Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLANDSSPIL og Happdrætti Háskóla Ís- lands, sem reka samanlagt um eitt þúsund spilakassa hérlendis og hafa af þeim um þrjá milljarða í árstekjur, hafa mismunandi rekstr- arfyrirkomulag. Íslandsspil eiga sína kassa sjálf en HHÍ leigir sína kassa af bandaríska eigandanum International Game Technology (IGT) frá borginni Reno í Nevada-ríki. Þjón- ustumiðstöð IGT er í Amsterdam og á HHÍ eingöngu samskipti við starfsfólk þar. Til eiganda kassanna greiðir HHÍ ákveðið leigugjald en Brynjólfur Sigurðsson, forstjóri HHÍ, segir leigugjaldið sem árlega fer úr landi vera lágt, en vill ekki upplýsa hversu hátt þetta leigugjald er. Segist hann eingöngu standa Alþingi reikningsskap hvað það snert- ir en fullyrðir þó að langminnstur hluti tekna HHÍ fari til bandarísku eigenda spilakass- anna. Á síðasta ári veltu spilakassar HHÍ 1,9 milljörðum króna en velta Íslandsspila var 1,4 milljarðar. Margborgar sig að eiga kassana Að sögn framkvæmdastjóra Íslandsspila, Magnúsar Snæbjörnssonar, margborgar það sig að eiga kassana í stað þess að leigja þá en bendir á að leiga væri samt hentugri kostur ef um væri að ræða fyrirtæki sem ætti ekkert stofnfé til að kaupa kassa í upphafi. „En við höfum verið ansi lengi í þessum rekstri og höfum verið að safna kössum í gegnum tíð- ina,“ segir hann. „Við höfum alltaf keypt okk- ar kassa enda er leiguþóknun það há að það borgar sig ekki.“ Af þeim 1,4 milljörðum króna sem Íslands- spil aflaði í fyrra, fóru 950 milljónir kr. til góðgerðarstarfsemi en afgangurinn fór í rekstur. „Það hefur margborgað sig fyrir okkur að eiga vélarnar, því þau fyrirtæki sem leigja vélarnar gera það ekki ókeypis.“ Allur rekstur verður hreyfanlegri Brynjólfur Sigurðsson hjá HHÍ er ekki sam- mála starfsbróður sínum hjá keppinautnum Íslandsspilum að þessu leyti. Segir hann ýmis rök hníga að því að betra sé að leigja spila- kassana. „Með því að leigja kassana í stað þess að fjárfesta í þeim verður allur rekstur hreyf- anlegri,“ bendir hann á. „Þannig er hægt að endurnýja vélarnar oftar og fá nýjustu leikina í þær að auki. Þetta form var tekið upp þegar HHÍ hóf rekstur á spilakössunum árið 1993. Þegar við glímum síðan við leigjendur okk- ar er farið eftir þeirri grundvallarhugsun að þeir fái leigugjald sem dugir fyrir fjárfestingu þeirra í vélunum og eitthvað til viðbótar við það.“ Á árinu 2005 voru brúttótekjur spilakassa HHÍ tæpir 2,4 milljarðar króna og fóru um 45% fjárins í rekstrargjöld eða rúmur 1,1 milljarður króna. Sem fyrr segir fæst ekki upplýst hve hátt hlutfall rekstrargjaldanna fer til eigenda kassanna, þ.e. hvað leigu- gjaldið er hátt. Umræddar tekjuupplýsingar veitti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á síðasta þingi við fyrirspurn þingmannanna Rannveigar Guðmundsdóttur og Ögmundar Jónassonar. Hvað Íslandsspil varðaði, kom í ljós að tekjur þeirra voru tæpar 1.400 milljónir króna og þar af fóru 484 milljónir í rekstr- argjöld, eða um 35%. Það skal tekið fram í þessu samhengi að tekjur HHÍ upp á fyrr- nefnda 2,4 milljarða eru með þeim fyrirvara að eftir er að draga frá þá vinninga sem kass- arnir borga ekki út á staðnum heldur eru greiddar á skrifstofu HHÍ, tæpar 