Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ leið ekki klukkustund frá því að Kristín Steinsdóttir var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir bókina Á eigin vegum þar til tilboð barst frá sænska forlaginu Kabusa um út- gáfu hennar. Forlagið hefur áður gefið út bók Kristínar, Engil í vesturbænum. Sú bók hlaut Norrænu barna- bókaverðlaunin árið 2003. Fleiri út- gefendur hafa bók Kristínar til skoð- unar, að sögn Forlagsins. Bragi Ólafsson var einnig til- nefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Sendiherr- ann. Í haust var gengið frá samn- ingum við danska forlagið Athene um útgáfu á þeirri bók og hafa samningar einnig verið gerðir um útgáfu bókarinnar í Þýskalandi, Austurríki og Sviss. Bragi og Kristín eru því á mikilli siglingu. Tilnefning og tilboð Kabusa vill gefa út Á eigin vegum Kristín Steinsdóttir 780 BÓKA- TITLAR eru í Bókatíðindum þetta árið. Í fyrra voru titl- arnir 650. Prent- un virðist í sí- auknum mæli fara fram er- lendis, 54,2% í ár samanborið við 42,8% í fyrra. Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 268; 30 þeirra (11%) prent- aðar á Íslandi. Skáldverk, íslensk og þýdd og ljóð, eru 194; 85 (44%) prent- uð á Íslandi. Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru alls 203; 150 (74%) eru prentaðar á Íslandi. Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 115; 69 (60%) prent- aðar á Íslandi. Þeir sem spáð hafa fyrir um andlát bókarinnar verða að bíta í það súra epli að útgefnum bókum fjölgar með hverju ári hjá bókaþjóðinni. Bókatíðindi 2007 130 bókum fleiri KRISTJANA Stefánsdóttir djasssöngkona syngur á að- ventutónleikum Kvennakórs Garðabæjar í kvöld kl. 20 við undirleik gítarleikarans Ragn- ars Arnar Emilssonar. Efnisskráin verður sérlega hátíðleg með léttum jólalögum í bland við hátíðleg. Stjórnandi er Ingibjörg Guðjónsdóttir og píanóleikari er Sólveig Anna Jónsdóttir. Miðaverð er 2000 kr. við innganginn en 1700 kr. í forsölu og fyrir lífeyrisþega. Ungmenni 15 ára og yngri fá frítt á tónleikana. Forsala aðgöngumiða er hjá Garðablómum á Garðatorgi, hjá kórkonum og í gegnum netfangið kvennakor@kvennakor.is. Aðventutónleikar Létt jólalög í bland við hátíðleg Kristjana Stefánsdóttir HRAFNKELL Sigurðsson myndlistarmaður heldur fyr- irlestur um eigin verk kl. 12.30 í dag í húsnæði myndlist- ardeildar Listaháskóla Íslands á Laugarnesvegi 91, stofu 024. Hrafnkell hlaut Íslensku sjónlistaverðlaunin í sept- ember síðastliðnum fyrir ljós- myndaröðina „Áhöfn“ sem sýnd var fyrst á sýningunni Eiland í Gróttu, og innsetn- inguna Afhafnasvæði sem sýnd var í Galleríi Suð- suðvestur. Þessi verk þykja varpa nýju ljósi á ís- lenska sjómenn og karlmennsku. Hrafnkell lauk meistaragráðu frá Goldsmiths-listaháskólanum í Lundúnum árið 2002. Fyrirlestur Hrafnkell segir frá eigin verkum Hrafnkell Sigurðsson BEBOPFÉLAG Reykjavíkur heldur tónleika í kvöld á Kaffi Kúltúru við Hverfisgötu í Reykjavík. Félagið var stofnað fyrr á árinu og hefur staðið fyrir tónleikum fyrsta mánudag hvers mánaðar, þar sem fram hafa komið margir af helstu djassleikurum þjóðarinnar. Í kvöld verða síðustu tón- leikar ársins og því er eiginlega um uppskeruhátíð að ræða. Búist er við því að hátt í 20 djasstónlistarmenn líti við og leiki af fingrum fram, og ekki er