Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 10.06.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JÚNÍ 2007 57 Á brúsapallinum Guðni Ágústsson fer oftskemmtilega með ís-lenskt mál og á þaðjafnt við um orðaval sem áherslur. Í sjónvarpinu ræddi hann nýlega við Stein- grím J. Sigfússon, m.a. um hlut hans í tilraunum til stjórn- armyndunar. Þá sagði hann að Steingrímur hefði trúað því á brúsapallinum að beðið væri eft- ir sér (17.5.07), sbr. einnig: kveður jafnframt að Stein- grímur sé mikill leiksoppur í málinu; hann hafi látið leika á sig, sitji eftir á brúsapallinum með bláa slaufu um hálsinn og sárt ennið (18.5.07). Hér er eft- irminnilega að orði komist en ekki er víst að unga fólkið skilji hvað Guðni er að fara. – Um- ræddur brúsapallur gegndi mik- ilvægu hlutverki í slagaranum Bjössi kvennagull sem Haukur Morthens gerði ódauðlegan (1954). Þar segir m.a. (eftir minni): við brúsapallinn bíður hans mær og við brúsapallinn fyrirgefst hver sökin. Það skyldi þó ekki vera að mærin sem lét Steingrím J. einan á brúsapall- inum sé Ingibjörg Sólrún? Það fari saman sem saman á Í Njáls sögu segir: Það mun vera maklegast að fari allt sam- an, karl og kýll (157.k.). Hér er merkingin ‘réttast er að það fari saman sem saman á’ og getur hún átt við um margt, t.d. að orð og orðatiltæki verður að nota í réttu (venjubundnu) sam- hengi. Þess eru mörg dæmi í nútímamáli að orð og orða- tiltæki séu ekki notuð á hefð- bundinn hátt og skal nú vikið að nokkrum dæmum um það. Orðatiltækið verða fyrir barðinu á e-m ‘fá að kenna á harkalegri framkomu eða við- móti e-s’ vísar til ásiglingar skipa en miðhluti stefnis nefnist barð. Orðatiltækið vísar oftast til persónu eða hlutar, t.d. geta menn orðið fyrir barðinu á reiðum manni. Það er óvenju- legt að menn verði fyrir barðinu á því sem er óhlutstætt (veik- indi, sjúkdómar) og að því leyti er eftirfarandi dæmi svolítið sérstakt: Við sem urðum fyrir barðinu á erfiðum sjúkleik í æsku höfum ekki borið [þ.e. beðið] þess fullar bætur (3.2.07). Sjúkdómi verður naumast líkt við skip. Orðatiltækið treysta/(styrkja) sig/e-n/e-ð í sessi ‘styrkja stöðu sína/e-s, efla e-n/e-ð’ vísar til þess er einhver tryggir sæti sitt (í óbeinni merkingu). Það hefur að vísu býsna víða skírskotun en umsjónarmaður hefur efasemdir um að unnt sé að styrkja grund- völl í sessi, sbr.: Í svona stóru máli sem ekki er ætlað að raska grundvelli heillar atvinnugreinar ... heldur frekar styrkja þann grundvöll í sessi (8.3.07). Grund- völlur getur ekki skipað sess. Algengt er að tala um að hafa ein- hvern (sér- fræðing, njósnara …) á sínum snærum þar sem snærur munu merkja ‘umráða- svæði’ (reitur afmarkaður með snærum) en umsjón- armaður þekkir engin dæmi þess að óhlutstæðir hlutir geti verið á snærum manna: DeCODE hefur aldrei haft á sínum snærum út- reikninga sem gefa neitt slíkt til kynna [að eigið fé verði uppurið 2008] (8.3.07). Nafnorðið gátt/(gætt) merkir ‘bilið á milli stafs og hurðar; dyr’ og er það algengt í ýmsum föst- um orðasamböndum, t.d. e-ð er opið upp á gátt og vera utan gátta/utangátta. Umsjón- armaður kannast hins vegar ekki við að unnt sé að opna munninn upp á gátt: Hún opnar jafnframt munninn upp á gátt og tekur út tvo gervigóma (15.4.07). Dæmi sem þessi sýna að nauð- synlegt er að vanda sig, orð, orðatiltæki og föst orðasambönd verður að nota eftir þeim reglum sem málvenja hefur mótað. Ekki ber allt upp á sama daginn Málshátturinn Ekki ber allt upp á sama daginn vísar til þess að ekki gerist allt í senn (seinna koma sumir dagarnir) og er hann kunnur í ýmsum af- brigðum. Eins og sjá má vísar hann til hreyfingar, sbr. liðinn upp á sama daginn. Umsjón- armaður þekkir engin dæmi um notkun þágufalls í þessari merk- ingu. Eftirfarandi dæmi sam- ræmist því ekki málvenju: auk þess sem það skjóti skökku við að slíkar aðgerðir [uppsagnir] beri upp á alþjóðlegum bar- áttudegi verkalýðsins (1.5.07). Fyrir aftan – aftur fyrir Kerfi forsetninga í íslensku er býsna flókið en að sama skapi er það nákvæmt í þeim skilningi að með því að nota atviksorð með forsetningum má staðsetja hluti