Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 13.06.2007, Blaðsíða 42
… aðeins klaufaleg og þunglamaleg, já og auðvitað subbuleg … >>49 » reykjavíkreykjavík Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is BRÆÐRABYLTA er nafn nýjustu stuttmyndar Gríms Hákonarsonar kvikmyndagerðarmanns sem vakti athygli hér á landi fyrir nokkrum árum þegar hann gerði Varða-myndirnar svokölluðu, Varði fer á vertíð og Varði goes Europe. Grímur útskrifaðist úr kvikmyndaskóla í Prag í Tékklandi fyrir tveimur árum síðan og gerði í kjölfarið stutt- myndina Slavek the Shit sem komst meðal annars inn á kvikmyndahátíðina í Cannes og vakti at- hygli á hátíðum víðar um heim. Sú mynd fjallar um ástir tveggja klósettvarða, en Bræðrabylta fjallar hins vegar um ástir tveggja glímumanna. „Þetta eru margfaldir glímukóngar sem hafa ver- ið að glíma lengi saman,“ segir Grímur. „Þeir ferðast um og sýna glímu á þorrablótum og öðr- um skemmtunum og einhvers staðar á þessum ferðum þeirra verða þeir ástfangnir. Annar þeirra er giftur og því reyna þeir að halda þessu leyndu. Í myndinni eru þeir að gera upp hvað þeir ætla að gera í framtíðinni þegar þeir hætta að glíma.“ Brokeback Mountain Þótt klósettverðirnir í Slavek the Shit hafi ver- ið sinn af hvoru kyninu segir Grímur margt líkt með myndunum tveimur. „Það er ákveðinn svipur með þeim því það er ekki fallega fólkið sem er í forgrunni, þetta eru frekar ástarsögur um lít- ilmagnann,“ segir hann, en það eru þeir Halldór Gylfason og Björn Ingi Hilmarsson sem leika glímumennina. Aðspurður segir Grímur myndina vissulega fjalla um samkynhneigð sem slíka. „Það er svolít- ið verið að spyrða saman glímuna, þjóðaríþrótt- ina, og samkynhneigð. Glíman er notuð til að túlka sambandið á milli þeirra, þessi líkamlega nánd í glímunni. Ég nota glímuna sjónrænt, frek- ar en til dæmis að sýna þá saman uppi í rúmi,“ segir hann, og bætir við að Bræðrabylta sé frem- ur dramatísk mynd „Það er slatti af gríni í þessu, en hún er samt dramatísk að því leyti að þetta er alvarleg saga. Það er svolítið svartur húmor í öll- um mínum myndum en útkoman er kannski dramatískari en ég lagði upp með,“ segir Grímur, sem auk þess að leikstýra skrifaði handritið sjálf- ur. „Ég fékk þessa hugmynd árið 2002. Þá átti þetta að verða mynd í fullri lengd en síðan þróað- ist þetta yfir í stuttmynd. Svo kláraði ég fyrsta uppkastið í sömu viku og Brokeback Mountain kom í bíó. Það munaði litlu að ég hefði hætt við þetta því myndirnar voru mjög líkar. En fólk er samt ekkert að líkja þeim saman í dag.“ Mynd í fullri lengd Bræðrabylta kostaði hátt í tíu milljónir í fram- leiðslu, hún er tekin á filmu og er rúmlega 20 mín- útur að lengd. Myndin verður sýnd á kvik- myndahátíðinni í Melbourne í lok júlí, en að sögn Gríms komst hún ekki inn á Cannes þar sem hún er of löng fyrir stuttmyndaflokkinn. Þá ætlar Grímur að senda eintak af myndinni á allar hátíð- ir sem einblína á myndir um samkynhneigð, en hann segir þær vera um 40 talsins um allan heim. Honum hefur þegar verið boðið á eina slíka, Queer Lisboa í Portúgal. Íslendingar geta hins vegar séð myndina á kvikmyndahátíð í Reykjavík í haust. Grímur vonar að þetta verði hans síðasta stutt- mynd í bili því hann langar að gera mynd í fullri lengd. „Ég er tilbúinn með handrit að mynd sem fer vonandi í tökur næsta sumar,“ segir leikstjór- inn að lokum. Glíma samkynhneigðra Morgunblaðið/Eyþór Húmoristi „Það er svolítið svartur húmor í öllum mínum myndum en útkoman er kannski dramatískari en ég hafði lagt upp með,“ segir Grímur. Bræðrabylta eftir Grím Hákonarson fer á kvikmyndahátíðina í Melbourne Fyrri verk Grímur hefur áður gert myndirnar Slavek the Shit (að ofan) og Varði goes Europe (að neðan). Glíma Björn Ingi Hilmarsson og Halldór Gylfason í hlutverkum samkynhneigðu glímumannanna.  Bjarni Lárus Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who! skor- aði sigurmarkið í leik Berserkja og Hvíta riddarans í þriðju deildinni í fótbolta í fyrrakvöld. Leikurinn, sem fór fram á Víkingsvellinum, var æsispennandi. Berserkir kom- ust í 3 –1 í fyrri hálfleik en Hvíti riddarinn náði að jafna í síðari hálf- leik. Baddi reyndist hins vegar hetja sinna manna, því hann skor- aði sigurmarkið þegar tæpar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Staða Ber- serkjanna er þó ekki góð því liðið er í næstneðsta sæti í sínum riðli. Baddi í Jeff Who! skoraði sigurmarkið  Ókei bæ! er heitið á nýjustu bók Hugleiks Dagssonar rit- höfundar. Um er að ræða smá- sagnasafn og er þetta sjötta bók höfundar. Í fréttatilkynn- ingu segir að bókin sverji sig í ætt við fyrri bækur Hugleiks og að hver saga sé „rússíbanaferð um taugakerfi hins brothætta nútíma- manns“. Viðfangsefnin í bókinni koma úr öllum áttum, en þar á með- al eru sögur af hvölum, kol- kröbbum, hákörlum og höfrungum. Halda mætti að með nafni bók- arinnar sé höfundur að kveðja les- endur sína, en líklegra verður þó að teljast að um kaldhæðni sé að ræða og höfundur sé að gera grín að tals- máta ungu kynslóðarinnar, og reyndar margra sem eldri eru einn- ig. Sjálfur er Hugleikur aðeins þrí- tugur. Hvalir og kolkrabbar í sjöttu bók Hugleiks  Uppselt hefur verið á 44 sýn- ingar í röð í Borgarleikhús- inu á Ladda 6- tugan, eða allar sýningar frá frumsýningu. Eins og titill sýn- ingarinnar ber með sér varð Laddi sextugur á árinu og sýningin til heiðurs honum og ferli hans. 45. sýningin og jafnframt sú síð- asta verður fimmtudaginn 28. júní og hófst miðasala á hana í gær. Á henni verður 25 þúsundasti gest- urinn meðal áhorfenda. Leikarar og aðstandendur sýningarinnar fara nú í langþráð frí frá Elsu Lund, Eiríki Fjalari og Skúla raf- virkja. Laddi fær líka að hvíla and- litsvöðvana eftir mikið grínálag. Allt er sextugum fært. Uppselt á Ladda frá frumsýningardegi Skúli rafvirki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.