Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ HjörleifurGuðnason fædd- ist að Hjarðarholti í Seyðisfirði 5. júní 1925. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 13. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldóra Grímsdótt- ir húsfreyja, f. 26. janúar 1880, d. 3. október 1963, og Guðni Sigmundsson verkamaður, f. 23. apríl 1873, d. 7. mars 1943. Fósturforeldrar Hjörleifs voru Guðrún Grímsdóttir hús- freyja, f. 10. júní 1888, d. 4. maí 1981, og Guðjón Jónsson líkkistu- smiður, f. 27. desember 1874, d. 25. október 1959, til heimilis á Odds- stöðum í Vestmannaeyjum. Fyrri eiginkona Guðjóns Jónssonar var Martea Guðlaug Pétursdóttir, f. 1877, d. 1921. Alsystkini Hjörleifs voru Vilborg, f. 1904, d. 1988, Hólmfríður, f. 1907, d. 1984, Sig- urður, f. 1909, d. 1961, Sigrún Þór- hildur, f. 1912, d. 1993, Steingrím- ur, f. 1915, d. 1973, og Sigmundur, f. 1921, d. 1993. Fóstursystkini Hjörleifs eru Kristófer, f. 1900, d. 1981, Pétur, f. 1902, d. 1982, Jón, f. 1903, d. 1967, Herjólfur, f. 1904, d. 1951, Fanný, f. 1906, d. 1994, Njála, f. 1909, d. 1997, Guðmund- ur, f. 1911, d. 1969, Ósk, f. 1914, d. 2006, Ingólfur, f. 1917, d. 1998, Guðlaugur, f. 1919, Árni, f. 1923, d. 2002, og Vilborg, f. 1924. Uppeld- issystir Hjörleifs er Jóna Halldóra Pétursdóttir, f. 1933. Hinn 26. júlí 1947 kvæntist Hjör- leifur Ingu Jóhönnu Halldórs- dóttur frá Neskaupsstað, f. 30. nóvember 1927. Foreldrar hennar voru Lilja Víglundsdóttir, f. 28. desember 1903, d. 25. mars 2001, og Halldór Jóhannsson, f. 2. apríl 1900, d. 24. janúar 1976. Börn María Jónsdóttir, f. 1986, b) Hall- dóra Björk, f. 1986, unnusti Björn Sigþór Skúlason, f. 1985, c) Brynja Rut, f. 1993, og d) Ingi Þór, f. 1995. 6) Sigrún, f. 1962. Maki Magnús Örn Guðmundsson, f. 1956. Börn: a) Hjördís Inga, f. 1981, b) Þórdís Gyða, f. 1988, og c) Guðmundur Jón, f. 1991. Börn Magnúsar eru: a) Ómar Örn, f. 1976, og b) Anna Kristín, f. 1979, unnusti Hermann Þór Marinósson, f. 1980. Barnabörn Sigrúnar og Magnúsar Arnar eru fimm. 7) Jónína Björk, f. 1966. Maki Bergur Guðnason, f. 1964. Börn þeirra eru: a) Esther, f. 1985, unn- usti Guðgeir Jónsson, f. 1981, b) Ingvar, f. 1989, c) Þórir, f. 1992, og d) Inga Jóhanna, f. 1999. Jónína og Bergur eiga eitt barnabarn. Hjörleifur fæddist á Seyðisfirði, en fór rúmlega ársgamall í fóstur að Oddsstöðum í Vestmannaeyjum. Hjörleifur stundaði sjómennsku, en fór síðan að læra múrverk. Hann útskrifaðist sem múrari árið 1951 frá Iðnskólanum í Vestmannaeyjum og starfaði sem múrarameistari til ársins 1978, en á árunum 1975-1978 var hann jafnframt eftirlitsmaður Vestmannaeyjabæjar með bygg- ingu 6 fjölbýlishúsa í Eyjum. Hjör- leifur var starfsmaður Íþrótta- miðstöðvar 1978-1980, og húsvörður Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum frá 1980-1994. Hjöleifur hafði gaman af söng og var m.a. kórfélagi í Karlakór Vest- mannaeyja, Samkór Vest- mannaeyja og Kirkjukór Vest- mannaeyja. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins Helgafells í Vestmannaeyjum. Hann sinnti einnig ýmsum félags- og trúnaðarstörfum er tengdust kórstarfi og einnig hjá Meist- arafélagi iðnaðarmanna. Hjörleifur var virkur félagi í Veiðifélagi Elliðaeyinga. Einnig starfaði hann mikið í Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum og var í stjórn þess félags. Útför Hjörleifs verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Hjörleifs og Ingu eru 7. Öll eru þau búsett í Vestmannaeyjum nema Lilja Dóra sem búsett er í Reykjavík: 1) Lilja Dóra, f. 1947. Maki Steinar Benja- mínsson, f. 1944, d. 1998. Börn þeirra eru: a) Hjörleifur Hreiðar, f. 1969, maki Katrín Brynjarsdóttir, f. 1973, b) Benjamín, f. 1973, sambýliskona Gerður Petra Ásgeirs- dóttir, f. 1979, c) Guð- laugur Ingi, f. 1977, sambýliskona Dagný Ösp Helgadóttir, f. 1981, d) Guðlaug Birna, f. 1979, og e) Inga Rós, f. 1985, sambýlismaður Magnús Kjartan Eyjólfsson, f. 1983. Barna- börn Lilju og Steinars eru fimm. Eiginmaður Lilju Dóru er Friðrik Ingi Óskarsson, f. 1948. 2) Guð- munda, f. 1949. Maki Þórður Yngvi Sigursveinsson, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Inga Björg, f. 1968, sambýlis- maður Tord Aronsson, b) Matt- hildur, f. 1970, maki Niklas Jansson, c) Sigursveinn, f. 1972, maki Eydís Ósk Sigurðardóttir, f. 1970, og d) Hjörleifur, f. 1976, maki Margrét Rós Andrésdóttir, f. 1974. Barna- börn Guðmundu og Þórðar eru tólf. 3) Guðjón, f. 1955. Maki Rósa E. Guð- jónsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Sæþór Orri, f. 1979, maki Karen Inga Ólafsdóttir, f. 1976, b) Silja Rós, f. 1987, unnusti Gústaf Kristjánsson, f. 1983, c) Sara Dögg, f. 1990, og d) Sindri Freyr, f. 1994. Barnabörn Guðjóns og Rósu eru tvö. 4) Guðni, f. 1957. Maki Rósa Sveinsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Ásta Björk, f. 1986, unnusti Rúnar Freyr Guð- mundsson, f. 1985, b) Hjörleifur, f. 1988, unnusta Matthildur Hjart- ardóttir, f. 1990, og c) Víðir Þór, f. 1994. 5) Halldór, f. 1960. Maki Erna Þórsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Hafþór, f. 1983, unnusta Eva Hinsta kveðja frá eiginkonu Í bljúgri bæn og þökk til þín ég þakka þér, ó ástin mín. Fyrir öll þau ár er gafstu mér mín gæfa var að kynnast þér. Við gengum saman lífsins leið sú leið var ekki alltaf greið. Þó 60 ár séu liðin nú þú ennþá átt mína ást og trú. Nú ertu horfin ástin mín já, mikið mun ég sakna þín. Því bið ég Guð að geyma þig uns þú á ný, umvefur mig. (G.H.) Hvíl þú í friði ástin mín. Inga. Elsku hjartans pabbi. Mikið vorum við búnar að kvíða því þegar kæmi að kveðjustund sem við sáum að nálgaðist óðum. En í huga okkar er líka viss léttir þar sem síðustu ár hafa verið þér svo erfið og ekki síður fyrir mömmu og okkur öll. Þú sem varst alltaf svo glaður og kátur, lentir oft í hyldýpi örvæntingar vegna sjúkdóms þíns. En sem betur fer birti til í sálu þinni og áttum við margar góðar stundir með þér. Við teljum forréttindi að hafa átt þig fyrir pabba, alltaf svo blíður og góður við okkur, vildir öllum vel og þér þótti svo vænt um alla. Það var einstakt að fylgjast með sambandi þínu við báðar fjölskyldur