Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 13. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náð- arkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku Ásta mín, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar í Dverg- holtinu, þegar við kíktum á hvor aðra og fengum lánaðan sykur og egg og spjölluðum um allt milli him- ins og jarðar. Mikið var gott að spjalla við þig. Svo fluttum við hvor í sína áttina. Ég sakna stundanna með þér og yndislegu litlu fjörkálf- unum þínum sem komu oft upp til okkar í heimsókn. Núna hvílir þú í friði án sjúkdóma. Elsku Kristófer Ásta Lovísa Vilhjálmsdóttir ✝ Ásta Lovísa Vil-hjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1976. Hún and- aðist á líknardeild Landspítalans í Kópa- vogi 30. maí síðastlið- inn og var útför henn- ar gerð frá Hallgrímskirkju 11. júní. Daði, Embla Eir, Írena Rut og fjöl- skylda. Ég votta ykk- ur mína dýpstu sam- úð. Guð verndi ykkur og styrki í sorginni. Svala Erlendsdóttir og fjölskylda. Ásta Lovísa Vil- hjálmsdóttir var okk- ur mjög góð mamma og stjúpmamma. Hún reyndi allt sem hún gat til þess að við vær- um glöð. Pabbi minn Sumarliði kynntist henni í gegnum systur hennar Hödd og þau voru saman í 4 ár. Á þeim tíma eignaðist ég litla systur (Írenu). Ég man alltaf eftir því hvað Ásta bakaði mikið og var mikið fyrir góðan mat (alveg eins og ég, mig langar að verða kokkur og bakari). Írena systir mín var alltaf svo ánægð hjá mömmu sinni. Eftir að Ásta dó sagði Írena „mamma mín er dáin! Gefum mömmu bara kók, þá vaknar hún, mig langar til mömmu“ (bara ef lífið væri svona einfalt). Okkur hefur lið- ið illa frá því að mamma og stjúp- mamma okkar dó. Okkur finnst óréttlátt að hún hafi þurft að tapa baráttu sinni fyrir þessum sjúkdómi eins og hún barðist hetjulega gegn honum. Mamma, elsku mamma, man ég augun þín. Í þeim las ég alla, elskuna til mín. Mamma, elsku mamma, man ég þína hönd. Bar hún mig og benti, björt á dýrðarlönd. Mamma, elsku mamma, man ég brosið þitt. Gengu hlýir geislar, gegnum hjarta mitt. Mamma, elsku mamma, mér í huga skín. Bjarmi þinna bæna, blessuð versin þín. Mamma, elsku mamma, man ég lengst og best. Hjartað blíða, heita, hjarta er ég sakna mest. (Sumarliði Halldórsson). Elsku mamma og stjúpmamma, blessuð sé minning þín og hvíldu í friði. Emil Agnar og Írena Rut. Elsku Ásta mín. Undanfarnir dagar hafa verið erf- iðir fyrir okkur öll. Við söknum þín óendanlega mikið. Emblan þín segir að besta mamma hennar muni halda áfram að lifa þó hún búi núna uppi hjá Guði. Mamma er ekki dáin, hún mun alltaf vera til í hjartanu mínu, segir litla skynsama stúlkan okkar og það er rétt. Kristófer, stóri fallegi strák- urinn þinn, hefur verið mjög dugleg- ur og staðið sig eins og hetja. Það er honum hjartans mál að útför mömmu hans verði sem fallegust og að sungin verði lög sem þér voru kær. Allt fyrir mömmu. Börnin þín elska þig mikið og tala um hve ósanngjarnt það er að besta mamma í heimi skuli vera dáin. Þessi tími sem þið áttuð saman er auðvitað allt of stuttur og svo óend- anlega ósanngjarnt og erfitt fyrir börn á þessum aldri að þurfa að kveðja mömmu sína. Þau trúðu að þið mynduð að minnsta kosti ná að fara saman til Krítar í sumar og eiga þar góðar stundir en því miður varð raunin ekki sú. Þú tókst á við veikindi þín af mikl- um styrk og hugrekki og varst börn- unum þínum mikil fyrirmynd í því hvernig mæta á mótlæti. Ég er þess fullviss að þú stendur þétt við bakið á börnunum þínum núna og umvefur þau hlýju og styrk, því það hvernig þau hafa farið í gegnum undanfarna daga og vikur er aðdáunarvert. Það var falleg stund þegar litlu gullmol- arnir þínir, fullir af ást til mömmu sinnar, kvöddu þig og kysstu bless. Styrkur þeirra og dugnaður var engu líkur, sömu baráttujaxlarnir og mamma þeirra. Við trúðum alltaf og vonuðum svo heitt að þú myndir vinna þetta stríð en reyndin varð önnur, því miður. En enginn tekur frá börnunum þær yndislegu minningar sem þau eiga um þig og ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til að viðhalda þeim. Elsku Ásta mín, nú er komið að kveðjustund. Ég veit að börnin voru þér allt og ég mun passa litlu gull- molana okkar mjög vel og umvefja þau hlýju og ást. Þú munt alltaf eiga stað í hjörtum okkar. Við elskum þig mamma, Kristófer Daði og Embla Eir. Hvíldu í friði Ásta mín, Kristján (Stjáni). Mánudaginn 11. júní sl. kvöddum við hinstu kveðju frænku, vinkonu og hetju, Ástu Lovísu. Í okkar hópi ríkir nú mikil sorg en í senn mikil lotning fyrir minningu um fallna hetju. Leiðir okkar lágu saman frá fyrsta degi hennar á fæðingardeild Landspítalans, þar sem flýta þurfti fæðingu hennar um einn mánuð vegna alvarlegra veikinda móður hennar, Ástu Lovísu Leifsdóttur. Það kom í okkar hlut að taka hana til okkar og annast hana fyrstu mán- uðina þar til mögulegt var, móður og dóttur, að dvelja saman í heimahús- um. Þetta tímabil fjölskyldu okkar er ógleymanlegt og þau tengsl og vin- átta sem þá myndaðist, rofnaði aldr- ei. Við munum ævinlega minnast Ástu Lovísu sem einnar af okkur. Erfitt er að átta sig á tilganginum þegar svo ung og glæsileg þriggja barna móðir og unnusta er brott- kvödd, nema ef vera kynni það sem hún sýndi okkur og kenndi svo mörgum, einurð, kjarkur og bar- áttuvilji við þann illvíga sjúkdóm sem hún átti við að etja. Að opna svo lífsviðhorf sitt og baráttu fyrir al- þjóð, allt til síðasta dags, án upp- gjafar, hefur svo sannarlega fært, ótrúlegum fjölda fólks heim sanninn um að ávallt skal berjast, því nýr dagur ber nýja von. Þó að Ásta Lovísa sé nú fallin, sigraði hún samt. Börnunum hennar ungu, Krist- ófer Daða, Emblu Eir og Írenu Rut, færum við okkar dýpstu samúðar- kveðjur en þeirra högum verður vel fyrir komið í föðurhúsum. Föðurnum Vilhjálmi Þór, fóstur- móðurinni Guðríði Ólafsdóttur, unn- ustanum Kristjáni Bjarnasyni, systkinunum Daða Þór, Hödd og Vilhjálmi Þór og Aroni fósturbróður og öðrum ástvinum hennar færum við okkar dýpstu samúðarkveðjur og megi góður guð gefa ykkur þann styrk, einurð og baráttuvilja sem hetjan okkar kenndi okkur. Minningin ein lifir. Inga Svala og Páll Trausti. Kynni okkar urðu alltof stutt, en samt ertu efst í hug okkar allra. Kjarkur þinn, einlægni og óeigin- girni greip okkur ásamt þúsundum sem fylgdust með þér í einstakri dagbók þinni á Netinu. Tök þín á skelfilegum kringumstæðum og já- kvæð opinber umræða þín um sjúk- dóminn opnuðu nýja möguleika fyrir marga. Þrátt fyrir brostnar vonir gastu með einstökum kjarki þínum huggað þína nánustu á banabeði þín- um og hvatt til að huga að sjálfum sér og aldrei brást þér kjarkur því þú áttir eftir að endurgjalda eitt- hvað af þeim stuðningi sem svo margir höfðu sýnt þér. Við hittum fjölskyldu þína aðeins tvisvar meðan þú lifðir. Í fyrra sinn- ið þegar þið Kristján hélduð okkur myndarlega trúlofunarveislu og átt- um við þarna ógleymanlega stund saman. Þarna náðu fjölskyldurnar að kynnast undir mjög sérkennileg- um kringumstæðum þar sem dán- arvottorðið var næstum útgefið. Þarna varstu þó skærasta stjarna kvöldsins. Hálfum mánuði síðar sát- um við svo saman við dánarbeð þinn og það var eins og allir hefðu þekkst alla tíð. Hér dugði hvorki einstakur kjarkur þinn, lífsþorsti né fyrirbæn- ir til árangurs og hér sitjum við öll eftir með sárt ennið og brostnar vonir ungmenna sem unnust svo heitt, enda búin að skipuleggja hvern dag frá því dómurinn var upp kveðinn og notuð vel hver stund allt þangað til líknardeildin tók við. Þótt þarna sé aðbúnaður allur framúrskarandi þá var þetta ekki sú brúðarsvíta sem þú hafðir vænst með Didda þínum, sem kúrði þér við hlið þessa síðustu sólarhringa. Þarna leið þér þó eins vel og unnt var undir handleiðslu þíns ástkæra bróður, Daða, sem fylgt hefur þér í gegnum þykkt og þunnt í veikindum þínum til hinstu stundar. Ekki má gleyma föður þínum, fósturmóður og systkinum, sem áð- ur hafa misst svo marga ástvini og vöktu yfir hverjum andardrætti þín- um. „Það verða margir sem taka á móti henni