Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 72

Morgunblaðið - 28.10.2007, Síða 72
72 SUNNUDAGUR 28. OKTÓBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á SAMBÍÓIN - EINA THE INVASION kl. 8:20D - 10:30D B.i. 16 ára DIGITAL DARK IS RISING kl. 2 - 4 - 6 - 8 B.i. 7 ára ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 LEYFÐ IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ THE KINGDOM kl. 10:10 B.i. 16 ára STARDUST kl. 5:50D B.i. 10 ára DIGITAL RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:40 LEYFÐ / KRINGLUNNI 600 kr.M iðaverð eee A.S. eeee - V.J.V., TOPP5.IS eeee - S.F.S, FILM.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI / ÁLFABAKKA STARDUST kl. 12:30 - 3 - 5:30 - 8 - 10:30 B.i.10.ára NO RESERVATIONS kl. 8 LEYFÐ CHUCK AND LARRY kl. 10:20 B.i.12.ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 1:30 LEYFÐ BRATZ kl. 3:40 LEYFÐ THE INVASION kl. 5:50 - 8D - 10:20D B.i.16.ára DIGITAL THE INVASION kl. 8 - 10:20 LÚXUS VIP ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ HEARTBREAK KID kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára THE BRAVE ONE kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 2 - 4 - 6 LEYFÐ LÚXUS VIP VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA H GA SÝND Á SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI NICOLE KIDMAN DANIEL CRAIG BYGGÐ Á KVIKMYNDINNI „INVASION OF THE BODY SNATCHERS“ FRÁ LEIKSTJÓRA DOWNFALL OG WACHOWSKI BRÆÐRUM, HANDRITSHÖFUNDUM MATRIX. ÞEGAR Á BJÁTAR MÁ TREYSTA Á ÞAÐ AÐ SANNAR HETJUR GEFAST EKKI UPP! CHRISTOPHER REEVES (SUPERMAN) ER MAÐURINN Á BAK VIÐ ÞESSA MYND, ENDA TALDI AÐ BOÐ- SKAPURINN ÆTTI VIÐ ALLA, UNGA SEM ALDNA. Hann þarf að finna sex falda töfragripi á aðeins fimm dögum... til að bjarga heiminum frá tortímingu! Stórkostleg ævintýramynd í anda Eragon. SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAM eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI „ÞETTA hófst allt árið 2002 þegar ég gaf út fyrstu geislaplötuna undir merki Frostrósa með Íslensku dív- unum og hélt fyrstu tónleikana í kjöl- farið, þá í Hallgrímskirkju. Síðan þá hafa Frostrósartónleikarnir verið ár- legur viðburður og hafa tvær geisla- plötur komið út í viðbót hérna heima. Árið 2005 fórum við í fyrsta skipti með tónleikana í Laugardalshöllina og slógum þar íslenskt aðsókn- armet,“ segir Samúel Kristjánsson sem stofnaði til Frostrósaverkefn- isins sem hann rekur núna ásamt bróður sínum Bjarka Rafni Krist- jánssyni. „Frá upphafi var ég með þá hug- mynd að gera alþjóðlegt jólaverkefni frá Íslandi og virðist það nú verða að raunveruleika,“ segir Samúel en nú er svo komið að Jólatónleikar Frost- rósa með evrópsku dívunum, sem teknir voru upp í fyrra í Hallgríms- kirkju, verða sendir út víða um Evr- ópu jólin 2007 og efnið auk þess gefið út í hljóði og mynd í samstarfi við eitt öflugasta útgáfufyrirtæki heims. „Í fyrra urðu Frostrósir í fyrsta skipti alþjóðlegt verkefni, þá undir heitinu Frostroses, og ótrúlegt að við höfum fengið þessar fimm söngkonur saman á svið og þar að auki útgáfu- rétt á efninu. Þeir tónleikar verða sýndir í sjónvarpi í þremur til fjórum heimsálfum um þessi jól, á yfir tíu stórum stöðvum og ná til tugmilljóna áhorfenda. Warner-útgáfan gefur þá líka út á mynd- og geisladiski. Þessir tónleikar verða markaðssettir sér- staklega á Norðurlöndunum, á Spáni, Grikklandi og Japan en koma samt út um allan heim.“ Samningar hafa verið gerðir við fjölda sjónvarpsstöðva og aðra sam- starfsaðila víða um heim og má sem dæmi nefna að 3DD Group – stærsta dreifingarfyrirtæki tónlistarefnis fyr- ir sjónvarp í heiminum – hefur tekið Frostroses upp á sína arma sem sitt jólaverkefni næstu árin. „Dyrnar erlendis hafa alls staðar staðið galopnar. Það eru allir afar spenntir fyrir verkefninu.“ Ekki eintómar dívur Frostrósir eru orðnar að al- þjóðlega vörumerkinu Frostroses og mun íslenska vetrarríkið skapa mik- ilvægan þátt í ímynd þess. Miðast áætlanir hins alþjóðlega verkefnis nú við að Akureyri verði heimabær Frostroses. Þegar Samúel er spurður af hverju Akureyri verði fyrir valinu segir hann einfaldar ástæður fyrir því. „Ef við ætlum að nýta þetta fyrir ferðaþjónustuna er miklu meira að selja í vetrartengdri ferðaþjónustu fyrir norðan. Tónleikarnir verða teknir upp Ak- ureyri í september eða október á hverju ári. Þá munu söngstjörnurnar koma til landsins, ásamt blaðamönn- um og kynnum frá sjónvarpsstöðv- unum. Um tveimur mánuðum seinna verður efnið svo komið út um allan heim og sjónvarpað um jólin. Þessi hópur heldur svo jólatónleika víða um heim í kjölfar útgáfunnar,“ segir Samúel og bætir við að dívu-þemað verði ekki viðloðandi alla tónleikana heldur verði mismunandi hópur tón- listarmanna settur saman ár hvert. Stefnt er að því að Frostroses 2008 verði tekið upp á Akureyri að ári og verði þar eftir árlegur viðburður. „Þetta verður ekki jólaland á amer- ískan plasthátt, við munum bara selja raunveruleikann; glæsilega tónlist og jól frá Íslandi með ekta íslenskri veðráttu. Þetta snýst aðeins um að gera Akureyri að heimabæ Frostro- ses gagnvart útlöndum og ætti það að laða ferðamenn að allan ársins hring. Við erum nú að vinna í því að fá fyr- irtæki fyrir norðan og ferðaþjón- ustuna ásamt hinu opinbera til að standa með okkur í þessu verkefni. “ segir Samúel en Frostroses- verkefnið verður kynnt hags- munaaðilum á fundi á Akureyri á morgun. Árlegir jólatónleikar Frostrósa hér á landi verða haldnir áfram í desem- ber ár hvert. „Erlenda stefnan er Frostroses en Frostrósir munu halda áfram að vera íslenskir jólatónleikar fyrir okkur hér á Íslandi.“ Í anda jólanna lætur Frostroses gott af sér leiða en fyrirtækið gefur allar tekjur af sjónvarpsrétti í ár beint til Unicef á Íslandi. Íslenskir jólatónleikar um allan heim  Frostroses í útrás  Íslenska vetrarríkið mun skapa mikilvægan þátt í ímyndinni Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Frostroses Evrópsku dívurnar 2006 voru Ragnhildur Gísladóttir, Sissel Kyrkjebø, Eleftheria Arvanitaki, Patricia Bardon og Eivør Pálsdóttir. Hér eru þær við upptöku í Hallgrímskirkju, þessir tónleikar verða sýndir út um allan heim fyrir jólin 2007.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.