Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 19. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SKÓLAR OG EINKAREKSTUR Það er út af fyrir sig bæði athygl-isvert og ánægjulegt að hug-myndum um einkarekstur í skólakerfinu er að aukast fylgi. Það kom m.a. fram í útskriftarræðu Jóns Más Héðinssonar, skólameistara Menntaskólans á Akureyri í fyrradag, en þar skýrði hann frá því, að skóla- nefnd hefði falið sér að kanna, hvort rekstraröryggi skólans yrði betur tryggt með því að gera hann að einka- skóla með rekstrarsamning við menntamálaráðuneytið. Einkarekstur er að ryðja sér til rúms í skólakerfinu. Hann byggir að vísu á því að megingreiðslur vegna reksturs skólanna komi úr opinberum sjóðum en jafnframt er augljóst að einkareknir skólar hafa frjálsari hendur um skólareksturinn að öðru leyti. Nú eru til einkareknir skólar bæði á leikskólastigi og grunnskóla- stigi. Og að sjálfsögðu á háskólastigi. Óneitanlega vekur það athygli, þeg- ar einn af elztu og rótgrónustu menntaskólum á landinu veltir svona hugmyndum fyrir sér en það er í sjálfu sér bara af hinu góða. Meiri spurning er hins vegar hvort hugmyndir forráðamanna Mennta- skólans á Akureyri eru raunhæfar. Þeir ætla ekki að taka upp skólagjöld heldur leita styrkja frá fyrirtækjum. Nú má vel vera, að það sé hægt að fá styrki hjá fyrirtækjum til einstakra verkefna í skóla á borð við Mennta- skólann á Akureyri en er líklegt að það verði hægt til langrar frambúðar? Það má líka spyrja, hvort núverandi rekstrarkerfi skólans komi í veg fyrir að skólinn geti leitað til fyrirtækja um fjármögnun á einstökum þáttum eins og kaupum á kennslutækjum. Það er nokkuð ljóst að samkeppni er að aukast verulega á milli skóla á öll- um stigum um nemendur. Það er gott. Í kjölfarið má gera ráð fyrir að sam- keppni aukist einnig á milli skóla um beztu kennara. Sú samkeppni mun ýta undir betri launakjör fyrir kennara, sem þeir eiga rétt á. Þá fer ekki á milli mála, að gæði kennslu í einstökum skólum er orðið mál, sem foreldrar og nemendur spyrja um og leggja mat á áður en ákvörðun er tekin um hvar nemandi sækir um skólavist. Þetta er heilbrigt og stuðlar að betri skólum. Viðbrögð talsmanna háskólanna við skýrslu Ríkisendurskoðunar um það skólastig eru bæði til marks um mikla samkeppni milli skólanna en einnig um meting þeirra í milli, sem má ekki fara út fyrir skynsamleg mörk. Forráðamenn Menntaskólans á Ak- ureyri hafa stigið skref, sem forvitni- legt verður að fylgjast með til hvers leiðir. Kannski kemur í ljós, að öflug fyr- irtæki á Norðurlandi sjái sér hag í því að styðja þessa merku og gamalgrónu menntastofnun með einhverjum hætti. En líklegt verður að telja, að raun- verulegur einkarekstur skóla verði að byggja á traustari grunni en slík fjár- öflun gæti tryggt. SARKOZY TRYGGIR STÖÐU SÍNA Nicolas Sarkozy Frakklandsforsetihefur tryggt stöðu sína til að ráðast í umbætur og hrinda af stað sínum stefnumálum en sigur hægri- manna í seinni umferð þingkosning- anna á sunnudag var alls ekki jafn af- gerandi og spáð hafði verið. Hefur meira að segja verið látið að