Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.09.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Bandaríski kylfingurinn TigerWoods var í fyrrakvöld valinn kylfingur ársins á PGA-mótaröðinni bandarísku. Þetta er í 9. sinn á 11 árum sem Woods verður fyrir val- inu. Hann er nú 31 árs og hefur sigr- að á 61 móti sem atvinnukylfingur og 13 sinnum hefur hann hrósað sigri á stórmótunum fjórum. Hann var fyrst valinn kylfingur ársins 1997 og þeir einu sem hafa komist að síðan þá eru Mark O’Meara árið 1998 og Vijay Singh árið 2004.    Sigmundur Einar Másson, kylf-ingur úr GKG, varð í öðru sæti á háskólamóti með skóla sínum, McNeese State University, í fyrra- dag. Hann var tveimur höggum á eftir Scotty Campbell frá Central Arkansas, og lauk hringjunum þremur á tíu höggum undir pari, en sigurvegarinn lék á 12 undir pari. Sá sem kom næstur var á þremur höggum yfir pari þannig að þeir tveir voru í nokkrum sérflokki.    Eskfirðingurinn Eggert Gunn-þór Jónsson lék allar 120 mín- úturnar með Hearts í fyrrakvöld þegar lið hans vann Dunfermline, 4:1, í framlengdum leik í 16 liða úr- slitum skoska deildabikarsins í knattspyrnu. Eggert, sem lék á miðjunni, var óheppinn að skora ekki mark í framlengingunni.    Björn Kristinn Björnsson hefurverið endurráðinn þjálfari kvennaliðs Fylkis í knattspyrnu. Undir hans stjórn hafnaði Árbæj- arliðið í sjötta sæti úrvalsdeild- arinnar, sama sæti og 2006, en þetta eru fyrstu tvö ár félagsins í efstu deild.    HallgrímurJónasson, húsvíski knatt- spyrnumaðurinn sem leikur með Keflavík, fer til reynslu til Loke- ren í Belgíu að Íslandsmótinu loknu. Á vef Kefl- víkinga í gær kom fram að hann færi utan um næstu helgi og yrði hjá belgíska félaginu í tvær vikur. Hall- grímur er 21 árs og hefur ýmist leik- ið í vörn eða á miðju en hann hefur spilað með 21 árs landsliði Íslands í haust.    Guðmundur Steinarsson, fram-herji Keflvíkinga, missir af lokaleiknum gegn Skagamönnum í Landsbankadeildinni á laugardag vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum við Fylki um síðustu helgi. Guðmundur fer í myndatöku í dag og þá kemur í ljós hvort um fótbrot er að ræða eða hvort liðbönd í ökkl- anum hafa gefið sig.    Tiger Woods og Charles HowellIII verða saman í liði í fyrstu umferð Forsetabikarsins í golfi. Jack Nicklaus fyrirliði bandaríska úrvalsliðsins lét það í hendurnar á Woods að velja samherja í fyrsta leikinn en Woods hefur gengið illa að ná góðum árangri í liðakeppni á undanförnum árum. Nicklaus vildi því lítið skipta sér að því með hvað félaga Woods myndi leika í Mont- real. Liðin í fjórmenningum í dag eru þannig skipuð, bandaríska liðið á undan: Hunter Mahan/Steve Stricker gegn Adam Scott/Geoff Ogilvy. Phil Mickelson/Woody Austin gegn Vijay Singh/Mike Weir. Stewart Cink/Zach Johnson gegn Rory Sabbatini/Trevor Immelman. David Toms/Jim Furyk gegn Er- nie Els/Angel Cabrera. Lucas Glover/Scott Verplank gegn Stuart Appleby/Retief Goo- sen. Tiger Woods/Charles Howell III gegn K.J. Choi/Nick O’Hern. Fólk sport@mbl.is ÞETTA er í fimmta sinn sem keppn- in er haldin og hefur Ballesteros, sem var upphafsmaður keppninnar, verið fyrirliði meginlandsins en Col- in Montgomery farið fyrir breska liðinu. Núna spilar hann hins vegar og Faldo verður fyrirliði í fyrsta sinn. Leikinn verður fjórleikur, tveir saman og leika betri bolta sínum; fjórmenningur, tveir saman með einn bolta; tvímenningar og einnig „greensome“ þar sem allir slá upp- hafshögg og velja síðan betri bolt- ann, svipað og fjórmenningur nema leikin er