Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÉG hygg að flestir landsmenn séu stoltir af Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Hólaskóla – Háskólanum á Hólum í Hjalta- dal. Þetta eru einir elstu skólar landsins, stofnaðir 1889 og 1882. Þeir standa nú í miklum blóma og eru ótvíræð flaggskip menntasetra í dreifbýli á Íslandi. Með breyttri menntastefnu um 1980 var gerð hörð hríð að landbúnaðarskólunum. Þeir þóttu úreltir og rétt væri að steypa þeim inn í hið samhæfða og einsleita framhalds- skólakerfi. Hólaskóla var reyndar lokað í tvö ár í þessari hrinu en var endurreistur 1981 með pólitískri ákvörðun fyrir þrýsting frá velunn- urum hans. Búnaðarskólarnir hafa náð að standa vörð um tilveru sína og sjálfstæði, jafn- framt því að þróast í fjölþættar og viðurkenndar háskóla- og rann- sóknastofnanir. Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks áformar nú að breyta stjórnsýslu búnaðarskól- anna og flytja þá frá landbún- aðarráðuneyti til mennta- málráðuneytis. Ég var skólastjóri á Hólum í Hjaltadal 1981 til 1999 og þekki vel til þessarar baráttu. Mér er nær að fullyrða að hvorki Land- búnaðarháskólinn á Hvanneyri né Hólaskóli væru við lýði með þeirri reisn sem þeir eru í dag ef þeir hefðu t.d. heyrt undir mennta- málaráðuneytið. Sérstaða og náin tengsl við grasrótina Styrkur þessara skóla er sér- staða þeirra og náin tengsl við grasrót dreifbýlisins. Þeir heyrðu fyrst undir atvinnuvegaráðuneytið og síðar undir landbúnaðarráðu- neytið og nutu þess. Samtök bænda og fjöldi vel- unnara stóðu vörð um þá. Þeir eru ekki venjulegir skólar í skilningi „teknókrata“ pen- ingalegrar hagræð- ingar. Þetta eru staðir, fjölhliða mennta- og menn- ingarstofnanir landsbyggðarinnar og þjóðarinnar allr- ar. Þeir eru lögbýli með fjölbreyttan búrekstur. Ég minnist þess veturinn 1999 þegar sett voru ný lög um bún- aðarfræðslu og Hvanneyrarskólinn viðurkenndur sem háskóli og Hólaskóli fékk lagaheimild fyrir sérhæfðu háskólanámi. Þá var gerð hörð atlaga að skólasetrunum og lagt til að flytja landbún- aðarskólana til menntamálaráðu- neytis. Leitað var ásjár forsætis- ráðherra, Davíðs Oddssonar. Hann spurði þeirrar eðlilegu spurningar hvort eitthvert vanda- mál væri að hafa þá undir land- búnaðarráðuneytinu, hvort eitt- hvað gengi illa. Hann vissi að þeir hafa haft þessa stjórnsýslulegu stöðu í 100 ár, hún hefði reynst þeim vel og því þurft veigamikil rök til breytinga. Fjöregg landbúnaðarins og byggðanna Búnaðarskólarnir hafa byggst upp á mjög sérstæðan hátt. Þar hefur farið saman menntun, end- urmenntun, rannsóknir og ráðgjöf. Sami aðilinn, sama stofnunin, hef- ur gjarnan haft alla þessi þætti á hendi. Þessi samþætting hefur reynst öllum hagkvæm. Náin tengsl eru við háskóla og rann- sóknastofnanir í nágrannalöndum en einnig mjög bein tengsl við bændur og annað starfsfólk í land- búnaði hér innanlands. Skólarnir hafa sýnt mikinn sveigjanleika og náð að laga sig stöðugt að breyttum aðstæðum svo aðdáun vekur. Búnaðarskólarnir eru hluti af hinni sterku ímynd landbúnaðar- ins og dreifbýlisins og merk- isberar nýrra tíma í atvinnu- og menningarlífi byggðanna, sem borið er traust til. Leyfum þeim að njóta sérstöðunnar. Heim að Hólum Hólar og Hvanneyri eru héraðs- setur og þungamiðja í fjölþættu menningarlífi stórra byggða. Hóla- skóli er til vegna sögu og helgi Hóla í Hjaltadal. Saga Hóla er samofin örlögum þjóðarinnar í blíðu og stríðu allt frá er land byggðist og er okkur ómetanleg auðlind. Hólastaður hefur einnig í nútímanum mikið að flytja okkur. En það er best gert með öflugu og fjölþættu starfi þar sem allir þess- ir þættir leika saman. Við erum öll stolt af reisn Hólastaðar í dag, jafnt í þágu Norðlendinga sem þjóðarinnar allrar. Ég skora á ríkisstjórnina að falla frá áformum sínum um að rjúfa meira en aldargömul tengsl landbúnaðarskólanna við atvinnu- ráðuneyti sitt og samtök bænda. Sú sambúð hefur verið öllum að- ilum farsæl. Staða og framtíð Skólasetranna á Hvanneyri og Hólum er mik- ilvægari en svo að hún lúti örlög- um lítilla peða á taflborði póli- tískra hrossakaupa. Hvers