Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nú er minn tími örugglega kominn. VEÐUR Fátt er skemmtilegra aflestrar áblogginu en pistlar Össurar Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra. Þar eru dregnar upp myndir af líf- inu á stjórnarheimilinu, mönnum og málefnum. Stundum sitja menn frek- ar á sér þegar þeir verða ráðherrar og láta verkin tala.     En Össur hefur alltof gaman afpólitík til þess.     Og auðvitað erþað engin til- viljun, hversu ágreiningur í ýmsum málum á milli Sjálfstæð- isflokksins og Samfylking- arinnar er áber- andi. Össur lýsir því þannig að með því skapi Samfylkingin sér sérstöðu „á háskalitlum svæðum fjarri sjálfri ríkisstjórninni“. Þess vegna sé staða Samfylkingarinnar svona sterk.     Hann segist hafa „lamið á íhaldinuí Reykjavík fyrir gríðarleg mis- tök þeirra í orkumálum í Reykjavík“ og að umdeildar skoðanir við- skiptaráðherra komi fram í „Evr- ópudaðri“. Össur ber raunar ekki aðeins á íhaldsmönnum, því hann segir „spælingar og aulagang“ ein- kenna VG þessa dagana.     Hann klykkir út með: „Í bakspegl-inum glittir svo í sjálfskipað for- ingjaefni VG, Svandísi Svavars- dóttur orkukommissar Borgarinnar, sem líklega er svo önnum kafin við að sarga undan hásæti Steingríms að hún virðist ekki hafa nokkurn tíma til að klára tillögurnar um hvernig haga skal útrás og orku- málum Borgarinnar. Er sú nefnd kannski sofnuð svefninum langa?“ Skyldi vera spæling í orðum Öss- urar? Ætli Svandís sé að skapa sér sérstöðu? Og hvernig líður nýjum lagaramma um orkumálin, sem Öss- ur sagði í október að þyrfti að koma hið fyrsta fram, enda „núverandi löggjöf allsendis óviðunandi“? STAKSTEINAR Össur Skarphéðinsson Össur, Svandís og svefninn langi SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                  ! *(!  + ,- .  & / 0    + -           "     !  #$ $ %$  %      12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (          '((          # (  :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    % &% % %"" "%"  %"&  %  &%"  %"   %" %  %"   % "                      *$BC $$                  !"#$  *! $$ B *! ) *  + $  $* $    ! , <2 <! <2 <! <2 ) +  $- (.$/0   -                 <7     % !  %         &' <   (  % !             #)     % !) #    *    + ,-   ! &!  .       /  /    '  1' $ $22 $! $3  !$- ( Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Karl Tómasson | 10. desember Áskorun til allra bloggara Kæru bloggarar, ég fékk hugmynd sem ég vona að geti orðið að veru- leika. Það er að við stofnum sjóð sem gæti kallast Jólabloggsjóð- urinn. Allir bloggarar sem vilja vera með leggi 1000 krónur inn á reikning sem rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar. Í framhaldinu verði opnuð síða hjá Mæðrastyrks- nefnd, sem gæti orðið árlegur … Meira: ktomm.blog.is Jón Magnússon | 9. desember Slökkt á friðarljósi Það var gott að Yoko Ono skyldi ákveða að tendra friðarljós í Viðey til minningar um John Lennon. Friðarljósið er ágætt og táknrænt og lífgar upp á tilveruna en veldur engu tjóni. Mér finnst satt að segja miður að það skuli slökkt á ljós- inu núna og það ekki tendrað fyrr en í haust. Mér fyndist rétt að breyta þessu þannig að það væri slökkt á ljósinu þann dag sem John Lennon var myrtur en að öðru leyti mundi það … Meira: jonmagnusson.blog.is Svanur Sigurbjörnsson | 10. desember 60 ára afmæli Mann- réttindasáttmála SÞ Í dag, 10. desember, á Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 60 ára afmæli. Í tilefni þess er vefsíðunni www.Kno- wYourRights2008.org hleypt af stokkunum á vegum SÞ. Þetta er mikill gleðidagur því mikilvægi sáttmálans verður seint ofmetið. Á þessum árum hafa hundruð mannréttindamála unnist vegna þeirrar fyrirmyndar sem … Meira: svanurmd.blog.is Svavar Alfreð Jónsson | 10. desember Gistihús umburðarlyndisins Jól eru margslungið fyr- irbæri. Þau eru mikil neysluveisla. Lands- menn eyða stórum fjár- fúlgum í fatnað, mat og gjafir fyrir jólin. Jólin eru efnahagslega mikilvæg. Góð jólaverslun skiptir sköpum fyrir marga kaupmenn. Jól eru líka einfaldlega frí. Að vísu eru ekki allir í fríi á jólunum, til að mynda við prestarnir, en þá eru flest fyrirtæki lokuð. Skólarnir gefa frí á jól- um. Flestar opinberar stofnanir loka sínum dyrum á jólunum. Sannarlega eru jólin veraldleg. Þeim fylgja alls konar þessa heims siðir. Jól eru ekki bara kristileg og á það hefur verið bent að jól voru haldin löngu áður en Jesús fæddist. Engu að síður er ekki hægt að horfa framhjá því að jól hafa trúarlega merkingu í huga flestra landsmanna. Sú merking er ef til vill mismikil og ristir ekki alls staðar jafn djúpt, en óhætt er að fullyrða að stór hluti landsmanna fagnar jólum sem fæð- ingarhátíð Jesú Krists. Á mínu æskuheimili voru hvers kon- ar veraldlegir jólasiðir viðhafðir en mér var innrætt að kjarni jólanna væri fæðing Jesúbarnsins í Betlehem. Það kenni ég líka mínum börnum og þann- ig held ég að það sé á meirihluta ís- lenskra heimila. Nú hefur félagið Siðmennt áréttað hvernig það vill haga litlu jólunum í skólum landsins. Samkvæmt nýjasta bréfi félagsins til biskups Íslands verður ekki betur séð en að það telji mannréttindabrot að hafa litlu jólin með trúarlegum áherslum. Þar má t.d. hvorki syngja jólasálma og né sýna helgileiki. Í stuttu máli: Engar trúarlegar áherslur. Auðvitað útilokar slíkt jólahald ekki einungis sálmana Heims um ból og Bjart er yfir Betlehem. Göngum við í kringum einiberjarunn hlýtur líka að vera bannað, því enda þótt þar sé um að ræða veraldlegan söng, lýkur hon- um með grímulausum áróðri fyrir heimsókn í kristna kirkju – seint á sunnudagsmorgni. „Svona gerum við er við göngum kirkjugólf!“ Söngurinn hlýtur því að teljast til „trúboðs í skólum“. Fram til þessa hefur jólahald í skól- unum verið á sömu nótum og í ... Meira: svavaralfred.blog.is BLOG.IS LAURAASHLEY Faxafeni 14 108 Reykjavík sími 5516646 Gjafavara

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.