því liggja að í vændum sé bylting í Frakklandi. En úrslitin hafa einnig verið sögð sárabót fyrir sósíalista, sem hafa ver- ið í sárum eftir tap Ségolène Royal í forsetakosningunum. Sósíalistar bættu við sig 44 sætum á þingi í kosn- ingunum og eru nú með 185 þing- menn. Flokkur Sarkozys, UMP, fékk 314 þingsæti, en hafði verið með 357 sæti. Á franska þinginu eru 577 sæti. Helsta áfall hægrimanna er að Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi ráðherra umhverfis-, samgöngu- og iðnaðarmála og borg- arstjóri í Bordeaux féll út af þingi. Juppé var næstvaldamesti ráð- herrann í stjórninni, en eftir að úrslit- in voru ljós tilkynnti hann að hann myndi segja af sér ráðherradómi. En hvað sem líður því að hægrimenn misstu fylgi má ekki gleyma því að þetta er í fyrsta skipti í 29 ár, sem flokknum við stjórnvölinn í Frakk- landi hefur tekist að halda meirihluta í kosningum. Margt er að í Frakklandi. Mikil ólga hefur ríkt meðal innflytjenda og í efnahagsmálum hefur ríkt doði og stöðnun. Tilraunum til aðgerða hefur verið mætt með hörðum mótmælum og ekki er langt síðan ríkisstjórnin varð að afturkalla aðgerðir, sem ætl- að var að leysa vinnumarkaðinn úr læðingi. Sarkozy hyggst grípa til ýmissa að- gerða. Hann vill gera yfirvinnu um- fram 35 tíma undanþegna skatti og tryggingagjöldum, kveða á um lág- marks refsingar fyrir síbrotamenn og harðari dóma í málum unglinga, setja reglur um að innflytjendur með menntun njóti forgangs og hækka virðisaukaskattinn til að fjármagna heilsugæslu í landinu. Þessi mál hyggst hann taka fyrir á sérstöku sumarþingi, sem hann hefur kallað saman, meðal annars með það í huga að því er sumir segja að þá verða Frakkar í sumarfríi og fyrir vikið ólíklegra að þeir muni fjölmenna á götur út til að mótmæla. Sarkozy hefur sýnt mikið sjálfs- traust á alþjóðlegum vettvangi frá því að hann komst til valda. Hann vílar ekki fyrir sér að varpa fram tillögum um það hvernig megi leysa deiluna um Kosovo, taka á neyðarástandinu í Darfur og blása nýju lífi í tilraunir til að setja Evrópusambandinu stjórnar- skrá. Samskipti Frakka við Bandarík- in munu verða með allt öðrum og já- kvæðari hætti í stjórnartíð Sarkozys en í tíð forvera hans. Nú er hafin uppsveifla í Þýska- landi. Sarkozy á þess kost að blása lífi í franskt efnahagslíf. Það er kominn tími til. Enginn vafi leikur á hæfi- leikum Sarkozys og það verður at- hyglisvert að fylgjast með því hvernig honum vegnar með það veganesti, sem hann hefur úr þingkosningunum. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ „Fiskunum fjölga skipt verði um fis Skiptar skoðanir eru í stjórn Landssambands íslenskra útvegsmann veiðiári. Sumir telja að tillögurnar séu „arfavitlausar“, aðrir telja nau kenna kvótakerfinu um hvernig komið er. Egill Ólafsson ræddi við sj Einar K. Guðfinnsson sjáv-arútvegsráðherra muntilkynna ákvörðun sínaum aflamark næsta fisk- veiðiárs í byrjun júlí. Einar segist undanfarna daga hafa átt marga fundi með hagsmunaaðilum, fulltrú- um Hafrannsóknastofnunar og fleiri vísindamönnum. Þá hafi hann rætt við fulltrúa