Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.12.2006, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. DESEMBER 2006 19 MENNING SAXÓFÓNLEIKARINN og tónskáldið Jóel Pálsson heldur útgáfutónleika á DOMO í Þingholtsstræti 5 í kvöld kl. 21. Leikin verður tónlist af nýjum geisladisk Jóels sem kallast Varp. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð jazzklúbbsins Múl- ans sem hefur hreiðrað um sig á DOMO. Auk Jóels skipa sveitina Davíð Þór Jónsson, orgel og píanó, Hilmar Jensson, gítar, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson, bassi, og Matthías Hem- stock, trommur. Útgáfutónleikar Varp Jóels á DOMO Jóel Pálsson Í GÆR var opnuð sýning Hug- leiks Dagssonar á teikningum úr nýjustu bók hans, Fylgið okkur, í Smekkleysubúðinni á Klapparstíg. Hugleikur hef- ur vakið mikla athygli fyrir ör- sögur sínar sem hafa þótt í senn kaldhæðnar og fallegar. Teikningar Fylgið okkur taka á ýmsum íslenskum þjóðfélags- málum, s.s. hvalveiðum, fjöl- miðlum, útlendingum, sifjaspelli, framhjáhaldi og jólasveininum. Teikningarnar á sýningunni eru til sölu. Myndlist Teikningar Hugleiks til sölu Hugleikur Dagsson UPPLESTRARÖÐIN Jóla- hrollur í hádeginu hófst sl. þriðjudag í Þjóðmenning- arhúsinu. Röðin fer þannig fram að klukkan 12.15 alla daga til og með Þorláksmessu kemur einn höfundur, eða staðgengill hans, og les kafla úr nýútkominni spennusögu sinni. Í dag les Stefán Máni úr skáldsögu sinni Skipinu en á morgun kveður Ólafía Hrönn sér hljóðs sem staðgengill Stellu Blómkvist. Upplestur Jólahrollur í Þjóð- menningarhúsinu Stefán Máni FRÆÐSLUMIÐSTÖÐ Listasafns Íslands verður opnuð annað kvöld á neðstu hæð safnsins. Kjarninn í mið- stöðinni er svonefnt Sýndarsafn, en um er að ræða rafrænan gagna- grunn um listaverkaeign safnsins sem gestum gefst kostur á að glugga í; skoða þar ljósmyndir af einstaka verkum og fræðast í leiðinni um þau og höfunda þeirra. Það er ljóst að fyrir framtak safnsins gefst almenningi áður óþekkt tækifæri á að kynna sér list- rænan menningararf þjóðarinnar, en Listasafn Íslands er meginsafn íslenskrar myndlistar og hefur að geyma lykilverk í sögu listgrein- arinnar. Í safneigninni eru nú um 10.000 verk, þar af um 8.500 eftir rúmlega 300 íslenska listamenn. Myndir af öllum íslensku verkunum, ásamt viðeigandi upplýsingum, eru nú þegar aðgengilegar á Sýnd- arsafni en til stendur að bæta þeim hinum erlendu við í náinni framtíð. Býður upp á marga möguleika „Það er eitt af okkar stóru metn- aðarmálum sem þjóðlistasafns að auka aðsókn og auðvelda og efla að- gengi almennings að þeim verðmæt- um sem Listasafnið býr yfir,“ út- skýrir Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands. „Stór þáttur í því er að opna þennan gagnagrunn.“ Sýndarsafnið byggist á skráning- arkerfi Listasafnsins sem ráðist var í að setja á stafrænt form fyrir sex árum. Ólafur segir engum vafa und- irorpið að hér gefist sýningargestum kostur á persónulegri nálgun við Listasafnið en áður. Eins bjóði Sýndarsafnið upp á mikla kennslu- möguleika og heildstæða yfirsýn yfir höfundarverk einstakra listamanna. Netið virkjað Aðspurður segir Ólafur þann möguleika að gera gagnagrunninn aðgengilegan á Netinu vissulega hafa verið ræddan. „Það er nátt- úrlega gríðarlega spennandi mennt- unarleið. Þá erum við t.d. farin að tala um þann möguleika að allt skólakerfið geti verið beintengt. Slíkt er hins vegar ekki einkamál safnsins. Þegar farið er að ræða þennan möguleika koma upp ýmsar spurningar varðandi höfundarrétt. En það má fullyrða að það sé kannski mikilvægt menningar- pólitískt markmið að þessi grunnur fari út á Netið sem allra fyrst.