjöl- skylduhúsinu í Hlíðunum. Hún á margar góðar minningar frá jólunum. „Pabbi sér um að skreyta jólatréð á Þorláks- messukvöld án þess að við sjáum til. Spenning- urinn var því alltaf mikill þegar við vöknuðum á aðfangadagsmorgun og fórum beint að skoða tréð. Við fengum líka oft að opna einn pakka fyrir klukkan sex. En það átti að ganga frá öllu eftir matinn áður en það mátti opna fleiri pakka. Allt í einu urðu allir rosalega áhuga- samir um að hjálpa til við að ganga frá!“ Lög af plötunni eru þegar farin að hljóma í útvarpi. „Það er mjög skrýtið en gaman að heyra í sjálfum sér. Ég trúi því varla, þetta er ennþá svolítið óraunverulegt. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að gera þennan disk.“ Systraplata í vændum? Hún er ánægð með þessa góðu byrjun og segir hvað framhaldið varði að hún ætli að láta það ráðast, nema hvað þær systur séu ákveðnar í að gera einhvern tímann plötu sam- an. Sjálf hefur hún hvað mest gaman af blús, djassi, kántrí og fönki. Hún segir það að hafa unnið með foreldr- unum við gerð plötunnar hafa veitt sé aukið sjálfstraust. „Það var rosalega þægilegt og hjálpaði mér mikið. Ég var ekki eins feimin fyrir vikið. Mér finnst líka mikill heiður að fá að vinna með þeim. Það er alveg frábært að fyrsta reynsla mín í tónlistarheiminum hafi verið svona góð.“ Útgáfutónleikar vegna plötunnar verða haldnir í Iðnó á föstudaginn með hljómsveit og foreldrarnir verða báðir á sviðinu. „Ég hlakka mikið til. Það verður gaman að fá að stíga fram og syngja með fullskipaða hljómsveit með sér.“ Af einlægni og þakklæti Elísabet Eyþórsdóttir er allt- af kölluð Beta, nema þegar hún er skömmuð. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við söngkonuna, sem segist sjálf vera MySpace-fíkill og hafa gaman af að hlusta á tónlist á mörgum tungumálum. Morgunblaðið/Kristinn Samspil Þremenningarnir í Þriðju leiðinni: Söngkonan Elísabet Eyþórsdóttir, tónlistarmaðurinn og lagahöfundurinn Börkur Hrafn Birgisson og skáldið Einar Már Guðmundsson. Foreldrar Elísabetar, Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, komu einnig að gerð plötunnar. ingarun@mbl.is »Mamma og pabbi eru fyr- irmyndirnar mínar. Annars eru fyrirmyndir mínar tónlist- armenn sem koma með tónlist sína frá hjartanu. TEXTAR Þriðju leiðarinnar eru eftir hið þjóðþekkta skáld Einar Má Guðmunds- son. Hann og lagahöfundur- inn Börkur Hrafn Birgisson hittust fyrir um ári og tóku ákvörðun um samstarf. „Nið- urstaðan varð sú að hann fékk að fylgjast með tilurð bókarinnar. Ætli hann hafi ekki fengið ein 15 handrit á góðum meðgöngutíma, níu mánaða tímabili, þar til ég geng frá bókinni í sept- ember,“ segir Einar Már og á þar við ljóðabókina Ég stytti mér leið framhjá dauð- anum. „Honum var alveg frjálst á hvaða ljóð hann réð- ist. Fjórir textar á plötunni eru ekki í bókinni, fóru út af byggingafræðilegum ástæð- um. Sum ljóðin eru lengri en lög þola þannig að Börkur finnur oft eina stemningu í lengra ljóði og tekur erindi á stangli eða þess vegna línur. Ljóðin á disknum eru ekki al- veg þau sömu og í bókinni. Þetta er áhugavert ferli, hvernig einn maður vinnur úr hugsunum annars.“ Hann er sáttur við útkom- una. „Mér finnst þetta alveg fletir á ýmiss konar stjórn- arsamstarfi, bæði til hægri og vinstri,“ segir Einar Már, sem hefur einnig unnið með myndlistarmönnum og kvik- myndagerðarfólki. „Mjög gaman að leyfa svona greinum að mætast. Þetta byggir oft á því að hitta á réttu mennina sem hafa þennan anda til sam- starfs og það höfðum við Börkur.“ Eins og margir þekkja get- ur slæmur texti eyðilagt ann- ars gott lag. Einar Már orðar þetta vel: „Textinn lyftir lag- inu upp á planið sem það er á. Í góðu lagi er samspil orða og tóna órjúfanlegt.“ Skáldið hefur gaman af samstarfinu og segir þetta ákveðna leið til að gefa verk- unum breiðari skírskotun. „Hugsanlega ná ljóðin mín til annars fólks í gegnum tón- listina og hugsanlega nær tónlistin til annarra í gegn- um ljóðin mín. En allt er þetta sami kjarninn, gleðin í tilverunni sem vitaskuld er engin án sársaukans og vit- undarinnar um hann.“ dásamlegt. Ljóð og tónlist standa mjög nærri hvort öðru. Í árdaga þegar ljóð voru flutt, voru þau sungin. Þegar skáldið ljáir ljóðinu tilfinningu er það einhvers konar söngur, þó það reyni ekki á neina söngtækni. Í allri ljóðlist eimir eftir af tónlistinni.“ Sem skáld segist hann vera jafn mikið undir áhrif- um frá tónlist og bók- menntum enda hefur verið sagt um ljóð hans að í þeim búi rokk og ról. Hann hefur áður ráðist í samstarf af svipuðum toga. „Ég gerði djassplötu með Tómasi R. Einarssyni. Ég las og Tómas samdi lög við ljóð- in. Síðan hafa ýmsir tónlist- armenn tekið ljóðin mín og samið við þau tónlist. Svo hef ég líka farið hina leiðina, samið texta við melódíur. Hef samið ein sex ljóð við lög Gunnars Þórðarsonar. Sam- starf við tónlistarmenn hefur verið mjög skemmtilegt og gefandi. Mest af vinnu okkar skáldanna fer fram í einrúmi en síðan er eins og stjórn- málamennirnir myndu segja, Órjúfanlegt samspil orða og tóna Útgáfutónleikar verða haldnir föstudaginn 15. desember í Iðnó. Miðasala á Midi.is. MySpace.com/betaey MySpace.com/borkurhrafn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.