Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu - Surf’s Up m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 4 - 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS Knocked Up MasterCard 2fyrir1 Forsýnd kl. 8 B.i. 12 ára Rush Hour 3 kl. 6 - 10:10 B.i. 12 ára The Simpsons m/ensku tali kl. 4 - 8 - 11 The Simpsons m/ísl. tali kl. 4 - 6 Disturbia kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 The Bourne Ultimatum kl. 6 - 10:10 B.i. 14 ára Knocked Up kl. 8 MasterCard 2fyrir1 – Sími 564 0000 –Sími 462 3500 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE * Gildir á allar sýningar í Regn- boganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Sýnd með íslensku og ensku tali eeee - A.M.G., SÉÐ OG HEYRT eeee - H.J., MBL eeee - Ó.H.T., RÁS 2 íslenskur texti VINSÆLUSTU MYNDIR BÍÓDAGA SÝNDAR ÁFRAM Í NOKKRA DAGA Í REGNBOGANUM SICKO FROM HER AWAY Evening kl. 5:30 - 8 - 10:30 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 Away From Her kl. 5:30 - 8 B.i. 7 ára Die Fälscher ísl. texti kl. 5:30 B.i. 14 ára Sicko ísl. texti kl. 8 - 10:30 B.i. 7 ára Cocain Cowboys kl. 8 B.i. 14 ára Shortbus ísl. texti kl. 10:30 B.i. 18 ára The Bridge ísl. texti kl. 10:30 B.i. 16 ára Dramatísk ástarsaga í anda Notebook frá höfundi The Hours með úrvali stórleikara Hennar mesta leyndarmál var hennar mesta náðargáfa. Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Sýnd með íslenskuog ensku tali. Þrjár vikur á toppnum í USA BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins! CHRIS TUCKER JACKIE CHAN DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS 52.000 GESTIR Strandgata 50, Hafnarfjörður Pantanasími 555 2222 og á www.midi.is Kemur aftur Barnasýning ársins 2007 9. sept. sun. kl. 14 16. sept. sun. kl. 14 TÓNLISTARMAÐURINN góð- kunni Sigtryggur Baldursson hef- ur hingað til ekki verið þekktur fyrir að stíga á fjalir leikhúsa. En nú er svo komið að land- inn getur séð hann á fjölum Hafnarfjarð- arleikhússins í hlutverki Herra Rokks í söng- leiknum Abba- babb!. Sig- tryggur fer þar í skó Sigurjóns Kjartanssonar sem fór með hlutverk Hr. Rokks sein- asta vetur. Sigtryggur treður í fyrsta sinn upp sem Hr. Rokk hinn 23. september en þangað til mun söngvarinn úr Greifunum, Felix Bergsson, leika sjoppueigandann síkáta. Einnig hafa orðið þær breyt- ingar í leikaraliðinu að Tinna Hrafnsdóttir leikur Höllu í staðinn fyrir Álfrúnu Örnólfsdóttur og Jó- hannes Haukur Jóhannesson leik- ur Steindór í tvo mánuði á meðan Atli Þór er að jafna sig eftir hné- uppskurð. Fyrsta sýning á haustönn er næstkomandi sunnudag. Sigtryggur verður Hr. Rokk Sigtryggur Baldursson ÞEGAR gamli grunnskólakenn- arinn fellur frá hyggst Matt (Pay- mer), sonur hans, fylla skarð hans sem vinsælasti lærifaðir stofn- unarinnar. Þá kemur sjarmörinn Hr. D (Reynolds) til skjalanna og heillar samstarfsmenn sína sem nemendur upp úr skónum. Hvert er leyndarmálið á bak við hyllina? Matt kemst að því og lærir sína lexíu. Fer frísklega af stað, uns við fáum að vita hvað drífur Hr. D áfram. Upp frá því verður Skóli lífsins sífellt væmnari klisjusúpa, ergilega á skjön við vel skrifaðan boðskap þess efnis að maður á að lifa lífinu lifandi. Sannleika sem hollt er að velta fyrir sér á tímum lífsgæðamaraþonsins. Leyndardóm- ur herra D MYNDDISKAR Gamandrama Bandaríkin. 2005. Sena 2007. 