Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. FEBRÚAR 2007 3 Gunnar Heið-ar Þorvalds- son sat á bekkn- um allan tímann hjá Hannover sem vann góðan útisigur á Bayer Leverkusen í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu. Hannover er í áttunda sæti deild- arinnar með 27 stig.    Jóhannes Karl Guðjónsson lékfyrri hálfleikinn fyrir Burnley sem tapaði 2:1 fyrir Wolves í ensku 1. deildinni. Jóhannes nældi sér í gult spjald fyrir brot á 28. mínútu en Burnley hefur nú leikið 13 leiki í röð án sigurs er í 15. sæti deildarinnar, sjö stigum frá fallsæti.    Eggert Jónsson fékk ekki aðspreyta sig með Hearts sem gerði 1:1 jafntefli við St. Mirren í skosku úrvalsdeildinni. Eggert sat á bekknum allan tímann.    Gylfi Einarsson var ekki í leik-mannahópi Leeds sem beið ósigur fyrir Cardiff, 1:0, á útivelli. Cardiff lauk leiknum með níu menn en liðið missti mann með rautt spjald af velli á 66. mínútu og annan á 84. mínútu.    Bjarni Þór Viðarsson lék sinnannan leik með Bournemouth en liðið tapaði fyrir Cheltenham, 1:0, í ensku 2. deildinni. Bjarni Þór lék allan leikinn á miðjunni.    Rúnar Kristinsson skoraði fyrramark Lokeren úr vítaspyrnu þegar liðið tapaði fyrir Beveren, 3:2, í belgísku 1. deildinni. Rúnar kom Lokeren yfir á 65. mínútu og í kjöl- far vítaspyrnunnar var einum liðs- manni Beveren vikið af velli. Rúnar átti góðan leik en Lokeren er í næst neðsta sæti ásamt Beveren með 20 stig.    Sigurður Jónsson og lærisveinarhans í sænska úrvalsdeildarlið- inu Djurgården gerðu markalaust jafntefli við nýliða Brommapojk- arna í æfingaleik um helgina. Sölvi Geir Ottesen lék allan síðari hálf- leikinn fyrir Djurgården.    Arnar ÞórViðarsson var ekki í leik- mannahópi Twente sem sigr- aði Heerenveen, 2:1. Twente er í fjórða sæti deild- arinnar, stigi á eftir AZ Alkma- ar.    Árni Gautur Arason var ekki íleikmannahópi Vålerenga sem sigraði Rosenborg, 1:0, á æf- ingamótinu á La Manga.    Kári Árnason lék allan leikinnmeð danska liðinu AGF sem sigraði Kolding, 3:0, en Kári gekk til liðs við danska liðið frá sænska lið- inu Djurgården í haust. Fólk sport@mbl.is Leikmenn ÍR mættu sem grenjandi ljón til leiks og eftir aðeins sex mín- útna leik voru þeir komnir með fimm marka forskot og Valsmenn ekki komnir á blað. Eru ÍR-ingar að rétta úr kútnum og leggja drög að því að bjarga sér frá falli? Þeirrar spurn- ingar spurðu sumir stuðningsmenn ÍR sig þegar þarna var komið sögu. En því miður fyrir þá var ekki löng bið eftir svarinu. Sóknarleikur ÍR hikstaði verulega og hver sóknin sem endað í tómri vitleysu rak aðra. Valsmenn voru lítt skárri en tókst þó með þolinmæði að koma sér inn í leikinn eftir byrjunina erfiðu. Eink- um var vörn Valsmanna góð en því miður verður að segja eins og er að sóknarleikur beggja liða var hrein og bein vitleysa nær allan fyrri hálfleik þar sem hver byrjendamistökin ráku önnur þar sem lánleysi ÍR-liðsins virtist algjört. Staðan í hálfleik var jöfn, 10:10. Snemma í síðari hálfleik skildi með liðunum. Vörn Valsmanna var sterk með Pálma Pétursson mark- vörð vel vakandi. Sjálfstraustið, sem ekki var mikið í ÍR-liðinu, hvarf al- gjörlega og það nýttu leikmenn Vals sér til hins ýtrasta. Þeir unnu bolt- ann hvað eftir annað og létu hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru dynja á ÍR-ingum sem stóðu eftir ráða- lausir. Um fjórðungur marka Vals kom eftir hraðaupphlaup