Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 09.12.2007, Qupperneq 42
hvað varð um bandarísku leikkonuna og kyntáknið Tawny Kitaen? 42 SUNNUDAGUR 9. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Á rið 1987 var ár þunga- rokkshljómsveitarinnar Whitesnake. Breiðskífa hennar, sem bar nafn hljómsveitarinnar, naut fádæma vinsælda beggja vegna Atlantsála, ekki síst ofur- smellurinn Here I Go Again sem kom sér makindalega fyrir á toppi bandaríska smáskífulistans. Bæði var laglínan grípandi og ekki spillti eggjandi myndbandið fyrir. Þar steig ung rauðhærð þokkadís mun- úðarfullan dans á vélarhlífum tveggja glæsibifreiða íklædd hvít- um náttkjól. Þeir karlmenn sem þá voru á aldrinum 13 til 33 ára og kveikja ekki á perunni eru ann- aðhvort samkynhneigðir eða hafa legið meðvitundarlausir á spítala á þessum tíma. Þokkadís þessi heitir Tawny Kitaen og var þarna heitbundin söngvara Whitesnake, David Coverdale. Gengu þau síðar í heil- agt hjónaband. Enda þótt þáttur Kitaen í myndbandinu við Here I Go Again sé minnisstæðastur tróð hún upp í mörgum fleiri mynd- böndum hljómsveitarinnar á þess- um tíma, svo sem Is This Love og Still Of the Night, og dró karlpen- inginn einatt fram á sætisbrúnina – löðursveittan. Julie Kitaen fæddist í San Diego í Kaliforníu 5. ágúst 1961. Tólf ára gömul tók hún sér að eigin frum- kvæði nafnið Tawny og hefur hald- ið sig við það síðan. Hún bar snemma af öðrum stúlkum og vann um tíma fyrir sér sem fyrirsæta. Lék á móti Tom Hanks Kvikmyndirnar heilluðu og Kita- en þreytti frumraun sína á þeim vettvangi í litlu hlutverki í sjón- varpsmyndinni Malibu árið 1983. Það reyndist ágætis stökkpallur og árið eftir lék hún aðalhlutverkið í tveimur myndum, erótísku æv- intýramyndinni Perils of Gwendol- ine og gamanmyndinni Bachelor Party. Mótleikari hennar þar var ungur og efnilegur maður, Tom Hanks að nafni. Árið 1985 lék Kita- en aðalhlutverkið í gamanmyndinni California Girls og ári síðar í hryll- ingsmyndinni Witchboard. En þar með eru afrek hennar á kvik- myndasviðinu nánast upptalin enda þótt hún hafi skotið upp kollinum í nokkrum myndum og sjónvarps- þáttum síðan, s.s. Seinfeld og Mar- ried With Children. Líkurnar á því að hún leiki aftur á móti Tom Hanks hljóta að vera hverfandi. Kitaen dróst snemma að rokk- urum en æskuástin hennar var Robbin Crosby gítarleikari glys- sveitarinnar Ratt. Það var því eng- in tilviljun að hún sat fyrir á um- slögum tveggja fyrstu platna sveitarinnar snemma á níunda ára- tugnum. Crosby lést fyrir fimm ár- um vegna ofneyslu heróíns. Ást í faðmlögum Hraustlega var djammað í rokk- heimum á þessum tíma – sem endranær. Um skeið var Kitaen í tygjum við umboðsmann Van Ha- len og lýsti því síðar í viðtali að David Lee Roth söngvari hefði haft það fyrir sið að smeygja fíkniefnum sínum í skjóður hennar áður en flogið var milli staða. Roth var víst líka reglulega keyrður niður Sunset Boulevard þar sem hann smalaði saman fáeinum portkonum áður en haldið var heim til Kitaen og um- boðsmannsins. „Þá grét ég mig í svefn. Trúði því ekki að það væri skækja í mínum húsum.