þínar. Þú talaðir oft um hve heppinn þú hefðir verið að lenda í fóstri að Oddsstöðum, hjá þeim heiðurshjónum Guðrúnu Grímsdóttur, sem var móð- ursystir þín, og Guðjóni Jónssyni. Þar var mikið af börnum fyrir og virtist þeim hjónum ekki muna um eitt kríli í viðbót. Þú ólst upp við mikla ást og hjartahlýju og varð það m.a. þitt vega- nesti út í lífið. Þú talaðir oft um hve erfitt það hefði verið fyrir foreldra þína að þurfa að leysa upp heimilið og koma flestum börnunum í fóstur vegna fátæktar og veikinda. Þetta lá greinilega á þér, en það var líka ein- stakt hvernig þú leitaðir systkini þín uppi um allt land til þess að kynnast þeim. Það er svo sannarlega þér að þakka, elsku pabbi, að við þekkjum allt þetta góða fólk í dag. Við systur minnumst þess hve gam- an var að fá að fara með þér út í Elliða- ey á sumrin. Þá var lundaveiðin stund- uð af miklu kappi allan daginn, en á kvöldin var mikil gleði, kvöldvaka, ræðuhöld, söngur og fjör. Krakkarnir í efri kojunum að fylgjast með. Það voru hamingjusamar tátur sem logn- uðust út af þegar líða tók á nóttina. Já, pabbi, þið mamma hugsuðuð svo sann- arlega vel um ungana ykkar. Við feng- um að vera með í öllu og fylgdum þér oft eftir eins og skugginn þinn. Þolinmæði ykkar var ótrúleg, því oft vorum við ansi erfið. Við munum vel eftir því að þegar lætin í okkur voru mikil lokaði mamma öllum gluggum svo nágrann- arnir heyrðu ekki lætin. Þú brostir bara. Þegar eldgosið hófst í Eyjum, bjugguð þið þar ásamt 5 börnum. Við systur bjuggum á Reykjavíkursvæð- inu og tókum á móti ykkur um morg- uninn og var yndislegt að geta sinnt ykkur á þessum erfiða tíma. Við feng- um að hafa ykkur í nálægð við okkur í rúmt ár eða þar til þið fluttuð aftur til Eyja, þar var ykkar staður. Alveg fram á það síðasta ljómaðir þú þegar litlu börnin komu til þín í heimsókn, þú varst einstakur barna- karl og ekki síður góður afi og langafi, enda er sorgin búin að vera mikil hjá barnabörnunum þínum. En eins og við öll, eiga þau eftir að ylja sér við góðar minningar sem við eigum um þig. Í þessi ár sem þú dvaldir á Sjúkrahús- inu í Eyjum fór vel um þig, enda var vel hugsað um þig, þar er valinn mað- ur í hverju rúmi og á starfsfólkið mikl- ar þakkir skildar fyrir þá hlýju og ást- úð sem það sýnir sjúklingum. Stundum fórst þú í hlutverk starfs- mannsins á sjúkrahúsinu, tókst að þér að breiða sængina ofan á sjúklinginn og sjá um að honum liði vel. Það var stundum spaugað með það að setja þig á launaskrá. En þetta varst akkúrat þú, elsku pabbi, að hlúa að öðrum. Elsku pabbi, við þökkum þér fyrir allt sem þú hefur kennt okkur í lífinu, alla þá ást, gæsku og hlýju sem þú um- vafðir okkur alla tíð. Elsku mömmu okkar reynum við að umvefja sömu ást og hlýju því hennar söknuður er mikill, enda hjónaband ykkar ein- stakt. Sofðu rótt, elsku pabbi og Guð geymi þig. Þar til við hittumst á ný. Lilja og Guðmunda (Gumma). Elsku pabbi, þá er komið að kveðju- stund. Þessir síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir alla, því þú áttir hug og hjörtu allra sem