Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 1
mánudagur 19. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Eiður Smári og félagar hjá Barcelona töpuðu í Valencia >> 9 SIGURHÁTÍÐ Í HÖLLINNI ALDARAFMÆLI ÍR-INGA BYRJAÐI VEL OG HAUKAR ERU HANDHAFAR ALLRA TITLA SEM Í BOÐI ERU >> 4–7 SINISA Valdimar Kekic knatt- spyrnumaður er á leið til Víkings frá Þrótti Reykjavík. Kekic, sem er 37 ára gamall, gekk til liðs við Þrótt frá Grindavík á miðju tímabili í fyrra og samdi við liðið út tímabilið sem í hönd fer en forráðamenn fé- laganna hafa undanfarna daga átt í samningaviðræðum um fé- lagaskiptin. Kekic, sem af mörgum er talinn besti útlendingurinn sem leikið hef- ur hér á landi, lék 158 leiki með Grindvíkingum sem hann gekk til liðs við árið 1996 og skoraði í þeim leikjum 42 mörk. Hann lenti uppi á kant við Sigurð Jónsson, þjálfara Grindavíkurliðsins, á síðustu leiktíð og yfirgaf liðið eftir fimm leiki og samdi við Þrótt sem hann lék 11 leiki með í 1. deildinni. Kekic á leið til Víkings Í Víking Sinisa Kekic er á förum. Benítez og Liverpool sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kem- ur að málið verði leyst fyrir leik liðs- ins gegn Barcelona. Spánverjinn segir að þrátt fyrir það sem á undan sé gengið sé liðsandinn góður. „Ég hef rætt við alla leikmenn aðalliðsins og gert þeim grein fyrir þeim refs- ingum sem félagið mun beita komi í ljós að þeir hafi brotið reglur í æf- ingabúðum liðsins.“ Benítez tjáði sig ekki um mál ein- stakra leikmanna eða hvort umrætt atvik hefði í raun átt sér stað. Fréttatilkynningin frá Liverpool sem send var út í gær er mjög var- færnislega orðuð en Benítez má bú- ast við mörgum spurningum í dag, mánudag, í aðdraganda leiksins gegn Barcelona. Bellamy er í slæmum málum ef marka má fréttir enskra, norskra og portúgalskra fjölmiðla. Aðdragandi málsins er sá að Riise neitaði að taka þátt í að syngja á veit- ingastað þar sem liðið var að skemmta sér. Bellamy kunni því illa að Norðmaðurinn ætlaði sér að sleppa undan því að syngja fyrir framan félaga sína í karaókíi. Bellamy taldi að Riise hefði gert lítið úr sér og þegar þeir héldu heim á golfhótelið Barringtons í Vale do Loba trylltist Bellamy og lamdi Ri- ise hvað eftir annað í fæturna með golfkylfu. Norska sjónvarpsstöðin TV2 hef- ur heimildir fyrir því að Bellamy hafi brotið sér leið inn á hótelherbergi Riise og Jan Kvalheim, talsmaður Riise í Noregi, sagði við dagblaðið Verdens Gang að leikmaðurinn hefði ekki smakkað áfengi umrætt kvöld. Åge Hareide, landsliðsþjálfari Norð- manna, sagði við Verdens Gang í gær að hann hefði rætt við Riise og komist að ýmsu hvað varðaði atvikið. Það eina sem Hareide vildi segja var að Riise væri leikfær með Liverpool og norska landsliðinu. Staðarblað í Portúgal birti í gær fréttir af því að fleiri leikmenn Liv- erpool hefðu lent í vandræðum á umræddum veitingastað þar sem pólski markvörðurinn Jerzy Dudek, Jermaine Pennant og Robbie Fow- ler voru sagðir hafa lent í útistöðum við lögreglu á áðurnefndum veit- ingastað. Fregnir af því máli eru óljósar og nokkrir enskir fjölmiðlar sögðu í gær að um smámál væri að ræða sem leyst hefðu verið á staðn- um án afskipta lögreglu. Mál Bel- lamy er enn í vinnslu hjá forsvars- mönnum Liverpool en hann dregur á eftir sér langan hala af gömlum syndum.  Sendur heim úr æfingabúðum Newcastle á Spáni vegna brots á reglum enska liðsins.  Ákærður fyrir að hafa lamið unga konu fyrir utan skemmtistað í New- castle.  Fékk þriggja leikja bann fyrir að skalla Tiberiu Ghione, varnarmann frá Kænugarði, í andlitið.  Ákærður fyrir kynþáttafordóma í garð dyravarðar á næturklúbbi í Cardiff í Wales.  Kastaði stól í þjálfara Newcastle, John Carver, eftir rifrildi þeirra á milli.  Bellamy og Graeme Souness, þá- verandi knattspyrnustjóri New- castle, lentu í mikilli rimmu þar sem Souness sakaði leikmanninn um að gera sér upp meiðsli. Bellamy sagði Souness lygara og sagðist aldrei ætla að leika undir hans stjórn á ný. Bellamy enn og aftur í vanda RAFAEL Benítez, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, glímir við ýmis vandamáli í aðdraganda stórleiks liðsins gegn Evr- ópumeistaraliði Barcelona á miðvikudaginn í 16 liða úrslitum meist- aradeildarinnar. Æfingaferð Liverpool í Portúgal hefur snúist upp í fjöl- miðlafarsa þar sem Craig Bellamy er enn og aftur í kastljósinu. Að þessu sinni er hann sagður hafa ráðist á norska landsliðsmanninn John Arne Ri- ise með golfkylfu á hóteli liðsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fimur Sigurður Eggertsson leikmaður Vals sýndi lipra takta í gær gegn Brynjari Steinarssyni og félögum hans úr ÍR. Fjórir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik karla í gær. Valsmenn eru sem fyrr á toppnum en HK úr Kópavogi er stigi á eftir þeim. » 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.