holukeppni. Lið Bretlands er þannig skipað: Colin Montgomeri, Skotlandi, Justin Rose, Englandi, Paul Casey, Englandi, Bradley Dredge, Wales, Graeme Storm, Englandi, Oliver Wilson, Englandi, Nick Dougherty, Englandi, Phillip Archer, Englandi og þeir Simon Dy- son, Englandi og Marc Warren, Skotlandi, sem Faldo valdi. Ballesteros valdi þá Thomas Björn frá Danmörku og landa sinn Gonzalo Fernandez-Castano en aðr- ir í liðinu eru Robert Karlsson, Sví- þjóð, Miguel Angel Jiménez, Spáni, Raphaël Jacquelin, Frakklandi, Mikko Ilonen, Finnlandi, Sören Hansen, Danmörku, Grégory Havr- et, Frakklandi, Markus Brier, Aust- urríki og Peter Hanson, Svíþjóð. Fyrst þegar keppnin var haldin, árið 2000, vann sveit Ballesteros en Montgomery hefur leitt sína sveit til sigurs síðan; 2002, 2003 og 2005. Ballesteros og Faldo mætast Severino Ballesteros Nick Faldo BESTU kylfingar Evrópu mætast í liðakeppni, Seve-bikarnum, á Her- itage-golfvellinum í Killenard á Ír- landi um helgina og hefst keppni þar í dag. Þar munu Severino Bal- lesteros og Nick Faldo mæta með lið sín frá meginlandi Evrópu ann- ars vegar og hins vegar lið frá Stóra-Bretlandi og Írlandi. Kylfing- arnir unnu sér rétt til að vera í lið- inu, fjórir efstu á heimslistanum og eins á evrópsku mótaröðinni fá sæti í liðinu og fyrirliðarnir velja síðan tvo til viðbótar þannig að úr verður tíu manna lið. Keppnisfyrirkomulagið er þannig að í dag er leikinn fjórmenningur þar sem tveir kylfingar eru saman í liði og leika einum bolta, skiptast á um upphafshöggin en slá síðan annað hvert högg. Á föstudaginn er fjórleikur þar sem tveir eru saman í liði og leikur hvor sínum boltanum og betra skor á hverri holu gildir. Tvöföld umferð er á laugardaginn, fjórmenningur fyrir hádegi og fjórlekur eftir hádegi en á sunnudaginn eru tólf tvímenn- ingar þar sem tveir kylfingar eig- ast við í holukeppni. Bandaríska sveitin er ekki árennileg því fjórir efstu menn á heimslistanum er þar fremstir í flokki. Liðið er þannig skipað (staða á heimslista í sviga): Tiger Woods (1), Phil Mickelson (2), Jim Furyk (3), Steve Stricker (4), Zach Hohnson (14), Stewart Cink (23), Scott Verplank (24), David Toms (26), Woody Austin (31), Charles Howell III (33), Hunter Mahan (41), Lucas Flover (61). Fyrirliði er Jack Nicklaus og Jeff Sluman er honum til aðstoðar. Evrópska liði er þannig skipað: Ernie Els, Suður-Afríku (5), Adam Scott, Ástralíu (6), Rory Sabbatini, Suður-Afríku (8), K.J. Choi, Suð- ur-Kóreu (10), Geoff Ogilvy, Ástr- alíu (11), Vijay Singh, Fijí (12), Retief Goosen, Suður-Afríku (17), Trevor Immelman, Suður-Afríku (18), Angel Cabrera, Argentínu (19), Stuart Appleby, Ástralíu (34), Nick O’Hern, Ástralíu (36), Mike Weir, Kanada (46). Gary Player er fyrirliði og Ian Baker-Finch hon- um til aðstoðar. Reuters Vinsæll Tiger Woods hafði í nógu að snúast eftir æfingahringinn í gær, allir vildu fá eiginhandaráritun. Barist um forseta- bikarinn í Kanada KEPPNI í forsetabikarnum svo- nefnda hefst í dag á Royal Mont- real-vellinum í Kanada. Þar leiða saman hesta sína sveit Bandaríkj- anna og alþjóðleg sveit kylfinga frá þeim löndum sem ekki eru með í Ryder-keppninni. Tólf kylfingar eru í hvorri sveit og hafa Banda- ríkjamenn sigrað fjórum sinnum en alþjóðaliðið einu sinni. Bandaríkin unnu 1994, 1996, 2000 og 2005 en alþjóðaliðið 1998. Þegar mótið var haldið í Suður-Afríku árið 2003 varð jafntefli og urðu þeir Ernie Els og Tiger Woods að hætta leik vegna mykurs. SKVASSMENN hér á landi standa í stór- ræðum þessa dagana. Í dag hefst í Vegg- sporti