kynntust þér. Við vissum hvert stefndi, en þegar kallið kemur þá tekur það á hjá fjölskyld- unni, því þú varst ekki bara besti pabbinn, heldur einnig besti vinurinn þegar við þurftum á þér að halda. Þú komst til Eyja rúmlega ársgam- all, en þá varst þú tekinn í fóstur að Oddsstöðum. Þar var stór fjölskylda en Guðjón og Guðrúnu móðursystur þína á Oddsstöðum munaði ekki um að bæta þér í hópinn. Þér var strax tekið sem einum af systkinunum og þú sagðir okkur að aldrei hefðir þú fundið fyrir því vera uppeldisbróðir. Sögurnar sem þú sagðir af mannlífinu og prakkaraganginum austur á bæj- um eru oft rifjaðar upp og mikið hleg- ið. Sennilega hefðuð þið ekki komist upp með það í dag að gera slíka hluti án þess að vera undir sérstöku eftirliti hins opinbera. Allt var þetta samt inn- an skekkjumarka, þó svo að þú hafir viðurkennt það þegar við tókum viðtal við þig á 80 ára afmælinu, að stundum hefði ekki mátt tæpara standa. Þú hefur einnig ræktað mikla tryggð við alsystkini þín og afkomendur og sam- bandið þar á milli hefur styrkst mikið og munum við rækta það áfram. Við bræðurnir teljum það forréttindi að hafa átt ykkur mömmu að. Þið voruð mjög samrýnd, og hafið gengið sam- stíga í gegnum lífið, oft á erfiðum tím- um. Þið eigið myndarlegan barnahóp, 7 börn, 27 barnabörn og 21 barna- barnabarn. Börnin hafa verið mjög hænd að ykkur, og pabbi, þú varst þeim eiginleikum gæddur að öll börn hoppuðu í fangið á þér, hvort sem þau voru tengd þér eða ekki. Þú varst mjög metnaðarfullur í starfi þínu sem múrari og handbragð þitt er á hundruðum bygginga í Eyj- um, og sennilega er Heilbrigðisstofn- un Vestmannaeyja sú framkvæmd sem þú varst stoltastur af, svo og bog- inn yfir kirkjugarðshliðinu. Það var samt sem áður alltaf tími aflögu hjá ykkur mömmu að sinna okkur krökk- unum. Það var oft líflegt á heimilinu, og þó að oft gustaði milli okkar systk- inanna, þá hafðir þú oft gaman af. Þú varst stríðinn að eðlisfari, og sást oft sjálfan þig í okkur, sérstaklega ef við þorðum að standa uppi í hárinu á Gummu og Lilju Dóru, aðallega á unglingsárum þeirra. Þú varst mikill og góður söngmaður og söngst í nokkrum kórum okkar Eyjamanna. Fyrir okkur eru stundirnar með þér í Elliðaey ógleymanlegar. Þú varst hrókur alls fagnaðar, og kvöldvökurn- ar með ykkur Oddsstaðabræðrum og félögum líða seint úr minni. Það var sama hvort það voru sögurnar sem þú sagðir, prakkarastrikin sem þú gerð- ir, söngurinn þinn, eða það sem þú töfraðir úr eldhúsinu í Elliðaey, alltaf varstu að toppa á réttum tíma. Þeir voru margir félagarnir sem stíluðu inn á að vera úti í Elliðaey á sama tíma og þú. Við viljum að lokum þakka starfs- fólki Heilbrigðisstofnunar Vest- mannaeyja fyrir ómetanlegt starf, og sérstakar þakkir frá fjölskyldumeð- limum fyrir lipurð og tillitssemi þessa síðustu sólarhringa sem fjölskyldan átti með pabba. Við biðjum góðan Guð að blessa og styrkja mömmu, en missir hennar er mikill. Við söknum þín og kveðjum þig með þakklæti og virðingu. Peyjarnir þínir, Halldór, Guðni og Guðjón. Elsku pabbi minn, þá er þrautum þínum lokið og þú ert kominn á betri stað. Mig langaði, elsku pabbi minn, að þakka þér fyrir árin fjörutíu og fimm sem ég átti með þér. Þú og mamma voruð alltaf tilbúin að rétta manni hjálparhönd. Það var nú oft glatt á hjalla þegar stórfjölskyldan hittist og varst þú hrókur alls fagnaðar. