Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 12
Nýleg rannsókn frá Bandaríkju- num bendir til þess að einungis 15% fólks þar í landi hreyfir sig reglulega, um 60% öðru hvoru og um fjórðungur hreyfir sig aldrei neitt. Þar hefur verið áætlað að 250 þúsund dauðsföll árlega megi rekja til lítillar hreyfingar fólks. Ekki væri fjarri lagi að áætla ef aðstæður væru svipaðar hér að tvö- til þrjúhundruð dauðsföll árlega hér á landi mætti rekja til hins sama. Rannsóknin sem var allvíðtæk benti til að reglubundin hreyfing minnki líkur á kransæðasjúkdó- mum, háþrýstingi, beinþynningu, krabbameini í ristli, slitgigt, offitu, mjóbaksverk, kvíða og þunglyndi. Reglubundin líkamshreyfing dregur einnig almennt úr dánartíðni án tillits til orsakar. Þekkt er rannsókn sem gerð var á rúmlega 17.000 karlmönnum sem útskrifast höfðu frá Harvard háskóla og þeim fylgt eftir frá 1962 til 1988. Áhrif mikillar hreyfingar (>6 MET) og minni hreyfingar (<6 MET) voru metin. Í ljós kom að því meiri orku sem karlarnir eyddu við hreyfingu þeim mun lægri var dánartala í rannsóknarhópnum. Væri litið til manna á sambærilegum aldri var dánartala þeirra sem mestri orku eyddu 87% af dánartölu þeirra sem minnstri orku eyddu. Einnig hefur komið fram að gildi hreyfingar er einnig verulegt þótt fólk sé komið á efri ári og byrji seint. Til dæmis var 9.700 konum, sem allar voru eldri en 65 ára, fylgt eftir í tæplega átta ár. Konur sem hreyfðu sig í meðallagi eða mikið reyndust í um 40% minni áhættu á mjaðmabroti og um 30% minni áhættu að fá samfallsbrot á hrygg. Gagn líkamsþjálfunar virðist vera í hlutfalli við þjálfun alls eða heildartíma sem til þjálfunar er varið hvort sem það er mælt sem kaloríunotkun eða tíma þjálfunar. Til dæmis hafa rannsóknir leitt í ljós að dánartíðni úr kransæðasjúkdómum er mun lægri meðal fólks sem hreyfir sig að meðaltali um 45 mínútur á dag en þeirra sem hreyfa sig einungis í 15 mínútur alls á dag. Samskonar munur kemur í ljós hjá körlum sem eyða u.þ.b. 2000 kaloríum eða meira á víku samanborið við þá sem eyða 500 kaloríum eða minna í viku hverri. Vísindamennirnir könnuðu líka hversu miklu klukkustundarlöng hreyfing á dag myndi hafa á andlega og líkamlega heilsu fólks. Þeir sem vilja lifa góðu lífi ættu á sama tíma reyna að borða holla og fjölbreytta fæðu og leggja slæmar neysluvenjur á hilluna. Fitubrennsla þátttakenda í könnuninni jókst til muna á tímabilinu en þótt að þyngd þeirra hafi ekki minnkað mikið Í nýlegum ráðleggingum um mataræði frá Manneldisráði Íslands kemur fram að hæfilegt sé að prótín veiti að minnsta kosti 10% heildarorku. Hæfilegt er að um 30% orkunnar komi úr fitu, þar af komi ekki meira en 10% orkunnar úr harðri fitu. (Með harðri fitu er átt við bæði mettaðar fitusýrur og trans- ómettaðar fitusýrur). Hæfilegt er að úr kolvetnum fáist 55-60% af orkunni, þar af ekki meira en 10% úr viðbættum sykri. Af öðrum ráðleggingum má nefna að æskilegt er að fæðutrefjar séu að minnsta kosti 25 grömm á dag miðað við 10 MJ fæði (um það bil 2400 kcal). Æskilegt er að saltney- sla sé ekki meiri en 5 grömm á dag. Í stuttu máli byggja mataræðisráðleggingar á því að fjölbreyttrar fæðu sé neytt úr öllum fæðuflokkum og jafnframt að hófsemi sé gætt í neyslu. Þessar ráðleggingar eru endur- skoðuð útgáfa fyrri