vegna vill ríkisstjórnin fórna landbúnaðarskólunum? Jón Bjarnason skrifar um landbúnaðarskólana »Ég skora á rík-isstjórnina að falla frá áformum sínum um að rjúfa meira en ald- argömul tengsl land- búnaðarskólanna við at- vinnuráðuneyti sitt og samtök bænda. Jón Bjarnason Höfundur er þingmaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Við Úlfljótsvatn í Grímsnesi er nú verið að bjóða til sölu ein- stakar sumarhúsalóðir. Land- ið hallar mót vestri, með frá- bæru útsýni yfir vatnið og snýr vel við miðdegis- og kvöldsólinni. Úlfljótsvatn er í Grímsnes- og Grafnings- hreppi, einungis um 40 km frá Reykjavík sé farið um Nesjavelli og 70 km sé farið um Hellisheiði. Sumarhúsa- svæðið er við austanvert vatnið en í næsta nágrenni eru margar af helstu náttúru- perlum landsins s.s. Þingvell- ir, Kerið og Laugarvatn svo eitthvað sé nefnt. Bryggja er við vatnið sem nýtast mun öllum lóðaeigendum en lóð- unum mun fylgja heimild til að veiða og vera með bát á vatninu. Fjölbreytt afþreying er í boði í nágrenni svæðisins og má þar nefna golfvelli, sundlaugar og veiði- svæði en alla þjónustu er hægt að nálgast á Selfossi, sem er aðeins í 15 mín. fjarlægð frá svæðinu. Lóðirnar eru frá rúmlega 0,7 til 1,9 ha að stærð. Verð á lóð kr. 6,6 millj. Stórar eignalóðir við Úlfljótsvatn Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is 100 1 0 0 2. ÁFANGI - DRÖG 30 70 50 60 2 3 6 50 70 60 10 11 13 14 15 18 16 14 12 8 10 6 4 2 20 22 7 Munkasetur R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R R háspennulína leiksvæði votlendi votlendi leiksvæði leiksvæði sleppisvæði fyrir báta leik- og samkomusvæði bátaskýli opið svæði opið svæði opið svæði opið svæði opið svæði opið svæði opið svæði Ú l f l j ó t s v a t n S o g s l í n a leik- og samkomusvæði opið svæði K opið svæði sorp sorp B rekkur S ta pi Br ek ku r 19089m² 19910m² 20371m² 19310m² 15368m² 11600m² 18283m² 14369m² 13755m² 10464m² 10465m² 13008m² 11049m² 8530m² 9831m² 10274m² 8570m² 10327m² 9727m² 9844m² 10746m² 10571m² 9742m² 8909m² 7560m² 6997m² 8234m² 8526m² 9070m² 9070m² 9491m² 5884m² 29977m² 5091m² 1783m² 1050m² 18169m² 27145m² 2920m² 92845m² 8472m² 10627m² 12 5 1 10 9 8 7 2 1 19 18 17 16 3 3 4 5 6 N SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD SELD www.stapabyggd.com Vel staðsettur 56 fm sumarbústaður í Úthlíð í fallegu umhverfi með út- sýni yfir golfvöllinn. Bú- staðurinn skiptist í anddyri, 3 herbergi, opið eldhús, stofu með útgangi á verönd og baðherbergi með sturtuklefa. Rafmagn er í bústaðnum og hitaveita. Heitur pottur á verönd. Spölkorn frá réttinni. Stutt í vinsæla áningastaði Geysi, Gullfoss, Reykholt, Slakka með börnin, golfvöll, Skálholt, Laugarvatn o.fl. Verð: tilboð. Eignin verður til sýnis í dag, laugardag og á morgun, sunnudag, frá kl. 14-16. Nánari upplýsingar í síma 660 7317. Verið velkomin. Sumarbústaður í Úthlíð - Bláskógabyggð - Kóngsvegur 4 FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Kynning á sumarhúsalóðum í Fjallalandi Um helgina verður haldin kynning á sumarhúsalóðum í Fjallalandi við Leirubakka. Allir eru velkomnir til að skoða lóðirnar og svæðið umhverfis, sem og aðstöðuna heima á Leirubakka. Lóðirnar eru flestar á stærðarbilinu 0,7 til 1 ha og þær eru seldar með vegi að lóðamörkum, auk þess sem búið er að leggja vatn og rafmagn um svæðið. Allt eignarlóðir. Góð greiðslukjör ef óskað er. Fjallaland er í landi Leirubakka í Landsveit, og er ekið upp veg nr. 26, Landveg frá Vegamótum. Aðeins 100 km frá Reykjavík. Minnum á að heima á Leirubakka er rekin fjölþætt þjónusta við hið nýja sumarhúsahverfi, þar er til dæmis verslun og bensínstöð, hótel og veitingahús, hestaleiga og tjaldstæði og opin glæsileg Heklusýning í hinu nýja Heklusetri. Þá er byrjað að huga að gerð golfvallar á svæðinu, sem eigendur lóða í Fjallalandi munu hafa forgang að. Upplagt að fá sér bíltúr í sveitina um helgina, fá sér kaffi í leiðinni og skoða Heklusýninguna eða bregða sér á hestbak! Upplýsingar í síma 893 5046 og á www.fjallaland.is Veðursæld og fögur fjallasýn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.