Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 3 Toppslagur í N1 deildinni FL býður öllum á toppleik í Safamýrinni í kvöld kl. 20:00 Hvetjum alla frammara til að mæta, þinn stuðningur skiptir máli. Stefán Gísla-son og fé- lagar hans í Bröndby tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 4. umferð dönsku bikar- keppninnar í knattspyrnu þeg- ar liðið marði Silkeborg á útivelli, 1:2, og skoraði Bröndby sigurmarkið tveimur mín- útum fyrir leikslok. Stefán lék allan tímann á miðjunni hjá Bröndby og Hólmar Örn Rúnarsson var í byrj- unarliði Silkeborg en var skipt út af á 68. mínútu.    Kári Árnason lék með AGF þeg-ar liðið lagði Thisted, 0:2, á úti- velli. Kári hóf leikinn á varamanna- bekknum en hann kom inná á 33. mínútu.    Norrköping, sem í vikunnitryggði sér sæti í sænsku úr- valsdeildinni að ári, tapaði 3:0 fyrir Sundsvall í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Með sigri hefði Norrköping endanlega tryggt sér sigur í deildinni en liðið hefur 10 stiga forskot á Sundsvall þegar fimm umferðir eru eftir. Stefán Þór Þórðarson lék fyrstu 56 mínúturnar og fékk að líta gula spjaldið sem þýð- ir að hann er kominn í eins leiks bann en Garðar Gunnlaugsson lék síðustu 16 mínúturnar.    Íslendingaliðið Elverum steinláfyrir Halsum, 42:25, í norsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gær- kvöldi. Samúel Ívar Árnason skor- aði þrjú af mörkum Elverum, Ingimundur Ingimundarson skoraði eitt en Sigurður Ari Stefánsson lék ekki með liðinu sem Axel Stefánsson þjálfar. Þá skoraði Magnús Ísak Ás- bergsson eitt mark fyrir Kragerø sem tapaði fyrir Vestli á heimavelli, 24:33.    Guðbjörg Guðmannsdóttir skor-aði tvö af mörkum Fredriks- havn Fox þegar liðið tapaði fyrir Ikast/Bording, 36:27, í dönsku úr- valsdeildinni.    Gylfi Gylfason skoraði tvö mörkfyrir Wilhelmshavener sem tapaði gegn meisturum Kiel, 34:29, í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik í gær. Kiel gerði út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan var 22:13 í leikhléi. Stefan Lövgren skoraði 10 mörk fyrir Kiel og Nikola Karabatic kom næstur með níu. Með sigrinum komst Kiel í toppsæti deildarinnar með 12 stig, stigi meira en Flens- burg og Gummersbach.    Þjóðverjar báru sigurorð af Rúm-enum, 31:28, í æfingaleik í Wetzlar í gærkvöldi. Florian Kehr- mann var markahæstur í liði Þjóð- verja með sex mörk og Michael Krauss kom næstur með fimm mörk Fólk sport@mbl.is Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is „VIÐ áttum í vandræðum með Fylkisliðið í 45 mínútur en við náð- um að landa sigrinum á síðustu 15 mínútunum,“ sagði Ágúst Jóhanns- son þjálfari Vals eftir 27:18-sigur liðsins gegn Fylki í gær í N1- deildinni í handknattleik kvenna. Valur er með fullt hús stiga eftir þrjá leiki á Íslandsmótinu. Tveir aðrir leikir fóru fram í gærkvöld. FH tapaði á heimavelli gegn HK, 23:28. Fram burstaði Akureyri 34:15. Ágúst segir að hann sé þokkalega ánægður með byrjunina á mótinu hjá Val. „Við erum með 5 nýja leikmenn og misstum 8 úr liðinu frá því í fyrra. Það tekur því tíma að pússa þetta saman.“ Eva Barna frá Ung- verjalandi skoraði 9 mörk fyrir Val og landa hennar Nora Valovics var með 4 mörk og er þjálfarinn ánægður með ungversku leik- mennina. „Þær styrkja lið okkar veru- lega og eru góð viðbót í okkar leikmannahóp. Mér fannst Fylkisliðið spila vel gegn okkur og þetta lið er með flotta unga leikmenn í bland við nokkra eldri og reyndari. Ég tel að stærsta prófið fyrir okkur fram til þessa verði gegn Gróttu á laug- ardaginn.“ Ágúst segir að deildin fari vel af stað en hann er sammála því að Fram hafi komið verulega á óvart í upphafi leiktíðar. „Fram er með unga leikmenn sem hafa feng- ið fína reynslu með yngri landslið- inum Íslands. Í liðinu eru einnig þrír mjög öflugir erlendir leikmenn og þar á meðal mjög sterkur mark- vörður. Fram á eftir að ná fínum árangri í vetur með þetta lið.