Morgunblaðið - 12.10.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.10.2007, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 12. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ íþróttir Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SÆNSKA knattspyrnuliðið Norr- köping vill fá FH-inginn Davíð Þór Viðarsson til liðs við sig fyrir næstu leiktíð. Davíð hefur verið hjá Norr- köping síðan á þriðjudag og kemur heim á morgun en forráðamenn fé- lagsins buðu honum út til að skoða aðstæður og ræða við hann um samning eftir að fylgst með honum í leikjum FH-inga í sumar. ,,Þjálfarinn sagði mér að liðið vildi fá mig og ef um semst hjá mér gagnvart Norrköping og að liðið nái samningi við FH um kaupin þá er ég tilbúinn að ganga til liðs við Norrköping. Það sem ég hef séð hjá Norrköping líst mér vel á. Það er mikill fót- boltaáhugi í bæn- um og menn reikna með að meðaltal áhorfenda á heimaleikjum liðsins verði í kringum 12-13.000 manns,“ sagði Davíð Þór við Morg- unblaðið í gær. Norrköping hefur þegar tryggt sér sigur í sænsku 1. deildinni og leikur í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð, í fyrsta sinn í fimm ár, en með liðinu leika Garðar B. Gunn- laugsson og Stefán Þór Þórðarson, sem hættir hjá félaginu í lok leik- tíðar og snýr aftur í sitt gamla fé- lag, ÍA. Davíð Þór segir að Norrköping ætli að styrkja lið sitt með 4-5 nýj- um leikmönnum. Norrköping þarf að ná samningi við FH um kaup á Davíð þar sem hann er samnings- bundinn Hafnarfjarðarliðinu út ár- ið 2009. Norrköping vill semja við Davíð Þór Davíð Þór Viðarsson Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is BJÖRGVIN Páll Gústavsson, mark- vörður Fram, hefur vakið athygli er- lendra handknattleiksliða með góðri frammistöðu sinni í upphafsleikjum Íslandsmótsins. Björgvin Páll dvaldi hjá þýska 1. deildarliðinu Grosswall- stadt í byrjun þessarar viku með sér- stöku leyfi forráðamanna Fram sem hann er samningsbundinn til vors. „Ég fór og skoðaði aðstæður hjá Grosswallstadt og ræddi við þjálfara liðsins. Um framhaldið veit ég ekki á þessari stund og er ekkert að velta mér mikið upp því. Ef eitthvað gerist í þeim efnum þá væri það skemmti- legt en eins og sakir standa þá ein- beiti ég mér að því að leika eins vel með Fram og ég get. Ég er staðráð- inn í ljúka keppnistímabilinu hjá Fram og halda „standard,“ segir Björgvin. Frumkvæðið að heimsókn hans til Þýskalands kom frá Gross- wallstadt. „Takmark mitt hefur allt- af verið að komast í atvinnumennsku í handknattleik og vonandi næ ég því einn góðan veðurdag. Um þessar mundir er ég góðu formi, mun betri en á sama tíma og í fyrra. Þá er sjálfstraustið einnig betra.“ Var hjá Grosswallstatd Suður-kóreskihandknatt- leiksmaðurinn Kyung-Shin Yoon hefur ákveðið að yfirgefa þýska handknattleikinn næsta vor og halda heim á leið. Yoon, sem er 34 ára gamall, hefur leikið í Þýskalandi í 12 ár, lengst af með Gummersbach en síðustu tvö leiktímabil með HSV Hamburg. Hann er langmarkahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar frá upphafi, hefur skorað rúmlega 2.800 mörk og verið sjö sinnum marka- kóngur. Yoon ætlar að leika hand- knattleik í heimalandi sínu en jafn- framt vinna að útbreiðslumálum fyrir handknattleikssamband Suð- ur-Kóreu.    Heiðmar Felixson skoraði sexmörk og var markahæstur hjá Hannover-Burgdorf þegar liðið vann OHV Aurich, 24:19, á heima- velli í norðurhluta þýsku 2. deild- arinnar í handknattleik í fyrrakvöld. Burgdorf er í 6. sæti deildarinnar með sex stig að loknum sex leikjum.    Frederikshavn FOX, liðið semGuðbjörg Guðmannsdóttir leikur með í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik, tapaði í fyrrakvöld fyrir Randers, 33:27, á útivelli. Guð- björg var ekki á meðal markaskor- ara Frederikshavn FOX að þessu sinni. Liðið er í 10. sæti af 12 liðum deildarinnar með fjögur stig eftir sjö leiki.    UmboðsmaðurDidiers Drogba, fram- herja Chelsea, segir að mörg lið hafi haft sam- band við sig með það fyrir augum að fá Drogba í sínar raðir. Drogba gaf það til kynna þegar knattspyrnustjórinn Jose Mourinho yfirgaf Lundúnaliðið á dögunum að hann gæti vel hugsað sér að fara frá liðinu enda féll honum það ekki í geð hvernig var staðið að brottför Mour- inhos frá félaginu.    Real Madrid, Bayern Münchenog Evrópumeistararar AC Mil- an eru meðal þeirra liða sem hafa mikinn áhuga á að fá Fílabeins- strandarmanninn sem varð marka- kónugur ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.    