Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 10.12.2006, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. DESEMBER 2006 71 menning Ráðgjafarskóli Íslands er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við, ráðgjöf fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra. Skólanum er ætlað að tengja saman persónulega reynslu, starfsreynslu og menntun á þessum sviðum. Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu: • Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi. • Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi. • Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa. • Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald. • Inngripatækni í áföllum. • Forvarnir og fræðsla. • Samstarf við aðra fagaðila. • Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál. • Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fötlun). • Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og nikótín). • Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga. • Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa. Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 2007 er til 15. desember. Upplýsingar og eyðublöð fást hjá: Ráðgjafarskóla Íslands, pósthólf 943, 121 Reykjavík, netfang stefanjo@xnet.is, sími 553 8800, fax 553 8802 og á www.forvarnir.is. Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Allt í mjúka pakkann Opið í dag frá kl. 13-17 Fundarboð Aðalfundur SES verður haldinn í Valhöll þriðjudaginn 12. desember 2006 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ásta Möller, alþingismaður, varaformaður heilbrigðis- og trygginganefndar, verður gestur fundarins. 3. Hugvekja á aðventu, sr. Þórir Stephensen. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Boðið verður upp á kaffi/súkkulaði og meðlæti. Stjórnin. SAMTÖK ELDRI SJÁLFSTÆÐISMANNA Laugavegi 56 sími 551 7600 Jólagjöfin þín frá Marimekko, dömudeild Þú kaupir eina flík og færð aðra með 40% afslætti Opið í dag frá kl. 13-18 hárkollur/hársnyrting Er flutt frá Skólavörðustíg 10 á Bergstaðastræti 13 Sami sími - 511 2100 Betri aðstaða Bætt vöruúrval Dóróthea Magnúsdóttir gsm 892 5941 Hugrún Stefánsdóttir gsm 861 2100 HVERT þitt spor er strangt til tekið þriðja sólóplata Labba, Ólafs Þórarinssonar, eða Labba í Mán- um eins og hann er jafnan nefnd- ur. Árið 1995 gaf Labbi út jóla- plötuna Jólabaðið og naut þá aðstoðar nokkurra söngvara auk þess að syngja sjálfur. Fjórum ár- um síðar kom svo Leikur að von- um út, fyrsta „eiginlega“ sólóplat- an. Labbi gerir út frá Selfossi, rek- ur þar m.a. ballsveitina Karma, og er stöðugt upptekinn við tónlist- arsýsl, þó að sólóplöturnar séu ekki margar. Á Hvert þitt spor sækir Labbi í lagasafn sitt, og hér má finna lög frá Mánaárunum og allt fram á þennan dag. Hér eru meira að segja lög af fyrri plöt- unum tveimur. Labbi endurvinnur lögin og þau, ásamt nýjum smíð- um, eru skreytt með blæstri og strengjum og allar útsetningar eru í lágstemmdari kantinum. Lagasmíðar Ólafs eru þannig, að það tekur drjúga stund að komast inn í þær. Þær eru ekki það sem kallað er „ódýrar“. Fjöl- snærð nokkuð, nánast laus við eitthvað sem krækir sig í mann, eins og oft vill vera með fram- leiðslupopp. Lögin streyma fram í hægðum sínum, nánast eins og þau virði mann ekki viðlits. Þetta hefur kosti og galla í för með sér; sum lögin rista djúpt með tím- anum á meðan önnur fara ekki neitt, vantar tilfinnanlega eitthvað sem eyrun geta fest sig við. Dæmi um hið fyrrnefnda er t.d. gamla Mánalagið, „Útlegð“. Yf- irbragðið er þjóðlegt, og blástur, strengir og sérdeilis smekklegt gítarspil falla eins og flís við rass. „Í draumi“ er angurvært og fal- legt lag sem læðist aftan að manni með tíð og tíma. „Eyrarblómið“ er ágætt dæmi um lagasmíðastíl Labba, flúrað kammerpopp sem fer upp og niður tónstigann og það ótt og títt. Í hinni deildinni má hins vegar nefna lög eins og „Kapellan“, „Í vor“ og „Perlan mín“, lög sem eru fullflöt og lítt eftirminnileg. Söngrödd Labba er nokkuð sér- stök. Tenórrödd í hærra lagi en á furðulega harmrænu tónbili sem gerir að verkum að það er alltaf eins og einhver sársauki liggi und- ir niðri. Þessi eiginleiki nýtist að sjálfsögðu einkar vel í melankól- ísku