Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 17.12.2006, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. DESEMBER 2006 25 Morgunblaðið/Golli samstarf á sviði fiskveiðieftirlits, umhverfiseftirlits og menntunar og þjálfunar gæzlustarfsmanna. Mikið eftirlitsflug nú þegar Varðskip Dana á Norður-Atlantshafi njóta stuðnings eftirlitsflugvéla flughersins, en hann á þrjár slíkar af gerðinni Bombardier C-604 Challenger, sem draga 3.500 sjómílur. Þessar vélar eru meðal annars notaðar til eftirlits með grænlenzku og færeysku lögsög- unni. Dönsk skip og flugvélar eru því stöðugt á ferðinni á hafsvæðinu á milli Færeyja og Austur-Grænlands; umhverfis Ísland. „Bæði á sjó og í lofti eigum við margoft leið framhjá Íslandi vegna verkefna okkar á Grænlandi eingöngu,“ segir Jens H. Garly, skrifstofustjóri þeirrar skrifstofu danska varnarmálaráðuneytisins, sem skipuleggur aðgerðir heraflans. „Með þessari nærveru getum við hjálpað til við umhverfiseftirlit og einnig bara með því að vera á svæðinu, geta séð hvað er að gerast og haft eftirlit með því. Þetta er hluti af samstarfi, sem gengur vel.“ Norðmenn hafa boðið upp á að eftirlitsflug- vélar þeirra, sem eru af P3 Orion-gerð, taki á sig sveig til vesturs til að hafa eftirlit á haf- svæðinu umhverfis Ísland, auk þeirra haf- svæða, sem Norðmenn bera ábyrgð á. Þegar spurt er út í möguleika á slíku af hálfu Dana, er því svarað til að dönsku eftirlitsvélarnar séu nú þegar oft á ferðinni umhverfis landið, lendi á íslenzkum flugvöllum og nýtist í sam- starfi Íslands og Danmerkur. Þannig sé grænlenzku lögsögunni einni úthlutað um 350 flugtímum eftirlitsvélanna á ári. Út frá þessu má með góðum vilja segja að danskar flugvélar fylli nú þegar að einhverju leyti upp í það tómarúm í eftirliti úr lofti á Norður-Atlantshafinu á friðartímum, sem Bandaríkin skildu eftir sig og Geir H. Haarde forsætisráðherra gerði að umræðu- efni á leiðtogafundi NATO í Riga í lok síð- asta mánaðar. Sömuleiðis stuðlar samstarf við Dani í björgunarmálum að því að bæta fyrir þann missi, sem fólst í því er þyrlu- björgunarsveit varnarliðsins hvarf af landi brott. Lofthelgiseftirlit ákvörðun NATO Þetta breytir ekki því, að á Íslandi er eng- inn viðbúnaður orrustuþotna lengur til að bregðast við ef t.d. ókunn loftför nálgast landið. Danskir embættismenn benda á að enginn slíkur viðbúnaður sé heldur á Græn- landi eða í Færeyjum, enginn hafi af því sér- stakar áhyggjur og ekki standi til að breyta því. En þá verður á móti að benda á að Grænland og Færeyjar eru ekki fullvalda að- ildarríki Atlantshafsbandalagsins eins og Ís- land er. Heima fyrir, í Danmörku sjálfri, fljúga danskar orrustuþotur reglulegt eft- irlitsflug og fylgjast með lofthelginni. Danir hafa sömuleiðis lagt af mörkum orr- ustuþotur, sem séð hafa nokkra mánuði í senn um lofthelgiseftirlit Atlantshafs- bandalagsins í Eystrasaltsríkjunum. Af hálfu Norðmanna hefur komið fram að þeir vilji gjarnan líta á sitt framlag til varna Íslands sem þátt í einhvers konar svipuðu fyr- irkomulagi innan ramma NATO. Í danska stjórnkerfinu vilja menn ekkert segja um það hvort Danir kynnu að vilja taka þátt í slíku; benda réttilega á að áður en til slíks gæti komið, yrði að taka um það ákvörðun í hópi hinna 26 aðildarríkja NATO. Erfitt að banna eldsneytisskip Dönsk stjórnvöld virðast ekki hafa sama áhuga og bæði norskir og íslenzkir ráðamenn á umræðum um þátttöku NATO í að tryggja orkuöryggi í norðurhöfum, í þeim skilningi að gæta verði að öryggi