Ástu minni,“ mælti Vil- hjálmur pabbi þinn við dánarbeðinn, sem með óbilandi kjarki horfir á eft- ir enn einum ástvininum. Barátta er að baki og lauk með ósigri, en eftir stendur í huga okkar minningin um yndislega kjarkaða stúlku með óvenjulega mikinn lífs- vilja, sem hefur kennt okkur það að eigin vandamál verða hjóm eitt og hvetur okkur sem heilsu hafa til að rækta betur okkar eigin garð. Erfitt verður fyrir börnin þrjú og ástvini að fylla tómarúmið sem nú tekur við, en ef þinn vilji má nú loksins ráða verða laun þessa góða fólks eilíf minning um hetjuengilinn Ástu Lovísu Vilhjálmsdóttur, sem kom umræðunni um baráttu lífs og dauða svo rækilega af stað, og hvatning til okkar allra að elska lífið og vera þakklát fyrir það sem við eigum. Guð styrki okkur öll. Guðborg Kristjánsdóttir, Bjarni Marteinsson og fjölskylda. Elsku hjartans hnoðrinn minn. Ég skil ekki þetta líf, ég skil ekki til- ganginn, því mér finnst þetta svo of- boðslega grimmt. Að þú skulir hafa þurft að láta í minni pokann fyrir fröken krabba, þú sem barðist og barðist alveg fram á síðustu stundu, en allt kom fyrir ekki. Ég trúði því svo heitt að þér mundi takast þetta. Ég man þegar við sátum á Tapas og spjölluðum út í eitt og á þeirri stundu fékkstu símtalið sem þú varst búin að þrá að fá um New York-ferðina, um að þeir vildu skoða málin þín betur, vonin kviknaði að nýju um að þú fengir lækningu og þeir gætu hjálpað þér. En elskan, þú fórst í þá ferð en vonbrigðin urðu enn meiri þegar út var komið. En þú lést samt ekki bugast, þú ætlaðir þér að komast yfir þetta. Það sem búið er að leggja á eina fjölskyldu í gegnum árin er óskilj- anlegt. Elsku fallegu krílin þín þrjú sem þú þráðir svo heitt að fá að sjá vaxa úr grasi og elskaðir út af lífinu, ✝ Ástkær bróðir og mágur, Gunnar Steinsson, Ólafsvegi 16, Ólafsfirði, andaðist fimmtudaginn 7. júní á Dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði. Útför hans verður gerð frá Ólafsfjarðarkirkju, fimmtudaginn 14. júní og hefst athöfnin kl. 14:00. Þeim sem vilja minnast hins látna, er bent á Dvalarheimilið Hornbrekku, Ólafsfirði. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Katrín Steinsdóttir, Sveinn Jóhannesson. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐNÝ EGILSDÓTTIR, Sólvangi, Hafnarfirði, sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi þriðjudaginn 22. maí, verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 15. júní kl. 13.00. Jón Birgir Þórólfsson, Brynja Einarsdóttir, Einar Jónsson, Eygló Karlsdóttir, Guðný Agla Jónsdóttir, Ásmundur Ívarsson, Jóhann Gunnar Jónsson, Silja Þórðardóttir og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, PÁLL GUÐBJARTSSON, Hamravík 2, Borgarnesi, sem lést föstudaginn 8. júní á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi, verður jarðsunginn laugardaginn 16. júní kl. 14.00 frá Borgarneskirkju. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabba- meinsfélag Íslands. Herdís Guðmundsdóttir, Gréta Þ. Pálsdóttir, Ægir Ellertsson, Herborg Pálsdóttir, Úlfar Guðmundsson, Einar G. Pálsson, Guðrún Jónsdóttir, Snorri Páll Davíðsson, Iris Hansen og barnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÖRTUR JÓNSSON bakarameistari, Hafnarstræti 14, Flateyri, lést á gjörgæslu Landspítalans við Hringbraut föstudaginn 8. júní. Útförin fer fram frá Flateyrarkirkju laugardaginn 16. júní kl. 14. Helga Guðbjartsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Pálfríður Ása Vilhjálmsdóttir, Daníel Freyr Jónsson, Atli Þór Jónsson. ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANHVÍT INGVARSDÓTTIR, Syðri-Leiksskálaá, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga 11. júní. Jarðsett verður frá Þóroddsstaðakirkju mánudaginn 18. júní kl. 14.00. Ingibjörg Jónasdóttir, Haukur Gunnlaugsson, Sigurrós Soffía Jónasdóttir, Óskar Gunnlaugsson, Þórólfur Jónasson, Esther Gísladóttir, Sveinn Valdimar Jónasson, barnabörn, makar og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.