manneldis- markmiða, þar sem tekið er mið af nýjum vísindarannsóknum á sviði næringar og heilsu og niðurstöðum nýjustu könnunar á mataræði Íslendinga frá árinu 2002. Þær eru í grundval- laratriðum ekki ósvipaðar ráðleg- gingum annarra þjóða, til að mynda eru nýjar samnorrænar ráðleggingar nokkurn veginn eins og þær íslensku hvað varðar hlutföll orkuefna, en einhver frávik eru, til dæmis varðandi ráðlagða dagskammta sumra vítamína og steinefna í ákveðnum aldurshópum, en það má að einhverju leyti rekja til mismu- nandi aðstæðna og hefða í löndu- num. Rétt er þó að stundum virðist sem ráðleggingar um mataræði séu misvísandi og síbreytilegar, en þegar betur er að gáð hafa hinar almennu ráðleggingar frá heilbrigðisyfirvöldum hérlendis og víðast hvar annars staðar í raun verið mjög svipaðar frá einum tíma til annars. Hins vegar eru skoðanir skiptar meðal almen- nings og oft eiga ýmiss konar töfralausnir frekar upp á pallborðið en hinar skynsömu (og að sumra mati leiðinlegu) ráðleg- gingar um fjölbreytni og hófsemi í mataræði. Einnig getur komið fyrir að niðurstöður einstakra vísindarannsókna séu að einhverju leyti á skjön við almen- nar hugmyndir um hollt mataræði og fái mikla athygli fyrir vikið og séu jafnvel einar og sér taldar kollvarpa fyrri hugmyn- dum, þrátt fyrir að fjöldi annarra rannsókna hafi sýnt fram á hið gagnstæða og vegi þar af leiðandi mun þyngra á metunum. Í nýjum samnorrænum ráðleg- gingum er ráðlagt að úr prótínum komi 10-20% orkunnar, og víða annars staðar er mælt með að prótíninntaka fari ekki yfir 20% mörkin af orkuinntöku. þá stækkuðu vöðvar og blóðflæðið jókst til muna. Mittismál þátttakenda varð minna þar sem varasöm fita sem safnast í kringum mittið var umbreytt í heilnæma vöðva. Kom í ljós að liðleiki fólks jókst einnig mikið. Mældur var liðleiki þátttakenda í fjarlægð frá fingurgómum og niður að gólfi, þegar þeir stóðu með beina fætur uppi á 20 cm háum kassa og beygðu sig fram á við. Fjarlægðin frá fingurgómum og niður á gólfið styttist um 4,3 cm meðan á tímabilinu stóð og því greinilegt að einungis klukkustundarlöng iðkun á dag gerir líkamann mun liðugri en áður. Andleg líðan batnaði að sama skapi, þátttakendur sváfu betur, leið betur og slökuðu betur á. Hlaup gagnast því sérlega vel til að fyrirbyggja og vinna bug á streitu, kvíða og þunglyndi. Niðurstaðan er sú að reglubundin hreyfing hefur svo heillavænleg áhrif á heilsuna að hún skyggir nánast á allt annað heilsuátak. Þung rök hníga að því að reglubundin hreyfing sé veruleg lífsbót og hún bæði lengir og bætir lífið. Hún minnkar líkur á íþyngjandi sjúkdómum. Miklu máli skiptir að í þessu efni er meðalhófið nóg. Ný rannsókn sýnir fram á gildi hreyfingar Manneldisráð Íslands gefur út leiðbeiningar um mataræði Heilbrigðismál: Besta leiðin til að undirbúa sig fyrir Reykjavíkurmaraþon Glitnis er að skrá sig í hlaupahóp á www.glitnir.is. Hlaupahópar hafa verið starfræktir í allan vetur og verða fram að maraþoninu. Hlaupahópur Glitnis hleypur frá styttunni af sjómanninum á Kirkjusandi þriðjudaga og fimmtu- daga kl. 17.30. Hlaupahópurinn er opinn öllum að kostnaðarlausu og eru allir velkomnir. Í upphafi er farið mjög rólega af stað til að tryggja að enginn heltist úr lestinni og mælst til þess að hlauparar gangi og hlaupi til skiptis svo að þeir