stjórnarandstöð- unnar. Sturla Böðvarsson, forseti Al- þingis, gagnrýndi núverandi fisk- veiðistjórnkerfi í ræðu sem hann hélt á Ísafirði á þjóðhátíðardaginn. Einar Oddur Kristjánsson alþing- ismaður tók undir hana í Morgun- blaðinu í gær auk þess sem hann gagnrýndi tillögur Hafró. „Ég lít svo á að það sem þeir séu að vísa til sé að það þurfi að fara mjög vel yfir allar forsendur fisk- veiðiráðgjafarinnar. Ég hvatti reyndar mjög til þess að það yrði gert þegar ráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar kom fram rétt fyrir sjó- mannadaginn. Ég hvatti til þess að menn færu í þetta verk sameigin- lega og reyndu að skilja betur for- sendur fiskveiðiráðgjafarinnar. Ég hef sjálfur verið að kalla fyrir mig fulltrúa ein- stakra hags- munahópa. Ég hef rætt ítrekað við fulltrúa Haf- rannsóknastofn- unar og hef kall- að fyrir mig fleiri vísinda- menn. Ég hef átt ágæt samtöl við fulltrúa stjórn- arandstöðuflokkanna og við höfum sammælst um hvernig við getum komið þessu í tiltekinn farveg.“ Von á skýrslu Hagfræðistofnunar Fyrir ári fól sjávarútvegsráð- herra Hagfræðistofnun Háskóla Ís- lands að gera rannsókn á þjóðhags- legum áhrifum af aflareglunni, m.a. með hliðsjón af einstökum lands- svæðum og byggðarlögum. Einar sagði að niðurstöður þess- ara rannsókna yrðu kynntar fljót- lega. „Að mínu mati verður þetta mjög mikilvægt gagn til þess að átta sig á þessum þætti málsins því auðvitað hafa allar ákvarðanir um þorskafla gríðarlega mikil áhrif og þau áhrif eru mismuna byggðarlögum og svæðum Einar sagði að frá því ha sjávarútvegsráðuneytið 2006 hefði hann lagt áher það þyrfti að bæta í þá m við höfum af stöðunni í haf eru hins vegar skiptar sko fiskveiðiráðgjöfina. Það margir sem telja að við va stærð þorskstofnsins. Ég til ályktunar Landssamba bátaeigenda, skipstjórnarm nú síðast bæjarstjórnar bæjar. Svo eru aðrir sem ástandið sé jafnalvarlegt rannsóknastofnun telur o Böðvarsson er í þeim hópi þess vegna að þurfi að hart við. Ég tel að við séum það með því að fara svona málið núna.“ Einar sagðist ekki vera hvernig stjórnvöld gætu h þá átt að draga úr fiskvinn uðborgarsvæðinu eins o leggur til að gert verði. S hefðu verið að færa til afla með byggðartengdum a s.s. með línuívilnun, byggð og aflamarki til smábáta. Ákvörðun um kvótann liggur fyrir í byrjun júl Einar K. Guðfinnsson BJÖRGÓLFUR Jóhannsson, stjórnarformaður LÍÚ, sagði í ávarpi á sjómannadaginn að það gæti orðið mjög erfitt að ganga svona langt í nið- urskurði á þorskkvóta eins og gert er ráð fyrir í tillögu Hafrann- sóknastofnunar. Björgólfur sagði við Morg- unblaðið í gær að hann vildi ekki segja meira um tillögurnar í bili en stjórn LÍÚ væri að fara yfir tillögurnar og myndi á næstu dög- um álykta um málið. „Við vorum búnir að sjá fyrir að það yrði minnkun en þetta er talsvert út fyrir það sem menn gátu séð fyrir.