600 millj- ónir. Hinar eiginlegu tekjur eru því 1,8 millj- arðar króna og þar af rekstrargjöld upp á 1 milljarð. Hlutfall rekstrargjalda er því um 55% og í þeirri tölu er að finna rekstrarleigu- gjaldið. En hvað fer þá mikið fé í uppbygg- ingu Háskóla Íslands? Sé áfram tekið dæmi af árinu 2005, þá skilaði reksturinn 759 millj- ónum króna til uppbyggingarinnar eða 42%. Hluti tekna HHÍ af spilavélum fer í leigugjald til eigenda í Reno Spilakassar skila 3 milljarða tekjum Morgunblaðið/Kristinn Fjárhætta Gífurlegum fjárhæðum er velt í spilakössum hérlendis á hverju ári og tapa sumir miklum fjárhæðum og skapa um leið tekjur handa eigendum kassanna. Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is RANNSÓKN lögreglunnar á Sel- fossi á ofsaakstri tveggja bifhjóla- manna á Hellisheiði um fyrri helgi, sem endaði með útafakstri og alvarlegu slysi á Breiðholts- braut, stendur yfir af fullum krafti. Sá ökumannanna sem slas- aðist liggur í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans en er þó vaknaður að sögn læknis. Félagi hans verður hins vegar kallaður fyrir í skýrslutöku hjá lögreglu á næstunni. Lögreglan tók bifhjólin af mönnunum og geymir þau þangað til héraðsdóm- ur tekur afstöðu til boðaðrar kröfu sýslumannsins á Selfossi, Ólafs Helga Kjartanssonar, um að hjól- in verði gerð upptæk. Ef krafan verður samþykkt þýðir það að mennirnir fá hjólin aldrei aftur. Sýslumanni er heimilt að gera þessa kröfu samkvæmt nýjum lög- um frá Alþingi þar sem segir m.a. að þegar um stórfelldan eða ítrek- aðan hraðakstur, eða akstur sem telst sérstaklega vítaverður, sé að ræða megi gera vélknúið ökutæki sem ökuskírteini þarf til að stjórna upptækt, nema það sé eign manns sem ekkert er viðrið- inn brotið. Vörubílstjórar fá visst svigrúm Önnur umferðarvá sem mikið hefur verið í umræðunni undan- farin misseri, og jafnframt hefur ítrekað skapað stórhættu, varðar illa frágenginn farm flutningabíla. Hefur lögreglan á höfuðborgar- svæðinu m.a. margsinnis gripið til þess að kyrrsetja bíla sem voru með frámunalega illa frágenginn farm, en þau viðurlög eru þó ekki viðlíka ströng og þau sem að fram- an gat gagnvart bifhjólunum. Þótt flutningabílar séu kyrrsettir þýðir það hvorki að lögreglan leggi hald á þá hvað þá að þeir séu gerðir upptækir með dómi, heldur fá bíl- stjórarnir svigrúm til að laga farminn eða kalla í aðstoðarbíl til að dreifa byrðinni. Í lögum er ekki leyfilegt að krefjast þess fyrir dómstóli að flutningabílar verði gerðir upptækir í þessu samhengi. Vörubílar ekki teknir Bifhjól tekin af mönnum en vöru- bílar kyrrsettir Tekin Lögreglustjórar geta lagt hald á hluti tímabundið en dómstólar hafa hins vegar einir heimild til að gera hluti upptæka til frambúðar. SIGLINGAKLÚBBURINN Brokey hefst nú við í bráðabirgða- gámum við Ingólfsgarð í Reykja- víkurhöfn vegna framkvæmda við tónlistarhúsið sem verið er að byggja við höfnina. Brokey var áð- ur með félagsaðstöðu sína við Austurbugt 3 en varð að flytja sig um set á síðasta ári vegna bygg- ingaframkvæmdanna. Gámana hefur Brokey til umráða til ársins 2009 en hefur óskað eftir því við Faxaflóahafnir að klúbburinn fái að byggja varanlegt húsnæði í ná- grenninu. Snorri Tómasson, stjórnarmaður