Roland Nilsson, þjálfari sænskaúrvalsdeildarliðsins GAIS í Gautaborg, sem þeir Eyjólfur Héð- insson og Jóhann B. Guðmundsson leika með, tekur við þjálfun hjá Malmö fyrir næstu leiktíð að því er sænskir fjölmiðlar greindu frá í gær. Nilsson, sem hefur stýrt liði GAIS í fjögur ár, tekur við Malmö-liðinu af Sören Åkeby. Fólk sport@mbl.is Leikurinn var mjög hraður í fyrri hálfleik og réðu leikmenn beggja lítt við hann lengst og því voru gerð ógrynni mistaka á báða bóga. Vörn Fram var sterk og komust leikmenn Aftureldingar lítt áleiðis og þá sjald- an þeim tókst að brjóta hana á bak aftur þá var Björgvin Páll Gústavs- son vel með á nótunum í marki Fram. Afturelding skoraði aðeins fimm mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. Hins vegar ber að hrósa leikmönnum Aftureldingar fyrir það að gefast aldrei upp þótt verulega blési á móti. Davíð Svansson var frá- bær í markinu og í raun synd að hans stóra framlag til leiks Aftureld- ingar skilaði ekki meiri árangri en raun varð á. Hann varði 12 skot í fyrri hálfleik og hélt Aftureldingar- liðinu á floti. Í síðari hálfleik átti þessi stórefnilegi markvörður ekki síðri leik og var langbesti leikmaður síns liðs. Fram náði mest fimm marka for- skoti í fyrri hálfleik en tókst illa að hrista Mosfellinga af sér sem lán- aðist alltaf að minnka muninn niður í tvö mörk hvað eftir annað. Aftureldingu tókst aðeins að skora eitt mark á fyrstu tíu mínútum síðari hálfleiks og Framarar voru klaufar á sama tíma að ná ekki meira en sex marka forskoti. Varnarleikur þeirra gekk frábærlega með Jón Þorbjörn Jóhannsson sem kjölfestu og tókst sem fyrr að halda hægri „vængnum“ á sókn Aftureldingar í heljargreipum svo að hann komst ekkert áleiðis. Undir lokin reyndu Mosfellingar að breyta um varnar- leik og hraða sóknarleik sínum með það fyrir augum að minnka muninn. Það tókst ekki og Framliðið náði átta marka forskoti sem reyndar minnkaði niður í sjö mörk áður en yfir lauk. Leiki Framliðið áfram svo góða vörn sem því tókst að þessu sinni er ljóst að það verður erfitt við að eiga, ekki síst ef Björgvin Páll heldur sínu striki í markinu. Jón Þorbjörn er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Fram- liðið og ásamt Einari Inga Hrafns- syni og Andra Berg Haraldssyni mynda þeir mjög sterkt varnar- þríeyki. Meiri yfirvegunar er hins vegar þörf á tíðum í sóknarleiknum. Akkillesarhæll Mosfellinga í þess- um leik var sóknarleikurinn þar sem Einar Örn Guðmundsson var í raun eini leikmaðurinn sem hafði eitthvað í vörn Fram að gera. Aðrir réðu lítt við hlutverk sitt. Varnarleikur Aft- ureldingar var hins vegar lengst af góður ásamt markvörslunni en áður er getið um stórleik Davíð sem stefnir hraðbyri að því að verða einn besti markvörður deildarinnar. Undirritaður sagði við upphaf leiktíðar að framundan væri langur og erfiður vetur hjá Aftureldingu. Vera kann að höfundur þeirrar full- yrðingar verði að draga orð sín til baka áður en svo langt um líður. Vorum lengi í gang „Seinni hálfleikurinn var fínn af okkar hálfu eftir að við áttum í meira strögli í fyrri hálfleik,“ sagði Björg- vin Páll, markvörður Fram í leikslok og var að vonum ánægður með sig- urinn. „Við vorum alltof lengi í gang en í síðari hálfleik small vörnin sam- an. Þá þurfti ég ekki einu sinni að hafa fyrir því að verja skot frá Aftur- eldingu því vörnin sá um það fyrir mig. Í síðari hálfleik kom getumun- urinn á liðunum í ljós. Við ætlum að halda okkur í efri hlutanum í deild- inni og til þess verðum við að leika eins og við gerðum í síðari hálfleik, það er alveg ljóst,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Fram. Sóknarleikurinn fór með okkur „Sóknarleikurinn fór gjörsamlega með þetta hjá okkur. Í honum lá munurinn á liðunum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aftureldingar, sem lét sér nægja að stýra liðinu frá hliðarlínunni, kom ekkert inn á völl- inn sem leikmaður. „Nýting okkar á dauðafærum var alveg skelfilega lé- leg og við skutum Björgvini örugg- lega inn í landsliðið. Varnarleikurinn var hins vegar fínn hjá okkur en því miður þá gerð- um við alltof mikið af tæknilegum mistökum í leiknum. Við sýndum það og sönnuðum að þessu sinni að þrátt fyrir tapið þá eigum við fullt erindi í þessa deild og ég tel að þegar okkur tekst að bæta sóknarleikinn þá verðum við illvið- ráðanlegir,“ sagði Bjarki ennfremur. Morgunblaðið/Golli Markahæstur Jóhann Gunnar Einarsson sækir að marki Aftureldingar og fær óblíðar viðtökur. Jóhann Gunnar átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en sótti sig mjög í þeim síðari og skoraði þá sjö af tíu mörkum sínum. Með sigrinum á Aftureldingu skaust Framliðið í efsta sæti deildarinnar. Sterk vörn Fram braut Aftureldingu á bak aftur FRAM komst í efsta sæti úrvals- deildar karla í handknattleik, N1- deildarinnar með öruggum sigri á Aftureldingu í upphafsleik 5. um- ferðar á heimavelli í gærkvöldi, 28:21. Sterkur varnarleikur lagði grunninn að öruggum sigri Fram sem var e.t.v. of stór miðað við þró- un leiksins en á endasprettinum tóku leikmenn Aftureldingar áhættu til þess að minnka muninn. Hún gekk ekki upp og þess í stað juku leikmenn Fram muninn og voru loks sjö mörkum yfir þegar flautað var til leiksloka. Fram var þremur mörk- um yfir í hálfleik, 15:12. Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.