“ Alþingismennirnir Einar Oddur Kristjánsson og Sturla Böðvarsson hafa sagt að tillögur Hafró sýndu að endurskoða þyrfti kvótakerfið frá grunni. „Ég hef spurt þá sem halda þessu fram hvort menn telji virki- lega að það muni fleiri fiskar verða syndandi í sjónum ef menn noti annað kerfi fiskveiða. Við verðum að hafa í huga að stjórnmálamenn hafa mjög lengi tekið ákvarðanir um að veiða umfram ráðgjöf og hafa stundað lengi að færa heim- ildir á milli flokka. Þeir hafa lengi hleypt smábátum í tiltölulega óhefta veiði. Stjórnmálamenn bera því mikla ábyrgð á hvernig komið er.“ Björgólfur sagði auðvelt að tala eins og Einar Oddur gerir þegar Hafrannsóknastofnun hefur birt sína skýrslu. „Það fjölgar ekki fisk- um í sjónum við að breyta um kerfi, nema þá ef menn veiða minna. Það er svo sem ágætt að Einar Oddur skuli vera á þeirri línu að hann hafi haft rangt fyrir sér til þessa.“ Björgólfur segist ekki sjá hvern- ig hægt verði með stjórnvalds- ákvörðun að draga úr fiskvinnslu á höfuðborgarsvæðinu eins og Sturla Böðvarsson lagði til. „Ef menn fara út á þá braut eru menn komnir út í einhverja miðstýringu á því hver og hvar má og hvar má ekki. Þá er þessu stjórnað af Al- þingi. Það má spyrja, hvað þýða þau orð að leggja eigi niður fisk- vinnslu í Reykjavík? Hver á að fá þá vinnslu? Á markaðurinn að ákveða það?“ spurði Björgólfur og bætti við að ekki væri hægt að skilja Sturlu á annan hátt en að hann ætlaðist til að stjórn- málamenn tækju ákvörðun um hvar þessi fiskur yrði unninn. Björgólfur sagðist ekki vera viss um að það yrði til heilla fyrir ís- lenskan sjávarútveg að auka rík- isafskipti af honum. „Við höfum lengi sagt að sjávarútvegurinn geti ekki haldið uppi atvinnu hringinn í kringum landið, sérstaklega þegar magnið sem veiðist er minnkandi og tæknivæðingin er mikil sem þýðir fækkun starfa.“ Hafnar hugmyndum Sturlu Björgólfur Jóhannsson „ÞAÐ ER ekki hægt að vinna eftir þessum tillögum,“ segir Gunnar Ásgeirsson, stjórnarformaður Skinneyjar- Þinganess á Höfn í Horna- firði. Gunnar segist vera þeirrar skoðunar að ef það sé rétt að þorskstofninn sé svona illa far- inn geti verið skynsamlegt að gefa út áætlun um nýtingu stofnsins til þriggja ára m hverju ákveðnu markmiði Gunnar segir einnig nau legt að nota kerfið sem æt stjórna fiskveiðum með þe að það virki. Það séu miki kvótakerfinu og það þurfi þeim. Hann sagðist hins ve ekki vera sammála Sturla arssyni eða Einari Oddi K syni um að endurskoða þu kvótakerfið frá grunni. „Þ verið að það megi gera lag ingar á þessu kerfi en í gru er það mjög gott.“ Vill áætlun til 3 ára Gunnar Ásgeirsson „ÉG TEL að það sé nauðsy hafa hliðsjón af tillögum H ákvörðun um heildarkvóta fiskveiði sagði Ei ur Kristj framkvæ stjóri Hr húss Gun hf. í Hní Einar segir þa lega rétt haldið h ið fram a hafi veri isveiði víða við landið. „Það menn hafa áhyggjur af er n stofninum. Þessi veiði kem vegar ekkert á óvart. Ég h menn þurfi því að ígrunda áður en menn ákveða eitth Einar Valur sagðist ekki hvað Sturla Böðvarsson, fo þingis, væri að fara þegar h aði um að draga úr fiskvinn höfðuborgarsvæðinu. Han ekki telja jákvætt að vera m handstýringu í sjávarútveg væri fáranlegt ef stjórnmá ætluðu að taka að sér það h að ákveða hvar mætti vinn Nýliðun áhyggjuef Einar Valur Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.