Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.09.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. SEPTEMBER 2007 41 WWW.SAMBIO.IS / KEFLAVÍK / SELFOSSI CHUCK AND LARRY kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára BRATZ kl. 8 LEYFÐ DISTUBIA kl. 10:10 B.i. 14 ára / AKUREYRI SHOOT'EM UP SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 8 - 10 B.i. 16 ára MR. BROOKS kl. 8 B.i. 16 ára VACANCY kl. 10:10 B.i. 16 ára BRATZ kl. 6 LEYFÐ ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝNINGAR kl. 6 SÝND Á AKUREYRI eeee - E.E., DV eeee - S.V., MBL eeee - S.G., Rás 2 SÝND Á SELFOSSISÝND Á SELFOSSI eeee JIS, fIlm.IS BÝR RAÐmORÐINGI Í ÞÍNU HVERfI? SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL eeee - RÁS 2 VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SKEMMTILEGUSTU VINKONUR Í HEIMI ERU MÆTTAR. MYND Í ANDA CLUELESS OG MEAN GIRLS. SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, KEFLAVÍK OG AKUREYRI SÝND Á AKUREYRI KNOCKED UP kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára VEÐRAMÓT kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára YFIR 40.000 MANNS HOLLYWOOD-leikarinn Christian Slater leikur í mynd sem verður tek- in upp að hluta hér á landi. Þetta kemur fram í viðtali við Sla- ter sem birtist í The Times síðastlið- inn mánudag. Í viðtalinu segir, þeg- ar talið berst að næstu verkefnum Slater: „Hann er með tvö verkefni bókuð – vísindaskáldsögu sem verð- ur tekin upp á Íslandi og sitt eigið leikstjórnarverkefni, mynd gerða eftir skáldsögu Williams Viharos Love Stories are Too Violent For Me.“ Ekki kemur fram hvenær tökur á myndinni fara fram hér á landi eða hverjir aðrir koma að henni. Reuters Slater Leikur í kvikmynd sem verður tekin upp hér á landi. Christian Slater til Íslands? EVRÓVISJÓN-vefsíðan www.escto- day.com segir frá því að Ísland verði fyrst landa til að velja lag til þátt- töku í Evróvisjón- söngvakeppninni 2008. Sagt er frá því að lagið verði valið í þættinum Laugardagslögin sem verður á dagskrá alla laugardaga í vet- ur, frá og með 6. október, á Rúv. Þrjú lög verða kynnt í hverjum þætti og eitt af þeim kemst áfram í úrslitin með símakosningu í þætt- inum, það verður einnig dómnefnd í salnum sem mun segja álit sitt á lög- unum. Vefsíðan segir frá því að einn af dómurnum verði Selma Björns- dóttir sem hafi tvisvar farið út fyrir Íslands hönd í keppnina. Vefsíðan virðist fylgjast vel með íslenskum Evróvisjónförum því í gær var ný frétt á síðunni um Selmu Björnsdóttur. Þar segir frá því að Selma eigi í fyrsta skipti lag á smá- skífu í Bretlandi. En Selma syngur dúett með Garðari Thór Cortes í laginu „All I Know of Love“ sem er bónuslag á smáskífu Garðars Hunt- ing High and Low en þann gamla smell AHA er að finna á diski hans, Cortes, sem kom út í Bretlandi fyrr á árinu. „All I Know of Love“ er samið af David Foster og Lindu Thompson – en Linda skrifaði enska textann fyr- ir lagið „If I had your love“ sem Selma söng í Evróvisjónkeppninni árið 2005. Segir í fréttinni frá því að Cortes sé heldur ekki ókunnugur Evróvisjón því hann hafi verið kynn- ir í Söngvakeppni Sjónvarpsins í fyrra. Umfjöllun um Söngva- keppni Sjón- varpsins Selma Nýtur enn vinsælda hjá Euro- vision aðdáendum. JAPÖNSK vika helguð viðburðum tengdum japönskum teiknimyndum hefst á morgun. Það er Sendiráð Japans og Japan Foundation, með stuðningi Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík sem stendur að vikunni. Vikan hefst á morgun með fyrirlestri Nobuyuki Tsu- gata, sérfræðings í japönskum teiknimyndum (í Japan „anime“), en hann kemur í boði Japan Foundation og heldur þrjá fyrirlestra. Fyrirlestrar Nobuyuki Tsugata eru eftirfarandi:  27. september (Fimmtudagur), kl.15:10 – Askja – stofa 132, Háskóli Íslands. Titill: Animation.  28. september (Föstudagur) kl. 15:00 – Listaháskóli Íslands, Laugarnesvegur 9. Titill: The Animation Era – history and its present status.  29. september (Laugardagur), kl. 14:00 – Norræna Húsið. Titill: The Future of Animation. Í viðbót við fyrirlestrana verða sýningar á tveimur anime-kvikmyndum og einni stuttmynd en þær verð- ar sýndar í Norræna húsinu á eftirtöldum tíma:  29. september kl. 15:15 –(eftir fyrirlestur) – Norræna Húsið, Paprika (90 mín)  1. og 2. október (Mánudagur og þriðjudagur), kl.14:00 – Norræna Húsið, The Well Ordered Res- taurant (19 mín) og Night on the Galactic Railroad (108 mín). Meðan á vikunni stendur verður haldin manga- teiknisamkeppni og eru allir nemendur, á hvaða náms- stigi sem er, hvattir til að taka þátt. Teikningin getur verið ýmist ein mynd eða lítil saga með nokkrum mynd- um, teiknuð á eitt A4 blað. Hægt er að skila teikningum inn í keppnina í Norræna húsinu dagana 1. og 2. októ- ber sem og að senda til Sendiráðs Japan, Laugavegi 182, 105 Reykjavík. Lokafrestur er til 5. október. Frítt er á alla viðburði nema sýninguna á kvikmynd- inni Paprika en skipulagning hennar er í höndum Al- þjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Anime og Manga vika Sérfræðingur í japönskum teiknimyndum heldur þrjá fyrirlestra. Viðburðir tengdir jap- önskum teiknimyndum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.