siglingaleiða flutn- ingaskipa með eldsneyti frá Barentshafinu og til bæði Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Þau láta sig hins vegar mengunar- og um- hverfismál í norðurhöfum miklu skipta, enda bera þau að verulegu leyti ábyrgð á að verja hið viðkvæma lífríki Grænlands fyrir meng- un. Danir hafa áhuga á auknu samstarfi á norðurslóðum um að verjast hættu vegna hugsanlegra umhverfisslysa af völdum slíkra siglinga og vilja gjarnan að þátt í slíku sam- starfi taki bæði Bandaríkin og Kanada, auk ríkjanna austan Norður-Atlantshafsins, þ.e. Íslands, Danmerkur, Noregs og Rússlands. Norðurskautsráðið kynni því að verða heppi- legur samstarfsvettvangur í þessu skyni. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur í umræðum um öryggi siglingaleiða olíu- og gasskipa við landið nefnt að sú spurning kunni að vakna hvort banna eigi alfarið sigl- ingar slíkra skipa milli Íslands og Græn- lands. Þegar þetta er borið undir danska embættismenn telja þeir ýmis vandkvæði á slíku. Málið heyri enda ekki bara undir Ís- land og Danmörku, heldur Alþjóðasiglinga- málastofnunina og þar sé ósennilegt að önnur ríki fallist á að láta loka alþjóðlegri sigl- ingaleið. Menn benda jafnframt á að mikil umferð eldsneytisskipa sé um hin þröngu dönsku sund og vissulega sé viðbúnaður mik- ill, en ekki hafi komið til tals að loka sigl- ingaleiðinni. Úttekt á umhverfishættu Af hálfu danskra stjórnvalda fer nú fram mikil úttekt á þeirri hættu, sem hugsanlega steðjar að lífríki hafsins á norðurslóðum vegna mengunar, og hvernig dönsk stjórn- völd eru í stakk búin til að bregðast við henni á hafsvæðum, sem þau bera ábyrgð á. Nið- urstaðnanna er að vænta snemma á næsta ári og í framhaldinu getur þurft að taka ákvarðanir um nýjan viðbúnað, t.d. staðsetn- ingu dráttarskipa, og aukið eftirlit með sigl- ingum. Jafnframt þarf að fara fram mat á því í hversu miklar fjárfestingar eigi að ráðast og hvort þær séu réttlætanlegar í ljósi þeirrar áhættu, sem um er að ræða. Samstarf ríkjanna við Norður-Atlantshaf um að bregðast við hættunni af umhverfis- slysum virðist liggja í augum uppi, m.a. til þess að hvert ríki um sig geti haldið kostnaði við viðbúnað í lágmarki og vænzt aðstoðar frá öðrum ef slys verða. Á þessu sviði sýnist því nokkuð augljóst að samstarf Íslands og Danmerkur verði áfram mikið og vaxandi, en það snýr auðvitað ekki með beinum hætti að vörnum landsins. Það virðist almennt líklegra að Danir verði fyrst og fremst reiðubúnir að styrkja og út- víkka núverandi samstarf sitt við Íslendinga en að þeir vilji leggja eitthvað nýtt af mörk- um til varna Íslands. Í HNOTSKURN » Dönsk varnarmálayfirvöld hafaverulegan viðbúnað á norður- slóðum, á Grænlandi og í Færeyjum. Hann snýr þó fremur að löggæzlu og eftirliti en beinum landvörnum. » Fjögur stór varðskip, 3.500 tonn aðstærð, gæta lögsögunnar við Græn- land og Færeyjar og eru tíðir gestir á Íslandi. » Þrjú minni varðskip, 330 tonnakútterar, eru við eftirlit, einkum undan vesturströnd Grænlands. » Sjóherinn á átta Lynx-björg-unarþyrlur, sem eru staðsettar um borð í stóru varðskipunum. » Þrjár Challenger-eftirlitsflugvélarfljúga reglulegt eftirlitsflug um fær- eyska og grænlenzka lögsögu. Þær koma oft við á Íslandi. » Mikið og náið samstarf er á millidanska flotans og Landhelgisgæzl- unnar á Íslandi. Það verður enn aukið með nýrri viljayfirlýsingu, sem á að skrifa undir í næsta mánuði.                                          
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.