í Brokey, segir nú hafa verið stefnt að því að byggja varanlegt húsnæði við enda Ing- ólfsgarðs þar sem gert væri ráð fyrir 80 fermetra húsnæði á tveim- ur hæðum til að byrja með að minnsta kosti. „Við erum í viðræðum við Faxa- flóahafnir um þetta og viðmæl- endur okkar hafa tekið vinsamlega í málið,“ segir Snorri. Auk þess hefur verið rætt við þá aðila sem eru að byggja PRH-húsið við höfn- ina og taka stjórnendur þar á bæ vel á móti Brokeyjarmönnum. „Þeim er annt um að hafa okkur þarna. Flotbryggjan og væntan- lega önnur bryggja til viðbótar eru hugsaðar til frambúðar þarna og okkur er nauðsyn að hafa klúbb- húsið í hæfilegu göngufæri við þær.“ Snorri segir Brokeyjarmenn vera sátta við framgang og þróun mála hjá klúbbnum við höfnina. Siglingaklúbburinn Brokey fluttur í gám vegna byggingar tónlistarhússins Bíða varanlegs húsnæðis Morgunblaðið/Kristinn Fluttir Siglingaklúbburinn Brokey varð að flytja og bíður nú eftir varanlegu húsnæði. GEIR H. Haarde for- sætisráðherra, mældist með mesta virkni ráð- herra síðustu ríkis- stjórnar í fréttum ljós- vakamiðla á tímabilinu 1. janúar til 24. maí sl., samkvæmt mælingum Fjölmiðlavaktarinnar sem nefnist Ráðherra- púlsinn. Geir kom fram sem viðmælandi í ríflega 47% þeirra frétta sem honum tengdust eða forsæt- isráðuneytinu. Er það gríðarleg aukning frá fyrra tímabili þegar Geir var aðeins viðmælandi í 26% þeirra frétta sem hon- um tengdust. Næstir á eftir komu Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra og Jón Sigurðsson fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þeir ráðherrar sem sjaldnast komu fram sem viðmælendur voru Jónína Bjartmarz, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, sem var með um 15% virkni og Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála- ráðherra sem var viðmælandi í tæpum 17% tilvika. Meðaltalsvirkni ráðherra var um 32%, og því ljóst að ráðherrar eru viðmæl- endur í ríflega 1/3 þeirra frétta sem snúa að þeim eða ráðuneyti þeirra. Ráðherrar eru aðeins mældir sem við- mælendur í ljósvakafréttum þar sem þær eru taldar endurspegla betur en dag- blaðaefni meginviðfangsefni umfjöllunar. Geir með mesta virkni í fréttum Geir H. Haarde AÐALFUNDUR Lands- sambands veiðifélaga telur nauðsynlegt að veiðifélög setji reglur til verndar stórlaxi í veiði- ám þar sem því verður við komið og minnir á skyldu veiðifélaga til að sporna við því að stór- laxinn hverfi úr íslensk- um ám. Þetta kemur fram í ályktun sem sam- þykkt var á aðalfundi samtakanna. Í álykt- uninni kemur einnig fram að stórlax eigi mjög undir högg að sækja eins og sakir standa og því sé nauðsynlegt að sem flest- um stórlöxum sé sleppt svo þeir nái að hrygna að hausti. Stórlaxarnir séu mikil- vægir í vorveiðinni og eigi þátt í verð- mætasköpun á fyrstu vikum veiðitíma. Aðalfundurinn beinir því til stjórnvalda að stuðla að áframhaldandi rannsóknum á sjávardvöl laxa, þar sem hnignun stórlaxa- stofna kalli á frekari upplýsingar um mögulega orsakavalda. Skorar fundurinn á stjórnvöld að tryggja fjármagn til slíkra rannsókna, sem séu mjög kostnaðarsamar. Spornað verði við hnignun stofnsins Lax stekkur í Sjávarfoss í Langá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.