“ Þess má geta að þegar er hafin vinna við að þýða gagnagrunninn yf- ir á ensku og verður boðið upp á enska útgáfu hans í sumar. Menning|Rafrænn gagnagrunnur um listaverkaeign Listasafns Íslands opnaður Menningararfur aðgengilegur Á SÝNDARSAFNI Listasafns Íslands er hægt að fræðast um og skoða u.þ.b. 8.500 verk eftir íslenska myndlistarmenn. Á myndinni eru Ólafur Kvaran safnstjóri, Hildigunnur Sverrisdóttir, Rakel Pétursdóttir, Val- gerður Hauksdóttir, hönnuður Sýndarsafns, og Dagný Heiðdal. Morgunblaðið/Ásdís Fræðslusetur og Sýndarsafn TENÓRINN Ro- berto Alagna hefur hótað að lögsækja Scala- óperuna eftir að honum var til- kynnt í gær að nærveru hans væri ekki lengur óskað á fjölum hennar. Eins og greint hefur verið frá í Morg- unblaðinu hætti hinn fransk-ítalski söngvari að syngja í miðjum klíðum í uppfærslu Francos Zeffirellis á Aidu eftir Verdi og strunsaði í fússi af sviðinu sl. laugardag. Þetta gerði hann í kjölfar þess að óánægðir áhorfendur hófu að blístra og púa á hann. Fyrir vikið neyddist varaleik- arinn Antonello Palombi fyr- irvaralaust til að taka upp þráðinn þar sem Alagna skildi við – á galla- buxunum. Nú hefur framkvæmdastjóri Scala-óperunnar tilkynnt að Alagna muni ekki syngja á þeim sýningum sem eftir eru, þar sem hann hafi brotið samning sinn. „Með hegðun sinni hefur hann myndað óbrúanlega gjá milli lista- mannsins og áhorfenda,“ er haft eftir talsmanni óperunnar, Carlo Maria Cella, á fréttavef BBC í gær. „Hann fór ekki vegna þess að hann væri veikur; hann fór af fúsum og frjálsum vilja.“ „Hvað átti ég að gera?“ Þegar Alagna hafði síðar sam- band við óperuhúsið til að tilkynna að hann væri tilbúinn til að snúa aftur, var honum tjáð að samningur hans hefði verið að engu gerður. Söngvarinn brást hinn versti við og hefur sakað Scala-óperuna um að koma fram við sig eins og „ófreskju“. Í viðtali við Reuters sagði Alagna sár að hann hefði einsett sér að veita áhorfendum ánægju og gleði. „En hvað átti ég að gera þegar sumir byrjuðu að púa?“ Alagna hót- ar að kæra La Scala Er sár og svekktur út í óperuhúsið Roberto Alagna ÞURÍÐUR Jóns- dóttir hefur ver- ið valin í hóp norrænna tón- skálda sem semja munu söngverk fyrir Alþjóðlega tón- listarkeppni Sonju Nor- egsdrottningar, en búist er við því að um fimmtíu ungir söngvarar muni spreyta sig í úrslitum keppninnar í ár. Sonju- keppnin er stærsta tónlistarkeppni Noregs. Auk Þuríðar munu Daninn Bent Sørensen, Svíinn Hans Gefors og Finninn Veli-Matti Puumala semja verk sem allir keppendur í úrslit- um þurfa að syngja. Áhersla keppninnar í ár er á nýja tónlist, en söngvararnir ungu syngja einnig verk frá ýmsum tímum tónlistar- sögunnar. Vegleg peningaverðlaun eru í boði fyrir vinningshafann, en einn- ig ýmiss konar tónleikahald. Ald- ursmörk miðast við ungmenni fædd eftir 1. 1. 1975. Keppni Sonju drottningar er virt og eftirsókn- arvert að ná þar góðum árangri. Dómaraliðið er heldur ekki af verri endanum, margar helstu söngspír- ur Norðurlandanna eru þar sam- ankomnar auk erlendra stjarna á borð við goðsögnina Joan Suther- land og þýska bassann Kurt Moll. Semur fyrir drottningu Þuríður Jónsdóttir ♦♦♦ Fylgist með umfjöllun um þessa bók í helgarútgáfunni á Rás 2, nú á laugardaginn kl. 11.00 Lækjargata 2a sími 511-5001 opið alla daga frá 9.00 - 22.00 Helgar tilboð 3.276,- “Lifandi samtöl, sannfærandi persónur, illbærileg spenna - hvað er hægt að biðja um meira?” Silja Aðalsteinsd. Tmm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.