ofkeyri sig ekki. Núna er rétti tíminn að byrja að æfa. Reyndir þjálfararnir senda út hlaupaáætlun á tölvupósti tvisvar í viku og ýmsa mola um gagnsemi hlaupa og hreyfingar almennt. Í hlaupahópnum færðu leiðsögn mjög hæfra þjálfara og æfingaáæt- lun fyrir hverja viku. Það verður boðið upp á tvo hópa til að byrja með: Byrjendahóp fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í götuhlaupum eða þá sem ekki hafa verið að hlaupa lengi en langar að hlaupa 10 km í Reykja- víkurmaraþoni Glitnis seinna í sumar. Annar hópur er fyrir þá sem hafa hlaupið áður eða hafa reynslu úr öðrum íþróttagreinum og langar að ná betri tíma í 10 km hlaupinu. Hugsanlega verður þriðji hópurinn starfræktur fyrir þá sem ætla í hálft eða heilt maraþon og verður það þá auglýst síðar. Umhverfissvið Reykjavíkur lét nýlega kanna hversu oft Reykvík- ingar færu á stærstu útivistars- væði borgarinnar og hvernig þeir notuðu svæðin. Staðirnir sem spurt var um voru Heiðmörk, Rauðavatn og Elliðaárdalurinn. Kom í ljós að tæplega 32% borgarbúa fara þrisvar eða oftar á ári í Heiðmörkina, rúmlega 11% fer þrisvar eða oftar á útvistars- væðið við Rauðavatn og 45% borgarbúa fer þrisvar eða oftar á ári í Elliðaárdalinn. Samkvæmt þessu er greinilega að Elliðaárdalurinn er langvin- sælasta útivistarsvæði Reyk- javíkur. Einnig kom fram að 30% borgar- búa koma aldrei í Elliðaárdalinn, 33% aldrei í Heiðmörk og 72% aldrei við Rauðavatn. Auk þess kom í ljós að íbúar í Árbæ og Grafarholti sækja þessi útvistars- væði meira en íbúar í öðrum hverfum. Ætla má að 28. þúsund manns fari mánaðarlega í Heiðmörkina af Stór-Reykjavíkursvæðinu sem er gríðalega vinsælt útivistarsvæði sem fólk virðist sækja óháð búsetu í borginni og aldri. Íbúar í Grafarholti og Árbæ nota hins vegar útivistarsvæðið við Rauða- vatn en íbúar í miðborginni, Hlíðum og Háaleiti minnst. Maraþonhlaupið sjálft er opið öllum 18 ára og eldri. Hálfmaraþonhlaupið er opið hlaupurum 16 ára og eldri. 10 km og skemmtiskokkið eru öllum opin þó er bent á að æskilegt sé að 12 ára og yngri hlaupi 10 km aðeins með góðum undirbúningi. Latabæjarmaraþon vakti gríðar- lega lukku á síðasta ári og verður endurtekið í ár. Latabæjarma- raþonið er 1,5 km á lengd og ætlað börnum yngri en 11 ára. Allir þátttakendur í Latabæjarma- raþoninu fá sérstaka boli og viðurkenningu að loknu hlaupi. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa ekki að skrá sig. Nú getur þú hlaupið fyrir gott málefni að eigin vali í Reyk- javíkurmaraþoni Glitnis. Glitnir greiðir 500 kr. á hvern kílómetrar sem viðskiptavinir bankans hlaupa þann 18. ágúst. Eins og í fyrra greiðir Glitnir 3.000 kr. á hvern kílómetra sem starfsmenn hlaupa. Skráning í hlaupið fer fram á www glitnir is/marathon Hlaupahópur Glitnis vex og dafnar Þann 19. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt sett á sama tíma og skemmtiskokk Reykja- víkurmaraþons Glitnis er ræst. Nú getur þú hlaupið fyrir gott málefni að eigin vali í Reyk- javíkurmaraþoni Glitnis. Glitnir greiðir 500 kr. á hvern kílómetra sem viðskiptavinir bankans hlaupa þann 18. ágúst. Eins og í fyrra greiðir Glitnir 3.000 kr. á hvern kílómetra sem starfsmenn hlaupa. Skráning í hlaupið fer fram á www.glitnir.is/marathon en þar er einnig hægt að skrá sig í hlaupa- hóp, fá leiðsögn þjálfara og