“ Kitaen og Coverdale tóku saman árið 1987 og fékk heimurinn að fylgjast með ást þeirra blómstra í téðum myndböndum. Þar tala þau enga tæpitungu í svefnherberginu, á göngum, í bílnum – hvar sem er. Tveimur árum síðar gifti parið sig. Coverdale var á hátindi frægðar sinnar á þessum tíma og skipti engu máli þótt hann ræki og réði hljómsveitarmeðlimi á víxl. White- snake hélt velli. Hingað kom sveitin haustið 1990 og hélt tvenna tón- leika í Reiðhöllinni í Víðidal. Raun- ar missti Coverdale af þeim síðari vegna veikinda og tók Pétur heit- inn Kristjánsson stöðu hans á svið- inu. Ekki rekur greinarhöfund minni til þess að Kitaen hafi verið með í för. Enda þótt samband Coverdale og Kitaen hafi verið ástríkt var það líka stormasamt og árið 1991 var ballið búið. Parinu varð ekki barna auðið og hörmuðu gárungarnir það. Voru sannfærðir um að þau hefðu orðið fjallmyndarleg – og loðin. Í samtali við tímaritið Blender í fyrra kveðst Kitaen hafa farið vel út úr skilnaðnum. „Við vorum sam- an á Here I Go Again-árum White- snake, þannig að ég átti hlutdeild í útgáfunni. Svo lék ég auðvitað í myndbandinu og gaurinn seldi fimmtán milljónir platna. Nú ætla ég ekki að setja mig á háan hest en það er eigi að síður staðreynd að ég lét mig hverfa og gaurinn getur ekki einu sinni selt hálfa aðra millj- ón. En mér var svo sem sama, sagði honum að hann mætti eiga ágóðann af plötusölunni gegn því að ég fengi tvær milljónir dollara aukalega. Hann lét það eftir mér. Síðan fékk ég húsið og fram- færslueyri í kaupbæti. Það er ynd- isleg hugmynd, framfærslueyrir.“ O.J., Seinfeld og Tommy Lee Whitesnake-myndböndin skutu Kitaen aftur tímabundið upp á stjörnuhimininn. Hún fékk hlutverk í sjónvarpsþáttum og tók að sér kynningar í sjónvarpi í framhald- inu. Eftir skilnaðinn við Coverdale sló hún sér upp með ýmsum mönn- um, s.s. O.J. Simpson (af öllum mönnum), Jerry Seinfeld, Jon Stewart, John Taylor úr Duran Duran og Tommy karlinum Lee – en hvaða B-myndaleikkona í Holly- wood hefur svo sem ekki verið með honum? Þeysireið þokkagyðju Kyntákn Tawny Kitaen á hátindi ferils síns þegar hún var gift David Coverdale og sló í gegn í myndböndum Whitesnake. Fram að því hafði hún helst unnið sér til frægðar að leika á móti Tom Hanks í Bachelor Party. MasterCard Mundu ferðaávísunina! Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 Akureyri sími: 461 1099 E N N E M M / S IA • N M 3 0 73 5 Heimsferðir bjóða þér nú til glæsilegrar vetrarveislu á Kanaríeyj- unni vinsælu Tenerife í lok janúar og byrjun febrúar. Tenerife, sem er stærst Kanaríeyjanna, býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru. Við bjóðum glæsilegar ferðir á ótrúlegum kjörum og vinsæla gististaði. Ath. mjög takmarkaður fjöldi sæta og íbúða í boði á þessu verði! 39.995 kr. verð frá aðeins - Ótrúleg sértilboð ásíðustu sætunum29. janúar og 5. febrúar E N N E M M / S IA • N M 3 0 73 6 Vetrarveisla á Tenerife * Ótrúlegt verð El Cortijo – íbúðir Kr. 39.995 *) Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í viku, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Kr. 49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Aguamarina Golf - íbúðir Kr. 43.895 Netverð á mannm.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í viku 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Kr. 55.490 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð í viku, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Hotel Jacaranda með hálfu fæði Kr. 69.990 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði, 29. janúar, vikuferð. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Hotel Bahia Principe með allt innifalið Kr. 89.190 Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með öllu inniföldu, vikuferð, 29. janúar. Brottför 5. feb. kr. 4.000 aukalega. Sértilboð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.