Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 14.04.2007, Side 16
16 LAUGARDAGUR 14. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Konan sem býr yfir þúsund leyndarmálum drekkur kaffi Konan sem býr yfir þúsund leyndarmálum kannar hið óþekkta í sjálfri sér Konan sem býr yfir þúsund leyndarmálum veit hvernig vélin virkar Konan sem býr yfir þúsund leyndarmálum virðir verkfallið Verkfall kaffisjálfsalanna Saga með innskotsköflum Skúffurnar fullar af leyndarmálum Leyndarmálaskrínið Leyniskúffa Spegill, spegill herm þú mér… Konan sem getur birst í þúsund dýrshúðum Konan, þetta villidýr Með gul, græn og gullin augu Sleðatíkin Þessi kona, dýrshúðin hennar Er hún með hár límd á húðina? Saga með innskotsköflum Skúffurnar fullar af leyndarmálum Leyndarmálaskrínið Leyniskúffan Segðu mér, hver er mín leynda þjáning! Það kemur inn um munninn Það fylgir blóðstraumnum Verkið er dautt, nýfætt Unaðurinn er inni í hellinum. Deyr fólk ungt af því að neyta Slim Fast? Saga með innskotsköflum Skúffurnar fullar af leyndarmálum Leyndarmálaskrínið Leyniskúffan Þetta eru launhelgar hjarta míns Hangikjöt eða hrár fiskur Iðar ennþá af lífi Sojasósan, líknandi bakstur á sushíið Bænin berst frá sjónum Dýrið verður eitt með lífinu Er þetta sú helgiathöfn sem hæfir unaðssemdum tungunnar? Saga sem er öll hin ótrúlegasta Kommóðan full af leyndarmálum Leyndarmálaskrínið Kemur sér stundum vel! Segðu mér sannleikann. Konan sem á sér þúsund líf kannar það sem býr innst innra með henni Konan sem á sér þúsund líf sér hvergi hið illa Konan sem á sér þúsund líf er heilluð af því sem gerir lífið spennandi Konan sem á sér þúsund andlit sér í brennivíninu, Móta fyrir ljósmynd af lim. Ljóð tileinkað Goh-Hla-Yeh, sem er betur þekkt undir nafninu Geronimo – Gabríela Friðriksdóttir. Íslensk þýðing: Kristján Þórður Hrafnsson Frönsk menningarhátíð, Pourqoui pas? Franskt vor á Íslandi. Friðarsamningur Portrett úr orðum eftir Stéphanie Cohen

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.