Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 48

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 48
48 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Atvinnuhúsnæði - Tjarnarvellir Verslunar og Skrifstofuhúsnæði. Nýkomið glæsilegt atvinnu- og skrifstofuhúsnæði. • Jarðhæð 1350 fm. verslun / Lager • 2. hæð, 800 fm. skrifstofur / þjónusta • 3. hæð, 800 fm. skrifstofur / þjónusta Frábær staðsetning og auglýsingagildi, tilbúið undir tréverk að innan, góð lofthæð, innkeyrsludyr, malbik- uð lóð. Leigusamningur getur fylgt að stórum hluta hússins. Nánari upplýsingar gefur Helgi Jón, sölustjóri s. 893-2233 eða á skrifstofu. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Glæsileg rúmgóð og björt 3-4ra herb. 117,6 fm. lúxusíbúð á annari hæð í glæsilegu lyftuhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í forsto- fu, hol, baðherbergi, 2 svefnherbergi, eldhús, stofu/borðstofu og þvottaher- bergi. Yfirbyggðar svalir. Snyrtileg sameign. Frábær staðsetning og útsýni. Öll þjónusta við hendina. Verðtilboð. Glæsileg lúxusíbúð, 3-4 herb. 128 fm á fjórðu hæð (næst efstu) í glæsilegu lyftuhúsi í miðbæ Hafnarfjarðar. Góður inngangur, forstofa, stofa/borðstofa, 2 svefnherbergi, eld- hús, baðherbergi, geymsla og þvotta- herbergi. Yfirbyggðar svalir og sameiginleg geymsla í kjallara. Á gól- fum er ljóst parket. Íbúðin er björt, rúmgóð og glæsileg. Frábær staðsetning í göngufæri við alla þjónustu. Góð eign, Laus strax. FJARÐARGATA – HF. LÚXUSÍBÚÐ FJARÐARGATA – HF. LÚXUSÍBÚÐ Melgerði 16 Glæsilegt einbýlishús Opið hús í dag kl. 14-17 Glæsilegt 113 fm tvílyft einbýlishús með fallegum bakgarði auk 32 fm bíl- skúrs. Marmaralögð stofa og borðstofa með útgangi í sólstofu, vandað eld- hús, 4 herbergi og baðherbergi og gesta w.c., bæði flísalögð í gólf og veggi. Vestursvalir út af efri hæð. Glæsilegur garður með mikilli hellulögn og skjól- veggjum. Góð eign sem mikið er búið að endurnýja. Verð 57,0 millj. Eignin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14 til 17. Verið velkomin. Flókagata 66 Mikið endurn. 4ra herb. útsýnisíbúð Opið hús í dag kl. 14-16 Glæsileg og mikið endurnýjuð 4ra herb. útsýnisíbúð í risi með tvennum svöl- um á þessum eftirsótta stað. Samliggjandi rúmgóðar stofur með útsýni að Perlunni og til sjávar, opið alrými, uppgerðar hvítar innréttingar í eldhúsi, 2 herbergi og flísalagt baðherbergi. Þvottaherb. innan íbúðar. Suðursvalir út af stofum og til vesturs út af eldhúsi. Geymsluris, manngengt að hluta yfir allri íbúðinni. Verð 30,0 millj. Íbúðin verður til sýnis í dag, sunnudag, frá kl. 14 til 16. Verið velkomin. M bl . 92 80 12 FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. ÁRIÐ 2001 samdi ríkið við Landssímann um að öll lögbýli í landinu skyldu hafa aðgang að ISDN-sambandi. Það er mat und- irritaðs að þeim fjármunum sem var varið til þessa verkefnis hafi verið kastað á glæ. Á þess- um tíma var ISDN- tæknin orðin úrelt (gagnaflutningur tak- markaður við 128 Kbits/0,128 Mbps) og því sérstakt að tekin hafi verið ákvörðun um að innleiða úrelta tækni í dreifbýli á Ís- landi. Nær hefði verið að horfa til framtíðar og einbeita sér að því að byggja upp ljós- leiðaranet sem næði til allra lög- býla og dreifbýliskjarna á Íslandi. Rétt er að benda á að skv. upplýs- ingum sem fram koma með fjar- skiptaáætlun 2005 til 2010 er há- markshraði ljósleiðara 10.000 Mbits en ISDN 0,129 Mbits. Með ljósleiðaratengingu væri m.a. hægt að senda útvarp og sjónvarp í fullkomnum gæðum en stað- reyndin er sú að víða um land eru gæði sjónvarpssendinga ófullnægj- andi. Kostnaður við innleiðingu ljósleiðara er mestur í lagningu hans, þ.e.a.s. í jarðvegsvinnunni, ásamt endabúnaði. Dæmi um verk þar sem tækifærið var notað til lagningar ljósleiðara er lagning 3 fasa rafmagnskapals í jörð í Öræfasveit á sl. ári (RARIK) og lagning hitaveitu frá Reykjum í Fnjóskadal til Grenivíkur á þessu ári (Norðurorka). Vannýtt tækifæri til lagningar ljósleiðara Undanfarin ár hefur verið unnið að því að setja í jörð rafmagns- línur án þess að gætt hafi verið að því að leggja ljósleiðara á sama tíma. Þannig hafa