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Ó, pabbi minn, þú ávallt tókst mitt svar. Aldrei var neinn svo ástúðlegur eins og þú. Ó, pabbi minn, þú ætíð skildir allt. Liðin er tíð, er leiddir þú mig lítið barn. Brosandi blítt, þú breyttir sorg í gleði. Ó, pabbi minn, ég dáði þína léttu lund. Leikandi kátt, þú lékst þér á þinn hátt. Ó, pabbi minn, hve undursamleg ást þín var. Æskunnar ómar ylja mér í dag. (Þorsteinn Sveinsson) Barnabörnin sáu ekki sólina fyrir þér, börnin mín syrgja góðan afa, sér- staklega hún Hjördís Inga, þar sem við tvær bjuggum hjá ykkur mömmu fyrstu árin hennar, enda var hún eins og skugginn þinn. Elsku pabbi, við munum hugsa vel um hana mömmu fyrir þig. Guð geymi þig. Ástarkveðja, Sigrún. Elsku pabbi. Nú er komið að kveðjustund og það er þakklát dóttir sem sendir kveðju, þakklát fyrir alla ást, hlýju og faðmlög í gegnum árin. Þú varst einstakur karakter, glaðvær og góður, alltaf var til bros. Þú fædd- ist inn í þennan heim í fátækt og veik- indi. Veikir foreldrar sem urðu að láta litla drenginn frá sér og ársgamall komstu frá Seyðisfirði til Eyja reif- aður í teppi. Þér fannst mikil gæfa að lenda á Oddstöðum. Þar fékkstu gott uppeldi og mikla væntumþykju. Já, pabbi. Við erum mikið þakklát hér fyrir þig. Þegar ég var lítil fór ég einfaldlega ekki að sofa fyrr en pabbi var kominn heim að svæfa. Það kom oftast dauðþreyttur pabbi heim og söng Erla góða Erla. Oftar en ekki var það þó ég sem hljóp fram voða montin og tilkynnti að ég væri búin að svæfa pabba. Já, elsku pabbi. Þín vinnuvika var alltaf svolítið löng. Enda þoldir þú illa leti. Þegar þú fórst í kirkjukórinn þá fylgdi ég svo sannarlega með. Fór í allar messur, eina og eina æfingu og hefði hæglega getað orðið meðhjálp- ari. Ég hafði svo gaman af söngnum og bara að vera í kringum þig, enda al- gjör pabbastelpa alla tíð. Ég var mont- in þegar þú fórst í húsvarðarstöðuna uppi í skóla og öllum þótti svo vænt um þig. Þar gerðir þú ekki mannamun, þú gast alltaf verið vinur allra og kenndir okkur það að við ættum að vera góð við alla, stóra og smáa. Þegar við Bergur fórum að vera saman og þér fannst komin alvara í málið fórstu að spyrja okkur hvort við værum farin að hugsa eitthvað um framtíðina. Bergur sagðist vera mikill sjóari í sér og sæi ekki fram á annað en að halda sig við sjóinn. Það væri helst að ná sér í stýrimannaréttindi. Nokkru seinna varstu kominn í heimsókn með umsókn í skólann. Við töldum okkur ekki geta staðið í þessu strax en ekki stóð á hvatningunni og við létum reyna á það. Þessi tvö ár í skólanum reyndust vera ár sorgar og gleði því á fyrra árinu kom lítill prins í heiminn eftir sex mánaða meðgöngu. Já, það var okkur mikil sorg að missa hann og erfið reynsla. Og auðvitað grétum