Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 01.09.2007, Blaðsíða 9
breyttu þáttum. Með landfyllingum bjóðast til viðbótar við þéttingu byggðar fleiri möguleikar, bæði til þess að koma fyrir þjónustu nálægt svæðum sem skortir slíkt og koma fyrir íbúða- byggð nálægt þeirri þjónustu sem er þegar til staðar. Á síðustu áratugum hafa viðhorf umhverfis- og skipulagsfræðinga gjörbreyst m.a. vegna hug- myndafræðinnar um sjálfbæra þróun og laga um umhverfismat. Sjálfbær þróun felst í þeirri hugs- un ,,að byggðin og umhverfið fullnægi kröfum nú- tímans og auki lífsgæði borgarbúa án þess að skerða möguleika komandi kynslóða“. (Að- alskipulag Reykjavíkur 2001-2024). Þá vakna aft- ur spurningarnar: Eigum við að hrófla við suður- ströndinni? Getum við gert kröfu um ósnortna náttúru í borg sem er í sjálfu sér manngerð eða ónáttúruleg, og þá á kostnað eðlilegs vaxtar borg- arinnar? Mikilvægt er að strax í upphafi liggi fyrir hver framtíð suðurstrandarinnar á að vera því að út frá umhverfislegum sjónarmiðum gæti verið ráð- legt að nota uppgröft sem félli til vegna fram- kvæmda í Vatnsmýrinni til að fylla upp í suður- ströndina. Það er bæði umhverfislega skaðlegt og dýrt að keyra uppgröft langan veg til þess eins að losa sig við hann. Framtíð og skipulag suður- strandar má hinsvegar ekki vera þvinguð af hag- kvæmni urðunar heldur þarf að skipuleggja ströndina óháð þeirri þörf. Það er ekki ólíklegt að neikvæð upplifun af norðurströndinni hafi haft áhrif á hugmyndir fólks á manngerðri strandlengju. Göngustígur sem er milli Sæbrautar og hafsins er fráhrind- andi þrátt fyrir gott útsýni yfir eyjarnar á Kolla- firði, Esjuna og fegurð kvöldsólarinnar. Ef bera á hann saman við göngustíginn við Ægisíðu, sem er vinsælt útvistarsvæði, þá eru þeir báðir með mik- ilfenglegt útsýni yfir hafið, en upplifunin er ólík. Fyrir utan að ströndin við Sæbraut er manngerð þá er umhverfið í kringum stíginn stórskorið; op- ið hafið á móti þungri umferðargötu og háar byggingar. Hins vegar er umhverfið á stígnum við Ægisíðu vænlegra fyrir mannfólkið. Í um- ræðu um manngerðar strendur þarf að vera al- veg ljóst að fyllingar eins og við norðurströndina eru ekki besta fordæmið. Ströndin þarf og á ekki að vera þannig, þó að hún sé manngerð, heldur verður að hanna umhverfið með það að markmiði að auka lífsgæði fólksins. Hækkun yfirborðs sjávar Taka þarf sérstaklega til skoðunar hækkun yf- irborðs sjávar og landsig. Spáð er að sjávarborð hafi hækkað um 28-58 sm árið 2100. Við það bæt- ist að land í höfuðborginni sígur sem svarar um 15 cm á öld og mun því sjávarstaðan hækka sam- tals um 43-73 cm á næstu hundrað árum. Hlýnun hefur verið í heiminum á síðustu áratugum og spáð er að hún eigi eftir að aukast, þar af leiðandi mun sjávarborð halda áfram að hækka. Þessar breytingar munu auka tíðni og mátt flóða og ef ekkert verður að gert mun flæða yfir miðborgina. Sumir fullyrða að landfyllingar séu ekki æskileg- ar í ljósi hækkunar á sjávarstöðu en með réttri hönnun á að vera hægt að verjast afleiðingunum. Skerjafjörður er nokkuð vel varinn fyrir flóð- öldu vegna skerjanna í firðinum sem draga úr kraftinum, en vegna þess að hann er lágsvæði, þyrfti í framtíðinni að hækka landið úti við ströndina með tilliti til hækkandi sjávarstöðu. Vegna þessara umhverfisþátta verður líklega erf- itt að halda í ómanngerða suðurströnd borg- arinnar í framtíðinni þar sem hún myndi ella stöðugt rýrna vegna ágangs sjávar og hækkunar sjávarborðs. Landfyllingar á suðurströnd borgarinnar og inn í víkur eru betri kostur en við norðurströnd- ina sem er opin og óvarin fyrir hafi. Þar þarf að gera sjávargarða meðfram ströndinni sem hefði m.a. mikil áhrif á útsýni og upplifun staðarins, en við suðurströnd borgarinnar og inni í víkum væri hægt að gera landfyllingar án sjóvarnagarða. Þar væri til að mynda hægt að gera línur