farið forgörðum dýrmæt tækifæri til lagningar ljósleiðara í dreifbýlinu. Ég vil hvetja til þess að þar sem lagt er í framkvæmdir vegna hvers konar nýlagna í jörð þá sé tækifærið notað og lagður ljósleiðari með- fram viðkomandi framkvæmd, hvort sem um er að ræða fram- kvæmdir á vegum RARIK, við- komandi sveitarfélags (veitufyr- irtæki), Landsvirkjunar (Fjarski) eða fjarskiptafyrirtækja (t.d. Mílu, Vodafone o.fl.). Fjarskiptasjóður Við sölu Landssímans ákvað þá- verandi ríkisstjórn að 2,5 millj- arðar af söluandvirði fyrirtækisins skyldu lagðir í að bæta fjar- skiptaþjónustu á landsbyggðinni. Árið 2005 var stofn- aður Fjarskiptasjóður en tilgangur sjóðsins er „að styðja við upp- byggingu fjar- skiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyr- irtæki hafa ekki treyst sér í uppbygg- ingu á markaðslegum forsendum“. Til að fá úthlutun úr sjóðnum er ekki gerður grein- armunur á þeirri tækni sem notuð verður. Þetta tel ég vera mistök. Horfa á til framtíðar og ljóst er að einungis ljósleið- aratæknin kemur til greina þegar kemur að lausn á fjarskiptaþörf landsmanna. Önnur tækni er ein- faldlega úrelt eða ekki samkeppn- isfær í hraða eða uppitíma/ gagnaöryggi. Gerum ekki aftur sömu mistök og gerð voru við inn- leiðingu ISDN-tækninnar. Ég vil beina því til stjórnar Fjar- skiptasjóðs að þegar kemur að út- hlutun úr sjóðnum vegna netteng- inga í dreifbýli verði sett það skilyrði að einungis verkefni sem byggjast á ljósleiðartækni geti vænst þess að fá styrk. Treysti stjórn Fjarskiptasjóðs sér ekki til að mæla einungis með ljósleið- aratækni er það Alþingis að mæla svo fyrir með breytingum á lög- unum um Fjarskiptasjóð. Framsýni Skagfirðinga Í Skagafirði er unnið að því að leggja ljósleiðaranet á Sauð- árkróki á vegum Gagnaveitu Skagafjarðar ásamt því að lagður verður ljósleiðari í dreifbýli í Skagafirði og er stefnt að því að verkefninu verði lokið árið 2009. Þetta verkefni sýnir dug og þor hjá Skagfirðingum og fyrir vikið verður búseta og rekstur fyr- irtækja í Skagafirði til muna áhugaverðari en áður var. Sala grunnnets Landssímans mistök! Þegar Landssíminn var seldur voru gerð þau mistök að grunn- netið var selt með fyrirtækinu. Þegar stjórnvöldum og einkavæð- ingarnefnd var bent á að aðskilja grunnnetið frá Landssímanum var því svarað til að það væri ekki hægt. Blekið var varla þornað á samningnum um sölu Landssím- ans þegar nýir eigendur fyrirtæk- isins klufu dreifikerfið frá og stofnað var fyrirtækið Míla en það sér um rekstur grunnnetsins. Þegar eignir Mannvirkjasjóðs NATO gengu til íslenska ríkisins þá eignaðist ríkið m.a. 3 ljósleið- ara af 8 sem lagðir voru hringinn í kringum landið árið 1985. Hinir 5 voru seldir með grunnneti Landssímans. Ég vil hvetja til þess að umræddir 3 ljósleiðarar verði ekki seldir heldur verði áfram í eigu ríkisins og fyr- irtækjum veittur aðgangur að þeim. Vegna öryggishagsmuna, t.d. vegna Tetra-kerfis lögreglu og viðbragðsaðila á landsvísu, þá er óásættanlegt annað en ríkið eigi og reki sjálft ákveðið grunn- net fjarskipta og því ljóst að áð- urgreindir 3 ljósleiðarar myndu þjóna vel slíku grunnneti. Byggðastefnan, styrking byggðar og lagning ljósleið- ara Á tyllidögum verður ráðamönn- um tíðrætt um byggðastefnu og að styrkja þurfi hinar dreifðu byggðir landsins. Ég vil benda á að lagning ljósleiðara utan þétt- býlissvæðisins á suðvesturhorninu er ein öflugasta styrking við byggðir landsins sem hugsast get- ur. Ég fullyrði að samkeppn- ishæfni landsins standi og falli með því hversu hratt og vel staðið verður að því að leggja ljósleiðara í þéttbýli og dreifbýli landsins. Til þess að svo megi verða þurfa stjórnmálamenn og stjórn- endur fjarskipta- og veitufyr- irtækja að vera framsýnir og sýna dug og þor. Um ljósleiðara- tengingar í dreifbýli Ingólfur Bruun skrifar um ljósleiðaratengingar »Ég vil benda á aðlagning ljósleiðara utan þéttbýlissvæðisins á suðvesturhorninu er ein öflugasta styrking við byggðir landsins sem hugsast getur. Ingólfur Bruun Höfundur er rannsóknarlög- reglumaður og áhugamaður um bætt fjarskipti. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.