loku fyrir það skotið að „tenórarnir þrír“ verði þeirra á meðal. Tónleikarnir hefjast kl. 22 og er aðgangseyrir 500 kr. Tónleikar Uppskeruhátíð Bebopfélagsins Haukur Gröndal saxófónleikari Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ athugun kemur í ljós að af þeim þýddu skáldsögum sem gefnar eru út á íslensku eru töluvert fleiri titlar eftir karlmenn en konur. Ef meðaltal síðustu þriggja ára er skoðað sést að einungis þriðjungur þýddra skáldsagna sem til umfjöllunar eru í Bókatíðindum er eftir konur. Það koma því að jafnaði út helmingi fleiri þýddar skáldsögur eftir karlmenn á hverju ári en eftir konur. Handtöskuseríunni er ætlað að vera fram- lag til þess að bæta úr þessu,“ segir Sif Sigmars- dóttir, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Stíl- brots sem setti nýverið á laggirnar nýja bókaseríu, Handtöskuseríuna. Markmið hennar er að gera nýjar og nýlegar erlendar skáldsögur eftir konur aðgengilegar lesendum á íslensku. Spurð hvers vegna hún telji bókmenntir eftir karlmenn frekar þýddar yfir á íslensku segir Sif að ef litið sé yfir íslenskan bókamarkað séu það aðallega karlmenn sem taki ákvarðanir um hvað sé gefið út. „Ég heyrði einhvern tímann að karlmenn læsu síður bækur eftir kvenhöfunda meðan konur hugsuðu ekki út í það hvers kyns höfundurinn væri. Það gæti spilað inn í þegar karlmenn eru að velja bækur til þýðinga.“ Líka fyrir karlmenn Bækur í Handtöskuseríunni koma út fjórum sinnum á ári og verður hægt að nálgast þær í verslunum sem og í áskrift. Áhersla verður lögð á að gefa út nýjar skáldsögur eftir konur, alls stað- ar að úr heiminum, sem vakið hafa sérstaka at- hygli í heimalandi sínu eða átt velgengni að fagna á alþjóðlegum markaði. Um er að ræða fagurbók- menntir, glæpasögur, verðlaunabækur, skvísu- bækur, smásögur og skáldsögur. Sif segir fjöl- breytnina því verða mikla. „Þótt þetta séu eingöngu bækur eftir konur geta karlmenn haft gaman af þeim, enda bara um venjulegar sögur að ræða, þetta eru engar sér- stakar kvennabókmenntir.“ Jane Austen fyrst Fyrsta bókin í Handtöskuseríunni er komin út og er það metsölubókin Jane Austen leshring- urinn eftir Karen Joy Fowler í þýðingu Evu Hrannar Stefánsdóttur og Ölvis Gíslasonar. Í bókinni segir frá sex einstaklingum sem koma saman einu sinni í mánuði til þess að ræða skáld- sögur Jane Austen. Undir leiðsögn Austen tvinn- ast líf þeirra saman, ástarævintýri hefjast, önnur sambönd líða undir lok og ef til vill skýrist smám saman hver tilgangur leshringsins var. „Okkur þótti þessi bók tilvalin til að gefa tóninn fyrir ser- íuna og við hæfi að hafa Jane Austen í hávegum í þessari fyrstu bók Handtöskuseríunnar, enda einn fremsti kvenrithöfundur í heimi,“ segir Sif og bætir við að kiljubrotið á bókunum hafi verið sérstaklega hugsað til að þær yrðu nettar og færu vel í tösku, eins og nafnið á bókaseríunni bendir til. Bókaútgáfan Stílbrot er ungt fyrirtæki, stofnað fyrir tveimur árum af einni fjölskyldu. „Við höf- um aðallega gefið út þýddar skáldsögur og tekið þátt í þessu hefðbundna jólabókaflóði með harð- spjaldaútgáfu en núna höfum við snúið okkur ein- göngu að kiljum með þessari seríu og ætlum ekki að vera í neinni annarri útgáfu fyrst um sinn,“ segir Sif sem situr reyndar beggja vegna útgáfu- borðsins fyrir þessi jól, en