við sam- an tilfinningaverurnar þú og ég pabbi minn. Seinna skólaárið fæddist okkur heilbrigður strákur, hann Ingvar, og þú varst viðstaddur fæðinguna þar sem Bergur notaði páskafrí í skólan- um til að vera á sjó. Ég var í vandræð- um með að fá þig til að fara heim og hvíla þig. Þú bara gast ekki sleppt þessu litla barni, enda elskaðir þú börn út af lífinu. Já pabbi, síðustu níu ár voru þér erf- ið. Þá bankaði upp á hjá þér sjúkdóm- ur sem við í fyrstu skildum ekki, þung- lyndi. Þessi sjúkdómur kom í sveiflum og átti eftir að verða erfiður viðureign- ar en með þrautseigju og þolinmæði fengum við pabba mikið til baka. Þakklæti er okkur efst í huga. Þakk- læti til lækna og hjúkrunarfólks á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Valinn maður í hverju rúmi. Einnig langar okkur að þakka Dodda, her- bergisfélaganum, hvað hann var pabba alltaf góður. Tveir góðir saman. Elsku mamma. Þið hefðuð átt 60 ára brúðkaupsafmæli í sumar. Ég vona að ég verði alltaf svona hamingjusöm eins og þið í gegnum tíðina. Elsku pabbi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Við hugsum um mömmu. Jónína Björk (Jóný) og Bergur. Mig langar að minnast góðs vinar míns og tengdaföður, Hjörleifs Guðna- sonar frá Oddstöðum í Vestmannaeyj- um. Elsku Hjölli minn, mig langar að þakka þér öll þau kærleiksríku ár sem þú gafst mér bæði sem barni, unglingi og fullorðnum manni. Ég kynntist þér sem ungur drengur og alla tíð varstu þú mér svo góður. Þú áttir þann sér- staka kærleika og útgeislun sem fáum er gefin. Ég man þegar þið Siggi múr voruð að pússa húsið okkar á Helga- fellsbraut og við strákarnir vorum að prakkarast, þá raukst þú aldrei upp eða skammaðist, heldur sagðir „strák- ar mínir, haldið þið að þið séuð að gera rétt?“ Þegar þú gerðist húsvörður í skólanum voru sjaldan vandræði því allir virtu þig og dáðu. Þú hafðir frá- bæra sönghæfileika og naust þess að taka lagið í góðra vina hópi. Þú eign- aðist yndislega konu, og börn sem syrgja þig, en við vitum að nú ert þú kominn heim til föður þíns og allar þrautir farnar. Ég man að við peyjarnir höfðum gaman af því að gera at með því að hringja dyrabjöllum frá Ásavegi niður á Kirkjubæjarbraut, en alltaf var sagt, „það er bannað að gera at hjá Hjölla múr og Ingu.“ Á þessu sérðu, elsku vinur, hve virtur þú varst af okkur peyjunum í austurbænum. Mörgum árum seinna þá varð ég tengdasonur þinn, og er ég kvaddi þig um hvítasunnuna, þá vissi ég að þetta væri í síðasta sinn sem ég myndi sjá þig, og kossinn sem þú gafst mér á kinnina er eitthvað sem ég mun muna alla tíð, svo hlýr var hann. Ég kveð þig, elsku vinur, með sökn- uði og veit að þú hefur fengið góða og fallega heimkomu. Guð blessi þig og varðveiti. Elsku Inga mín, börn, barnabörn og barnabarnabörn, ég veit að söknuður- inn er mikill, en munið að hann var sér- stakur og góður maður sem allir elsk- uðu og dáðu. Megi góður Guð styrkja ykkur og varðveita í sorg ykkar og um ókomna framtíð. Friðrik Ingi Óskarsson. Hjörleifur Guðnason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.