Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 22

Morgunblaðið - 28.10.2007, Side 22
22 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Thant Myint-U Ég var átta ára þegar égupplifði í fyrsta skiptimótmæli í Búrma. Þettavar árið 1974 og búddam- unkar höfðu fylkst út á götu – reiðir vegna þess hvernig herforingja- stjórnin skipulagði útför afa míns, U Thants, fyrr- verandi fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Ég fæddist í New York og þetta var fyrsta ferð mín til Rangoon. Ég man vel eftir flóðlýstum pa- góðum og byggingum frá nýlendu- tímanum sem voru að hruni komn- ar, andlitum fólksins sem þrýstist upp að bílnum okkar og horuðum hermönnum með sjálfvirkar byssur á öxlinni. Aðeins nokkrum dögum síðar skutu þeir af þeim á óvopnaða borgara. Mörg hundruð manns voru drepin eða handtekin. Ég var 22 ára þegar næsta upp- reisn var gerð. Það var árið 1988 og hún var mun umfangsmeiri. Aftur voru mótmælin brotin á bak aftur og nú var jafnvel gengið fram af meiri hörku. Hundruð og jafnvel þúsundir manna lágu í valnum. Nú er ég 41 árs og ég gat ekki gert að því að þegar ég horfði á mótmæli búddamunka í sjónvarpinu fannst mér eitthvað óhjákvæmilegt við það hvernig atburðarásin myndi enda. Martröð um Búrma Ég á mér martröð um Búrma. Ég er um sextugt og herforingjarnir eru enn við völd. Dag einn fara stúdentar og munkar enn á ný fyrir fjöldamótmælum. Í þetta skipti ná þeir markmiðinu. Forusta herfor- ingjastjórnarinnar lætur undan og stjórnin er í molum. Hins vegar er næstum ekkert eftir til að byggja á. Vestrænar refsiaðgerðir, sem hafa verið hertar í áranna rás, hafa ekki haft nein raunveruleg áhrif á stefnu stjórnarinnar, en þær hafa útilokað vestræn áhrif og mögulega kosti hnattvæðingar. Landið er fátækara en nokkru sinni. Heilbrigðis- og menntakerfið hafa leyst upp, ekki er um neina aðra pólitíska forustu að ræða eða einu sinni menntaða stétt tæknikrata, sem geta haldið grundvallarstofnunum ríkisins gangandi. Indverjar og Kínverjar öflugir en Búrma ekki við bjargandi Hinar langvarandi uppreisnir hafa að mestu fjarað út, en það er enginn raunverulegur friður, aðeins kraumandi ósætti milli þjóðarbrota og vopnuð gengi í staðinn fyrir fyrr- verandi uppreisnarheri. Indverjar og Kínverjar eru öflugir og velmeg- andi og Búrma er ekki við bjarg- andi eftir að hafa selt náttúruauð- lindir sínar fyrir þær fáu neysluvörur, sem landið hafði efni á. Uppreisnin tekst, en hún leiðir til glundroða og stjórnleysis. Búrma verður að misheppnuðu ríki, ham- farasvæði í Asíu þar sem annars er að finna auðlegð og hamingju. Gæti þetta gerst? Það er ekki úti- lokað. Reyndar sýnir nútímasaga Búrma að landið gæti þegar verið á þessari leið. Þegar Búrma (sem herforingja- stjórnin endurnefndi Myanmar) fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1948 var þegar hafin borgarastyrj- öld í landinu. Kommúnistar gerðu víðtæka uppreisn og reyndu að ná Leiðin til bjargar Búrma Reuters Mótmæli Búddamúnkar í borginni Rangoon mótmæla herforingjastjórninni í Búrma. ALÞJÓÐAMÁL» Að búa til lífvænlegt lýðræði krefst skuldbindingar heimsins til langs tíma og það felur ekki í sér að steypa stjórnvöldum Thant Myint-U. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Hann var ekki upplitsdjarfuraumingja markvörðurOsasuna í spænsku knatt-spyrnunni fyrir skemmstu þar sem hann lá flatur í grasinu í bleika búningnum sínum og fálmaði út í loftið. Borubrattir Bör- sungar voru í heimsókn og einn þeirra gerðist svo ósvífinn að draga upp regnboga með þeim hnöttótta yfir hausamótunum á honum. Missti hann að vísu aftur fyrir endamörk áður en hann gat rekið smiðshöggið á lista- verkið. Því miður. Börsungar eru svo sem alkunnir fyrir uppátæki sín á velli en athygli vakti að hér var hvorki Ronaldinho né Messi á ferðinni. Ekki heldur Henry. Þetta var sautján ára ungmenni, Boj- an Krkic að nafni, nýkomið inn á í sín- um fyrsta leik fyrir félagið. Hvílíkt hugmyndaflug, hvílík dirfska. Svei mér ef annar listamaður, landi Boj- ans, hefði ekki verið fullsæmdur af regnboganum í dýrð sinni – sjálfur Pablo Picasso. Myndband með gjörningnum má skoða á YouTube með því að slá inn leitarorðin: Bojan Krkic magic. Enda þótt Bojan sé ungur að árum hafa menn lengi beðið þess í ofvæni að honum yrði gefinn laus taumurinn á spænskum sparkgrundum. Hann er réttnefnt undrabarn og ef marka má framgöngu hans á fyrstu vikunum í aðalliði Barcelona verður hann brátt að manni – undramanni. Metin falla eins og keilur Og metin falla þegar eins og keilur. Þremur dögum eftir frumraunina heima fyrir stóð Bojan upp af bekkn- um í meistaradeildarleik gegn Lyon og varð þar með yngsti leikmaður þeirrar rómuðu deildar frá upphafi – 17 ára og 22 daga gamall. 20. október var Bojan svo í fyrsta skipti í byrjunarliði Börsunga, í úti- leik gegn Villarreal. Hélt kappinn upp á það með marki og varð um leið yngsti markaskorari þessa sögu- fræga félags í deildarleik. Bojan er ekki mikill fyrir mann að sjá. Aðeins 170 sm og 65 kg. Það hefur þó ekki staðið hinum unga framherja fyrir þrifum. Hann er eldfljótur, af- bragðsskytta og knötturinn er sem kavíar á tánum á honum. Menn eru þegar farnir að líkja honum við Lionel Messi enda leikstíllinn líkur. Nú velta menn bara fyrir sér hvað gera eiga við þetta óþjála eftirnafn, Krkic, sem hljómar eins og árekstur í framburði. Ætli sé ekki bara best að fara að dæmi Katalóna – henda því. Skírnarnöfn virka hvort eð er alveg jafn vel á þeim slóðum. Telur ekki mínúturnar Væntingarnar eru miklar og hinir blóðheitu og kröfuhörðu Katalónar á Nývangi bera Bojan þegar á höndum sér. Syngja honum söngva og vilja sjá hann spila fleiri og fleiri mínútur. Sjálfur gætir hann þess af kost- gæfni að fara ekki á límingunum. „Ég er sautján ára, byrjaður að spila með Barcelona í spænsku deildinni og Meistaradeildinni og kem við sögu í svo til öllum leikjum. Ég tel ekki mín- úturnar. Það væri vanþakklæti,“ sagði hann í útvarpsviðtali á dögun- um. Hann neitar því þó ekki að stuðn- Regnbogabarn Reuters Hvað ungur nemur... Bojan Krkic er í góðum höndum hjá Frank Rijkaard. Hér býr hann sig undir að koma inná gegn Lyon í Meistaradeildinni. KNATTSPYRNA» Undrabarnið með óþjála nafnið, Bojan Krkic, lætur ljós sitt skína hjá stórliði Barcelona, aðeins sautján ára að aldri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.