alþjóðlegt kvennamót sem er liður í WISPA-heimsmótaröðinni. Á þriðju- daginn hefjast síðan hér á landi Smá- þjóðaleikarnir í skvassi þar sem mæta til leiks bæði karla- og kvennalið frá Kýp- ur, Liechtenstein, Lúxemborg og Móna- kó auk Íslands. Það mót stendur fram á laugardag líkt og kvennamótið sem hefst í dag, því lýkur með úrslitaleikjum á laugardaginn klukkan 16. Fimmtán erlendar stúlkur eru mættar til leiks auk þess sem Rósa Jónsdóttir fær tækifæri til að reyna sig við þær bestu. Mótherji hennar í dag er Sarah Kippax frá Englandi en hún er fjórði besti keppandinn í mótinu. Sú sem er best er Jacklyn Hawkez frá Nýja- Sjálandi en hún er í 19. sæti á heimslist- anum. Þetta er í fyrsta sinn sem WISPA-mót er haldið hér á landi en mót í þeirri mótaröð eru leikin út um allan heim. Mótið er með útsláttarfyrirkomulagi og var keppendum skipt í tvo styrk- leikaflokka og dregið þannig í fyrstu umferðina. Leikið verður á fjórum völlum og hefj- ast fyrstu leikir í dag klukkan 11 árdegis og þar leika Jacklyn Hawkes frá Nýja- Sjálandi og Soraya Renai frá Frakk- landi, Orla Noom frá Hollandi og Celia Allamargot frá Frakklandi, Dominique Lloyd-Walter frá Englandi og Kerry Shields frá Írlandi og Kirsty McPhee frá Englandi mætir Milou van der Heijden frá Hollandi. Seinni hluti fyrstu umferðar verður klukkan 11.45 og þá mætast Georgina Stoker frá Englandi og Camille Serme frá Frakklandi, Sarah Kippax frá Eng- landi og Rósa Jónsdóttir, Tenille Swartz frá Nýja-Sjálandi og Victoria Lust frá Englandi og Isabelle Stoehr frá Frakk- landi mætir Deon Saffery frá Englandi. Stúlkurnar sem komnar eru hingað eru allar atvinnumenn í íþróttinni og hafa ferðast mikið um heiminn til að taka þátt í mótum. Verðlaunafé í mótinu eru um 620 þúsund krónur sem er ekki nóg til að laða þær allra bestu í heim- inum að, en „þetta kemur okkur á kortið og við erum mjög þakklát fyrir að fá tækifæri til að halda mótið hér á landi,“ sagði Hilmar Gunnarsson, annar eigandi Veggsports og aðalskipuleggjandi móts- ins. Fyrsta WISPA-mótið í skvassi hér á landi ÞÝSKALAND leikur til úrslita um heimsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu í annað skiptið í röð næsta sunnudag. Þýsku konurnar héldu áfram sig- urgöngu sinni á HM í Kína í gær þegar þær sigruðu Noreg, 3:0, í fyrri undan- úrslitaleik keppninnar, í Tianjin, og mæta annaðhvort Bandaríkjunum eða Brasilíu í úrslitaleiknum í Sjanghæ. Nor- egur leikur sama dag um bronsið við lið- ið sem bíður lægri hlut í dag. Þýskaland er núverandi heimsmeist- ari eftir að hafa sigrað Svíþjóð í úrslita- leik keppninnar árið 2003, og leikur nú til úrslita í þriðja skiptið á þeim fimm heimsmeistaramótum sem haldin hafa verið. Þýska liðið tapaði fyrir Noregi í úrslitaleiknum árið 1995. Lið Þýskalands hefur enn ekki fengið á sig mark í fimm leikj- um í úrslitakeppninni í Kína, en hefur skorað nítján. Liðið setti met í gær, hefur nú leikið í 529 mínútur án þess að fá á sig mark á HM. Kína átti fyrra metið, frá mótinu 1999 yfir á 2003, og lék þá í 443 mínútur án þess að fá á sig mark. Leikurinn í gær var jafnari en tölurnar gefa til kynna. Þýsku konurnar þurftu hjálp til að komast á bragðið því Trine Rönning sendi boltann í eigið mark á 42. mínútu. Úrslitin réðust svo á þremur mínútum í síðari hálfleik því á 72. mínútu skoraði Kerst- in Stegemann, 2:0, og á 75. mínútu bætti Martina Müller við marki, 3:0. Þýskaland sló metið og leikur til úrslita á HM Fögnuður Þýsku stúlk- urnar eru komnar í úrslit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.