111 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: William Dear. Að- alleikarar: David Paymer, John Astin, Ryan Reynolds. School Of Life  Sæbjörn Valdimarsson Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞARNA munu bæði þekktir og óþekktir koma saman og viðra nýtt efni í þægilegu og öruggu umhverfi, með góða hljómsveit sér til stuðnings ef menn vilja, en sumir kjósa að vera bara með gítar eða slaghörpu,“ segir Jakob Frímann Magnússon, skipu- leggjandi söngvaskáldakvölda sem haldin verða á Domo fyrsta miðviku- dag hvers mánaðar í vetur. Þetta er annað árið í röð sem slík kvöld eru haldin, en fyrstu tónleikar þessa vetrar eru í kvöld. „Hvert kvöld skartar einu landskunnu söngva- skáldi sem opnar kvöldið, en svo taka aðrir við. Við höfum fengið til liðs við okkur fullt af góðum söngvaskáld- um,“ segir Jakob, en á meðal þeirra sem koma munu fram í vetur eru Ragnheiður Gröndal, Bubbi Mort- hens, Magnús Þór Sigmundsson og Dr. Gunni. „Sá sem ríður á vaðið er hins vegar á meðal afkastameiri söngvaskálda okkar tíma; óðmaðurinn, júdasinn og trúbrjóturinn Magnús Kjartansson. Það er sjaldgæft að hann gefi kost á svona löguðu en með sameinuðu átaki tókst að eggja hann til dáða og hann ætlar að viðra nýtt efni í bland við eldra,“ segir Jakob, en þess má geta að fyrsta lag hvers kvölds verð- ur sýnt í beinni útsendingu í Kastljósi Sjónvarpsins. „Þegar söngvaskáld hafa tæmt úr skjóðum sínum koma svo snarstefj- unar- og spunameistarar með horn sín og rafgíur og þá þróast þetta yfir í „jam-session“-spuna,“ segir Jakob, en auk Magnúsar munu þau Magga Stína, Fabúla og Valgeir Skagfjörð koma fram í kvöld. Klukkan 22 verð- ur svo skipt um gír því þá mun Djass- klúbburinn Múlinn taka við með léttri sveiflu. „Þessi tónlistarstaður í miðborginni er nefnilega að taka á sig mynd sem sumir myndu lýsa sem mjög „erlendis“,“ segir Jakob um Domo. Það er Félag tónskálda og texta- höfunda í samstarfi við Félag ís- lenskra hljómlistarmanna sem stend- ur fyrir söngvaskáldakvöldunum. „En svo hefur tónsprotafyrirtækið Tónvís fallist á að vera okkur til halds og trausts, en það er nýsköpunarfyr- irtæki FL Group í tónlistar- og vit- undariðnaði,“ segir Jakob að lokum. Þeir sem vilja taka þátt í söngva- skáldakvöldum í vetur geta sent póst og skráð sig á ftt@ftt.is. Maggi Kjartans ríður á vaðið Fyrsta söngvaskáldakvöld vetrarins haldið á Domo í kvöld Fjölhæfur Magnús Kjartansson hefur komið víða við á ferlinum. Söngvaskáldakvöldið hefst kl. 20 í kvöld og aðgangur er ókeypis á meðan húsrúm leyfir. RANGT var farið með staðreyndir um væntanlega bók Arnaldar Indr- iðasonar í Morgunblaðinu í gær og er það harmað. Þar kom fram að í upphafi bókar væri lögreglan kölluð til vegna morðs í sumarbústað en hið rétta er að þar mun hafa verið um sjálfsvíg að ræða. Þá er Harðskafi vissulega fjall á Austfjörðum en ekki Þingvöllum eins og ranglega var fullyrt. Leiðrétting EFTIR að Halle Berry hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki í Monster’s Ball, fyrst svartra kvenna, hefur ferill hennar ekki náð miklum hæðum og er skemmst að minnast þess að ekki löngu seinna fékk hún Razzie-skammarverðlaunin alræmdu fyrir Catwoman – en ólíkt flestum handhöfum verð- launanna tók hún þó við þeim til þess að minna sig á fallvaltleika lífsins. En nú hefur Berry gripið til þess ráðs að leika aftur á móti Billy Bob Thornton í þeirri von að það skapi gamla töfra, en Billy Bob lék ein- mitt á móti henni í Monster’s Ball. Myndin sem um ræðir er Tulia og er byggð á bók Nake Blakeslee, Tulia: Race, Cocaine, and Corrup- tion in a Small Texas Town, og ætti undirtitill bókarinnar að vera næg útlistun á efni myndarinnar. Það er John Singleton sem leikstýrir en fyrir sextán árum var hann óska- barn Hollywood, nýbúinn að leik- stýra Boyz N’ the Hood og yngsti leikstjórinn sem hafði hlotið ósk- arstilnefningu, aðeins 24 ára gam- all. En nú stendur hann á fertugu og Boyz N’ the Hood er ennþá eina myndin hans sem bæði áhorfendur og gagnrýnendur hafa tekið í sátt þannig að ferill hans þarf ekki síður á vítamín- sprautu að halda en ferill Berry. Annað Skrímslaball Halle Berry MYNDDISKAR»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.