og annar eins fjöldi eftir langskot, flest frá Erni Hrafni Arnarsyni sem átti fínan leik í síðari hálfleik eftir að hafa verið al- gjörlega úti á þekju í þeim fyrri, reyndar eins og mestallt Valsliðið. Arnór Gunnarsson, ungur og eld- fljótur hægri hornamaður Vals, fór einnig mikinn í síðari hálfleik og skoraði átta mörk. Þegar Valsmenn komast upp með að leika eins og þeir gerðu í síðari hálfleik fær ekkert þá stöðvað og fjarvera landsliðsmannsins Markús- ar Mána Michaelssonar virtist ekki koma að sök eins og hans var sárt saknað í fyrri hálfleik. „Við vorum bara ekki með á nót- unum í fyrri hálfleik þrátt fyrir að ég hafi verið búinn að gera strákunum grein fyrir því að búast mætti við ÍR- ingum snarbrjáluðum til leiks,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sigurreifur að leikslokum. „Í síðari hálfleik hrundi sjálfs- traustið hjá ÍR-ingum um leið og við náðum að keyra á þá. Ég er fyrst og fremst ánægður með hversu vel okk- ur tókst að halda út leikinn og vinna öruggan sigur. Það hefur viljað fylgja okkur á stundum að missa góða forystu niður en það gerðist sem betur fer ekki að þessu sinni. Með það er ég ánægður,“ sagði Ósk- ar Bjarni ennfremur. Eins og fyrr segir virðist lánleysi vera yfir ÍR-liðinu og í raun í allan vetur. Talsvert hefur verið um meiðsli og í raun alveg magnað að fé- lagið skuli eiga í keppnislið miðað við þá blóðtöku sem verið hefur hjá því undanfarin tvö ár. Því miður tókst ÍR-liðinu ekki að fylgja góðri byrjun eftir og þar strandaði fyrst og fremst á slökum sóknarleik í fyrri hálfleik. Þá skoraði liðið fimm mörk á fyrstu sex mínútunum en síðan annan eins skammt marka á næstu 24 mínútum. Á þessum tíma lék Valsliðið illa auk þess sem markvörður ÍR, Jacek Ko- wal, varði vel og hreinasta synd að ÍR-ingum tókst ekki að spila betur úr stöðunni. Síðari hálfleikur var hins vegar kapítuli út af fyrir sig. Hið unga Valslið sýndi tvær hliðar í þessum leik, annars vegar mjög slakan leik í fyrri hálfleik en fram- úrskarandi leik í þeim síðari þar sem það skoraði 25 mörk. Mest mæddi á yngri mönnum eins og Erni Hrafni, Arnóri, Fannari Friðgeirssyni, Elv- ari Friðrikssyni og Davíð Höskulds- syni auk Pálmars í markinu sem stóð sem með mikill prýði. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fastir fyrir Valsmaðurinn Elvar Friðriksson fékk óblíðar viðtökur hjá ÍR-ingunum Björgvini Hólmgeirssyni og Ólafi Sigurjónssyni þegar hann freistaði þess að brjótast í gegnum vörn þeirra í leiknum í gær. Valsmenn stungu lánlausa ÍR-inga af í síðari hálfleik GÓÐ byrjun ÍR-inga dugði þeim skammt gegn Val í Austurbergi í gær þegar liðin áttust við í úrvals- deild karla. ÍR-liðið skoraði fyrstu fimm mörk leiksins en síðan ekki söguna meir. Þrátt fyrir slakan sóknarleik tókst Val að klóra í bakkann og jafna fyrir hálfleik en þá stóð jafnt, 10:10. Í síðari hálfleik var hins vegar um einstefnu að ræða þar sem leikmenn Vals réðu lögum og lofum og unnu að loknum 12 marka sigur, 35:23, og halda þar með eins stigs forystu í deildinni þegar 13 umferðir eru að baki. ÍR- liðsins virðist ekki bíða annað en fall úr deildinni á 100 ára afmæli fé- lagsins. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is Fátt virðist getað komið í veg fyrir að ÍR-ingar bjargi sér frá falli                                 !     #'   # $ %& & $       

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.