lögunum. Ólafur vann plötuna að mestu leyti í eigin hljóðveri á Selfossi og er hljómur allur hinn þekkilegasti, dúnmjúkur og hlýr. Hljóðmyndin nær að slá á þessar brokkgengu lagasmíðar sem minnst var á fyrr í dómnum, útsetningin á plötunni er góð og það er það sem hífir hana á endanum upp. Hlustað til baka TÓNLIST Geisladiskur Lög eftir Ólaf Þórarinsson (Labba) en texta eiga Jónas Friðrik, Ómar Hall- dórsson, Jón Thoroddsen, Ludvig Uhland (í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar), Guð- rún S. Þórarinsdóttir, Örn Arnarson, Krist- ín Þórarinsdóttir, Guðni Ágústsson og Ólafur sjálfur. Ólafur leikur á gítar, þver- flautu, slagverk, o.fl. en nýtur auk þess fulltingis fjölda annarra hljóðfæraleikara. Tónverk ehf. gefur út. Labbi – Hvert þitt spor  Arnar Eggert Thoroddsen TÓNLIST Salurinn Píanótónleikar Mozart: Píanósónötur nr. 10–13 í C, A, F & B K330–33. Miklós Dalmay píanó. Mánudaginn 4. desember kl. 20. ÞRIÐJA afborgun Miklósar Dalmay af 18 píanósónötum „kraftaverksins sem guð lét fæðast í Salzburg“ var reidd af hendi í Salnum við meiri að- sókn en sú fyrsta. Auk þess mátti loks sjá nokkra kunna píanista með- al áheyrenda og skal engum getum að leitt hvort spilað hafi inn að nú var komið að þekktari sónötum Wolfgangs, þ.á m. þeirri sem mest ku leikin, K331. Eins og þeim er fylgzt hafa með er kunnugt tekur Miklós sónötubálkinn í viðeigandi tilurðarröð, enda þróun forms og inntaks með ólíkindum jafnvel þótt hann spanni aðeins 16 ár. Framtak ungverska píanóljónsins á Flúðum er sumpart þakkarverðara en ég hélt í fyrstu. Því þó að sé gam- alkunnug reynsla hvað Mozart lum- ar á miklu í þessum við fyrstu sýn einföldu og gegnsæju verkum, þá ór- aði mig varla fyrir að það gæti verið svona mikið. Einkum eftir hlé, þegar píanistinn rúllaði sig almennilega út og hinn annars vandlega faldi snemmrómantíski Amadeus lét glitta í klærnar – og betur en ég hef áður heyrt af hljómplötum. Það var nærri því eins og maður hefði verið blindur og daufur í 30 ár, miðað við þær nýju og fersku hliðar sem hér komu fram á list undrabarnsins. Og jafnframt líklega eitt af því sem frekar gerist í lifandi flutningi en yf- ir öryggisneti hljóðversins – nefni- lega þegar áhætta stundar og staðar skerpir á skáldskapnum svo um munar. Þörf áminning til sófahlust- enda heimilanna! Fram að því gerðust engin stórtíð- indi. Eiginlega var nánast eins og á fyrstu Mozarttónleikunum hálfum mánuði áður þar sem skáldspennan losnaði sömuleiðis fyrst úr læðingi eftir hlé. Að vísu með þeim meg- inbreytingum að nú mátti oft heyra rúbató – en yfirleitt of mikið, þannig að útkoman gat orðið affekteruð. Í K330 tókst bezt hinn syngjandi hægi miðþáttur; I. var svolítið harð- ur undir tönn og III. frekar spila- dósarlegur. A-dúr-sónatan skartaði þjálum miðþætti (Menuetto), en sveitasæll I. þátturinn bjagaðist hins vegar af mest áberandi feilslagi kvöldsins (enda fá fyrir) rétt á undan moll-tilbrigðinu. Einnig bar nokkuð á súðvæðu gösli í „Alla Turca“- lokaþættinum, e.t.v. sakir tauga- álags út af víðkunnugleika verksins. Aftur á móti tók stórtúlkandinn við í síðustu tveim sónötum eins og ofangreind lýsing ber með sér. Mikl- ós náði þar að undirstrika andríki og frumlega úrvinnslu Mozarts í K332 af þvílíku innsæi að opnaði öll skiln- ingarvit upp á gátt. Hin þrístefja draumadansmær í I. geislaði af and- stæðuríkum þokka, þó að II. væri það ofrúberaður að jaðraði við væmni. Á hinn bóginn neistaði og rauk úr runaflóði fínalsins af sannri virtúósafimi. Og lokaverkið í B-dúr K333 varð hrein og klár opinberun. Hér fór tvímælalaust bezti flutn- ingur þeirra níu sónatna sem ég hef heyrt með Miklósi, og raunar að- alkveikjan að fyrrtaldri athugasemd um nýjar og ferskar hliðar. Eftir syngjandi allegroþátt í anda J.C. Bachs kom frábærlega mótað And- ante cantabile þar sem „drauga- hljómarnir“ tveir rétt fyrir Coda voru aðeins eitt af mörgum hárr- isulum dæmum. Í III. tempraðist síðan hamhleyp sveiflusnerpan af nákvæmlega þeirri appolónísku yf- irvegun sem þurfti til að gera allan seinni hálfleik að þeim minnisstæð- ari í langan tíma. Frá meðaltúlkun í stórsnilld Ríkarður Ö. Pálsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.