Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.11.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2007 41 ✝ Sigríður Krist-björg Stef- ánsdóttir fæddist í Hvammi í Höfð- ahverfi 18. ágúst 1927. Hún lést á Fjórðungsjúkrahús- inu á Akureyri 23. október síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Sig- urlaug Svava Jó- hannesdóttir, f. 3.11. 1887, d. 22.7. 1949, og Stefán Ingjaldsson, f. 25.5. 1888, d. 24.9. 1967. Systkini Sig- ríðar eru Valdína Kristlaug, f. 23.3. 1924, d. 23.1. 1968. Kristján, f. 10.9. 1929, búsettur í Grýtu- um í Reykjadal eftir þann vetur flutti Sigríður til Akureyrar og fór að vinna við saumaskap og ýmislegt annað. Hinn 26.12. 1948 giftist Sigríð- ur Eggerti Ólafssyni frá Þyrnum í Glerárþorpi á Akureyri, f. 3.9. 1924. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Sigurlaug Anna, giftist Bergvini Jóhannssyni, þau eiga fjórar dæt- ur, Sigríði Valdísi, Önnu Báru, Berglindi og Ásdísi Hönnu. 2) Steinunn Pálína, giftist Jóhanni Jóhannssyni, þau eiga þrjú börn, Huldu Björk, Eydísi Unni og Eggert Má. 3) Stefán. 4) Elín Valgerður, gift Hilmari Stef- ánssyni, þau eiga tvær dætur, Hörpu og Agnesi. Lang- ömmubörnin eru 12. Fyrir átti Eggert soninn Sig- urð Grétar, f. 1947, sem búsettur er í Danmörku. Sigríður verður jarðsungin frá Glerárkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. bakka Hálfsyskini hennar eru Völ- undur, f. 12.7. 1911, d. 22.4. 1981, Valdi- mar f. 6.2. 1917, d. 16.1. 1985, Stein- gerður, f. 17.9. 1918, sem dvelur á Dval- arheimilinu Grenil- undi, Grenivík, og Kristín Elín, f. 11.1. 1916, d. 26.11. 1989. Sigríður ólst upp hjá foreldrum sínum í Hvammi. Sigríður gekk í barnaskólann á Grenivík síðan lá leið hennar í framhaldsskólann í Reykholti í Borgafirði í framhaldi af því fór hún í húsmæðraskólann á Laug- Þinn kærleikur er gjöf sem gleym- ist eigi, elsku amma mín. Hver minning um þig er fyrir mér eins og dýrmæt perla, sem skartar fallegum glitrandi ljósum og lýsir upp allt í kringum sig. Þú varst alveg einstök kona, bjart- sýni, hógværð, skynsemi, glaðlyndi og glæsileiki einkenndi þig, bros- mildi, hlýja, virðing, og notalegheit tóku alltaf á móti manni í dyragætt- inni hjá þér og afa. Það er svo ofsalega margs að minn- ast, elsku amma mín, og minning þín er ljós í lífi okkar allra. Það eru for- réttindi að hafa notið þín í lífinu, að vera ömmubarn þess kærleika sem þú og afi gáfuð svo auðveldlega frá ykkur, að koma lítil telpa úr sveitinni og gista hjá ykkur í bænum, að vera tekin inn á heimili ykkar sem 14 ára unglingsstúlka úr sveitinni á leið í framhaldsskóla, að hafa búið í næsta húsi við ykkur afa 10 ár af búskapar- árum mínum, að upplifa strákana mína hlaupa til langömmu og langafa hvenær sem er og fá sér gott í gogg- inn, lesa, spjalla og spila, koma svo til baka fullir af fróðleik um lífið og til- veruna að auki með hveitipakkann, eggið eða sykurinn sem mig vantaði í baksturinn, að njóta og nýta þekkingu þína á ýmsum sviðum s.s. saumaskapar, baksturs, eldamennsku og lífsins sjálfs og geta leitað til þín um góð ráð við hverju sem var. Ég mun ávallt geta leitað í visku- brunninn sem við höfum soðið saman gegnum árin, elsku amma, og stolt bera allt sem þú hefur kennt mér, glaðlyndið og bjartsýnin svo ég gleymi nú ekki hálfmánunum og pip- arkökunum sem ég baka ár hvert. Með djúpri virðingu og kærri þökk kveðjum við þig, elsku amma og langamma, hin ljúfu og góðu kynni af alhuga við þökkum þér, megi hið ei- lífa ljós lýsa þér og friður fylgja þér. Við munum umvefja afa ást og kær- leika eins og þú svo auðveldlega kenndir okkur. Mamma og pabbi biðja þess að ljóssins englar leiði þig um nýja stigu, með þökk fyrir allt og allt. Svanur blessar þín spor, þakkar þinn hlátur, megi englar vernda þig. Kom, huggari, mig hugga