bugðóttar sem væri ekki mikið dýrara í framkvæmd en bein lína. Þannig gætu fleiri búið við ströndina. Tillögur um landfyllingar við suðurströnd Reykjavíkur Fyrstu tillögur að uppbyggingu og nýtingu á Skerjafirði komu fram í dagsljósið á 19. öld þegar menn byrjuðu að velta því fyrir sér hvar ætti að reisa stórskipahöfn. Nokkrir settu fram hug- mynd um höfn í Skerjafirði og var einn þeirra stórhuginn Einar Benediktsson. Hann sá þann kost að þaðan væri siglingaleiðin til Bretlands styttri en frá norðurströndinni. Einnig sá hann fyrir sér að borg myndi rísa umhverfis höfnina sem átti að heita Port Reykjavík. Hefði höfninni verið fundinn staður í Skerjafirði væri líklega mestöll suðurströndin nú undir hafnar- og at- hafnarsvæði líkt og norðurströnd Reykjavíkur er í dag. Suðurströnd borgarinnar þróaðist hins vegar fyrst og fremst fyrir íbúðabyggð sem í dag er einnig ákjósanlegri staður fyrir hana m.a. vegna skjóls frá borginni fyrir norðanáttinni, en sú hugsun þekktist ekki fyrr á tímum. Árið 1981 átti að fylla upp við fjöru Faxaskjóls og Ægisíðu með uppgreftri frá bygginga- framkvæmdum við Eiðsgranda. Húsbyggjendur sáu þann kost að spara við það töluverða fjárhæð í stað þess að þurfa að flytja uppgröftinn í Gufu- nes. En íbúar svæðisins voru á annarri skoðun og mótmæltu. Mótmælin komu borgaryfirvöldum mjög á óvart sem var skýr vísbending um að við- horf til ósnortinna stranda voru að breytast. Ýmsar tillögur hafa komið fram um að þétta byggðina í Reykjavík án þess að ganga á gróin hverfi hennar, þar á meðal eru hugmyndir að landfyllingum í Skerjafirði fyrir íbúðabyggð, sem komu fram árið 1999. Einnig hafa legið frammi tillögur frá „Samtökum um betri byggð“ að flug- velli í Skerjafirði, en hugmyndir um flugvöll þar komu fyrst fram hjá Trausta Valssyni skipulags- fræðingi árið 1974 og vöktu þá mikla athygli. Hinsvegar, ef af slíkri framkvæmd verður mun miðborgin liggja á milli hafnar og flugvallar sem heftir eða jafnvel lokar á mögulegan vöxt hennar í framtíðinni. Við eigum hugsanlega eftir að átta okkur á því, fyrr eða síðar, hve ákjósanleg land- fylling á skerjunum er fyrir íbúðabyggð og efl- ingu miðborgar og þar af leiðandi of dýrmæt fyrir flugvöll og ekki síður en Vatnsmýrin er í dag. Líklega á þá næsta kynslóð eftir að endurtaka sömu umræðuna og hefur verið undanfarin ár. Nýr vinkill kom inn í umræðuna um þróun byggðar í Reykjavík árið 2005 frá Birni Krist- inssyni, verkfræðingi og fyrrum prófessor. Hann benti á þann möguleika að leggja varnargarð á milli skerjanna yst í Skerjafirði og þurrka land- svæði innan þess upp. Kostina taldi hann vera marga, m.a. væri hægt að varðveita gömlu strandlínuna. Einnig fengist land með mun ódýr- ari aðferð en með gerð landfyllinga. Þetta er skemmtilegt sjónarhorn sem vert er að skoða og þyrfti að fá meiri umræðu. Hún gæti jafnvel ýtt yndir fleiri hugmyndir en það er nauðsynlegt til þess að eiga möguleika á að fá bestu niðurstöð- una, hver sem hún annars verður. Hverju má fórna? Suðurströnd Reykjavíkur, frá Seltjarnarnesi inn í Fossvog, er nánast öll náttúruleg og það verður líklega erfitt að hrófla mikið við henni. Einnig mun það hafa áhrif að með komu strandstígsins hafa borgarbúar fengið að kynnast henni vel ósnortinni. En eigum við að takmarka landfyll- ingar í vesturhluta borgarinnar einungis við norðurströndina? Erlend dæmi sýna að hægt er að gera íbúðabyggð á strandsvæðum og tryggja um leið aðkomu almennings að sjónum. Kost- urinn er að fleiri gætu búið nálægt strönd og um leið væri verið að efla miðborgina. Það verður æ erfiðara að gera landfyllingar fyrir framan núverandi íbúðabyggð því að útsýni verður sífellt verðmætara í huga fólks og útsýni út á sjó er í dag talið til lífsgæða sem fáir vilja fórna. Líklega hefðu fáir mótmælt slíkum fram- kvæmdum fyrir 1950-1960. En til eru ýmsar leiðir til þess að koma á móts