“ Það eru 9 lið í deildinni og telur Ágúst að 6 þeirra eigi eftir að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn. „Mér líst ágætlega á það sem ég hef séð til annarra liða en það er mín tilfinning að það verði 6 lið sem eigi eftir að verða í efri hluta deild- arinnar. Keppnin verður því hörð,“ sagði Ágúst Jóhannsson. Það er ljóst að veturinn verður erfiður fyrir hið unga lið frá Ak- ureyri en liðið hefur tapað báðum útileikjum sínum stórt. Næstu leikir í N1-deild kvenna eru um helgina. Þrír á laugardag, HK– Fram, Ak- ureyri – Haukar, Grótta – Valur og einn á sunnudag, Fylkir – FH. „Deildin fer mjög vel af stað“ Ágúst Jóhannsson Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is „Það var 0:0 í hálfleik og allt leit vel út en á fyrstu mínútunum í seinni hálf- leik fengum við á okkur tvö mörk úr hornspyrnum og þar með voru úrslit- in eiginlega ráðin,“ sagði Emil við Morgunblaðið í gærkvöldi en hann lék allan tímann á vinstri kantinum og átti ágætt færi undir lokin þegar hann skallaði framhjá. „Þetta hefur ekki byrjað vel hjá okkur en við erum ekkert farnir að örvænta ennþá. Við eigum heimaleik á móti Lazio á sunnudag og við verð- um bara að vinna þann leik,“ sagði Emil. Legrottaglie, Salihamidzic, Trezeguet og Palladino gerðu mörkin fyrir Juventus. Zlatan Ibrahimovic skoraði tvö af mörkum Inter og Luis Figo eitt þeg- ar meistararnir lögðu Sampdoria, 3:0. Ekki gekk eins vel hjá hinu Mílanó- liðinu því Evrópumeistararar AC Milan töpuðu fyrir Palermo, 2:1. Cla- rence Seedorf skoraði mark AC Mil- an og kom því yfir.  Óvænt úrslit urðu í 3. umferð ensku deildabikarkeppninnar þegar Manchester United lá á heimavelli fyrir fyrstudeildarliði Coventry, 0:2. Maltneski landsliðsmaðurinn Mich- ael Mifsud skoraði bæði mörk Cov- entry en United tefldi fram varaliði og enginn af þeim 11 sem voru í liðinu gegn Chelsea byrjaði inná.  Chelsea vann öruggan sigur á fyrstudeildarliði Hull, 4:0. Salomon Kalou skoraði tvö markanna og þeir Scott Sinclair og Steve Sidwell gerðu sitt markið hvor.  Gareth Bale og Tom Huddle- stone tryggðu Tottenham sigur á Middlesbrough, 2:0, og léttu þar með nokkurri pressu af Martin Jol, stjóra sínum.  Leicester gerði góða ferð á Villa Park þegar liðið lagði Aston Villa, 0:1. Matty Fryatt skoraði sigurmarkið korteri fyrir leikslok.  Dean Ashton kom Íslendingalið- inu West Ham til bjargar gegn Blackpool en Ashton skoraði eina mark leiksins í uppbótartíma.  Í Spánarsparkinu bar það helst til tíðinda að Barcelona burstaði Real Zaragoza, 4:1, þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Börsungar fóru þá á kostum og Messi skoraði tvö mörk og þeir Andres Iniesta og Rafa- el Marquez gerðu sitt markið hvor. ,,Erum ekkert farnir að örvænta ennþá“ EMIL Hallfreðsson og félagar hans í Reggina sóttu ekki gull í greipar Juventus þegar liðin mættust í ítölsku A-deildinni á Delle Alpi- leikvanginum í Tórínó í gær. Marg- faldir meistarar Juventus unnu stórsigur, 4:0, og með tapinu fór Reggina í botnsætið. AP Erfitt Emil Hallfreðsson reynir að brjóta sér leið framhjá Antonio No- cerino í leik Juventus og Reggina í gær. Emil og félagar töpuðu stórt, 4:0 Morgunblaðið/Brynjar Gauti r í N1-deildinni í kvennahandboltanum. ARTAN Henry Finnbogason fékk góða ma fyrir frammistöðu sína með Åtvitaberg nsku 1. deildinni í knattspyrnu í fyrra- ld. Kjartan Henry skoraði fyrra mark ins í útisigri á Enköping, 2:1, með muskoti af 25 metra færi, og lagði svo sigurmarkið fyrir Kristian Bergström. ð sigrinum eygir Åtvitaberg enn von um vinna sig upp í úrvalsdeildina en liðið er í ta sæti 1. deildar, sex stigum á eftir dsvall sem er í þriðja sætinu, þegar fimm ferðum er ólokið en þrjú efstu liðin kom- upp. Átvitaberg komst á sigurbraut á ný og ur þakkað það Íslendingnum Kjartani nbogasyni,“ sagði í inngangi að umsögn ðarblaðsins Corren um leikinn. Kjartan er ekta sóknarmaður og markið s var mjög flott. Markið sem hann lagði minnti á tilþrif hjá Juventus á sunnu- inn, Kjartan átti fasta snilldarsendingu í að stönginni nær þar sem Bergström i að skora,“ sagði Andreas Thomsson, toðarþjálfari Åtvitaberg, við Corren. jartan tognaði í nára rétt eftir seinna rkið og þurfti að fara af velli. „Þetta var neikvæða við leikinn hjá okkur en ég a að hann geti spilað gegn Sylvia á gardaginn,“ sagði aðstoðarþjálfarinn. jartan Henry kom til Åtvitaberg frá tic fyrr í þessum mánuði og samdi við gið út þetta tímabil. tvitaberg var í fremstu röð í sænsku ttspyrnunni framan af áttunda áratugn- Þá varð liðið tvisvar sænskur meistari visvar bikarmeistari, og komst í tvígang ta liða úrslit í Evrópukeppni. Félagið ur hinsvegar ekki komist í úrvalsdeildina darfjórðung, eða síðan það féll þaðan ár- 982. Kjartan maður eiksins hjá Åtvitaberg FL býður öl um á toppleik í f ri i í l l. . Hvetjum alla Fra ar til að mæta, i ingur iptir li

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.