Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 30

Morgunblaðið - 16.02.2007, Síða 30
heilsa 30 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ egar ég lít til baka hef ég líklega þjáðst af kvíð- aröskun allt frá barns- aldri. Ég ólst upp innan um alkóhólisma og aðra sjúkdóma. Mjög ung tók ég að mér hlutverk reddarans, varð mjög fljótt bullandi meðvirk og er enn að vinna í því. Kvíðinn fer svo að verða mikið vandamál á seinni árum. Þrisvar sinnum hef ég dottið niður í svart- asta þunglyndi og sjálfsvígshugsanir sem er það skelfilegasta sem ég hef upplifað,“ segir Sigþrúður Þorfinns- dóttir, sem segist nú loksins hafa fengið sjúkdómsgreiningu á ástandi sínu og rétta meðferð. Upp frá því hefur dregið úr svartnættinu í lífinu. Sigþrúður eða Dúa, eins og hún kall- ar sig, er 39 ára. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá HÍ árið 1994 og vann við lögfræðistörf í nærri tíu ár áður en „geðveikin“ fór að banka svona hressilega upp á. Hún á tvö hjónabönd að baki og býr nú ein með fimm ára dóttur sinni, Völu Mar- gréti. Hrapaði niður á botninn „Ég fór í fyrsta skipti til geðlækn- is árið 1998 eftir að ég skildi við fyrri manninn minn, en auk skilnaðarins dóu bæði pabbi minn og stjúpi með stuttu millibili og breytingar urðu í vinnunni, allt á sama tíma. Ég var hætt að geta sofið og var komin með heila lyfjasúpu í lófann á skömmum tíma enda var þessi fyrsti geðlæknir, sem ég heimsótti, afskaplega lyfja- glaður maður. Ég var fljótt komin í vítahring með öll þessi lyf, fór að mæta illa í vinnuna og lenti upp á kant við yfirmanninn. Eftir að ég eignaðist svo dótturina haustið 2001 skoraði ég mjög hátt á fæðingar- þunglyndisprófum auk þess sem komnir voru brestir í mitt annað hjónaband. Á þessu tímabili var ég í algjörri afneitun um að eitthvað væri að og var með bullandi fordóma gegn þessum veikleikum sjálf. Ég hlyti að geta höndlað lífið eins og hver annar. Árið 2003 lenti ég þrí- vegis í fósturmissi og eitt kvöldið kom bara þessi ógnvekjandi skelfing yfir mig. Mér fannst ég vera búin að klúðra öllu því sem hægt var að klúðra. Ég hætti í vinnunni og hrap- aði niður á einhvern botn án þess að ná fótfestu og spyrna mér upp að nýju. Ákvað þó að horfast í augu við þetta. Ég sagði fjölskyldunni frá þessu, fór á göngudeild geðdeildar og í sjálfshjálparhóp hjá Geðhjálp, en fann mig ekki þar því þar innan um er fólk með mjög alvarlegar geð- raskanir. Hins vegar var ég á svo sterkum lyfjum að ég svaf nánast í hálft ár og kom mér varla fram úr nema á klósettið í neyð.“ Geðveiki er ógnvekjandi orð Á meðan samtalið við Dúu varir, er henni tíðrætt um fordóma sam- félagsins gagnvart andlega veiku fólki sem m.a. hafa bitnað á dóttur hennar. „Geðveiki er ógnvekjandi orð í hugum flestra enda merkir orð- ið gjarnan „geggjun“ eða „sturlun“ í orðabókum og fólk sér fyrir sér „Þetta er skelfileg upplifun“ Morgunblaðið/ÞÖK Kvíðaröskun Sigþrúður Þorfinnsdóttir ásamt dóttur sinni Völu Margréti, 5 ára. „Ég var fljótt komin í vítahring með öll þessi lyf, fór að mæta illa í vinnuna og lenti upp á kant við yfirmanninn,“ segir Dúa, sem er lögfræðingur að mennt og er nú að nema mannauðsstjórnun við HÍ. Kvíðaröskun er sjúklegt ástand, sem leitt getur til alvarlegs þunglyndis, eins og Jóhanna Ingvarsdóttir komst að í samtali við Sig- þrúði Þorfinnsdóttur sem háð hefur harða baráttu við þennan vágest. Kvíðaröskun lýsir sér sem viðvarandi og haml- andi kvíði og óhóflegar áhyggjur af heilsu, starfi, fjármálum eða fjölskyldumálum og er óeðlilegt ástand sem skerðir lífsgæðin. Kvíða- röskun er langvarandi sjúkdómsástand sem getur varað í nokkur ár eða áratugi fái sjúk- lingurinn ekki rétta sjúkdómsgreiningu og meðferð. Kvíðaröskun er sjúklegt ástand sem hefur hamlandi áhrif á daglegt líf og hefur iðulega í för með sér líkamleg ónot svo sem viðvarandi vöðvaspennu, eirðarleysi, mátt- leysi, ónot í kviðarholi, aukna svitamyndun, yf- irliðstilfinningu og handskjálfta. Engu líkara er en líkaminn sé að fá stöðug boð um yfirvof- andi hættuástand og er sjúklingurinn því stöð- ugt á varðbergi og líður fyrir margvísleg ósjálfráð líkamleg einkenni sem fylgja slíku ástandi. Aðstæður og erfðir Talið er að um 5% einstaklinga á Vestur- löndum þjáist af almennri kvíðaröskun um lengri eða skemmri tíma og er ástandið tvöfalt algengara meðal kvenna en karla. Orsakir kvíðaröskunar eru óþekktar. Þó er talið að áhrifavalda sé að finna í fjölskyldu- aðstæðum, umhverfisaðstæðum og erfðum. Al- mennt versna einkenni þegar sjúklingurinn gengur í gegnum erfiðleikatímabil. Mjög mikilvægt er að sjúklingar með kvíða- röskun fái rétta greiningu á ástandi sínu svo unnt sé að veita viðeigandi meðferð í formi fræðslu, lyfjameðferðar og samtalsmeðferðar. Svokölluð hugræn atferlismeðferð hefur reynst besta meðferðarúrræðið gegn kvíð- aröskun samfara reglulegri hreyfingu. Framtíðin „Loksins er ég komin í öruggar hendur í læknisfræðilegu tilliti eftir hróp á hjálp í langan tíma,“ segir Dúa. Fortíðin „Þrisvar sinnum hef ég dottið niður í svartasta þunglyndi sem er það skelfilegasta sem ég hef upplifað,“ segir Dúa. Fordómarnir „Skilningsleysið og fordóm- arnir hafa ekki bara bitnað á mér, heldur á dóttur minni líka,“ segir Dúa. Hamlandi kvíði og óhóflegar áhyggjur Nútíðin „Það koma auðvitað ennþá miserf- iðir dagar, en þá ríður á að missa hvorki tök- in né stjórnina,“ segir Dúa.  Óþarfa áhyggjur af smáat- riðum eða málum sem valda öðrum ekki kvíða.  Nær stöðugur kvíði.  Spenna í líkamanum.  Eirðarleysi.  Úthaldsleysi eða magn- leysi.  Einbeitingarörðugleikar.  Pirringur.  Svefntruflanir. Einkennin

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.