við núverandi byggð, til dæmis væri möguleiki að gera fyllingar sem væru slitnar frá landi og þannig mætti varðveita strandlengjuna en um leið að mynda eyjar og nýja strandlengju svo að fleiri fengju að njóta þess að búa við strönd. Skoða ætti nýja möguleika við gerð landfyll- inga vegna hækkunar á yfirborði sjávar og auk- innar flóðhættu í framtíðinni. Hollendingar hafa reynslu við gerð landfyllinga þar sem þeir hafa byggt hús sem geta lyfst upp og flotið eins og bátar. Svipaðar hugmyndir gætu hugsanlega gengið við Skerjafjörð. Sumir álíta að Reykjavíkurborg sé orðin mjög aðþrengd með land en á meðan á þeirri umræðu stendur eigum við til illa nýtt land í hjarta mið- borgarinnar. Þó að norðurströndin sé nánast öll manngerð þá verðum við að hafa í huga að við göngum alltaf nær eyjunum í Kollafirði sem eru á náttúruminjaskrá. Eyjarnar og ósnortin suður- strönd borgarinnar eru landgæði sem þarf að ganga varlega um. Náttúrulegt ónumið land og ósnortnar strandlengjur hljóta að verða jafn dýr- mætar fyrir komandi kynslóðir til að ráðstafa á sínum forsendum eins og okkur. Það þarf að þétta og byggja upp illa nýtt land en um leið þarf að gera ráð fyrir stofnbrautum og þeim möguleika að borgin eigi kannski eftir að stækka á landfyllingum á nyrðri og jafnvel syðri strandlengju borgarinnar. Það þarf m.a. strax að gera ráð fyrir að sumar götur eiga eftir að bera þyngri umferð í framtíðinni með stækkun byggð- ar á landfyllingum. Þess vegna er mikilvægt að skipuleggja byggð með bæði heildar- og framtíð- arsýn í huga. Gott dæmi um þetta er Vatnsmýrin. Þegar hún verður skipulögð þarf að skoða hvern- ig hún geti tengst og eflt aðliggjandi umhverfi en einnig líkleg framtíðarsvæði á landfyllingum þar sem hún liggur að suðurströndinni – mögulegu vaxtarsvæði borgarinnar í framtíðinni. Eðlilega vill maður fara varlega í allri skipu- lagsvinnu þar sem strönd eða strandlína er ósnortin en það á alltaf að velta fyrir sér mögu- leikum sem í boði eru vegna þess að aðstæður og viðhorf eru sífellt að breytast. Vegna hækkunar á sjávarstöðu getur verið erfitt að komast hjá því að raska umhverfi við strendur, sérstaklega á lágsvæðum. Þess vegna þarf að taka tillit til þess- ara afla náttúrunnar strax á skipulagsstigi. Séreinkenni Reykjavíkur er nálægð við nátt- úru, en höfuðborg verður að fá svigrúm til þess að vaxa og eflast um ókomna framtíð. Slæm reynsla af manngerðri norðurströnd borgarinnar má ekki líta á sem rök gegn manngerðri strönd. Það er eðlilegt í borg að þar sé hægt að hrófla við um- hverfinu og breyta því samræmi við hugmyndir kynslóðanna. Manngerð náttúra getur einnig aukið lífsgæði borgarbúa sbr. Ylströndina við Nauthólsvík. Landfyllingar eða aðra möguleika á stækkun lands við suðurströnd ætti að íhuga strax í beinni tengingu við hugmyndir að þéttingu núverandi byggðar. Ef af því verður í framtíðinni að fylla þarf upp við suðurströndina þá verður að gera það með mikilli varfærni. Það má ekki treysta um of á að landfylling ein og sér leysi vandamál varðandi samfellda og þétta byggð. víkur Landfyllingar og áhrifþeirra á vöxt borgarinnar Morgunblaðið/ÞÖK Suðurströndin Suðurströnd Reykjavíkur, frá Seltjarnarnesi inn í Fossvog, er nánast öll nátt- úruleg og það verður líklega erfitt að hrófla mikið við henni, segir í greininni. Löngusker eru í forgrunni. Ein hugmyndin er að leggja varnargarð á milli skerjanna yst í Skerjafirði og þurrka landssvæði innan þess upp. Þá væri hægt að varðveita gömlu strandlínuna. Höfundur lauk BA-gráðu í arkitektúr frá hönn- unar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í júní 2007. Greinin byggist á BA-ritgerðinni (Suður- strönd Reykjavíkur. Landfyllingar og áhrif þeirra á vöxt borgarinnar. 12. febrúar 2007). MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. SEPTEMBER 2007 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.