Morgunblaðið - 22.12.2006, Síða 57

Morgunblaðið - 22.12.2006, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2006 57 dægradvöl STAÐAN kom upp á gríska meistara- mótinu sem er nýlokið. Stórmeistarinn Vasilos Kotronias (2.587) hafði hvítt gegn Athanasios Mastrovasilis (2.533). 25. e7+! Hxe7 26. Re6+ Hxe6 27. Hxe6 Bg8 28. He2 Bxa2 29. Rxh4 Kf7 30. Rf3 Bd5 31. Hd2 Ha8 32. Hdxd5! cxd5 33. Hxc7+ Kg6 34. Hxb7 hvítur hefur unnið tafl enda staða svarta kóngsins slæm og peðastaðan sundruð. 34. … Rf5 35. Hd7 a3 36. bxa3 Hxa3 37. g4 Rh6 38. Rd4 Hxc3 39. Re6 f5 40. g5 Rf7 41. Rf8+ Kxg5 42. Hxf7 Hxh3 43. Re6+ Kg6 44. Hxg7+ Kf6 45. Hg6+ Kxg6 46. Rf4+ Kf6 47. Rxh3 Ke5 48. Kf1 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Innkomu stolið. Norður ♠Á98 ♥943 ♦G942 ♣765 Vestur Austur ♠D7543 ♠102 ♥852 ♥KDG10 ♦5 ♦K1086 ♣K1043 ♣ÁG8 Suður ♠KG6 ♥Á75 ♦ÁD73 ♣D92 Suður spilar 1G og fær út spaða- fjarka. Suður sagði eitt grand ofan í tígul- opnun vesturs og þar lauk sögnum. Vestur herjar í spaðanum – lítið úr borði og tían frá austri. Heppileg byrj- un fyrir sagnhafa, sem sér fram á sjö slagi ef honum tekst að fá tvo aukalega á tígulinn. En eftir sagnir er viðbúið að austur sé með K108x. Í sjálfu sér má ráða við þá legu, en þá verður að spila litnum tvisvar úr borði og vandinn er sá að þar er aðeins ein örugg innkoma. Besta tilraun sagnhafa er að reyna að „stela“ innkomu í spaðanum – taka fyrsta slaginn á KÓNG, spila strax spaðasexu og svína níunni ef vestur fylgir smátt. Svo tígulgosa úr borði. Vestur getur vissulega fyrirbyggt þessi áfrom með því að hoppa upp með spaðadrottningu, en hver finnur slíka vörn? BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 sokkalaus, 8 huglausar, 9 tappi, 10 stirðleika, 11 kvarta undan, 13 nam, 15 kofa, 18 hirða um, 21 glöð, 22 furða á, 23 manns- nafn, 24 mjög stórt. Lóðrétt | 2 koma auga á, 3 fjarstæða, 4 máni, 5 ótti, 6 dugur, 7 skott, 12 mergð, 14 hegðun, 15 drakk, 16 morkni, 17 búa til, 18 mikið, 19 brúkar, 20 nytjalandi. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 lemja, 4 þerna, 7 pilts, 8 sópur, 9 alt, 11 siða, 13 þráð, 14 nefna, 15 senn, 17 krás, 20 far, 22 neyta, 23 illur, 24 afann, 25 agnar. Lóðrétt: 1 lepps, 2 málið, 3 ausa, 4 þúst, 5 rápar, 6 afræð, 10 lyfta, 12 ann, 13 þak, 15 sínka, 16 neyða, 18 rólan, 19 særir, 20 fann, 21 rifa. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 1 Skrifað hefur verið undir samn-inga um smíði nýs varðskipts. Hvar verður skipið smíðað? 2 Íslenskur skartgripahönnuður erað gera það gott í Bretlandi. Hver er það? 3 Þjóðleikhúsið frumsýnir á annaní jólum harmleikinn Bakkynjur eftir Evrípídes og um leikstjórn, leik- mynd og búninga sjá tveir útlending- ar. Hvaðan koma þeir? 4 Einar Hólmgeirsson handbolta-maður skiptir um félag í Þýska- landi. Til hvaða félags fer hann? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Rússneska skipið Wilson Muuga sem strandaði í grennd við Sandgerði var áður í eigu Nesskipa. Hvað hét það þá? Svar: Selnes. 2. Björgvin Halldórsson varð fyrst- ur til að ná platínusölu fyrir tónleikaplötu sína með Sinfóníunni og Karlakór Reykja- víkur. Hvað hafa selst mörg eintök af plöt- unni? Svar: Um 17 þúsund. 3. Hvað heitir dómarinn sem vann málið gegn ríkinu vegna laga sem afnámu úrskurð Kjara- dóms um kaup og kjör dómara? Svar: Guðjóns St. Marteinsson. 