hún er höfundur ung- lingabókarinnar Einu sinni var dramadrottning í ríki sínu sem kemur út hjá Máli og menningu, og er sjálfstætt framhald bókarinnar Ég er ekki dramadrottning sem kom út í fyrra. Handtöskuserían hefst Helmingi fleiri þýddar skáldsögur koma út eftir karlmenn en konur hér á landi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dramadrottning Sif Sigmarsdóttir með bók sína Einu sinni var dramadrottning í ríki sín. Hún er sjálfstætt framhald bókarinnar Ég er ekki dramadrottning sem kom út í fyrra. www.handtoskuserian.is. „Í LANDSLAGSMYNDUM mínum mótar fyrir fjöllunum í fjarskanum, veikum smáblettum við sjóndeild- arhringinn. Þeim er ætlað að sýna að við erum lítil og veikburða og ráðum litlu um örlög okkar. Þar ræður mátt- ur sem er okkur öllum æðri.“ Þannig lýsir myndlistarkonan Arngunnur Ýr verkum sínum á sýningunni „Land ég sá“ í forkirkju Hallgrímskirkju. Verkin á sýningunni eru bæði stór og smá en þó flest í stærri kantinum, máluð með olíu á ál eða panel og margunnið í litalögin, málað yfir og skrapað. „Þetta er mjög hægur prósess,“ segir Arngunnur Ýr um verkin. „Þetta eru unnið upp í mjög þunnum lögum. Svo vinn ég til baka inn í myndina, má segja, inn í lögin. Ég eiginlega ét í burtu og kemst að inn- viðum myndarinnar á þann hátt.“ En þetta heiti, Land ég sá? „Það er ákveðin skírskotun í lands- lagslistarhefðina og hvernig við upp- lifum fjöllin og náttúruna. Hvernig hún hefur verið túlkuð í gegnum myndlist. Það hefur verið ákveðin hefð sem snýst í kringum fjöllin, þau eru upphafin, má segja, ákveðin „ídealísering“. Við þekkjum okkar fjöll,“ segir Arngunnur. Fjöllin veiti ákveðið öryggi en allt sé hins vegar síbreytilegt. „Jón Proppé komst svo vel að orði um myndirnar mínar fyrir löngu síð- an, sagði að ég sneri landslagshefð- inni á hvolf […] mitt land er þarna en það er erfiðara að finna það.“ Allt í myndunum er með ásettu ráði gert. „Myndirnar mínar eru ekki endi- lega um myndefnið heldur hvernig þær eru málaðar,“ segir Arngunnur. Þetta sé mikilvægt atriði, verkin snú- ist um ferlið, að mála, og hvernig verkunum sé komið til skila. Svo megi finna skírskotanir í listasöguna og málverkahefðina. „Að vissu leyti eru myndirnar eins og leiktjöld. Þeim er ekki ætlað að vera raunsæjar.“ Arngunnur segist fást við flatneskjuna í málverkinu en um leið ferðalagið inn í myndina. Að því leyti snúist þetta um togstreitu milli ákveðinna afla í myndinni sem og í myndbyggingunni. Allt er síbreytilegt Morgunblaðið/Kristinn Eins og leiktjöld Arngunnur Ýr reynir að fást við kjarnann í snertingu okkar við náttúruna og tjá blöndu af missi og eftirsjá í verkum sínum. ♦♦♦ NORSKI nútímalistdansflokkurinn Carte Blanche hefur óskað eftir því við Hvalveiðisafnið í Söndef- jord að fá lánaða þaðan beinagrind af steypireyði. Beinagrindina hyggst dansflokkurinn nota í sviðs- mynd dansverksins Ambra. Ambra er samvinnuverkefni Carte Blanche og Íslenska dans- flokksins og verður frumflutt í Reykjavík 23. maí á næsta ári. Danshöfundurinn Ina Christel Jo- hannessen á hlut að verkinu. Hild- ur Guðnadóttir sellóleikari mun flytja lifandi tónlist. Þemað er sam- eiginlegur hvalveiðiarfur þjóð- anna. Dansað við steypireyði Hvaladans Íslenski dansflokkurinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.