þú, kom, hönd og bind um sárin, kom dögg og svala sálu nú, kom sól og þerra tárin, kom hjartans heilsulind, kom heilög fyrirmynd, kom ljós og lýstu mér, kom líf er ævin þver, kom eilífð bak við árin. (Valdimar Briem.) Sigríður Valdís Bergvinsdóttir. Takk fyrir ómetanlegar, yndisleg- ar stundir, elsku langamma okkar. Takk fyrir alla kókómjólkina og kleinurnar. Bergvin og Svanur Berg Jóhannssynir. Kveðja frá fjölskyldunni Áshóli Ójá, ég man það eins og gerst hafi í gær, samt var ég bara barn þegar bíllinn þeirra ömmu og afa renndi í hlað í sveitinni minni. Það var sama úti á hvaða túni ég var stödd, ég hljóp af stað og hvergi var slegið af fyrr en ég hafði fengið knús hjá þeim báðum. Það var alltaf jafngaman að fá þau í heimsókn. Ekki voru síðri þær fjöl- mörgu heimsóknir sem ég átti á heimili þeirra allt fram á síðasta dag, þær munu halda áfram til þín, elsku afi. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti með ömmu. Ég umgekkst hana mikið og kynntist ég henni best árið sem ég byrjaði í framhaldsskóla og bjó hjá þeim ömmu og afa. Ég get ekki ímyndað mér að hægt sé að eiga betri ömmu. Alltaf til í að hlusta, hafði frá mörgu að segja og ekki voru þær fáar stund- irnar sem ég sat og við ræddum um gamla tíma, tímana sem hún upplifði þegar hún átti heima í Hvammi. Heimili þeirra ömmu og afa stóð alltaf opið, þar kom ég við helst í hverri bæjarferð og höfðu dætur mínar það oft á orði að þær væru svangar ef ég gaf það í skyn að ekki væri tími til að koma við hjá ömmu því þær vissu að hjá henni fengju þær alltaf mjólkurglas og nýbakað brauð. Ég minnist hennar ömmu fyrir ein- staka hlýju og alúð, hún glímdi við margar og erfiðar raunir sem tengd- ust heilsu hennar en aldrei var nokk- urn bilbug að finna á henni. Það er með ólíkindum að til hafi verið kona sem var í senn svo hörð af sér en allt- af svo ljúf og góð. Það eru ekki bara sokkarnir og vettlingarnir sem hún prjónaði á mig sem eiga eftir að hlýja mér heldur ekki síður sú mikla um- hyggja sem hún hafði í garð allra sem hana sóttu heim. Hún var einfaldlega einstök kona og fær frá mér, Sveini og dætrum okkar hinar bestu þakkir fyrir samfylgdina. Hún var eins og engill í manns- mynd en nú er hún orðin sannur eng- ill á himnum og veit ég að hún mun halda áfram að fylgjast með lífinu í sveitinni eins og hún hefur alltaf gert. Innilegar samúðarkveðjur til þín, elsku afi, megi guð vera með þér. Anna Bára, Áshóli. Elsku amma mín, nú er komið að kveðjustund. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Hugur og hjarta fyllast af hlýjum minningum um allt sem við áttum saman. Þú varst einstök kona með yndislega nærveru. Það var alltaf fastur liður í bæj- arferðum okkar fjölskyldunnar frá Áshóli að heimsækja þig og afa. Alltaf beið okkar hlaðborð af kræsingum, pönnukökurnar þínar runnu enda- laust niður, að ég tali nú ekki um lummurnar með rúsínunum. Allar þær notalegu stundir sem við áttum, elsku amma, við eldhúsborðið þitt í Lyngholtinu, eru mér sérlega minn- isstæðar. Ég sat með mjólk og ný- bakaða köku og við spiluðum Borð- vist eða Veiðimann, ræddum um heima og geima, hlógum og sögðum hvor annarri brandara. Alltaf var það ég sem vann spilið og mér var það ekki ljóst fyrr en mörgum árum seinna þegar ég sá þig spila við Ásdísi systur að það var ekki tilviljunin ein sem réð því að við systurnar unnum þig alltaf. Ósjaldan sat ég við segul- bandstækið þitt í stofunni og hlustaði á sögurnar af Emil í Kattholti og Pílu pínu meðan þú sast með prjónana og prjónaðir ullarsokka á okkur systur. Þegar ég var orðin 16 ára og flutt- ist til Akureyrar til að hefja fram- haldsskólanám var heimili ykkar afa athvarf mitt. Þá voru þið flutt í Skarðshlíðina og þangað var alltaf jafn gott að koma eftir skóladaginn, setjast við eldhúsborðið, skella í sig