4. Hver verður aðstoðarmaður Alfreðs Gíslasonar við þjálfun karlalandsliðsins í handbolta í næstu heimsmeistarakeppni? Svar: Guð- mundur Þ. Guðmundsson. Spurt er … ritstjorn@mbl.is    breiðskífu hennar, Lab Of Love, og munu eflaust hljóma á tónleik- unum. Skakkamanage er skipuð þeim Svavari Pétri Eysteinssyni, Berg- lindi Häsler og Þormóði Dagssyni sem er einnig meðlimur hljóm- sveitarinnar Jeff Who? Hinn taktfasti Árni + 1 úr FM Belfast hefur verið ansi upptekinn á aðventunni en hann hefur hljóð- ritað eitt jólalag á dag síðan 1. desember. Má búast við að hann og vinir hans í sveitinni spili að minnsta kosti eitt af þeim lögum, gestum eflaust til mikillar ánægju. Tónleikarnir hefjast um kl. 22 og ókeypis er inn. HLJÓMSVEITIRNAR Skakkam- anage og FM-Belfast halda tón- leika á efri hæðinni á Barnum, Laugavegi 22, í kvöld. Tónleikarnir ættu að vera sér- staklega heppilegir fyrir þá sem hafa lokið jólagjafainnkaupum í miðbænum þann daginn. Um er að gera fyrir þá að láta þreytuna og stressið líða úr sér og hlýða á nokkra hressandi tóna frá þessum tveimur efnilegu hljómsveitum. Þetta er líka gráupplagt tækifæri til að hóa saman vinum og vanda- mönnum og óska þeim gleðilegra jóla áður en haldið er heim að ryk- suga, eins og segir í fréttatilkynn- ingu frá hljómsveitunum. Jólalögin hljóma Jólalag Skakkamanage, Costa del Jól, hefur slegið í gegn á að- ventunni og mun hljómsveitin vafalaust spila slagarann góða. Einnig á sveitin nokkur ágæt lög sem komu út í haust á fyrstu Hressir tónar Morgunblaðið/Árni Torfason Tónleikar Hljómsveitin Skakkamanage verður á Barnum í kvöld. Rithöfundurinn J. K. Rowling,höfundur bókanna um galdra- strákinn Harry Potter, hefur greint frá því að hana hafi dreymt und- arlega að undanförnu en Rowling vinnur nú að sjöundu og síðustu bók- inni um Harry og félaga hans. Rowl- ing greinir frá því á vefsíðu sinni að hana hafi nýlega dreymt í fyrsta sinn að hún væri inni í höfði Harrys og þeim galdraheimi sem hún hefði skapað í kringum hann. „Ég er nú að skrifa kafla sem voru ákveðnir fyrir löngu, í sumum tilfellum áratug eða jafnvel meira,“ segir hún. „Ég held ekki að neinn sem ekki hefur verið í sömu aðstöðu geti skilið hvernig til- finning það er. Ég er ýmist yfir mig ánægð eða úttauguð. Ég bæði vil og vil ekki ljúka þessari bók. Árum saman hefur fólk spurt mig að því hvort mig dreymi einhvern tíma að ég sé í heimi Harrys. Svarið var „nei“ þar til fyrir nokkrum nóttum þegar mig dreymdi langan draum þar sem ég var á sama tíma Harry og sögumaður. Ég var að leita að Horcrux (galdrahlut í bókum Rowl- ing sem skapaður er með svarta- galdri) í risastórum fjölmennum sal sem líktist ekki á nokkurn hátt Stóra salnum eins og ég sé hann fyrir mér. Sem sögumaður vissi ég vel að Horc- rux var fastur á leynistað í eldstæð- inu en sem Harry leitaði ég að hon- um á alls konar stöðum á sama tíma og ég reyndi að fá fólkið í kringum mig til að segja setningarnar sem ég hafði ákveðið að það ætti að segja.“ Fyrstu sex bækurnar um Harry Potter hafa verið þýddar á 63 tungu- mál og hafa þær selst í 300 milljón eintökum. Í fyrsta lagi mun vera von á sjöundu bókinni á næsta ári. Þá verður fimmta myndin um Harry og félaga hans frumsýnd á næsta ári. Fólk folk@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.