æfingaáætlun. Við hjálpum þér að undirbúa þig undir þennan alþjóð- lega viðburð. Núna er rétti tími til að byrja að æfa. Reykjavíkurmaraþonið skiptist í fimm mislöng hlaup sem henta mismunandi hópum; fjölskyld- um, trimmurum og keppnisfólki. Latabæjarmaraþon vakti gríðar- lega lukku á síðasta ári og verður endurtekið í ár. Latabæjarma- raþonið er 1,5 km á lengd og ætlað börnum yngri en 11 ára. Allir þátttakendur í Latabæjar- maraþoninu fá sérstaka boli og viðurkenningu að loknu hlaupi. Foreldrar sem fylgja börnum í Latabæjarhlaupinu þurfa ekki að skrá sig Hlaupaleiðin er út Lækjargötu og Fríkirkjuveg yfir tjarnarbrú og farið meðfram litlu tjörninni og út á Sóleyjargötu, Fríkirkjuveg og endar fyrir framan útibú Glitnis í Lækjargötu. Allir þátttakendur fá stuttermabol þegar þeir sækja keppnisgögn í Laugardalshöllina, föstudaginn 17. ágúst. Í sjálfu hlaupinu verða drykkjar- stöðvar á u.þ.b. 5 km fresti. Færanleg salerni verða nálægt 5 km, 12 km, 18 km, 23 km og 34 km. Læknar og hjúkrunarlið verður til reiðu meðan á hlaupinu stendur og til aðstoðar er hlaupa- rar koma í mark. Verndari hlaupsins er Borgarstjórinn í Reykjavík, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Veldu vegalengd við þitt hæfi og hvaða málefni þú vilt styrkja. Taktu síðan fyrsta skrefið í áttina að endamarki Reykjavíkurma- raþons Glitnis þann 18. ágúst með því að skrá þig á www.glitnir.is /marathon. Allir sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis eru sigurvegarar. Veldu vegalengd við þitt hæfi og hvaða málefni þú vilt styrkja. Taktu síðan fyrsta skrefið í áttina að endamarki Reyk- javíkurmaraþons Glitnis þann 18. ágúst með því að skrá þig á Rey j víku mar þon Glitnis markar upphaf Menningarnætur 12 SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ skólanum í Breiðholti 18 ára gömul en þaðan lá leið hennar á Morg- unblaðið. „Ég var yngsti fastráðni blaðmaðurinn um tíma,“ segir María en konur voru jafnframt færri í stétt- inni þá, en á sama tíma störfuðu á blaðinu Elín Pálmadóttir, Jóhanna Kristjóns og Fríða Proppé. „Til við- bótar leit ég út fyrir að vera 14 ára, sem skapaði ritstjórum blaðsins ákveðin vandræði,“ segir hún en ákveðin fyrirmenni voru ekki alltaf ánægð með „þennan krakka“ sem Morgunblaðið sendi á vettvang. Lifandi rannsóknarstofa María segir blaðamennskuna hafa verið góðan skóla en tveimur árum síðar lá leiðin þó í annan skóla í New York þar sem hún dvaldi í þrjú og hálft ár. „Ég stundaði nám við til- raunaleikhúsdeild New York- háskóla, sem lauk með BA-gráðu.“ Hún segir stórborgina hafa verið yf- irþyrmandi í fyrstu en hún hafi fljótt lært á borgarlífið og hélt sínu striki vopnuð sólgleraugum. Borg eins og New York er lifandi rannsóknarstofa, þar sem mörg tækifæri gefast til að fylgjast með samborgurunum, se er kjörið fyrir leikara. Rannsóknir á mannlegu eðli eru nokkuð sem leik- listin og blaðamennskan eiga sameig- inlegt. Námið var framúrstefnulegt og hefur nýst henni vel. „Maður lærði að vera mjög sjálfstæður í leiklistinni, til dæmis að nota þjálfunaraðferðir, sem maður gat leitt sjálfur. Líka að horfa á hlutina utan frá og skapa ferli og þetta hef ég nýtt mé í leikstjórninni í seinni tíð,“ segir hún. Þessar kenn- ingar falla meðal annars undir það sem heitir „devised theater“, að búa til leikhús í hópvinnu frá grunni út frá hugmy d, hlut eða þe a og er að- ferðin vinsæl um þessar mundir. „Leikstjórinn verður meira eins og leiðangursstjóri hóps heldur en al- valdur,“ segir María en hún notfærði ér aðferðina í vinnunni við Úlfhams- sögu, sem hún setti upp í Hafn- arfjarðarleikhúsinu haustið 2004. „Það erfiðasta við þetta er að þola óvissuna því það er ekkert handrit og ú koman lengi óljós. En ef maður treystir aðferðinni veit maður af óvissunni og nýtur ferðalagsins.