Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 39 Stærsta kvikmyndahús landsins Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Chuck and Larry kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára Hairspray kl. 5:30 - 8 - 10:30 Veðramót kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára Astrópía kl. 6 The Bourne Ultimatum kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST www.laugarasbio.is Sýnd kl. 10:20 B.i. 14 ára Sagan sem mátti ekki segja. eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ eeee - B.B., PANAMA.IS eeee - E.E., DV eeee - S.G., Rás 2 eeee - R.H., FBL eeee - VJV, TOPP5.IS eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ - T.V., KVIKMYNDIR.IS Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 B.i. 12 ára HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:20 - T.V., KVIKMYNDIR.IS eeee - R.V.E., FRÉTTABLAÐIÐ eeee - S.V., MORGUNBLAÐIÐ HVERSU LANGT MYNDIRU GANGA FYRIR BESTA VIN ÞINN? -bara lúxus Sími 553 2075 Sýnd kl. 6 Verð aðeins600 kr. Sýnd með íslensku tali Fjöldamorðingi leikur laus-um hala á Íslandi ogskotmörk hans eru gæsa-skyttur. Þetta er rauði þráðurinn í sjónvarpsþáttunum Mannaveiðar sem sýndir verða í Sjónvarpinu á komandi vetri. Það er ekki tilviljun að söguþráðurinn er sá sami og í glæpasögu Viktors Arnars Ingólfssonar, Aftureldingu, en handrit þáttanna er byggt á sög- unni. Það er Sveinbjörn I. Baldvinsson sem skrifar handritið af þáttunum fjórum upp úr bókinni. Leikstjóri Mannaveiða er Björn Brynjúlfur Björnsson. Tökur á Mannaveiðum hefjast snemma í október og allur und- irbúningur því á lokastigi. Nýtt lögguteymi Búið er að ráða flesta leikara til verksins og það eru þeir Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garð- arsson sem fara með hlutverk lögguteymisins Gunnars og Birkis. „Hann heitir Gunnar og er ný- fluttur úr Reykjanesbæ til Reykja- víkur þar sem hann starfar í rann- sóknarlögreglunni,“ segir Ólafur Darri um hlutverk sitt í Mannaveið- um. Hann bætir við að Gunnar sé að mestu leyti eins og honum sé lýst í Aftureldingu. Bókina las Ólafur Darri þegar hún kom út og leist strax vel á þeg- ar til stóð að gera sjónvarpsþætti upp úr henni. „Mér fannst Gunnar reyndar ekkert sérstaklega skemmtileg persóna í fyrstu en hann vinnur á,“ segir hann. Ólafur Darri segist vera ánægð- ur með að vera orðinn annar helm- ingur lögguteymis á sjónvarps- skjánum. „Þetta er bara æðislega skemmtilegt. Er það ekki draumur allra leikara að fá að taka þátt í svona lögguþætti?“ spyr hann að lokum. Hlutverk annarra gæslumanna laga og reglna eru í höndum Björns Thors, Charlottu Böving, Halldóru Björnsdóttur og Lauf- eyjar Elíasdóttur. Með önnur hlutverk í þáttunum fara Alti Rafn Sigurðarson, Darri Ingólfsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Halla Vil- hjálmsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Hanna María Karlsdóttir, Lilja ríkra einstaklinga og fátækra í þáttunum og við sögu kemur fólk af öllum stigum samfélagsins. Þetta er breið lýsing á íslensku þjóðfélagi og mér finnst það mjög skemmtilegt og spennandi.“ Þó að sagan sé góð þurfti að breyta einhverju í sögunni til að færa hana upp á sjónvarpsskjáinn. „Lögreglumaðurinn Birkir, sem Gísli Örn leikur, er til dæmis Víet- nami í sögunni en því var breytt þó svo að karakterinn sé að mörgu leyti sá sami,“ segir Björn. „Þeir Gunnar og Birkir eru fengnir til að fara með umsjón rannsóknarinnar í þáttunum. Þeir þekkjast ekkert fyrir og hafa aldr- ei unnið saman svo það er mikil togstreita á milli þeirra í þátt- unum, sem ekki var í bókinni.“ Áætlað er að tökur á Mannaveið- um hefjist 8. október næstkomandi. Guðrún Þorvaldsdóttir, María Ell- ingsen, Margrét Helga Jóhanns- dóttir, Ólafur Guðmundsson, Sig- urður Skúlason, Þórunn Erna Clausen, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Morðinginn stöðug ógn Leikstjórinn Björn segir sögu Viktors Arnars henta að mörgu leyti vel fyrir sjónvarpsþætti. „Sagan hentar mjög vel því að morðinginn er á ferðinni allan tím- an og er stöðugt að drepa fleira fólk. Lögreglan sem er að rann- saka er því ekki að fást við eitt gamalt mál sem dreift er á nokkra þætti heldur við morðingja sem stöðug ógn er af, sem er gott,“ seg- ir Björn. „Annar kostur sögunnar er að hún gerist mjög víða í íslensku samfélagi. Við erum bæði meðal Mannaveiðar á næsta leiti Tökur hefjast á nýjum sjónvarps- þáttum í október Morgunblaðið/Þorkell Gunnar og Birkir Þeir Ólafur Darri Ólafsson og Gísli Örn Garðarsson fara með hlutverk lögguteymisins. Morgunblaðið/ÞÖK Leikstjórinn „Þetta er breið lýsing á íslensku þjóðfélagi.“ Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.