Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.12.2007, Blaðsíða 36
Johnny Solinger Söngvari Skid Row er með tískuna á hreinu. ÉG SKAL glaður játa að hlátur var mér ofarlega í huga þegar ég gekk fyrst inn á Nasa á fullveldisdaginn. Mér fannst næstum eins og ég væri að ganga inn í atriði úr kvikmyndinni Wayne’s World, í öllu falli var eins og ég væri kominn rúm fimmtán ár aft- ur í tímann. Þungmálmssveitirnar (e. heavy metal) Sign úr Hafnarfirði og Skid Row frá New Jersey voru komnar til þess að kenna lands- mönnum nokkrar rokklexíur. Það tók nokkur lög að komast á bragðið – erfiðasti hjallinn að komast yfir var hrópandi ósamræmið sem er á milli ógnandi útlits þungmálmstón- listarmannanna og tónlistarinnar sjálfrar. Málaðir og síðhærðir virðast þeir tilbúnir til að selja sál sína djöfl- inum en tónlistin er afskaplega mein- laus. Þrátt fyrir alla gítarbjögunina eru lögin afskaplega hefðbundin og ganga að miklu leyti til út á að sýna hæfni hljómsveitarmeðlima. Þegar mér hætti að þykja þetta ósamræmi hjákátlegt varð virkilega gaman á tónleikunum. Ég náði þessu stigi snemma, í lag- inu „Sweet Little Sister“ af fyrstu plötu Skid Row, og það sem eftir var naut ég sýningarinnar. Trommarinn Dave Gara var til að mynda búinn að ná fullkomnu valdi á því að snúa kjuðanum í hringi svo lengi sem hann þurfti ekki að slá með honum og með hinni hendinni tók hann sítt hárið frá andlitinu. Iðulega kom hvorutveggja fyrir tvisvar í hverjum takti. Gít- arleikarinn Dave „The Snake“ Sabo gældi fagmannlega við efsta hluta gítarhálsins og framkallaði vælandi gítarsóló, teygð og toguð, meðan hann rak út úr sér tunguna og starði tryllingslega á viðstadda. Söngvarinn Johnny Solinger var íklæddur erma- lausum Skid Row-bol, með höfuðklút, kúrekahátt og speglagleraugu og söng oft af gríðarlegum krafti of- arlega á tónsviðinu, og notaði „fokk“ í þriðja hverju orði. Allir voru þeir vopnaðir Budweiser-bjórdósum, sannkallaðir Ameríkanar. Drengirnir voru allir með þráðlaus hljóðfæri og hreyfðu sig því frjáls- lega um sviðið og komu iðulega fram á sviðsbrúnina áheyrendum til mik- illar skemmtunar. Raunar var sam- bandið milli hljómsveitarinnar og viðstaddra svo rosalegt að undirrit- aður man í svipinn varla eftir öðru eins. Eflaust hafa um þrjátíu manns lagt það á sig að mannbrima (e. crowd surf) alla leið upp á svið til þess eins að stökkva aftur í salinn eða til að láta draga sig (fullharkalega, að mér fannst) af sviðinu. Þegar sveitin bað viðstadda um að stökkva, var stokkið; þegar sveitin sendi salnum fingurinn í laginu „Get the Fuck Out“ brást salurinn eins við. Mörg íslensk rokksveitin mætti læra af líflegri sviðsframkomu Skid Row, og íslenskir tónleikagestir mættu sömuleiðis læra af þeim sem þarna voru samankomnir til þess eins að skemmta sér og rokka af lífs og sálarkröftum. Þó að mér detti ef- laust þúsund plötur í hug til að hafa með mér á eyðieyju áður en röðin kemur að Skid Row þá eru þær ekki margar sem slá þessari tuttugu ára gömlu þungarokkssveit við þegar kemur að því að rokka. Sign Það var heitt á Nasa og söngvarinn Ragnar Sólberg fór úr bolnum. Allt er vænt... Litadýrðin var mikil á tónleikunum enda litríkir þungmálmsrokkarar.Blámi Strákarni í Skid Row voru allir með þráðlaus hljóðfæri og fóru því frjálslega um sviðið. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Stemningin Gagnrýnandi segir sambandið milli hljómsveitarinnar og við- staddra hafa verið svo rosalegt að hann muni í svipinn ekki eftir öðru eins. Óárennilegur Gítarleikari Skid Row er enginn kórdrengur. Rrrrroooookkkk! TÓNLIST Nasa Skid Row ásamt Sign  Atli Bollason 36 MÁNUDAGUR 3. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á BEOWULF kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12.ára 3D-DIGITAL SYDNEY WHITE kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 B.i.16.ára AMERICAN GANGSTER kl. 5:30 - 8:30 LÚXUS VIP JESSE JAMES kl. 10:30 B.i.16.ára 30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára MICHAEL CLAYTON kl. 8 B.i.7.ára STARDUST kl. 5:30 B.i.10.ára FORELDRAR kl. 6 Síðustu sýningar B.i.7.ára „BEOWULF ER EINFALDLEGA GULLFALLEG...“ ENTERTAINMENT WEEKLY SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI eeee KVIKMYNDIR.IS SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.