“ María fór fyrst að leikstýra fyrir þremur árum. „Ég hef verið með mitt eigið leikhús í rassvasanum og tekið það upp þegar eitthvað hreyfir við mér,“ segir hún en það heitir Annað svið. „Oftast hef ég verið að framleiða verkið og leika í því,“ segir hún en í f amleiðslunni felst fj rmögnun og finna sýningarstað, leikhóp og leik- stjóra. „Í Úlfhamssögu fann ég efnið en leikstjórarnir sem ég talaði við, þeir Benedikt Erlingsson og Hilmar Jónsson, neituðu að leikstýra og sögðu mér að gera það sjálf, og lofuðu að vera í baklandinu,“ segir María, sem segist líka hafa fengið hvatningu frá góðum vinum sínum og kollegum á borð við Halldóru Geirharðsdóttur og Charlottu Böving. Leikhús sitt stofnaði hún strax eft- ir námsdvölina vestra. „Ég fór að selja bækur til að safna fyrir fyrstu uppsetningunni. Með mér í teymi voru Björgólfur Thor [viðskiptajöfur] og Sæmundur Norðfjörð [kvik- myndaframleiðandi]. Þeir hafa verið að safna sér fyrir einhverju öðru,“ segir hú brosandi en þessum ölu- mönnum Heimilislæknisins árið 1988 hefur öllum vegnað vel síðan. „Ég var í miðjum sölutúr þegar ég fékk til- boðið um fyrsta hlutverkið í Þjóðleik- húsinu og byrjaði að æfa um vorið,“ segir María sem hafði þjófstartað ferlinum á hvíta tjaldinu og þegar leikið í tveimur kvikmyndum. „Kvik- myndin er spennandi og sterkur mið- ill en leikhúsið er heimili leikarans þar sem hann þroskast og vex. Ég hafði strax mikla tilfinningu fyrir kvikmyndinni sem miðli og þeim stíl sem þar þarf að nota og fannst ég ekki geta horft framhjá því. Ég komst snemma að því að ég er með sterk talandi augu, sem er öflugt í kvikmyndaleik.“ Prufan sem átti að vera æfing Lokun Þjóðleikhússins vegna við- gerða kom af stað nýju ferðalagi hjá Maríu. „Þarna myndaðist tómarúm, sem ég ákvað að nýta sem best en hér hei a va ég búin að vera í kvik- myndum, útvarpi, sjónvarpi og leik- húsi. Ég hélt til Ameríku til að vera aðstoðarleikstjóri í sýningu í New York. Áður en ég veit af er ég komin 1988 Fyrsta hlutverkið sem María fékk á sviði eftir að hún útskrifaðist var í Ef ég væri þú, sem sett a upp í Þjóðleikhúsinu og lék hún á móti Þóru Friðriksdóttur. 1982 María 18 ára gömul að taka viðtal við sjómann í til- efn sjómannadagsins í starfi sínu sem blaðamaður á Morgunblaðinu. 1991 Við tökur á sápuóperunni Santa Barbara og blasa myndatöku- vélar NBC- sjónvarpsstöðv- arinnar við. 1994 María lék á móti engum öðrum en Emilio Estevez í ís- hokkímynd- inni D2: The Mighty Ducks. 1993 Hollywood-leikkonan á bak við tjöldin á mil i William P terson (G issom úr CSI) og leikstjórans George C. Scott við tökur á spennumyndinni Curaçao. » Það virðist lengi verahægt að telja fólki trú um að það þurfi ð velja milli þess að vernda náttúruna og að hafa það gott. MARÍA ELLINGSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.