allnákvæmlega í tíma og rúmi. Samsettu forsetningarnar fyrir ofan, fyrir neðan, fyrir framan og fyrir aftan vísa t.d. til kyrrstöðu, sbr. fyrir neðan bæinn er tjörn og maðurinn stendur fyrir framan/aftan bíl- inn. Samsetningarnar upp fyrir, niður fyrir, fram fyrir og aftur fyrir vísa hins vegar til hreyf- ingar, t.d. ganga niður fyrir bæ- inn og ganga fram/aftur fyrir bílinn. Það er afar sjaldgæft að þessu sé ruglað saman eins og í eftirfarandi dæmi: það er langt síðan ég setti það fyrir aftan mig (13.5.07). Umsjónarmanni þykir þetta málleysa, vera má að hana megi rekja til óburðu- grar þýðingar úr ensku [e. put something behind oneself]. Úr handraðanum Margir munu þekkja máls- háttinn Það er ekki hægt að taka það sem ekki er til. Hann vísar til raunsæis og aðhalds- semi í fjármálum. Boðskapur hans virðist býsna fjarri þeim hugmyndum sem nú á tímum eru hafðar fyrir börnunum okk- ar. Í málsháttasöfnum er máls- hátturinn rakinn til 19. aldar en hann er miklu eldri. Hann er t.d. að finna í Eyrbyggja sögu en þar segir frá því er berserk- urinn Halli átti að vinna þrennt til ráðahags við Ásdísi en hann átti ekki fé og sagði: Til [ráðs- ins] mun eg vinna það er eg má en eigi tek eg þar fé er eigi er til. Umsjónarmaður hefur það fyrir satt að málshátturinn eigi rætur sínar í lögbók þjóðveld- isins, Grágás, en þar segir: tek- urat [‘ekki tekur’] þar fé sem eigi er til, sbr. einnig og tekura [‘ekki tekur’] þar fé sem ekki er til. – Ætli slíkt ákvæði vanti ekki sárlega í núgildandi lög? Málshátturinn Ekki ber allt upp á sama daginn vísar til þess að ekki gerist allt í senn (seinna koma sumir dagarnir) og er hann kunnur í ýmsum af- brigðum. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 104. þáttur. Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar LAUGARNESVEGUR 89 - BÍLSKÝLI OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14–15 Í dag á milli kl. 14-15 verður til sýnis mjög vönduð og vel skipulögð 87,4 fm íbúð á 4. hæð í nýlegu (byggt 2001) álklæddu lyftuhúsi við Laugarnesveg í Reykjavík. Íbúðin skiptist í flísalagða forstofu með skáp, rúmgott svefnherb. með skápum, flísalagt baðherb. með sturtuklefa og innréttingu, flísalagt þvottaherb., rúmgóða parketlagða stofu með skjólgóðum suðursvölum út af og eldhús með fallegri innréttingu og góðum tækjum. Sérgeymsla í kjallara ásamt stæði í bílageymslu fylgir eigninni. Verð 26,9 millj. Bergþóra á bjöllu. Íbúð 0402. Um er að ræða mjög góða og mikið endurnýjaða 3ja herbergja íbúð á annari hæð í góðu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Íbúðin er 77,6 fm og geymsla í kjallara er 8,3 fm, samtals 85,9 fm. Íbúðin skiptist í góða stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og hol. 6795 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali NJÁLSGATA -MIKIÐ UPPGERÐ Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. Sími 431 4144 Gsm 846 4144 & 861 4644 www.fastvest.is soffia@fastvest.is Soffía S. Magnúsdóttir, lögg.fasteign.- og skipasali A K R A N E S Akranes er vaxandi bæjarfélag með öflugt félagsstarf bæði fyrir unga og aldna. Hér eru tvö nýleg hús til sölu í rólegu hverfi stutt frá golfvellinum. LEYNISBRAUT 5 Nýlegt VIÐHALDSLÉTT einbýlishús staðsett innst í botnlangagötu. Klætt með ÁLKLÆÐNINGU sem telst sérstaklega endingargóð. Stórt hellulagt bílaplan og frágeng- inn fallegur garður með skjólgirð- ingu (teikning fylgir), stór timburver- önd. Valmaþak, loft fylgir þakhalla í eldhúsi, gangi, stofu og sjónvarps- herbergi Allar innréttingar eru úr kirsuberjavið, gegnheilt olíuborið parket á gólfum. 3 svefnherbergi, möguleiki að bæta við einu (breyta sjónv.herb). Innangengt í flísal. bíl- skúr, vinnuherbergi og góðar geymslur. LEYNISBRAUT 24 Nýlegt VIÐHALDSLÉTT raðhús staðsett innarlega í botnlangagötu. Klætt með sléttu steni/timburklæðingu. Bílaplan steypt/hellulagt, timbur- verönd. Lítill viðhaldsléttur garður. 3 svefnherbergi. Allar innréttingar úr eik. Eikarparket á gólfum. Innangengt í flísalagðan bílskúr, geymsluloft, vinnuherbergi. Fréttir í tölvupósti Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.