ljúffenga bananabrauðinu sem þú vissir að ég hafði sérstakt dálæti á og fá fréttir af stórfjölskyldunni okkar með Rás 1 í baklandinu. Heimilið þitt var eiginlega eins og félagsmiðstöð, það droppuðu allir inn hjá afa og ömmu ef þeir höfðu lausan tíma og alltaf tókst þú á móti manni með bros á vör og hlýju faðmlagi. Í heil 9 ár kom ég alltaf til þín í mjólk- urgraut og slátur í hádeginu á fimmtudögum, mjólkurgrauturinn þinn var nefnilega besti mjólkur- grautur í heimi. Það verður skrýtið að upplifa Þor- láksmessu í Skarðshlíðinni án þín, elsku amma, heimsóknin til ykkar afa þann dag var alltaf hápunkturinn á jólastemmingunni, hófsemi, hlýja og gleði var alltaf í hávegum höfð og há- tíðarandinn og hangikjötsilmurinn sveif yfir vötnum. Marín Elvu fannst alltaf jafn nota- legt að heimsækja ykkur afa, fá smá knús og kókómjólk sem alltaf var fastur liður og síðan var farið að leika við afa á meðan við spjölluðum saman um daginn og veginn. Þegar þú varst áttræð í ágúst sl. tókum við myndir af okkur saman með stelpurnar mínar þrjár og eru þær mér mjög svo dýr- mætar. Amma mín, þú hefur alltaf verið mér góð fyrirmynd og kennt mér margt. Ásamt hirðusemi og ráðdeild eru hugulsemi gagnvart öðrum og þakklæti yfir því sem okkur hlotnast í lífinu eitt af því mikilvægasta sem ég lærði af þér. Að eiga góða fjölskyldu og vini er mikil gæfa og ber að sinna af alúð. Þennan lærdóm mun ég geyma með mér alla ævi. Elsku amma, eftir standa minning- ar um einstaka ömmu sem ylja mér og lifa í hjarta mínu. Hvíldu í friði. Þín, Berglind Bergvinsdóttir. Elsku amma. Þegar ég lagði af stað í ferðalagið til Orlando hugsaði ég mikið til þín og um að allt myndi fara vel. Ég myndi koma heim og geta gefið þér knús og koss og sagt þér frá ferðinni. Allt í einu fékk ég slæmar fregnir út um að þú værir búin að kveðja okkur en ég er ekki enn búin að ná því að það sé ekki hægt að koma í heimsókn til þín til að spjalla, fá got- terí eða bara til að koma og sjá þig. Allt í einu ertu farin en eftir standa allar minningarnar. Ég fann það nú samt á mér að betra væri að hafa eina mynd af þér með í ferðalagið og því sé ég ekki eftir – hún er á náttborðinu hjá mér og ég horfi til þín á hverjum degi. En minningarnar eru endalaust margar og langar mig til að segja frá nokkrum þeirra. Þegar ég var lítil, og þið afi áttuð heima í Lyngholtinu góða, kom maður oft í heimsókn. Afi sat og spilaði á harmonikkuna og þú gafst mér brjóstsykursmola og spjall- aðir alltaf heilmikið við mig um allt milli himins og jarðar. Alltaf tókstu vel í það sem ég stakk upp á að gera eða tala um þú varst alltaf til í allt. Fljótt eftir að ég fór að stækka flutt- ust þið afi upp í Skarðshlíðina, þar man ég mest eftir mér með ykkur. Amma, þú varst alltaf tilbúin með kökur og brauð á borðinu þegar ég kom og ekki vantaði brjóstsykursmol- ana sem voru geymdir uppi í horn- skápnum í eldhúsinu. Þú varst farin að læra svo vel inn á mig að stundum, þegar þú vissir að ég væri að koma, varstu til með heita kringlu með osti úr ofninum handa mér og kókómjólk, þú hafðir alveg á hreinu hvað ég vildi. Svo má ekki gleyma stundunum sem við áttum saman úti í sólbaði á svölunum með gotteríið á milli okkar. Við gátum setið úti tímunum saman og spjallað, stundum keyrðu mamma og pabbi mig til þín og fóru svo eitt- hvað að snúast, ég vildi frekar vera hjá ykkur afa en fara í búðir enda allt- af svo yndislegt að koma til þín. Spila- mennskan okkar var líka alveg frá- bær þar sem við sátum tvær að spila lúdó og matador og oft kom það nú fyrir að þú vannst mig, varst rosagóð að spila og snúa á mann. Ég var alltaf litla stelpan þín enda yngsta barnabarnið og það var nú ekki verra þar sem stjanað var við mig í bak og fyrir með alls konar got- teríi og maður fór alltaf glaður frá þér með smávasapening til að kaupa nammi í Lindinni á leiðinni heim í sveitina. Ekki þótti mér það slæmt. Svo var alltaf velkomið að gista hjá ykkur og gerði ég það oft. Þá lastu bók fyrir mig áður en ég fór að sofa og fórst með faðirvorið með mér og ég steinsofnaði alltaf. En elsku amma, ég gæti svo sem haldið endalaust áfram en vildi bara minnast á fáeina hluti sem við áttum saman og hina geymi ég innra með mér til að rifja upp á góðum tímum. Minning þín lifir. Þín Ásdís Hanna Bergvinsdóttir. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Þeir eru himnarnir honum yfir. (Hannes Pétursson.) „Ávallt velkomin“, voru einkennis- orð ömmu okkar þegar við stigum inn fyrir dyrnar, ásamt „Guð veri með þér, elskan“, þegar við kvöddum hana. Svo fékk hvert og eitt faðmlag og koss á kinn. Allar heimsóknir til ömmu og afa einkenndust af hlýlegu viðmóti sem einna helst líktist því að vera umlukin mjúku teppi á köldum vetrarmorgni. Við útidyr mætti okkur ilmurinn af nýbökuðu brauði og þegar veitingar voru snæddar gaf amma okkur alla þá athygli sem við þörfnuðumst; hlustaði og gaf góð ráð. Amma hafði mikinn áhuga á bókum og hún las mikið – og hún hvatti af- komendur sína ávallt til að lesa góðar bækur. Við munum eftir því þegar við vorum börn og kúrðum hjá ömmu og hlustuðum hugfangin á hana lesa æv- intýri af mikilli innlifun. „Svo munið þið að lesa fyrir börnin ykkar þegar þið verðið fullorðin,“ sagði hún góð- látlegri röddu og við lofuðum því. Amma var yndisleg kona sem lagði mikla áherslu á samheldni fjölskyld- unnar. Heimili hennar og afa var staðurinn þar sem fjölskyldan kom saman, sagði fréttir og fékk fréttir af öðrum. Þar lærðum við kúnstina að skera laufabrauð, baka smákökur og taka slátur svo eitthvað sé nefnt. Þar fengum við gómsætar rjómabollur á bolludaginn, saltkjöt og baunir á sprengidaginn og þangað mættum við í öskudagsbúningi á öskudaginn til að syngja fyrir hana og afa og sýna bún- ingana. Þegar við fluttum að heiman og stofnuðum eigin heimili var gott að geta leitað til ömmu. Hún laumaði að okkur gómsætum uppskriftum en maturinn og kökurnar sem við bjugg- um til stóðst ekki samanburð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar amma veiktist sýndi hún mikla stillingu og hugrekki. Hún kvartaði aldrei; vildi helst ekkert tala um sjálfa sig en sýndi sífellt áhuga á því hvað við vorum að fást við og hvernig ástvinum okkar vegnaði. Já- kvæðni hennar átti sér engin takmörk og því hugarfari hélt hún fram á síð- asta dag. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt, hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Úr vísum Vatnsenda-Rósu.) Elsku amma okkar, við kveðjum þig með þakklæti fyrir alla þína ást og umhyggju. Guð veri með þér. Þín barnabörn Hulda Björk, Eggert Már og Eydís Unnur Jóhannsbörn. Sigríður Kristbjörg Stefánsdóttir ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug á einn eða annan hátt vegna andláts og útfarar okkar ástkæra SIGURÐAR MAGNÚSAR MAGNÚSSONAR Esjubraut 39, Akranesi. Sérstakar þakkir til Höllu Skúladóttur krabba- meinssérfræðings og starfsfólks deildar 11B á LSH og einnig til Hallveigar Skúladóttur hjúkrunar- fræðings og Heimahjúkrunar SHA. Björnfríður Guðmundsdóttir, Magnús Hólm Sigurðsson, Ásta Ósk Sigurðardóttir, Jóel Bæring Jónsson, Selma Sigurðardóttir, Þorvaldur Sveinsson og afabörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og stuðning við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður míns, SIGURÐAR TRYGGVASONAR, Heiðargerði 86, sem lést á heimili sínu 11. október síðastliðinn. Einnig viljum við þakka öllum þeim sem léttu honum lífið á einn eða annan hátt í löngum veikindum. Guð veri með ykkur öllum. Steinunn Ástvaldsdóttir, Tryggvi Sigurðsson, Ástvaldur Tryggvason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.